Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2005, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005
Fréttir DV
Ólafi boðið
Vala Ágústa Karlsdóttir, eiginkona Gísla Marteins Baldurssonar, hefur verið ráðin
til starfa hjá Ríkisútvarpinu sem málfarsráðunautur. Sjálfur gegnir Gísli Marteinn
þar sérverkefnum á meðan hann stendur í prófkjörsslag vegna borgarstjórnarkosn-
inganna. Páll Magnússon útvarpsstjóri sér ekkert athugavert við ráðningu eigin-
konu Gísla Marteins.
á leikinn
Forseti Búlgaríu, Georgi
Parvanov, hefur boðið
Ólafur Ragnari Grímssyni
forseta á leik Búlgaríu og
fslands í Sofíu í kvöld. Auk
þess að fara saman á lands-
leikinn munu forsetarnir
ræða sókn íslenskra fyrir-
tækja í landinu og forvarnir
gegn ffkniefnum, en Ólafur
Ragnar er verndari evr-
ópsks samstarfsverkefnis á
þeim vettvangi.
íslensk
mæðgin
ófundin
Þegar DV fór í prentun í
gær höfðu enn engar upp-
lýsingar borist af mæðgin-
um sem búsett eru í New
Orleans. Þau eru einu ís-
lendingarnir sem leitað er
að á hamfarasvæðinu og að
sögn Péturs Ásgeirssonar
hjá Utanríkisráðuneytinu
eru þau búsett hvort á sín-
um stað í borginni. Heimili
konunnar er utan flóða-
svæðis og hefur ræðismað-
ur íslands í New Orleans
sent mann að heimili
hennar. Sonurinn býr aftur
á móti á svæði sem fór verr
út úr fellibylnum og því er
ekki eins greiðfært að
heimili hans.
Nýrfram-
kvæmda-
stjóri KEA
Stjóm KEA ákvað á
fundi sfnum á mánudag að
ráða Halldór Jóhannsson í
starf framkvæmdastjóra fé-
lagsins en alis bámst 78
umsóknir um starfið. Hall-
dór hefur starfað sem fjár-
festingastjóri hjá KEA frá
því í nóvember 2004. Starf-
ið losnaði í byrjun ágúst
þegar Andri Teitsson sagði
starfinu óvænt upp. Upp-
sögnin kom f kjölfar þess
að Andri átti von á tvíbur-
um og fór fram á fæðingar-
orlof sem stjórn KEA gat
ekki sætt sig við.
Eiginkona Gísln Martejns
einnig á Innnum hjn RIIV
Páll Magnússon Út-
varpsstjóri telur ekki að
störf eiginkonu Gísla Mart-
eins rekist á við pólitiska
þátttöku hans.
! Gísli Marteinn og Vala
Agústa Samhent hjón á
sama vinnustað íútvarpi
allra landsmanna.
í upphafi prófkjörsslags í Sjálfstæðisflokknum fyrir borgar-
stjórnarkosningarnar og með stefnuna á embætti borgarstjóra
er Gísli Marteinn Baldursson á launum hjá Ríkisútvarpinu í sér-
verkefnum sem tengjast stofnuninni beint.
Annars vegar er um að ræða und-
irbúning fýrir Eurovision sem haldið
verður á næsta ári og svo vegna há-
tíðahaida í tengslum við 75 ára af-
mæli Ríkisútvarpsins sjálfs; gömlu
Gufunnar. Sérverkefni þessi komu
upp í hendumar á Gísla Marteini um
leið og framieiðslu á skemmtiþáttum
hans á laugardagskvöldum lauk.
Samkvæmt heimildum DV þiggur
Gísli Marteinn um hálfa milljón á
mánuði vegna þessara sérverka í út-
varpi allra landsmanna.
Titringurá göngum
Nú bregður svo við að eiginkona
Gísla Marteins, Vala Ágústa Karls-
dóttir, er einnig komin til starfa hjá
Ríkisútvarpinu og þá sem málfars-
ráðunautur fyrir báðar fréttastofur
stofnunarinnar; útvarp og sjónvarp.
Er titringur á göngum Ríkisútvarps-
ins við Efstaleiti þar sem aðrir starfs-
menn stinga saman nefjum og sjá of-
sjónum við uppgangi Gísla Marteins
og nánustu fjölskyldu hans hjá stofn-
uninni.
„Vala Ágústa Karlsdóttir er ekki
fastráðin hér heldur er hún kölluð til
sem málfarsráðunautur þegar þurfa
þykir. Ég hef engar áhyggjur af því að
starf hennar hér geti leitt tii hags-
munaárekstra vegna þátttöku Gísla
Marteins í prófkjöri sjálfstæðis-
manna," segir Páll Magnússon,
nýráðinn útvarpsstjóri Rikisútvarps-
ins og æðsti yfirmaður þeirra beggja.
„Hvað varðar sérverkeftii Gísla
Marteins hér þá er hann
fastráðinn starfsmaður
stofnunarinnar og við
segjum ekki fólki
upp þótt það fari í
prófkjör. Það er
hins vegar tekið
af dagskrá hafi
það verið þar,“
segir útvarps-
stjóri.
Kom úr
Gljúfrasteini
Páll Magnússon
telur víst að ráðninga-
mál Gísla Marteins verði
tekin upp að nýju eigi
stjórnmálin eftir að taka
meira af tfma hans en hingað
til en slíkt bíði sfns tíma. Hjá
Ríkisútvarpinu giidi sú einfalda
regla: Engin vinna, engin laun.
Eiginkona Gísla Marteins og
nýráðinn málfarsráðu-
nautur Ríkisút-
varpsins
er með BA-próf í ís-
lensku og starfaði um
hríð sem blaða-
maður á Morgun-
blaðinu. Þá vann
Vala Ágústa einnig
í safni Laxness á
Gljúfrasteini
við að flokka
bókakost
sem þar er.
Þaðan lá
leiðin svo í
Ríkisútvarp-
ið.
&
%
Fullt tungl í fjölmiðlum
Lífið er fullt af ráðgátum. Stund-
um kemur sjálf manneskjan Svart-
höfða á óvart. Dagblöðin hafa augu
fyrir því óvenjulega. Eins og í gær.
Svarthöfði gat varla annað en hlegið
þegar hann las um sundkappann í
DV sem notaði stera. Verst var að
hann stóð sig miklu verr í sundi eftir
steranotkunina en fyrir.
í sama blaði er fjallað um nakinn
mann í strápilsi sem skelfdi fólk á
Sundlaugavegi. Lögreglan þurfti að
skerast í leikinn Sumir taka sig
mátulega alvarlega.
Meira að segja Mogginn var í
góðu skapi í gær. Sló upp á forsíðu:
^ Svarthöfði
„Óvenjugróf bláberjarán f Svíþjóð."
Svarthöfði las fréttina og furðaði sig
á því að sex menn á fertugsaldri,
vopnaðir öxum og hnífum, skyldu
ráðast á níu taílenska bejjatínslu-
menn með offorsi.
Hér á landi týnir fólk bláber í sátt
og samlyndi. Hér á íslandi þarf Siv
Friðleifsdóttir ekki á gæslu að halda
í bláberjatínslu. Vonum bara að Sví-
ar haldi sig í berjatínslunni á sínum
heimahögum.
Sturla Böðvarsson virðist einnig
Hvernig hefur þú það
Ég er bara að versla núna í Bónus og er svo að fara að vinna eftirvinnu í kvötd/'segir Hilm-
ar Oddsson, leikstjóri sem er núna að kenna þriðju bekkjar námskeið I kvikmyndaleik við
leiklistardeild Listaháskólans. „Er bara á fullu að kenna og undirbúa mig svo þess á milli.
Það virkar þannig að leikaranemar fara í kúrs hjá mér og við gerum mynd frá a til ö, í fullri
lengd helst, þar sem við förum í gegnum allt ferlið frá hugmyndakviknun til frumsýningar.
Þetta er svakalega góður hópur og gaman að vinna með."
standa við sitt. Ferjar sjálfstæðis-
menn og eiginkonu á þotu Flug-
málastofnunar. Svarthöfði hefur
alltaf dáðst að mönnum með frum-
kvæði - fr ekasti krakkinn í bekknum
fær alltaf sínu fram. Og Sturla er
auðvitað konungur spiilingarinnar.
Undarlegasti maðurinn í fféttum
þessa dagana er þó Gísli Marteinn
Baldursson. Hann er hissa á sjálfum
sér að hafa sett í samtíðarmenn BA-
próf í stjórnmálafræði þegar hann
átti nokkra áfanga eftir. Kannski er
ekkert undarlegt að hann sé hissa á
sjálfum sér. Miðað við fréttir gær-
dagsins er Svarthöfði almennt hissa
á manneskjunni og því sem hún tek-
ur sér fyrir hendur.
SvarthöfSi