Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2005, Qupperneq 8
8 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST2005
Fréttir DV
Sigurður Freyr Krist-
mundsson Hefurjátað
að hafa orðið Braga Hall-
dórssyni að bana.
Kærir kyn-
ferðisárás í
Bolungarvík
Sextán ára stúlka hefur
kært kynferðisárás til Lög-
reglunnar í Bolungarvlk.
Árásin á að hafa átt sér stað
á kvennasalerni á unglinga-
dansleik í veitingahúsinu
Víkurbæ í Bolungarvík 13.
ágúst. Farið var með stúlk-
una á sjúkrahúsið á ísafirði
til rannsóknar og aðhlynn-
ingar. Stúlkan gaf skýrslu
fyrir dómi fljótlega eftir að
rannsókn hófst og lögregl-
an hefur tekið skýrslur af
öllum sem náðst hefur til
og voru á dansleiknum.
Teknar voru skýrslur af
bæði gestum og starfsfólki
dansleiksins, alls 90 manns.
Málið er enn í rannsókn.
Dómari í máli Lofts Jens Magnússonar mun á föstudag ákveða hvort verða eigi
við kröfu Björns Ólafs Hallgrímssonar um að dánarorsök Ragnars Björnssonar
verði endurmetin. Björn Ólafur telur krufningsskýrslu um Ragnar meingallaða og
segir að réttarmeinafræðingurinn sem vann hana hafi ekki verið hlutlaus.
Fjölmennur
menntaskóli
Menntaskólinn á ísafirði
var settur í 36. skipti í gær.
Samtals hafa 322 nemend-
ur innritast í dagskóla fyrir
komandi haustönn. Innrit-
un í kvöldskóla er ekki lok-
ið en gera má ráð fyrir að
50-60 nem-
endur verði
þar í námi.
Alls verður
fjöldi nem-
enda við skól-
ann um
380-390 í vetur. Að sögn
Ólínu Þorvarðardóttur
skólameistara Menntaskól-
ans á fsafirði hefur nem-
endum ijölgað jafnt og þétt
undanfarin fimm ár. í vetur
verður í fyrsta skipti boðið
upp á nám við húsasmíða-
braut allt til sveinsprófs.
Menntaskólinn mun því
sjálfur geta útskrifað sína
húsasmíðasveina.
Vontveður,
fáirferða-
menn
Veðráttan dró úr aðsókn
í ferðir sem bókaðar voru
hjá Vestur-
ferðum í
sumar. Að
sögn Guð-
mundar Ey-
þórssonar
fram-
kvæmdastjóra Vesturferða
kom eitt skemmtiferðaskip
ekki vegna veðurs og far-
þegar á öðru skipi hættu
við ferðir út í Vigur vegna
roks og rigningar. Þrátt fyrir
þetta fóru 1559 manns í
Vigur á vegum Vesturferða í
júlí sem er aukning frá því í
fýrra. Ferðir til Hesteyrar
féllu niður en að sama
skapi var selt meira í aðrar
ferðir eins og til Dynjanda.
Næsta sumar lofar góðu en
17 skip hafa bókað komu
sína tU ísafjarðar og von er
á yfir tíu þúsund farþegum
að sögn Guðmundar.
Krufningsskýrsla Þóru Steffensen um Ragnar Björnsson sem lést
í desember á Sveitakránni Ásláki var harðlega gagnrýnd í Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í gær. Verjandi Lofts Jens Magnússonar,
sem ákærður er fyrir að hafa orðið Ragnari að bana, segir skýrsl-
una ónothæfa og vill að dánorsök verði metin af dómkvöddum
réttarmeinafræðingum.
mm
„Þetta er
óvenjuleg krafa
hjá Birni en
. þetta er
heimilt,"
segir Sveinn
Andri
Sveinsson
lögmaður um
kröfu Björns
Ólafs Hallgríms-
sonar, verjanda
Lofts. Hann segir
Arnfríði Einars-
dóttur héraðs-
Loftur Jens Magnús-
son Samkvæmt krufn-
ingsskýrslunni varþað
hnefahögg hans sem
varð Ragnari að bana.
„Við, sem eru leik-
menn á sviði læknis-
fræðinnar, verðum að
vita hvað stendur í
skýrslunni."
dómara hafa heimild til að verða við
kröfu Ólafs en hún geti einnig vísað
skýrslunni til umsagnar læknaráðs.
Ragnar Bjömsson lést skömmu
eftir að Loftur Jens Magnússon veitti
honum hnefahögg í andlitið. Sam-
kvæmt krufningsskýrslu Þóm
Steffensen var það hnefahögg Lofts
sem dró Ragnar til dauða.
Kryfjandi mataður af löreglu
í gær var milliþinghald í málinu
og rökstuddi Björn Ólafur þá kröfu
sína. Hann gagnrýndi krufnings-
skýrslu Þóm Steffensen réttar-
meinafræðings harðlega í máli sínu
og sagði hana ónothæfa vegna aug-
ljósra galla. Hann sagði Þóm ekki
hafa gætt nægilega hlutleysis við
kmfninguna og að hún hefði verið
mötuð með upplýsingum frá lög-
reglu.
Dulmál réttarmeinafræðinnar
Bjöm Ólafur gagnrýndi líka það
sem hann kallar „dulmál réttar-
meinafræðinnar" og á þá við læknis-
firæðileg hugtök á latínu sem notuð
em í skýrslunni. „Við, sem emm
leikmenn á sviði læknisfræðinnar,
verðum að vita hvað stendur í
skýrslunni," útskýrði Björn Ólafur
fyrir Arnfríði Einarsdóttur héraðs-
dómara. Arnfríður mun taka afstöðu
til kröfu Bjöms á föstudaginn.
Stendur við hvert orð
Ragnheiður Harðardóttir sak-
sóknari mótmælti rökum Ólafs og
sagði að ef hann hefði eitthvað við
skýrsluna að athuga væri lítið mál að
*
—MÉÉsísíl.
/ Þóra Steffensen
Réttarmeinafræðing-
Jurinn segist standa við
hvert orð iskýrsiunni.
ma ----------------
spyrja réttarmeinafræðinginn sjálf-
an þegar hann ber vitni við aðal-
meðferð málsins. Réttarmeinafræð-
ingurinn, Þóra Steffensen, sagði sjálf
í samtali við DV fýrir skömmu að
hún stæði við hvert orð í kmfnings-
skýrslu sinni. andh@dv.is
Sigurður Freyr Kristmundsson brotnaði saman í yfirheyrslum lögreglunnar
Morðinginn játaði í gær
Sigurður Freyr Kristmundsson
hefur játað að hafa orðið Braga Hall-
dórssyni að bana að morgni laugar-
dagsins 20. ágúst. Sigurður Freyr var
undir miklum áhrifum eiturlyfja
þegar hann stakk Braga með hníf.
Lögreglan handtók í kjölfarið fjóra
einstaklinga sem staddir vom í íbúð-
inni við Hverfisgötu þegar morðið var
ffamið. Sigurður var einn þeirra og
varð fljótlega ljóst að hann var ábyrg-
ur fýrir hmfsstungunni.
Sigurður Freyr er 23 ára Reykvík-
ingur með langan afbrotaferil. Hann
hefur áður stungið mann með hnífi;
Hvað liggur á?
leigubílstjóra árið 2000. Sigurður var
úrskurðaður í gæsluvarðhaid á
sunnudaginn en yfirheyrslur hafa
gengið erfiðlega vegna ástands hans. í
gær játaði hann hins vegar sakargiftir.
DV greindi frá því á þriðjudaginn
að vitni hefði tilkynnt lögreglunni að
eitthvað gmnsamlegt ætti sér stað
fýrir utan íbúðina 45 mínútum áður
en morðið var framið. Lögreglan
hefði ekki bmgðist við kaliinu. í yfir-
lýsingu frá lögreglunni í gær var
fréttaflutningur DV harmaður; lög-
reglan hefði hiýtt á upptöku af símtali
umrædds heimiidarmanns DV við
Fjarskiptamiðstöð lögreglu og þar
„Við erum að fara að sýna heimildarmyndina Bítlabæinn Keflavík aftur í biói íKeflavík.
Hún verður sýnd á Ljósanótt í næstu viku," segir Þorgeir Guðmundsson kvikmyndagerð-
armaður.„Svo er ég bara íalls konar tökum. Hinu og þessu. Heflíka veriö að spila mjög
mikið með hijómsveitinniRass upp á síðkastið."
kæmi fram að hann væri að tilkynna
um fólk sem væri ölvað eða undir
áhrifum annarra vímuefna, sem væri
við það að stíga upp í bifreið og hygð-
ist aka austur Hverfisgötu, í átt að lög-
reglustöðinni.
„Lögreglan harmar mjög óná-
kvæman fréttaflutning DV í þessu
máli og ekki síst að blaðamaður skuli
ekki hafa leitað eftir sannleiksgildi
fréttarinnar áður en hún var birt,"
segir í tilkynningunni frá Lögreglunni
í Reykjavík sem Ingimundur Einars-
son varalögreglustjóri skrifar undir.
Athugasemd ritstjórnar DV
Við vinnslu fréttarinnar á þriðjudag,
þar sem Sigurður Rúnar Ásgeirsson
sagðist hafa orðið vitni að átökum
fyrir utan Hverfisgötu 58 og hringt á
lögreglu en hún ekki komið, var haft
samband við Ómar Smára Ármanns-
son yfirlögregluþjón og framburður
Sigurðar borinn undir hann. Ómar
Smári benti blaðamanni á Arnar
Marteinsson yfirvarðstjóra sem sagði
enga bókun til um slíkt símtal hjá
lögreglu en öll símtöl sem lögreglan
fær eiga að vera bókuð.
Það er því rangt sem kemur fram í
yfirlýsingu Lögreglunnar I Reykjavík í
gær að blaðamaður DV hafi ekki leit-
að eftir sannleiksgildi fréttarinnar
áður en hún var birt.
Enda er ekki við DV að sakast heldur
bilun í Fjarskiptamiðstöð Ríkislög-
reglustjóra sem orsakaði að símtal
Sigurðar var ekki bókað. Þetta stað-
festi Ingimundur Einarsson varalög-
reglustjóri við blaðamann DV í gær.
En samkvæmt upptökum segir Sig-
urður Rúnar ekkert um átök heldur
varar hann lögreglu við fullum öku-
manni á Hverfisgötu.