Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2005, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2005, Side 6
6 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST2005 Fréttir DV Andrésvill frítt í söfnin „Til að fá fleiri gesti til að sækja söfnin hér í Eyjum væri mjög athugandi að fella aðgangseyri að þeim hreinlega niður. Tekjur er söfnin hafa af aðgangseyri eru ekki það miklar að verulegu máli skipti," segir Andrés Sigmundsson, bæj- arfulltrúi í Vestmannaeyj- um, í samtali við fréttavef- inn Eyjar.net. Andrés ætlar að leggja til að frá og með næstu áramótum verði frítt inn á öll söfn í Eyjum. Eyjamenn grilla Hamar Knattspymufélagið Hamar á Suðurlandi sem spilar í þriðju deild jafnaði óskemmtilegt met þegar þeir heimsóttu KFS í Vest- mannaeyjum sl. laugardag. Leiknum lauk með tólf mörkum gegn engu, en Hamar hefur ekki tapað svona stórt á íslandsmótinu síðan 1994 þegar þeir töp- uðu 12-0 fyrir Ármenning- um. Héraðsfréttablaðið Sunnlenska greinir frá leíknum á heimasíðu sinni og segir Eyjamenn hafa ver- ið „tvímælalaust sterkari að- ilinn". Gísli Marteinn borgarstjóri? Egill Helgason fjölmiOlamaður. „Erþetta ekki bara ungurog hress maöur sem gæti komið góðum hlutum í framkvæmd? Mér list ágætlega á Gista Martein sem borgarstjóra. Hins vegarþekki ég ekki Sjálf- stæðisflokkinn það vel aö ég viti hvort hann eigi séns þar. Ég þori því ekki að spá til um þetta." Hann segir / Hún segir „Það er fáránlegt það sem ég heyrði að þó maður hafi unn- ið við dagskrárgerð ísjónvarpi og sé glaðlyndur þá eigi hann ekki erindi í pólitík. Þeir eru nógu leiðinlegir fyrir þessir stjórnmálamenn. Ég er hins vegar í tilvistarkreppu þarna þvf ég vil endilega að Össur Skarphéðinsson vinur minn verði borgarstjóri." Kolbrún Bergþórsdóttir blaðamaöur. Bíræfnir þjófar brutust inn á skrifstofu Alnæmissamtakanna og stálu verðmætri tölvu. Birna Þórðardóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, biður þjófana um að skila tölvunni, segist vilja höfða til samvisku þeirra, þvi samtökin geti ekki boðið fundarlaun. Birna Þórðardóttir á vettvangi. Oft er betra að hafa góða samvisku en ekki segir framkvæmdastjóri Al- næmissamtakanna sem biðlar til þjófa að þeir skili mikilvægri tölvu sem stolið var. DV-mynd E. 01. Birne Þórðar hölðar til samvisku bjóla í fyrrinótt var brotist inn hjá Alnæmissamtökunum sem hafa að- setur á Hverfisgötu 69. Birna Þórðardóttir, framkvæmdastjóri samtakanna, segir að svo líti út sem þjófarnir hafi vitað ná- kvæmlega hvers var að leita, því einungis var tekin tölvan en hún er í raun það mikilvægasta í húsakynnunum. „Tölva skiptir gríðarlega miklu máli fyrir starfsemi samtaka eins og Alnæmissamtakanna. Einungis turninn var tekinn, ekki til dæmis skjárinn enda skiptir hann engu rnáli," segir Birna sem var að von- um svekkt vegna aðgerða þjóf- anna. Gluggi var þvingaður upp, en húsnæðið er tengt Öryggisstöð- inni. Menn þaðan voru mættir tíu mínútum síðar en þá voru þjófarn- ir horfnir af vettvangi. Birna segir það umhugsunarvert hversu at- vinnumannslega þjófarnir báru sig að. „Nema þeir séu orðnir svona klárir og viti hvert eigi að hlaupa til að ná í eitthvað mikilvægt." Ótrúleg tilviljun Bima segir það sérkennilega til- viljun að í nýjasta hefti tímaritsins Séð og heyrt birtist mynd af henni þar sem hún stendur fyrir framan téðan turn. Birna segir jafnframt að inni á tölvunni séu engar persónu- „Tölva skiptir gríðar- lega miklu máli fyrir starfsemi samtaka eins og Alnæmissam- takanna. Einungis turninn var tekinn, ekki til dæmis skjár- inn enda skiptir hann engu máli." upplýsingar né neitt slíkt sem ekki megi fara út. Hins vegar eru þarna vinnuupplýsingar til dæmis varð- andi fræðslu og forvarnarverkefni sem Alnæmissamtökin hafa verið að vinna að í grunnskólum lands- ins. Biðlar til þjófanna Missirinn er því mikill fyrir Al- næmissamtökin sem fæstir ímynda sér að séu skotmark bíræfinna þjófa. „Þetta er mjög slæmt og skemmir mikið fyrir því starfi sem fram hefur farið og er á döfinni. Við viljum höfða til samvisku þjófanna og biðja þá vinsamlegast um að skila þessu enda nýtist þessi tölva engum nema okkur." Þá tekur Birna það fram að Alnæmissam- tökin séu ekki í aðstöðu til að bjóða fundarlaun. „En oft er betra að hafa góða samvisku en ekki." jakob@dv.is Þótti álagið of mikið og launin of lág. Lausn náðist á starfsmannafundi. Starfsmenn Landflutninga hótuðu að leggja niðurvinnu Starfsmenn í Landflutningadeild hjá Landflutningum Samskip í Reykjavík hugðust leggja niður vinnu klukkan 17 í gær til að mót- mæla undirmönnun og auknu álagi á vinnustaðnum og því að ekki væri komið til móts við launakröfur þeirra. Eftir að DV komst á snoðir um málið var haldinn starfsmanna- fundur hjá Landflutningum Sam- skip þar sem fundin var tímabundin lausn á deilunni. Aukið álag á starfsfólk Landflutn- inga Samskip í Reykjavík varð til þess í gær að starfsfólk landflutn- ingadeildar fyrirtækisins hugðist leggja niður vinnu klukkan 17 í mót- mælaskyni. Starfsfólkið ætlaði að hverfa frá vinnu að loknum mesta álagstíma dagsins, án þess að ganga frá eftir daginn. Eftir að DV komst á snóðir um aðgerðirnar var haldinn fundur með starfsfólki þar sem fundin var tímabundin lausn á vandamálinu. „Það voru sautján starfsmenn hérna í sumar en nú erum við ekki nema átta", sagði starfsmaður land- flutningadeildarinnar sem ætlaði ásamt samstarfsfólki sínu að ganga út á slaginu 17 til að mótmæla manneklu og miklu álagi. Hann vildi að fyrirtækið brygðist við með því að ráða fleira fólk eða hækka laun þeirra sem fyrir eru. „Auknu álagi eiga að fylgja hærri laun og það þurfa að koma til launahækkanir til þess að hægt sé að manna allar stöð- ur í þjóðfélaginu." fris Magnúsdóttir hjá Landflutn- ingum Samskip vildi ekki gefa upp í hverju lausn vandans væri fólgin, en sagði að hér væri aðeins um tíma- bundið vandamál að ræða. Hún sagði að auknar mannaráðningar væru í vinnslu innan fyrirtækisins og að gott hljóð hefði verið í starfsfólki eftir fundinn. Motuou ao leggja niður vinnu Starfsmenn Landflutninga höfðu fengið sig fullsadda afofmiklu áiagi og oflágum launum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.