Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2005, Síða 12
72 FIMMTUDACUR 25. ÁGÚST2005
Fréttir DV
Sóknarnefnd
setur blett á
bæjarfélagið
Nokkur sóknarbörn
Garðasóknar hafa sent Vík-
urfréttum fréttatifkynn-
ingu. Tilefnið er safnaðar-
starf í Garðasókn sem hefur
litast af hatrömmum deil-
um á milli einstaklinga sem
þjóna kirkjunni í bæjarfé-
laginu. Þessar deilur hafa
vakið þjóðarathygli og verið
til lítils sóma fyrir bæjarfé-
lagið. Nokkrir menn í
Garðasókn hafa nú fengið
vilja sínum framgengt og
hafa komið því til leiðar að
sóknarprestur Garðasóknar
skuli láta af störfum. Sókn-
arbörnum í Garðasókn
finnst ámælisvert að ekki
hafi verið haldinn aðalsaín-
aðarfundur í sókninni í eitt
og háift ár. Safnaðarfundur
verður haldinn 30. ágúst.
Nemendur
sáttirvið
stóra bróður
Nemendur í Mennta-
skólanum á Egilsstöðum
eru sáttir við stóra bróður,
en eins og kom fram í DV í
gær þá íhugar Helgi Ómar
Bragason, skólameistari
ME, að loka heimavistinni
ef hann þarf að hlýða skip-
unum frá Persónuvernd og
taka niður eftirlitsmynda-
vélar. Myndavélarnar eru
níu talsins í skólanum mun
færri en í Fjölbrautaskóla
Norðurlands, en skólanum
hefúr verið gert að taka þær
niður.
Leif David þurfti að skipta um millinafn til að fá íslenskt vegabréf. Hann hefur
ekki heimild til að láta börn sín bera eftirnafn sitt, sem er Halvorson. Mannanafna-
nefnd ákveður hvaða nöfn eru leyfð og hver eru bönnuð. Nýlega voru 15 nöfn tekin
fyrir á fundi hjá nefndinni, sex þeirra var hafnað. Eitt þeirra var nafnið Leif, sem
ekki telst vera hefð fyrir í íslensku.
Fffip ekki leyli
til aö helta Lelf
Aðalheiður Jóhannsdóttir, Guðrún Kvaran og Haraldur Bern-
harðsson sitja í mannanafnanefnd og hafa þau úrslitavald um
það hvaða mannanöfn skuli leyfð á Islandi og hver ekki. Á fundi
nú í ágúst voru 15 nöfn tekin fyrir. Af þessum nöfnum var gefin
heimild fyrir níu nöfnum, en sex nafnanna var hafnað. Þau nöfn
sem ekki hlutu náð fyrir mannanafnanefnd voru Leif, Hnikarr,
Arven, Franzi, Antoný og Mateo.
Leif David Halvorson er einn
þeirra sem ber nafn sem ekki fæst
samþykki fyrir hjá mannanafna-
nefnd. „Mitt nafn hefur aldrei verið
heimilt," segir Leif. Faðir Leifs á ætt-
ir að rekja til Noregs og þess vegna
er nafn hans ekki hefðbundið
íslenskt nafn.
Þurfti að breyta millinafni
til að fá vegabréf
Leif hefur velt fyrir sér afgreiðslu
mannanafnanefndar og finnst hún
einkennileg. „Það er t.d heimilt að
skýra barn sitt Ljósálf en ekki Leif,“
segir Leif. Hann segir mörg nöfn
sem nú eru leyfð gefa gott færi á
uppnefnum og stríðni í skóla. Leif
segist aldrei hafa orðið fyrir stríðni
vegna nafns síns og þegar hann bjó í
Danmörku áttu Danir mun auðveld-
ara með að segja hans nafn en
margra landa hans sem hétu
íslenskum nöfnum.
Leif var 18 ára þegar hann fékk
íslenskt vegabréf. „Til að fá leyfi fyrir
vegabréfinu þurfti ég að breyta
millinafni mínu og heiti þar Leif
Davíð en ekki David eins og ég var
skírður á sínum tíma,“ segir Leif.
Börn Leifs fá ekki að bera
eftirnafn hans
Leif íhugaði að láta böm sín bera
„Ég var að koma úr Borgar-
leikhúsinu þar sem ég var aö
fylgjast með æfíngum á leikrit-
inu mínu Foröist okkur sem
sýnt verður í haust.Æfíngarn-
arganga glimrandi vel. Þessi
hópur er að fara nákvæmlega
þær leiðir sem ég óskaði að
hann færi auk þess að fara
ótroðnar slóðirsvo þetta er
alltsaman að koma mjög
skemmtilega á óvart.", segir
Hugleikur Dagsson teikni-
myndasöguhöfundur og
söngvari.„Leikritið verður
frumsýnt í lok september á
svipuð-
um
tfma
ogút kemur safn áður útgef-
inna myndasagna eftir mig
hjá bókaútgáfunni JPV. Svo
gafég út teiknimyndasögu-
blaðið Very Nice Comics um
daginn en það blað má nálg-
ast í öllum betri búðum. Næst
á dagskrá er svo samloka með
baunaspírum, kjúklingi og
klettasalati og hver veit nema
ég kiki á bíó í kvöld."
„Má heita Ljósáffur
en ekki Leif.
eftimafn sitt, Halvorson, en fyrir því
er ekki heimild. Vitað er að eftimöfn
eins og Zoéga, Scheving, Lundberg
og fleiri em notuð á íslandi og ganga
í erfðir án þess að mannanafna-
nefnd finni nokkuð að því.
„Ég held að rýmri reglur manna-
nafnanefndar skili sér í meiri fjöl-
breytni á nöfrium og hún er bara
af hinu góða," segir Leif.
Leif segist stoltur
nafninu sínu þótt
hann þurfi stundum
að stafa það. „Ég
þekki einn sem
heitir sama nafni
og ég, hann er
hárgreiðslu-
maður á Sel-
fossi og ég fer
reglulega til
hans í klipp-
ingu," segir
Leif.
hugrun@dv.is
Skilyrði að nöfn komi fyrir í 100-300 ára gömlum manntölum.
Má heita Snævarr en ekki Hnikarr
Hnikarr er eitt af þeim nöfnum
sem mannanafnanefnd hafnaði á
fundi sínum fyrir skömmu. í rök-
stuðningi fyrir höfnuninni segir að
aðeins þrír íslenskir ríkisborgarar
beri þetta nafn. Nafriið kemur ekki
fyrir í manntölum frá 1703-1910 og
telst því ekki hefð fyrir nafninu
Hnikarr. Heimild er fyrir nafninu
Snævarr vegna þess að fleiri bera
það nafn. Snævarr er leyft þótt það
stangist á við almennar ritreglur
íslensks máls.
„Það er ágætt að heita sjaldgæfu
nafni og mér finnst það frekar til
góðs en ills," segir Andri Hnikarr
Jónsson. „Það er ekki margt sem
rímar við Hnikarr og það er erfitt að
snúa út úr nafninu, ég hef því ekki
verið lagður í einelti út af þvf," segir
Hnikarr.
Hann notar frekar Hnikarr en
Andra, sem er hans fyrra nafn, og
Andri Hnikarr
Jónsson Hefur feng-
ið hrós fyrir nafn sitt.
Eignarfallsend-
ing mikilvæg
Mannana&ianefnd gengur út
frá því að nöfn hafi eignarfalls-
endingu þegar afstaða er tekin
til þess hvort heimila beri nöfn
eða hafna þeim. Espólín og
Nataníel eru nöfri sem eru leyfð
en ekki Leif, eins og fjaiiaö er un
hér að ofan. Fyrir skömmu kvað
mannanafnanefnd upp úrskurð
um 14 nöfn sem borist höfðu til
nefndarinnar. Þetta eru nöfriin
Leif, Hnikarr, Vald, Dórothea,
Malla, Úddi, Arven, Arisa,
Joshua, Fransis, Antoný, Mateo,
Espoh'n, Nataníel og Ali. Úr-
skurðinn má finna á heimasíð-
unni réttarheimild.is þar sem
rök eru færð fyrir hveiju nafni
■fyrir sig,
segist hafa fengið hrós fyrir nafnið.
„Mér finnst skrítið að nafnið skuli
vera bannað," segir Hnikarr. Hann
segir að þegar hann var yngri hafi
hann verið fúll yfir því að eiga fáa
nafna. „Ég las einu sinni um að
Hnikarr hefði verið eitt af nöfnum
Óðins og er stoltur af nafninu
mínu," segir Hnikarr, sem veit að-
eins um einn annan sem heitir
þessu nafni og er stoltur yfir því að
vera sérstakur.
hugrun@dv.is