Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2005, Síða 14
74 FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST2005
Fréttir DV
Mesti hagn-
aður í sögu
Ástralíu"
Stjórnarformaðurinn
Chip Goodyear var með
sólskinsbros á vör þegar
hann sagði blaðamönnum
frá hagnaði fyrirtækisins
síns, BHP Biiliton, á síðasta
ári. Fyrirtækið græddi um
415 milljarða, sem er met í
Ástralíu. Ástæðan er mikil
framleiðsluaukning og sala
á járnleir til kínverskra stál-
verksmiðja á hagstæðu
verði.
Nakin í chili
Fyrirsætan Isabel Roces
brá sér úr fötunum og í
chilipiparbað fyrir málstað-
inn á dögunum. Þetta var
liður í herferð dýravernd-
unarsinna þar sem mælt er
með því að fólk gerist
grænmetisætur. Það sé
besta leiðin til að halda sér
í formi, berjast gegn mis-
notkun dýra og sneiða hjá
hættulegum sjúkdómum.
Api sem reykir
Ai Ai er 26 ára sjimpansi
í dýragarðinum í Xian í
Kína. Hún sést hér reykja
sígarettu eftir máltíð en
hún byijaði að reykja þegar
maki hennar dó nýlega.
Þriðjungur reykingamanna
heimsins býr í Kina, um
350 milljónir. Kína er
stærsti tóbaksframleiðandi
heims.
Vatnsheld
tölva
Panasonic setti nýlega á
markað fartölvuna Tough-
book. Miklar vonir eru
bundnar við sölu tölvunn-
ar, sem er vatnsheld, högg-
varin og aðeins 1,3 kíló að
þyngd. Tölvan kostar um
250 þúsund krónur í Asíu.
Rúmt ár er lið
Síðan þá hafa
skapi hefur vö
herjar fyrirtæl
Sílíkondalurinn í Bandaríkjunum er undarlegt samfélag. Þar
vinna margir af færustu tölvuverkfræðingum og forriturum
heimsins í ótal tölvufyrirtækjum. Þegar Google kom fram á
sjónarsviðið fagnaði samfélagið þar fyrirtækinu. Enda er þar
regla að halda með lítilmagnanum. Nú hefur staðan hinsveg-
ar breyst og Google þykir vondur risi og hrokafullur.
„Óánægjan með Google fer ekki
framhjá manni,“ segir Max Levchin,
stofnandi PayPal, öryggisþjónustu
fyrir greiðslur á netinu. „Það er
orðið risafyrirtæki og gerir ýmislegt
sem fólk bjóst ekki við af þeim. Það
kemur mér á óvart hversu fljótt við-
horfið til Google hefur snúist en fyr-
irtækið á samt nóg af viðskiptavild
til að eyða."
Eins og Microsoft
Það er ekki langt síðan litið var á
Google sem spennandi og ferskt fyr-
irtæki sem gæti ekki misstigið sig.
Nú eru kunnugir í tölvuheimum
hins vegar famir að setja samasem-
merki á milli Google og Microsoft.
Fyrirtækisins sem tölvugeirinn elsk-
ar að hata eins og Ameríkaninn
segir.
Bill Gates tekur í sama streng.
„Google er það fyrirtæki sem er lík-
ara Microsoft en nokkuð annað sem
við höfum att kappi við,“ sagði
hann í viðtali í vor. Vopnin hafa því
snúist í höndum hinna fjölmörgu
sem þráðu ekkert heitara en góð-
kynja fýrirtæki sem væri verðugur
keppinautur Microsoft.
Stækkar í allar áttir
Mikil uppsveifla er hjá Google
þessi misserin og fýrirtækið virðist
ætla sér að verða allt í öllu. í síðustu
viku tilkynntu stjómendur
þess að þeir ætluðu að auka
hlutaféð um 4 milljarða
dollara. Google leitarvélin
eykur sífellt við þjónustu og
er þar nú að firína venju-
lega leit, myndaleit, frétta-
leit, þýðingarvél, mynda-
flokkun og fleira. Þá geta
notendur einnig náð sér í
Google Earth, sem er kort n radj
„Google erþað fyrirtæki semer líkara
Microsoft en nokkuð annað serri við höfum
att kappi við/'sagði Bill Gates í viðtali í vor.
Vopnin hafa því snúist í höndum hinna fjöl-
mörgu sem þráðu ekkert heitara en góðkynja
fyrirtæki sem væri verðugur keppinautur
Microsoft.
samsett úr gervihnattamyndum af
öllum heiminum. Þar er hægt að
skoða borgir af mikilli nákvæmni.
í gær var Google Talk hleypt af
stokkunum en það er spjallkerfi í
ætt við MSN Messenger og fleiri.
Einnig er hægt að vera með ókeypis
pósthólf hjá Google, g-mail.
IMSN Search Microsoft
1 reyndi oð búa til leitar-
I siðu til höfuðs Google í
j vetur en það virðist ekki
| hafa gengið.
IBM var góði risinrt
Á áttunda áratugnum var litið á
tölvufýrirtækið IBM sem stóran,
góðan risa, sem var opinn til sam-
starfs með flestum. Þá þótti
Microsoft eins og rándýr, sem hrifs-
aði til sín bestu forritarana og kæfði
keppinautana í fæðingu. í dag þykir
Microsoft vera eins og IBM átt-
unda áratugarins og
Google eins og
Microsoft.
I«L
vour hnmPpaf,„
Komið á markað Google fórá |
NASDAQ-markaðinn I fyrra.
Hlutabréfin hafa hækkað
margfalt I verði.Á næstunni
verður hlutaféð aukið til muna.
Aftur Netscape
Á döfinni hjá
Google er að útbúa ör-
yggisþjónustu fyrir
greiðslur, l£kt og PayP-
al. Fyrirtækið er einnig
að útbúa vafra til að
keppa við Explorer frá
Microsoft og forrita-
pakka líkan Offlce.
„Mörgum finnst ef-
Matkiiew jn mrm <?„r,.h laust sem við séum að
vaða í allar áttir. Áttir
sem tilheyra ekki leitar-
vélinni oldcar. Það er líka
alveg rétt,“ segir David
Drummond, varaforseti Google.
„Það er einfaldlega vilji okkar að
brydda sífellt upp á nýjungum og
tileinka okkur ný svæði."
Þó að ekki líti út fýrir að Google
sé að fara á hausinn benda sumir á
hversu sterka stöðu Netscape virtist
hafa fýrir tíu árum síðan. Liklegt
þótti að Microsoft þyrfti að láta í
minni pokann. Sömu örlög gætu
beðið Google en þangað til heldur
fyrirtækið áfram að vaxa í allar áttir.
halldor@dv.is
—§
Sjálfskipaðir löggur myrða klíkumeðlimi
Borgarar gegn klíkum
Unglingaklíkur í San Miguel í E1
Salvador eru í miklu uppnámi þessa
dagana. Klíkumar, sem valda samfé-
laginu oft miklu ónæði með ofbeldi
og glæpum, liggja nú undir árás
umhóps sjálfskipaðra löggæslu-
manna. Klíkuforingjarnir héldu af
þessu tilefni blaðamannafund í
fyrradag þar sem þeir fordæmdu
hópinn. í honum em um 120 svart-
klæddra manna með M-16 og AK-47
byssur. Hópurinn hefur þegar myrt
nokkra klíkumeðlimi.
Foringi klíkunnar sagði að hópur-
inn hefði hótað þeim að hann myndi
myrða klíkumeðlimi og fjölskyldur
þeirra ef allar unglingaklíkur borgar-
innar yrðu ekki leystar upp.
Mareros Meðlimir
<klíkunum kallast
mareros. Þeirhræð-
ast svartklædda
hópinn með hríð-
skotabyssumar.
Merkin Fingurnir
mynda merki Mara
Salvatrucha-
klíkunnar.
Svíar bæta upp 260 ára svekkelsi
Glæsilegasta skip Svía
Fyrir 260 árum var sænska skipið
Goetheborg eitt það glæsilegasta í
sænska flotanum. Fór meðal annars í
vel heppnaða ferð til Kfna. Þegar skip-
ið var hins vegar í hafnarkjaftinum í
Gautaborg sökk það. Svíar hafa ekki
enn jafnað sig eftir sjokkið.
Því hefur verið gerð nákvæm eftir-
mynd skipsins. í október leggur það
af stað í tveggja ára ferð til Austur-
landa fjær. Það er með 1900 fermetra
af seglum og fullkominni vél. Svíar
segja sjálfir að skipið sé eitt nútíma-
legasta og tæknilegasta skip jarðar.
Það mun stoppa í hverri höfn á leið-
inni og kynna sænskar vörur fyrir
heiminum.
Eins og í gamla daga Skotið var
úr fallbyssum þegar skipið mætti til
Gautaborgar.