Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Qupperneq 52

Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Qupperneq 52
* 52 LAUGARDAGUR 20. ÁGÚST2005 Helgarblað UV „Þetta er búið að vera á stefhu- skránni hjá mér lengi," segir Jóhanna Vigdís Amardóttir en hún vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu. „Ég er búin að fara marga hringi því þetta hefur verið nokkurra ára pró- sess hjá mér. Maður er alltaf svo hræddur við að endurtaka sig þannig að ég er alltaf að reyna að gera eitthvað nýtt og læra af því." Syngur karlalög Jóhanna Vigdís, sem jafnan er kölluð Hansa, ákvað að fara nýjar *Ifeiðir á plötu sinni sem Karl Olgeirs- son sér um að taka upp og útsetja. „Við ákváðum að gera eingöngu lög eftir karla, eða sem karlar hafa gert fræg," segir Hansa. „Bara það eitt að kona syngi lögin setur þau sjálfkrafa í nýjan búning." Hansa segir að lögin eigi það öll sameiginlegt að vera mjög einlæg. „Þetta eru lög eins og Invitiation to the Blues eftir Tom Waits, Tvær stjörnur eftir Megas og svo eru lög eftir Egil Ólafsson þannig að þetta verður bæði íslenskt og erlent. Þar á meðal eitt franskt lag,“ segir Hansa en hún er altalandi á frönsku. Afhverju kanntu frönsku? „Ég bara lærði hana," segir Hansa. „Ég bara fór í háskólann og lærði hana. Ég hef aldrei búið þar heldur bara komið sem ferðamaður. Þetta er fallegt, rómantískt og söng- vænt tungumál." Ólétt inn í nýtt leikár Hansa er nú að klára sitt sumarfrí og mætir til vinnu í Borgarleikhúsið á mánudaginn. Hún mun þó ekki mæta ein til vinnu ef svo má að orði komast því Hansa er ekki kona ein- sömul. Hún á von á barni með eigin- manni sínum Þorsteini Guðbjöms- syni. „Þetta er mitt fyrsta bam. Þetta er voðalega skemmtilegt." Bamið á líka að koma í heiminn á mjög hent- ugum tíma. „Barnið á ekki að koma í heiminn fyrr en í lok janúar þannig -5ö það kemur eftir alla plötutörn- ina." Með væntingarnar í hófi Áætlað er að plata Hönsu komi út með haustinu. Hún tekur öllu þessu ferli þó með stóískri ró. „Ég geri mér engar væntingar. Ég er ekkert að fara að keppa við vinsælustu popp- grúppur bæjarins, ég geri mér alveg fyllilega grein fyrir því. Ég held að ef að maður er með metnað og leggur hjarta og sál í hlutina, hljóti útkoman að verða fín," segir Hansa. „Ég er á þeirri skoðun að maður ""■jerði að velja lög sem mann langar sjálfur að syngja. Ekki vera að elta einhverja tískustrauma." Plata Hönsu mun vera í einlægari kantinum og ekki ofunnin eins og margar íslenskar dægurlagaplötur eiga til að vera. „Þetta verður mjög lffrænt. Ekkert of poppað. Þetta er nýtt fyrir mér, ég hef aðallega verið í söngleikjum, blús og djass og frönskum lögum aðallega. Nú er kominn tími til að gera eitthvað nýtt," segir Hansa sem horfir fersk fram á veginn. Ólétt og alsæl. „Það er ara bjart framundan, ég get ekki annað en brosað." soli@dv.is Tekur samkyn hneigð í sátt Jóhanna Vigdís Arnardóttir er fyrir löngu búin að sanna sig sem leikkona fyrir íslendingum. Nú er Hansa að upplifa nýja hluti og nóg í vændum hjá þessari hæfileikaríku dömu. Rapparinn Kanye West hvetur alla rappara til þess að hætta að rappa gegn hommum. Kanye segist sjálf- ur hafa verið mikill mömmu- Wk strákur í æsku og var honum 'arWf' strítt fyrir það, þess * Pp vegna fékk hann % mikla hommafóbíu. JT' a Nú þegar frændi ' ' hans kom úr Js skápnum áttaði j hann sig á því ’ --aðhiphop snerist ekki Æ um að vera á figjL y móti homm- Hk, um heldurað jQBfk ' K brjóta niður þá veggi sem / jSjUÍ skiptafólkif jr minnihluta- ^ hópa. Geisladisk- ur með Kanye er væntanlegur og heitir hann Late Registration. Reið út í fjölmiðla Bjart framundan Það er nóg í vænd- um hjá Hönsu. Fyrsta barnið og fyrsta sólóplatan. Leikkonan Jennifer Garner er æf út f fjölmiðla fyrir að hafa sagt frá óléttu hennar. Jennifer var ekki búln að segja sfnum nánustu vin- um fréttirnar og finnst leiðinlegt að dagblöð hafi birt þetta svona snemma. Þetta er fyrsta barn Jennifer og er faðirinn enginn annar en BenAffleck. ^ Jennrfer KjT segistætla .jjt&BÍCSZ: tfli aðvera Jr ’ -SL mjög var- ml■ ^ kármeð m einkalff BPvjSmÍ m ■ sittf w§a framtíð- vSNSS. ínnivegna tBD -K þessa atviks. *’’/ i Jennifer og Ben Affleck giftu sig fyrr f sumar. Áður var Ben með Jennifer Lopez. Kynþokka- minnsti maður í heimi Söngvarinn Peter Andre hefur ver- ið kjörinn kynþokkaminnsti maður heims. Peter þótti mjög fiottur árið 1996 en skyndilega hvarf hann úr sviðsljósinu. Margir héldu að hann hefði smitast af eyðni og látið líf en allt kom fyrir ekki. Hann birtist með hinni kynþokkafullu klám- myndastjörnu Jordan og nú eiga þau barn saman. Samkvæmt blað- inu The Sun ætla þau að ganga í a ö heilaga í næsta mánuði. Brad Pitt var flk enn og aftur kjörinn kynþokkafyllsti Vk’ karlmaður heims- 'Wéy1' - •kt/ \-Á f/v.y,''” fi l Vá T ' .. ■& Nylon-flokknum er margt til lista lagt annað en að syngja Nylon hjálpar FH að vinna titilinn „Klara er náttúrulega Hafnfirðingur og ég held að þeir vilji eitthvað stæra sig af henni FH-ingarnir," segir Einar Bárðarson umboðsmaður stúlkna- flokksins Nylons. Stúlkurnar munu syngja fyrir leik Vals og FH í Kaplalcrika á sunnudaginn og „hita mannskapinn upp," eins og umboðsmaðuíinn orðaði það. Einar telur víst að foreldrar Klöru séu Haukafólk en segist þó ekki alveg viss á því. Hann telur það vera sniðugt fyrir knattspyrnulið að fá stúlkurnar til að spila fyrir sig. „Þær eru svo fallegar þessar elskur að Valsmennirnir eiga eftir að missa einbeitinguna við að horfa á þær," segir Einar. Missa FH-ingarnir ekki einbeiting- una lika? „Það verður þá jafnt." Þetta er ekki í fýrsta sinn sem Nylon-stúlkumar syngja á fót- boltavelli en þær tóku lagið þegar ísland mætti Ítalíu á Laug- ardalsvelli. Skemmst er frá því að segja að íslendingar sigruðu þann leik 3-0 og höfðu ítalimir ekki erindi sem erfiði. Það virðist því vera að það boði lukku að fá Nylon-flokkinn til að hita upp fyrir sig. Ætiiö þiö aö fara að bjóöa upp á þetta fyrirliö í fallbaráttunni? „Maður ætti kannski að bjóða KR-ingunum þetta," segir Einar og hlær. „Þetta er bara í boði fyrir hæstbjóðanda." soti@dv.is tekið Fimm d richter.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.