Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2005, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 25.08.2005, Qupperneq 27
dv Rob Schneider er nú hér á landi til að kynna nýjustu mynd sína Deuce Bigalow, Heitur Stelp- urnar fóru hjá sérþegarRob daðraði við þær. Bjórinn fokdýr „Ég kom í gærkvöldi og fékk mér einn íslenskan bjór, Víking. Hann var góður en mun dýrari en mig hafði grunað. Þetta er dýrasti bjór sem ég hef drukkið um ævina. í staðinn fyrir að fá mér drykk í kvöld ætla ég brenna stóra hrúgu af pen- ingum," segir Rob. „Það er rosalega fallegt héma. Þetta er nokkurs konar köld útgáfa af Hawaii. Mjög fallegt. Nú er ég með fullt af hálfnöktum konum fyrir aftan mig,“ segir Rob og horfir á stelpumar í pottinum. Vill kynnast yngri systur Bjarkar Það verður að spyrja þennan litla giggaló hvernig hann kunni við þær íslensku stelpur sem hann hefur séð. „Ég hef ekki séð neina konu sem ég vil ekki gefa helminginn af öllum mínum eigum." Ertu einhleypur? „Já, ég er skilinn. Ég er samt enn- þá að hitta mína fýrrverandi." Þú ert þá ekki að leita að píu? „Eigum við ekki bara að segja að ég haldi öllum möguleikum opnum. Svo ekki sé meira sagt. Það em til margar frábærar íslenskar konur. Ef ég kemst í tímavél og get fengið smástund með Björk fyrir tuttugu ámm þá er ég tilbúinn. Ef Björk á yngri systur þá má hún hafa sam- band." Fór á stefnumót með risa- konu Rob er hér á landi til þess að kynna nýjustu mynd sína Deuce Bigalow, European Gigolo. Hún fjallar um karlhómna Deuce Biga- low og raunir hans i Amsterdam þar sem hann reynir að fletta ofan af karlhóm raðmorðingja. f leit þeirri þarf hann að fara á stefnumót með allavega kvikindum. Hefur þú farið illa út úr stefhu- mótum? „Ég fór einu sinni á stefnumót með stelpu sem hljómaði sæt í gegn- um síma. Ekki falla fyrir því. Þegar ég á draumastefnumótinu hitti hana reyndist sú ekki raunin. Hún var risavaxin og ógnvekjandi. Þetta var hrikalegt kvöld. Eg fór aldrei aftur á þennan veitingastað." En þú hefur aldrei farið á stefnu- mótmeð konu sem hefur getnaðar- lim ístaðinn fyrir nef? „Nei ekki ennþá, en ég held öllu opnu. Kannski ekki svo opnu reynd- ar. Þessi mynd gengur út á það að við hugsuðum um það hræðiiegasta sem maður get- ur lent í á stefnu- móti og þetta var útkom- an.“ Veikur fyrir Gwyneth Paltrow Hvemig konum ætli gígalóinn sjálfur falli fyrir? „Ég var einu sinni mjög veikur fyrir Gwyneth Paltrow, ég var líka hrifinn af Drew Barrymore. Svo finnst mér brasilíska stelpan í Vikt- oria Secret-auglýsingunum mjög falleg. Ég væri til í að gefa henni helminginn af öllu sem ég á. Svo get- ur verið að ég finni mér eina íslenska. En hún verður að hafa gott skopskyn." Þú viltsem sagt fyndnar stelpur? „Já. En hún þarf samt aðal- lega að Jilæja að mínum brönd- urum. Ef hún gerir það ekki þá getur hún gleymt þessu." Drauma- stefnumót- ið. Á bak við grínið og grailaraskap- inn leynist mjúkur og viðkvæmur maður í leit að ást. Hvernig er þitt drauma- stefnumót? »Ég myndi byija á því að fara í bað og setja svo á mig Aqua palma, af því að Cary Grant var alltaf með það. Síðan myndi ég raka mig. Raka á mér bringuna og bakið. Síðan myndi ég klæða mig í glæsileg Paul Smith- jakkaföt. Ég myndi mæta á réttum tíma að sækja stúlkuna á 1955 Porsche Speedsternum mínum, sem Steve McQueen átti. Ég myndi að sjálf- sögðu hafa blæjuna niðri. Ég myndi ekki gefa henni rós, ég myndi frekar gefa henni blómvönd því ég vil ekki setja of mikla pressu á hana. Fyrir matinn myndi ég fara með hana í göngutúr meðfram strönd- inni. Ég myndi hlusta á hana og horfa í augun á henni. Láta hana vita að hún sé mikilvægust allra að mínu mati. Síðan myndi ég gefa henni frá- bært vín sem ég hefði tekið með, ég á mjög stórt vínsafn sjálfur. Ég hugsa að ég myndi taka með '85 árganginn af Chateau Haut Briande og ég myndi opna hana á ströndinni svo við gætum gengið eftir ströndinni og dreypt á víninu. Ég myndi veita henni einn léttan koss á ströndinni, ekki of þungan. Síðan myndi ég fara með hana í ljúffengan kvöldverð. Eftir það myndi ég fara með hana í karóla' og syngja með henni. Að lok- um myndi ég reyna að kyssa hana og ef að allt gengur að óskum myndi ég sleppa forleiknum og vinda mér beint í aðalatriðin. Fyrst ég var bú- inn að fara með hana á ströndina þá þarf ég ekki að taka neinn forleik. Ég myndi segja hey, elskan, gangan meðfram ströndinni var forleikur," segir Rob, rómantíkin uppmáluð. Hefur þekkt Adam Sandler í 20 ár Þeir sem hafa horft á myndir með Adam Sandler ættu að hafa tekið eft- ir Rob bregða fyrir og segja „You can do it". „Við virðumst komast upp með að láta þennan gaur birtast aft- ur og aftur," segir Rob og hlær. „Við Adam höfum verið vinir í 20 ár. Við lofuðum að hvor myndi ráða hinn ef við myndum meika það í kvik- myndageiranum. Hann er fyndinn og stendur sig vel. Ég er mjög stoltur af honum." Nú er Rob farinn að ókyrrast og senda stelpunum í heita pottinum hýrt auga. „Hrefna, Linda, Elísabet," kallar Rob að dömunum. „Nú þekki ég þær allar." Rob er þreytulegur og veitir ekki af því að fara upp á hótel og leggja sig. Blaðamaður ráðleggur honum að fara upp á hótel og fá sér blund fyrir frumsýningu. Hann lofar því. soli@dv.is European Gigolo. Sólmundur Hólmhitti hannábarnumf Smárabíói í gær og spurði hann um ástina og lífið. „Hvað eru þeir að gera með allt þetta ilmvatn hérna? Þetta hljóta að vera einhver óbein skilaboð tÚ mín," var það fyrsta sem Rob Schneider sagði við blaðamann þegar hann hitti hann í Smárabíói í gær. Ilm- vatnsflöskum hafði verið raðað á borð sem leikarinn sat við. Hann var stífgreiddur, hárið litað svart, pínu- lítill og í hvítum sokkum. Viðkunn- anlegur gaur, og fyndinn. Svolítið eins og Matchbox-útgáfa af Ron Jer- § emy. Þrjár skutlur láta fara vel um .s= sig í nuddpotti sem búið er að koma = fyrir á barnum. Eflaust komnar með ~ rúsínuputta eftir að hafa legið í pott- q inum á hveijum blaðamannafiind- inum á fætur öðrum. FIMMTUDAGUR 25. ÁGÚST2005 27 Magnús Eiríksson tónlistarmaður er sextugur í dag. „Hér ríkir mikil gleði og mýkt. Sköpun, gleði, allsnægtir og full- . , nægja birtist. Maðurinn nýtur blessunar og þess vegna er mikilvægt að hann hugi sér- staklega vel að jafnvæginu," segir í stjörnuspá hans. Magnús Eiríksson Mnsbemn (20. jan.-18. febr.) Þú hefur úr nógu að spila en ættir um- fram allt að halda leyndarmálum alfarið út af fýrir þig. Þú ert gjafmild(ur) og gefandi. Árangur næst ef þú sýnir bið- lund, atorku og áræðni kæri vatnsberi. flskatm (19. febr.-20.mars) Þú hefur gáfurnar til að verða það sem þú þráir gleymdu þvi aldrei. Þú ert sjálfstæð/ur mjög og kannt illa við að utanaðkomandi manneskjur reyni að hafa áhrif á þig og framtíðaráform þín. Hrúturinn Qum-i9.aptiD Töluverðurannatími er framundan hjá fólki fæddu undir stjörnu hrútsins. Verk sem bíður þín eða er nýhafið ferst vel úr hendi ef þú legg- ur þig fram og skipuleggur þig. Nautið (20. apríl-20. maf) Allir þurfa að þróa með sér til- finningu fyrir eigin hagsmunum og þjóna þeim hjálparlaust, mundu það. Annars ættir þú að huga vel að gildis- mati þínu næstu misseri. Tvíburarnirdi. maí-21.júni) .... .........-...... Treystu eingöngu á eigin dómgreind þegar ákvarðanir eru ann- ars vegar og á það sér í lagi við helgina framundan hjá fólki fætt undir stjörnu tvíbura. Kldbb\m(22.júní-22.júlO — Þú vilt láta dekra við þig en samt upphefja þig þessa dagana ef marka má stjörnu krabbans. Þú ert jafnvel hrædd/ur við að sleppa þeim tökum sem felast í að hafa fulla stjórn á aðstæðum og vera á valdi eigin lang- ana. LjÓnÍðffl./ií/í-^sfj - ----------------------- Hér kemur fram að þú hefur tilhneigingu til að vera áhorfandi til- veru þinnar, en það dregur úrtilfinn- ingum þínum og ekki síður upplifun, • hafðu það hugfast. Þú ertfædd/urtil að njóta. Nley'jan (23. ágúst-22.sept.) Þú ert vissulega meðvit- uð/meðvitaður um hvaða áhrif þú hef- ur á aðra og ert jafnvel oft hálf- spennt/ur af þægilegri eftirvæntingu þegar stjarna þin, meyjan, birtist allan ársins hring ef því er að skipta. ^oqln (23. sept.-23.okt.) Þú leitar eftir vernd hérna gegn Ijótleika og kröfum alheimsins. Ef þér er illa viö breytingar og kreppur ræður þú vel við þær, vertu viss. Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0vj Njóttu þín í sátt eins og aðrir gera eru einkunnarorðin til fólks sem fætt er undir stjörnu sporðdrekans um þessar mundir. Bogmaðurinn(/2nOT.-//.ite./ Hinir fjölmörgu góðu eigin- leikar þfnir eins og hjálpsemi, glögg- skyggni, hnyttni, kynþokki og víðsýni, gera þig að mjög sérstakri manneskju sem veitir mörgum birtu og yl. Steingeitin (22.des.-19.jan.) Öryggi og vellíðan leggur þú án efa áherslu þessa dagana. Þú ættir að hvíla þig þegar þú finnur fýrir álagi og þreytu ef þú ert fædd/ur undir stjörnu steingeitar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.