Dagblaðið Vísir - DV - 20.08.2005, Qupperneq 55
t
Menning DV
Jón Kalman les
hátt í Gljúfrasteini
Kalman sest í híbj
Laxness og Auðar
les fyrir gesti kl. 1
Þeir vonast eftir gestum í Gljúfrastein í
dag en þá verður boðið uppá upplestur
JónsKalmans.Jónætlaraðlesaúr
nýjum sögubálki sem kemur útmeð
haustinu. Sannarlega forskot á sæluna
fyrir aðdáendur Jóns Kalmans og aðra
unnendur góðs sagnaskáldskapar. Jón
Kalman hefur gefið út fimm skáldverk og
hefur farið vaxandi sem höfundur. Hann
var tilnefndur til verðlauna Norður-
landaráðs í fyrra, en þessi bók er sett
saman afnokkrum sögum úrþorpi og er
væntanleg I lok október frá Bjarti.
Þá les Bjarki Bjarnason, kennari og rit-
höfundur, Söguna afbrauðinu dýra eftir
Halldór Laxness sem gerist einmitt hérí
dalnum og á Mosfellsheiði. Bjarki er haf-
sjór fróðleiks um Halldór Laxness og
sveitina þar sem skáldið ólst upp og bjó
mestan hluta ævi sinnar. Þetta er því sér-
stakt tækifæri fyrir fróðleiksfúsa til að
kynnast skáldinu og verkum hans ísam-
hengi viö sveitina sem varhonum svo
kær. Ukt og fyrr er ókeypis á upplesturinn
kl. 14 í dag en aðgangseyrir greiddur inn
á safnið. Kaffí og Ijúffengar kleinur verða
til sölu fyrir lítið.
Dagskrá kirkjulistahátíðar
í dag og á morgun
í dag
16.00 Setning Kirkjulistahátíðar
2005: „Þér eruð salt jarðar" (Mt.
5:13) Overture úr hljómsveitarsvítu
nr. 1, BWV1066, eftir Johann Sebast-
ian Bach. Formaður stjórnar kirkju-
listahátíðar 2005, Þóra Kristjáns-
dóttir listfræðingur, flytur ávarp.
Finale úr orgelsinfóníu nr. 6 eftir
Charles-Marie Widor.
Kirkjumálaráðherra, Björn
Bjarnason, flytur ávarp. Fjórir þættir
úr verkinu Dýrð Krists eftir Jóhas
Tómasson.
Kaflar úr Mattheusarguðspjalli,
nýrri þýðingu. Inngangskór
Mattheusarpassíunnar eftir Johann
Sebastian Bach.
Flytjendur: Mótettukór Hall-
grímskirkju, Alþjóðlega barokksveit-
in í Den Haag, David Sanger orgel-
leikari, Drengjakór Reykjavíkur,
Unglingakór Hallgrímskirkju, Robin
Blaze kontratenór, Lára Stefánsdótt-
ir listdansari, Kári Þormar orgelleik-
ari. Stjórnandi: HörðurÁskelsson.
Myndlistarsýning kirkjulistahá-
tíðar 2005 opnuð - Salt jarðar og ljós
heimsins. Borgarstjóri, Steinunn
Valdís Óskarsdóttir, opnar sýningu á
verkum eftir Rúrí í forkirkju og
kirkjuskipi.
18.00-22.00 Unglistahátíð í Hail-
grímskirkju Dagskrá í samvinnu við
menningarnótt: Ungir listamenn fá
frjálsar hendur. Umsjón: Hreiðar
Ingi Þorsteinsson og Guðmundur
Vignir Karlsson. Þei sýna verk í turn-
rýmunum tveimur. Á klukkulofti
sýnir Vignir Karlsson hangandi org-
elpípur, öfuga hljóðturna. Hjá
klukkunum mun Helgi Örn Péturs-
son auka við hljóm með reyk og
ljósum. Að öðru leyti er dagskránni
skipt í fimm hluta:
18.00 Mattheusarguðspjall, upp-
lestur úr nýrri þýðingu íris Stefanía
Skúladóttir, Helgi Rafn Ingvarsson
og Árni Kristjánsson lesa.
19.00 Nýstárlegir hljómar Simon
Jermyn frá írlandi leikur á gítar og
Steindór G. Kristinsson flytur raf-
verk í kirkjunni.
20.00 Barokksveifla Félagar úr
Alþjóðlegu barokksveitinni Den
Haag ásamt sópransöngkonunni
Ragnheiði Árnadóttur flytja verk
eftir Bach, Hándel, Purcell o.B.
21.00 Tónskáld framtíðarinnar
Gamlir og nýir nemar Listaháskól-
ans flytja verk eftir tónsmiði skólans
m.a. Rúnu Esradóttur og Egil Guð-
mundsson, en einnig verða flutt
verk eftir Hreiðar Inga Þorsteinsson,
Kjartan Sveinsson o.fl.
22.00 Helgistund með ungu tón-
Noemi Kiss syngur
sópranpart í Mattheusar-
passíunni á morgun.
listarfólki í umsjón
sr. Jóns Dalbú Hróbjartssonar.
Aðgangur er ókeypis að öllum
dagskrárliðum á laugardag.
Sunnudagur
11.00 Hátíðarmessa Sr. Sigurður
Pálsson prédikar og þjónar ásamt sr.
Jóni Dalbú Hróbjartssyni, sr. Þor-
valdi Karli Helgasyni og Magneu
Sverrisdóttur djákna. Söngflokkur-
inn Voces Thules syngur. Organisti:
Björn Steinar Sólbergsson. David
Sanger konsertorganisti leikur eftir-
spil.
17.00 Mattheusarpassían eftir
Johann Sebastian Bach, BWV 244
fyrir tvo kóra, drengjakór, tvær
hljómsveitir og sjö einsöngvara.
Flytjendur: Markus Brutscher
tenór, Andreas Schmidt bassi,
Noémi Kiss sópran, Robin Blaze
kontratenór, Gunnar Guðbjörnsson
tenór, Jochen Kupfer bassi, Bene-
dikt Ingólfsson bassi, Mótettukór
Hallgrímskirkju, Drengjakór Reykja-
víkur, Unglingakór Hallgrímskirkju,
Alþjóðlega barokksveitin íDen Haag
Stjórnandi: HörðurÁskelsson.
íslenski dansflokkurinn í víkinq
íslenski dansflokkurinn hefur
verið á faraldsfæti í sumar með
verk Ernu Ómarsdóttur og Emils
Hrvatin We are all Marlene FOR.
Umsagnir í pressu Vínar og
Berlínar hafa verið vinsamlegar en
lagt sig talvert eftir að lýsa til-
drögum og efni verksins og rekja
feril Ernu.
Framundan eru sýningar á verk-
inu í Hollandi og Belgíu og vonandi
verða wðtökumar jafn vinsamlegar
og á þýsku svæðunum þar sem
uppselt var á allar sýrúngar.
í þýsku pressunni gætir nokk-
urrar Islandsdýrkunar, en þó ekki
hjá því vikist að sundurgreina efni
verksins og em höfundar margir
uppteknir af pönkuðum stílnum.
Ferðir ÍD með verkið hafa verið
nokkrar ffá því það var sýnt hér en
á allar þær sýningar var uppselt.
Mun ekld von til að verkið nái landi
hér á ný fyrr en að loknum þessum
vetri.
Þýska pressan viður-
kennir glöð sérstöðu
Ernu sem dansara.
SIRKUS RVK ER HLUTI
AF SIRKUSHEIMINUM
---SIRKUS-----
KEMUR UT ALLA FOSTUDAGA
VERÐ KR- 300
FÆST A ÖLLUM HELSTU
BLAÐSOLUSTOÐUM LANÐSINS
HLERANIR,
EFTIRUT
OG HANDTOKUR
MÓTMÆLENDURNIR
SEGJA ALLT