Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2005, Síða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2005, Síða 19
DV Sport FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST2005 19 Martyn aftur í landsliðið? Nú gerast þær raddir æ hávær- ari á Englandi sem segja að garriia kempan Nigel Martyn hjá Evertoh verði kaliaður á ný ixm í enska landsliðshópinn í stað Davids James, sem þótti hafa stimplað sig út úr hópnum með frammistöðu sinni á Parken í Danmörku á dög- unum. Martyn, sem er 39 ára gamall, tók ekki illa í þessa hugmynd þegar hann var spurður út í hana. „Ég myndi aldrei neita að { lehca fyrir landsliðið, svo ■ mikið er víst, en ég verð að viðurkenna að það | ■JpP hefur nýst mér vel að fá | hvfld frá landsliðinu síðanégkomtilEv- f ^ erton, því ég er auð - ~'~\ vitað kominn af allra jfc \ léttasta skeiðinu," sagði Martyn. David $ James hefur þó heitið því að hann muni W J Jfl snúaafturmeð landsliðinu og bið- uraðeinsum / tækifæri til að Sj-i' sannasigáný. Warnock skrifar undir Vamarmaðurinn Stephen Warnock hefur skrifað undir nýjan samning við Liverpool, sem trýgg- ir veru hans á Anfield til ársins 2008. Hinn 23 ára gamii bakvörð- ur byijaði tímabflið í byijunarlið- inu og er greinilega inni f fiamtíð- aráætlunum Rafaels Benitez. Warnock var aldrei í náðinni hjá Gerard Houllier á sínum tíma, en Benitez hefúr ákveðið að taka hann inn í liðið. CissevUlvera um kyrrt Framherjinn Djibrfl Cissehjá Iiverpool hefur kornið fram í breskum fjölmiðlum og sagt að hann vflji ekki fara frá Liverpool, eins og sögusagnir hafa gengíð um undanfama daga og vikur. Hann gekk tfl liðs við Liverpool aðeins mánuði áður en Michael Owen fór til Real Madrid og hann vill halda sínum sessi sem fyrsti kostur í framheijastöðu liðsins. „Ég verð héma í fjögur tímabfl og ég vil fá að klára samninginn minn,“ sagði Cisse. Mál hans munu væntanlega skýrast sam- hliða máli Michael Owen en félag- ið mun örugglega selja Cisse ef ákveðið verður að kaupa Owen aftur. Bolton-menn svekktir Stjómarformaður Bolton, PM Gartside, er ekki ánægður með framgöngu Liverpool í máli mið- vallarleikmannsins Stelios Giannakopiulos. Liverpool lýsti yfir áhuga á leikmanninum nýver- ið og fannst Gartside sú yfirfýsing afar óviðeigandi. „Ég varð fyrir miklum vonbrigðum þegar annað félag í úrvalsdefldinni Jýsti áhuga sínum á einum leik- manna okkar rétt fyrir leik - það er siðferð- JJP * islega rangt," V sagði Gartside og sendi skýr skilaboð um leið. „Liver- pool-menn ■ hafa ekki enn lagt fram neitt tilboð í Stelios •' M og ef þeir bjóða ekki tvær millj- ónir punda munum við ekki ræðaviðþá." Eiður Smári Guðjohnsen þurfti að fylgjast með leik Chelsea og West Brom. úr stúkunni í gær þar sem hann var ekki valinn í leikmannahóp Chelsea. Heiðar Helguson sat á varamannabekk Fulham sem tapaði fyrir Arsenal en Árni Gautur Arason var á sínum stað milli stanganna hjá Válerenga og átti hann stórleik gegn Club Brugge í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sannfærandi hia Fjórir leikir fóru fram í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöldi og þá varð það einnig ljóst hvaða átta lið komust áfram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu, til viðbótar við þau átta sem komust áfram í fyrrakvöld. Tvö ensk lið voru þar í eldlínunni, Manchest- er United og Everton og þá áttum við fslendingar einn fulltrúa í þessum leikjum, landsliðsmarkvörðinn Árna Gaut Arason hjá Váierenga. Greinflegt er að Jose Mourinho er ófeiminn við að hvfla margar af sín- um stærstu stjömum enda á hann ekki margra kosta völ miðað við leik- mannahópinn sem hann hefur. í gær þurfti Eiður Smári Guðjohnsen að bíta í það súra epli að vera skflinn eftir uppi í stúku en hann mun sjálf- sagt aftur fá tækifæri um helgina til að sýna sig og sanna. Andstæðingar Chelsea í gær vom Bryan Robson og lærisveinar hans í West Brom. Eftir tvo 1-0 sigurleiki í upphafi leiktíðar hjá Chelsea var nú komið að því að raða inn nokkmm mörkum og urðu þau alls fjögur áður en yfir lauk. Frank Lampard skoraði tvívegis, Joe Cole og Didier Drogba skomðu hin mörkin. Mich- ael Essien var í byrjunarliðinu í fyrsta sinn í gær en hann er greini- lega enn að venjast aðstæðum og hafði fremur hægt um sig. Henry með tvö mörk Arsenal lenti undir gegn Fulham í gær eftir glæsimark Danans Claus Jensen. Leikur Arsenal-manna batn- aði eftir því sem leið á leikinn og skomðu þeir fjómm sinnum áður en yfir lauk. Pascal Cygan og Thierry Henry skoniðu tvö mörk hvor en Henry á nú aðeins eitt mark í að jafna markamet Ians Wright hjá Arsenal. Heiðar Helguson fékk ekki að koma inn á hjá Fulham en Collins John, sem einnig sat á varamannabekkn- um, var tekinn fram yfir Heiðar þegar Brian McBride var skipt út af. Newcastíe á enn eftir að skora sitt fyrsta mark í ensku úrvalsdeildinni en liðið tapaði 2-0 fyrir Bolton í gær. E1 Hadji Diuof og Stelios Gianna- kopoulos gerðu mörkin. Þá gerðu Blackbum og Tottenham marka- laust jafntefli. Vandræðalaust Manchester United átti ekki í miklum erfiðleikum með ungverska liðið Debreceni á útivelli í gær. Þar var það varnarmaðurinn argentínski Gabriel Heinze sem var allt í öllu en hann skoraði fyrstu tvö mörk leiks- ins, bæði með skalla eftir föst leikatriði. í báðum mörkunum var varnartaktflc Ungverjanna hræðfleg og nýttu leikmenn United sér mis- tökin vel. Það var svo varamaðurinn Kieran Richardson sem skoraði þriðja mark liðsins með glæsilegu skoti rétt utan vítateigs en hann hafði komið snemma inn á í leiknum í stað Gary Nevflle, sem varð að fara út af vegna meiðsla. Everton átti veika von eftir 2-1 tap á heimavelli gegn spænska lið- inu Villareal og tók það leikmenn spænska liðsins ekki nema 20 mínútur að komast yfir í leikn- um, sem gerði nánast út um vonir Everton- manna. Þannig var staðan enn þegar blaðið fór í prentun. Arni Gautur með stórleik Árni Gautur Ara- son var allt í öllu í liði Válerenga sem mætti Club Brugge á útivelli í gær. Ámi Gautur og félagar unnu fyrri leikinn, 1-0, og var því höfuðatriði í leiknum að halda hreinu. Árni gerði sitt í þeim efnum en hann fór hreinlega á kostum í fyrri hálfleik og varði stórglæsi- lega í fjölda tilvika. Club Brugge var með yfirhöndina í þessum leik og var farið að gæta pirrings meðal leikmanna þeirra eftir um klukku- stundar leik, því ekkert gekk í að koma boltanum fram hjá Áma Gauti. Þeim tókst þó loksins að finna netmöskv- ana á 79. mínútu er Bosko Balaban skoraði með skoti úr vítateig. Það þurfti því að grípa til framlengingar í Belgíu. Heimamenn vom áffam með undirtökin í leiknum en Árni Gautur stóð enn fyrir sínu og þurfti því knýja fram úrslit í vítaspymukeppni. Þar var undir sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar sem gefur viðkomandi liði allt upp í 800 millj- ónir króna í aðra hönd. Árni Gautur bar því þunga byrði á öxlum sér. Hann varði eitt víti en félagar hans klikkuðu tvisvar og komst því Club Bmgge áfram. eirikurst@dv.is Greta Mjöll Samúelsdóttir með þrennu þegar Blikar komust í bikarúrslitaleikinn Blikastúlkur hafa eitthvert svakalegt tak á Val „Við virðumst bara hafa eitthvað svakalegt tak á Valsliðinu í ár og það er ekki slæmt að hafa tak á öðm eins liði. Ég hef aldrei haft það svona náðugt á móti Val. Þær lágu mikið á okkur en við vissum að það gæti gerst en vörnin var frábær og allar spfluðu vel. Við unnum okkar vinnu og gerðum það sem við ætluðum og það skilaði okkur þessum sæta sigri. Við lentum í miklu basli gegn KR á dögunum og það verður ekkert gef- ið í bikarúrslitaleiknum gegn KR en við emm búnar að taka stórt skref í átt að bikarnum," sagði Þóra Björg Helgadóttir, fyrirliði Breiðabliks eft- ir 4-0 sigur á Val í undanúrslitum VISA-bikars kvenna. Erna Björk Sig- urðardóttur kom Blikum í 1-0 á lokamínútu fyrri hálfleiks og Greta Mjöll Samúelsdóttir skoraði síðan þrennu í þeim seinni. Blikastúlkur hafa þar með unnið alla þrjá inn- byrðisleiki liðanna með markatöl- unni 10-2 þrátt fyrir að Valsliðinu hafi verið af flestum spekingum spáð sigri í öllum leikjunum. Greta „Það er ekki slæmt að hafa tak á öðrueins Ijði. Ég hefaldrei haft það svona náðugt á móti Val." Mjöll hefur spilað þar stórt hlutverk í þessum þremur sigmm á íslands- meisturum síðasta árs. Greta Mjöll skoraði eitt mark og fiskaði bæði víti og mann útaf í fyrsta leiknum, skor- aði sigurmarkið í öðrum leiknum og setti svo þrennu í leiknum í gær. Það var áberandi hversu auðlesið Valsliðið virðist vera fyrir Breiða- bliksliðið og það lítur svo út sem þjálfarinn Úlfar Hinriksson sé kom- inn með uppskriftina hvernig eigi að vinna þetta geysisterka Valsliðið. Það hjálpað heldur ekki Hlíðar- endastúlkum að Blikar voru grimmari í alla bolta og langaði að því virtist miklu meira í bikarúrslita- Flóðgáttirnar opnast Ema Björk Sigurðardóttir skorar hér fyrsta mark Blika i 4-0 sigri á Val i gær. Blikar hafa skorað 10 mörk hjá Val iþremur leikjum isumar. DV-mynd E. Ól. leikinn sem verður gegn KR 10. september næstkomandi en KR vann Fjölni 6-2 í hinum undanúr- slitaleiknum í gær. En er Valur með ofmetið lið. „Nei, ég myndi ekki segja það en þær eru ekki með betra lið en við. Þær eru með frábært lið og það erum við með líka. Mér finnst við hinsvegar vera að ná miklu betur saman en þær og það er það sem er að gefa gæfumuninn," sagði Þóra Björg Helgadóttir að lokum. ooj@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.