Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Síða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Síða 46
46 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST2005 Sport DV Graeme Souness Vináttuleikir eru rugl „Vmáttulandsleikir eru rakalaus þvættingur og það er algjörlega fáránlegt að vera að hafa þessa leiki á þessum tíma," sagði Graeme Sou- ness, knattspymustjóri Newcastle í gær, þegar í ljós kom að einn leikmanna hans hefði meiðst í vináttuleik í vikunni. „Ég skil ekki af hveiju er verið að púkka upp á þessa landsleiki, til þess eins að kroppa saman nokkrum krónrnn fyrir landsliðin. Það kemur nákvæmlega ekkert út úr þessiun leikjum annað en meiðsli og vesen og ég held að væri nær að hóa landsliðsmönnunum saman f golfhring og gott að borða svo þeir geti kynnst betur. Ég spilaði helst ekki svona leiki þegar ég var að spila á sínum tíma og ég er alfar- ið á móti þessum skrípaleik," sagði Souness. „ímyndaðu þér að þú ættir verksmiðju með 20 vélum sem kostuðu tugi milljóna punda. Svo kæmi reglulega til þín einhver ttúður og heimt- aði að fá vélamar þínar lán- aðar án greiðslu og skilaði þeim alltaf til baka biluðum og skemmdum. Þú myndir ekld kæra þig mikið um það,“ sagði Souness hneykslaður við blaðamann, hæst ánægður með lfk- ingamál sitt. Hættið að gefa treyjurnar ykkar! Thierry Henry og Robin van Persie hjá Arsenal, vom teknir inn á teppi hjá stjómarmönnum félags- ins íindir lok síðasta tímabils, fyrir að gefa alltaf treyjur sínar eftir hvem leik sem þeir spiluðu með liðinu. Talsmaður Arsenal sagði að stjómar- mönnmn • Arsenal hefði þótt bmðl leik- manna með „ treyjumar ganga úr hófi fram á síðustu leik- tíð og hafa nú hótað að sekta leikmenn sem gefa treyjur sfnar eftir leiki, ef undan er skilin meistara- deildin og FA-bikarinn. „Stjóm Arsenal þykir I nauðsynlegt að leikmenn sýni samstöðu með félag- inu, þar sem það sparar hveija krónu til að eiga fyrir nýjum og glæsilegum leik- vangi. Það er því ekki nema ' j- eðlilegt að þeir sýni aðhald og gott fordæmi eins og aðr- ir," sagði talsmaðurinn. f Reiður Rllse Hinn rauðhærði John Ame Riise hjá Liverpool ærðist á dögunum þeg- ar norskt símafyrirtæki nýtti sér sfmahneykslið hans í auglýsingu á dögunum og ætíar knattspymumað - urinn í mál við fyrirtækiö. Eins og kom fram fyrir nokkm, sendi Riise nokkrum föngulegum kvenmönnum í Noregi sms-skilaboð, þar sem hann augiýsti sig á lausu og kynntí sig sem mikinn fola. „Hæ, ég heiti John Ame. Af hveiju að borga fyrir sms-in þegar þú getur fengið þau frítt hjá okkur," sagði í norsku auglýsingunni, sem hefiir fengið verðskuld- ' aða athygli þar í landi. BOLTINN EFTIR VINNU Wayne Rooney gæti átt yfir höfði sér frekara hneyksli vegna rúmfara sinna með fimmtugri konu. Gamla-grðD ler meö Rooney í rátlarsalinn Patricia Tiemey er fimmtug sjö barna móðir í Whiston á Merseyside í Liverpool. Hún á sextán barnabörn og er nú á leið í meiðyrðamál við breska blaðið Sun, vegna fréttar blaðsins um að hún hafi stundað kynlíf með Wayne Rooney gegn greiðslu þegar hann var aðeins 16 ára gamall og spilaði með Everton. Talið er óvíst að málið leysist á bak við tjöldin og því gæti það orðið hið skrautlegasta. um tíma og bar því við að hann hefði verið ungur og vitlaus. Atvikið á að hafa átt sér stað á nuddstofu í Liver- pool þar sem Gamla-gröð starfaði að eigin sögn um þriggja vikna skeið, en hún segist aldrei hafa kom- ið nálægt drengnum og þvertekur fyrir það að vera vændiskona. Lögmenn frú Tiemey, sem er > sögðmjaðmaveikoghefurgaman /; af að baka skonsur, segja að * hún sé að undirbúa málssókn á hendur blaðinu, því hún hafi ekki þorað að fara út úr húsi síðan þessir atburðir áttu sér stað og gerir víst lítið annað en að bryðja geðlyf í dag. Barnabörn hennar hafa orðið fyrir aðkasti í skólanum og sú gamla sögð ansi slæm á taug- um. „Blöð hér á Englandi hafa lýst frú Tierney sem hóm, en það er mikill munur á því að vera hóra eða hjákona," sagði lögmaður hennar. Sun birti mynd af konunni á for- síðu blaðsins á sínum tíma, þar sem í fyrirsögnum stóð; „Hann var ekkert rosalegur í rekkjunni." Tierney þessi var aidrei kölluð annað en vændiskona eða „Gamla- gröð" í grein- inni, sem gerði aUt vit- laust á Englandi þegar hún kom út fyrst. Rooney viður- kenndi að hafa sofið hjá vændis- konu á þess- „Atvikið á að hafa átt sér stað á nuddstofu í Liverpool." „Það mun henta Sun vel að draga málið enn lengra og reyna að blanda Rooney meira inn í þetta, svo tæp- lega má gera ráð fyrir að þetta mál verði leyst bak við tjöldin," sagði lögmaðurinn. Breska slúðurpressan gæti því átt von á feitum bita á næst- Ekki rosalegur Aðsögn ömmunar olli Rooney vonbrigðum I rúminu.. Litli-graður Gamnaði sér með konu sem hefði getað verið amma hans. Myndarlegasta liðið á Englandi ^ n ni [il^ $3?™^ bóifanum ummæii w'kunn3r „ígær stóð ég mig að því að hvetja aðra af tveimur flugum sem voru að skríða upp vegginn heima hjá mér og virtust vera í kapp- hlaupi lan Halloway, knattspyrnustjóri QPR, um hvernig hann reynir allt til þess að veröa Jafn mikill keppnismaður og Jose Mourinho, stjóri Chelsea. Rooney leiddist ekki að skora loksins á Goodison og Joseph Yobo fiær nýjan BMW frá honum í jólagjöf. Þú veist að enski boltinn er byrjaður þegar Arsenal vinnur einn yfir á skítavíti - svo eru menn hissa á því að Móri sé alltaf að tala um samsæri! Gerrard var í duftinu fyrir framan mark Boro, en hann skoraði nú á móti TNS. Sáuð þið snudduna hans Crespos í grillið á Wigan? Menn segja að Móri hafi sagt „sorry" við Paul Jewell þegar Crespo skoraði. Kjaftæði. Hann sagði „djöfiill var ég mikið flfl að nota þennan mann ekki í fyrra". Sáuð þið Alan Mahon þegar hann klúðraði fiærinu á móti Chelsea? Hann leit upp, fattaði að 50 millj- ónir manna vom að horfa á hann í siónvarpinu og lagaði á sér hárið. Ometanlegt. West Ham ætti að njóta augna- bliksins, það verða ekki margir svona í vetur. Meira að segja „Kumlið" skoraði. Maðm verður að elska hann Tedda Flott slútt hjá Coker. Nennir einhver að segja Portsmouth að tímabilið sé byijað? Emð þið að grínast með vömina hjá Sunderiand??? Mick McCarthy segist ætla að njóta tímabilsins - Bon appetit, féíagi. Villa og Bolton settu fjögur á fimm mfnútum. Toppaðu það. Skora á Essien að naglhalda nú kjafti og fara að vinna fyrir kaupinu sínu. Ég er farinn eins og... David James. Það er sama hvert maður fer, alltaf er verið að ræða enska bolt- ann allstaðar. Það er ekki bara rif- ist um hvaða leikkerfi á að spila. Ég hef mjög oft lent í því að rök- ræða við menn hvaða lið er með myndarlegustu leikmennina. Ég ætla bara að taka fjögur helstu liðin fyrir, Chelsea, Arsenal, Liverpool og United. Fyrir ykkur sem haldið með einhverjum öðr- um liðum, sorry drengs. 4. sæti = Liverpool í Qórða sæti og ófríðasta liðið af þessum fjómm er Liverpool. Morientes er reyndar myndarleg- ur og dregur liðið þvflíkt upp en það er bara of mikið af hross- um í þessu liði til þess að það dugi. Milan Baros lýtur út eins og mold- varpa. John Arne Riise er rauðhærður. Djibril Cissé er mjög svo natural ófríður maður en hann veit af því líka. Reynir alltaf að draga athyglina frá andlitinu á sér með fárániegum hárgreiðsl- um. 3. sæti = Arsenal í þriðja sæti er Arsenal. Skil ekki hvemig er hægt að halda með liði sem keppir alla sína leiki á bókasafni, maður getur heyrt saumnál detta á The Library. En það er mjög mikið af hrossum í liðinu, eins og t.d. Lauren, Reyes, Cole, Senderos og Pires. Menn sem em óeðlilega ófríðir em Henry og Bergkamp. Henry gæti sogstartað Harley og Berg- kamp er með kollvik aftur á hnakka. Mennimir sem draga liðið upp em Ljungberg og Mathieu Flaming Gay, en þeir em - jjjrr* “ báð- Milan Baros Líturút eins og moldvarpa að mati Gillz. ----------r rammsamkynhneigðir. 2. sæti = Chelsea í öðm sæti er Chelsea. Þeir em nokkrir ágætir þama en mörg hross inn á mUli. Hrossin em menn eins Wayne Bridge, Ferreira, Gallas, Geremi, Phillips og Drogba. En það em nokkrir myndarleg- ir þarna eins og Guddi, Lampard, Huth og Terry. 1. sæti = Man.Utd. í fyrsta sæti og myndarlegasta liðið er Manchester United. Þar átti ég nú bara í vandræðum með að finna eitt einasta hross. Þama emm við með karlfyrirsætur eins og Giggs, Ferdinand, Rooney, Heinze, Keane, Neville, Park og helstrípað- anAlan Smith. En mennimir sem standa upp úr em Nistelrooy og Cristiano Ronaldo. Ruud er sláandi lflcur Ridge Forrester í Bold&The Beuti- fifl, með fullkomna beinabyggingu og glæsilega hárgreiðslu. Cristiano Ronaldo er heitasta unga módelið í dag; þarf ekkert að ræða það frekar. Kenningin um heimsku stjörnurnar. Rooney hugsar ekki Prófessor Oliver Hoener við Há- skólann í Mainz í Þýskalandi, sendi frá sér merkilega ritgerð á dögunum, þar sem hann rökstyður kenningu sína um „heimsku stjömurnar". í rit- gerðinni, sem byggir á áralöngum rannsóknum, segir hann lykilinn að velgengni sumra bestu knatt- . spymumanna í heimi vera þann að i þeir hugsi ekki. Hoener segir að enski landsliðsframheijinn Wayne Rooney hjá Man.Utd. sé skólabókardæmi um heimskan íþróttamann sem nær árangri. „Hjá góðum knatt- spymumönnum get- ur umhugsun verið til trafala. Hugsanaleysi getur verið dýrmætt fyrir framherja, því góðar ákvarðanir hans hafa ekk- ' ert með gáfnafar að gera, heldur em þetta frumstæð viðbrögð. „Það finnst mér lfldegra til árangms hjá fótboltamönnum og Rooney er gott dæmi. Hann hugsar ekki - en framkvæmir," sagði prófess- orinn geðþekki, en margir knatt- spyrnumenn hafa ekki þótt stíga í vitið. „Þeir sem hugsa of mikið, , skora ekki mörk,“ sagði g Hoener og þegar höfð em í e huga ummæli framherjans snjalla Ronaldos hjá Real Madrid eftir einn leik- inn forðum, er ekki laust við að kenn- ingin hljómi sennilega. „Við töpuðum leiknumafþví við unnum hann ekki," sagði marka- skorarinn brasilíski. Heimskur Býryfir dýrslegu eðli sem gerir honum ókleift að hugsa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.