Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2005, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2005, Side 21
20 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 Sport DV DV Sport MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 21 Veikur EiðurSi — ->mári Guðjohnsen hefurlegið fyrirsíðustu daga. ________ DV-mynd Vilhelm SlEMBiS Beckham til í allar stöður David Beckliam, fyrirliði enska landsliðsins, er tilbúinn til þess að leika í öllum stöðum á vellinumhjá ' Englandi en hann >- * hefur verið látinn tJ?*' spila á miðri undanfömu fJmM þótt haim kunni best við sig hægra meg- Wm^$£jgEB in. „Ég vil bara fá að spila fót- bolta með enska Ja Iandsliðinu og 'BaJfojSfea ég fer ekki fram KC%. á neitt annað en að fá að hjálpa til við að vinna leiki. Það er h| mikil barátta um ý jL stöður í liðinu og /X, f|| ég get ekki farið ™ISF jP fram á að vera í byij- flL unarliðinu." Enska landsliðið hef- ur verið gagnrýnt mikið upp á síðkastið eftir háðuglegt tap fyrir Dönum í Kaupmannahöfn. Beck- ham er þó viss um að enska landsliðið geti orðið heimsmeist- ari á næsta ári. „Getan er til staðar og það er í verkahring okkar leik- mannanna að sýna hversu góðir við getum verið." Henry hrósar Roy Keane Franski landsliðsmaðurinn Thierry' Henry hlakkar til þess að mæta Roy Keane í kvöld þegar Frakkland og írland mætast í undankeppni heimsmeistarmóts- ins. Henr\' segist bera mikla virð- ingu fyTir Keane, þrátt fyrir að þeir séu fyrirliðar erkiíjendanna Manchester United og Arsenal. „Einhverra hluta vegna hefur Roy Keane það orð á sér að hann sé óheiðarlegur leikmaður. Ég ber mikla ráðingu fyrir honum. Hann er einn allra besti mið- vallarleikmaður fheims og ef menn - ætla að standa sig vel á móti honum verða _ j ^ menn að vera til- búniríslag- _ inn. Við eig- um að geta tinnið íra JM °8von' Q^oriL andi '■SK. tekst I okkur flflfl^RT/ t það,“ WKKmmJ ý sagöi ISBjgfZr Thierry WILr-- Henry'. Lætur í sér heyra Hristo Stoichkov er ekki vanur að spara skoraðnir sínar. DV-mynd Gettylmages íslenska A-landsliðið í knattspyrnu er komið í tíunda sinn í heimsókn á Balkanskagann þar sem gengi liðsins hefur verið afar dapurt í gegnum tíðina. Eini sigurinn kom fyrir 25 árum en þá var spilað í Asíuhluta Tyrklands en ekki á Balkansakagnum. ísland hefur aldrei unnið í níu ferð- um sínum í þennan hluta Evrópu. Bölvun á Islenska landsliðið mætir í dag Búlgörum í undankeppni HM í Þýskalandi 2006. Möguleikar liðsins á að komast upp úr 8. riðli eru löngu úti en það er enn möguleiki á fjórða sætinu í riðlinum þótt Búlgarir standi þar vel að vígi. Leikurinn fer fram í Sofíu, höf- uðborg Búlgaríu, og ætli íslenska liðið sér sigur þurfa strákarnir ekki aðeins að vinna fýrsta útileikinn í þessarri undankeppni heldur fyrsta sigurinn á Balkanskaganum frá upphafi. Heimsóknir til Albaníu, Grikklands, Makedóníu, Rúmeníu, Króatíu og Búlgaríu hafa ekki gefið nein stig hingað til en Island náði sínu eina stigi þar í ferð til Evrópuhluta Tyrklands fyrir 17 árum síðan. 1 ieikur 1 tap Rúmenía 1 leikur 1 tap Balkanskagi er kenndur við sam- nefnd fjöll f Búlgaríu, norðarlega á skaganum og þar eru tíu lönd en fimm þeirra voru hluti af gömlu Júgóslavíu. Þetta eru þjóðimar Al- bama, Búlgaría, Grikkland, Rúmema og Evrópuhluti Tyrklands ásamt Bosníu, Króatíu, Makedóníu, Serbíu og Slóvemu sem áður tilheyrðu Júgóslavíu. Gengi íslenska landsliðs- ins gegn þessum þjóðum hefur verið hörmulegt og fyrir utan tak sem við virtumst hafa um tíma á Tyrkjum hefur íslenska liðið tapað 15 af 18 leikjum gegn hinum þjóðunum níu. Þegar aðeins um útileiki gegn Balkanþjóðunum er að ræða versnar árangur enn meira enda hefur ís- lenska landsliðið nú farið í átta stiga- lausar ferðir í röð á Balkanskagann. Fyrsti landsleikur íslands á útivelli gegn Balkanþjóð var gegn Tyrkjum 24. september 1980 og vannst þar glæsilegur 3-1 sigur. Sá leikur fór Gengi Leikir Sigrar Jafntefli töp Mörk skoruð Mörkfengin á sig Markahlutfall Sigurhlutfalt Gengi islenska ian gegn þjóðum Bakans Leikir Sigrar ry Jafntefli Töp Mörk skoruð Mörk fengin á sig Markahlutfall Sigurhlutfall fram í Izmir, borg í suðvesturhluta Tyrklands, Asíumegin, og því fór leik- urinn ekki fram á sjálfum Balkanskaganum. Jafntefli fyrir 17 árum Átta árum seinna var íslenska lið- ið komið til Tyrklands á ný í und- ankeppni HM en þá var spÚað í Ist- anbul (á Besiktas Inönu-vellinum) sem er í Evrópuhluta Tyrklands hin- um megin við Bosporussundið sem skilur á milli Evrópu og Asíu. íslenska liðið náði 1-1 jafntefli þar sem Friðrik Friðriksson varði víti á síðustu mín- útu fyrri hálfleiks og Guðmundur Torfason kom íslandi 1-0 yfir með viðstöðulausu skoti á 63. mínútu. Tyrkimir jöfnuðu svo 13 mínútum fýrir leikslok en fyrsta og eina stig ís- lands á Balkanskaga var í höfn. Síðan eru liðin 17 ár og íslenska liðið hefur farið stigalaust heim úr átta heimsóknum í röð og þar af skor- aði það ekki mark í heilar 500 mínút- ur á árunum 1988 til 2001 en íslenska liðið lék þá fimm leiki í röð í austasta hluta Evrópu án þess að ná að skora. íslenska liðið hefur þrisvar tapað mjög stórt, 5-0 fyrir Tyrkjum í und- ankeppni EM 1996, 4-0 fyrir Rúmen- um í undankeppni HM 1998 og svo 4-0 fyrir Króötum í mars síðastliðn- um sem var einmitt síðasta heim- sókn íslenska landsliðsins á Balkanskagann. Tapleikurinn gegn Tyrkjum var afar ójafn leikur þar sem Tyrkir gjör- samlega yfirspiluðu íslenska liðið. Aðeins einn leikmaður í íslenska hópnum nú kom að þessum leik því Kristján Finnbogason kom inn á sem varamaður eftir aðeins tvær minútur þar sem aðalmarkvörðurinn Birkir Kristinsson meiddist og var fluttur á sjúkrahús. Þremur árum seinna fékk íslenska liðið að kynnast „Maradona Karpataíjallanna" þegar snillingur- Síðan eru liðin 17 árog íslenska liðið hefur farið stigalaust heim úr átta heimsóknum í röð og þar af skoraði það ekki mark í heilar 500 mínútur á árunum 1988 til 2001. Búlgaría 1 leikur 1 tap Makedónía 1 leikur 1 tap inn Gheorghi Hagi skoraði tvö mörk í 4-0 sigri Rúmena en íslenska liðið átti aldrei möguleika og fékk á sig fjögur mörk þrátt fyrir að pakka í vöm ffá fyrstu mínútu leiksins. Kristján Finn- bogason og Tryggvi Guðmundsson vom þeir einu í hópnum gegn Búlgaríu í dag sem tóku þátt í þessari ferð en báðir vom þeir varamenn. Tryggvi lék sfðustu níu mínútur leiksins. í Króatíu í mars Það má segja að ís- lenska landsliðið hafi svo náð sínum bomi í Króa- tíu í mars síðastliðun- um en íslenska liðið tapaði þá stórt annan leikinn í röð. Liðið hafði þá tapað sjö af tíu leikjum og aðeins unnið einn leik á síðustu tólf mánuðum. Frá þeim tíma hefur spUa- mennska liðsins batnað mikið en nú er komið að stórri prófraun - heimsókn á þann stað sem gengi ís- lenska liðsins hefur verið verst í gegnum tíðina. ísland mætir nú til Búlgaríu í aðeins annað sinn og í fyrra skipt- ið vorum við nálægt því að ná góðum úrslitum. Hermann Hreiðarsson kom íslandi yfir gegn Búlgörum í undankeppni HM fyrir fjórum árum en Búlgarir náðu að tryggja sér sigur eftir að Lárus Orri Sigurðsson hafði verið rekinn útaf með rautt spjald á 40. mínútu leiksins. Nú er komið að annarri heim- sókn og það verður athyglisvert að sjá hvort bölvuninni á Balkan- skaga verði létt í Sofíu í dag eða hvort hún reynist íslenska Uðinu enn einu sinni ofurefli. Albanía 2 leikir 2 töp Tyrkland 2 leikir 1 jafntefli 1 tap Grikkland 1 leikur 1 tap Landsliðsþjálfari Búlgaríu hefur farið hamförum í fjölmiðlum fyrir leikinn: Hinn stóryrti Stoichkov verður í stúkunni 5læmt gengi í suð-austur Evrópu íslensku vikmgarnirhafa ekki máttsín mikdsgegn Balkan knottspyrnuvellinum. íslenska hlum'h nÚ farið íátta ferðir iröðtH þessa hluta heimsms an þess að ná ístig. Nú er aðvona oa ^biálfar 6ttlSt <í isiensi<u stuðningsmönnunum 9Þj faranum Asgeiri Sigurvinssyni, að ofan. Hristo Stoichkov, landsliðs- þjálfari Búlgaríu, hefur farið hamförum í fjölmiðlum, bæði fyrir og eftir þriggja marka tap- leikinn gegn Svíum í und- ankeppni HM á laugardaginn. „Úrslitin voru ákveðin fyrirfram. Lennart Johansson vissi það. Þess vegna yfirgaf hann leikvanginn stundarijórðungi áður en leiknum lauk," sagði Stoichkov við búlgarska fjölmiðla við heimkomuna, en hann hefur áður haft horn í síðu formanns Knattspyrnusambands Evrópu. Hinn sænski Johansson hefur fengið nóg og ætlar að kæra Stoichkov til aganefhdar Knatt- spymusambands Evrópu. Johansson segist ekki láta bjóða sér hvað sem er. Eiginkona hans sé lömuð og eigi erfitt með gang og þess vegna hafi hann yfirgefið völlinn svo snemma. Stoiclikov, sem er þekktásti knattspymumaður Búlgaríu fyrr og síðar, hefur átt erfitt / uppdráttar sem landsliðs- / ^ f þjálfari. Reyndar sagðist hann aldrei getað hugsað sér að taka starfið að sér, en nokkmm vikum eftir þá yfirlýs ingu var hann sestur í stólinn. Búlgaría hefur sjö stig eftir átta leiki í und- ankeppni HM. Næsti leikur er gegn íslandi í dag. Stoichkov gerði í því að æsa Svíana upp fyrir leikinn með digurbarka- legum yfirlýsing- um og gaf í skyn að Johansson hefði mútað hoUenskum dómara leiksins. „Þessi leikur er enn ein sönnun þess að Johansson elskar ekki fót- bolta. Hann hefur bara áhuga á því að græða peninga, það er eng- inn alvöru fótbolti til lengur, þar viðgengst bara spUUng. Ég get bara ekki sætt mig við það hvernig komið er fram við landið mitt," sagði Stoichkov eftir leUdnn. Það vakti mikla at- hygU að vinstri bak- vörðurinn Tiago SUva, fékk ekki keppnisleyfi hjá Alþjóða knatt- spymusambandinu (FIFA) fyrir leikinn gegn Svíum. Silva er BrasiUumað- ur og fékk vegabréf í Búlgaríu á mettíma en FIFA vUdi rannsaka mál- ið betur. Stoichkov full- yrti í viðtali við sænsk blöð að Jo- hansson hefði beitt áhrifum sínum ti! þess að koma í veg fyrir að SUva spU- aði gegn Svíum. Johansson segir við sænska blaðið Expressen að þegar Hristo Stoichkov sé annars vegar komi sér ekkert lengur á óvart. „Ég verð hins vegar pirraður yfir því að maður í hans stöðu skuU leyfa sér að tala svona." Stoiclikov fékk rauða spjaldið gegn Svíum og var rekinn upp stúku og verður því í leUcbanni gegn íslendingum. Hann lauk blaðamannafundinum eftir Svía- leikinn með eftirfarandi orðum: „Ég er and-Svíi.“ I Búlgaríu er farið að gæta vaxandi óánægju með störf Stoichkovs og fuUvíst taUð að hann verði látinn taka pokann smn eftir undankeppnina. -þg LEIKIR ISLENSKA LANDS- LIÐSINS Á BALKANSKAGA:* 12. október 1998 (HM) Tyrkland-ísland 1-1 25. maí 1991 (EM) Albama-ísland 1-0 13. maí 1992 (HM) Grikkland-ísland 1-0 12. október 1994 (EM) TVrkland-ísland 5-0 7. júni 1997 (HM) Makedónía-fsland 1-0 10. september 1997 (HM) Rúmenía-Ísland 4-0 24. mars 2001 (HM) Búlgaría-ísland 2-1 31. mars 2004 (Vináttuleikur) Albanía-Ísland 2-1 26. mars 2005 (HM) Króatía-Ísland 4-0 * fsland vann Tyrkland 3-1 í Izmir 24. september 1980 en leikiö var (Asfuhluta Tyrklands. Króatar létu íslendinga finna fyrir því: Eiður Smári með hálsbólgu en ætti að vera leikfær Eiður Smári Guðjohnsen, fyrirUði ís- lenska landsliðsins í knattspymu, er með hálsbólgu og var ekki með í för þegar liðið fór í göngutúr um Sofiu, höfuðborg Búlgaríu, þar sem leikur íslendinga og heimamanna í undankeppni HM fer fram. Að sögn Ásgeirs Sigurvinssonar er Eiður ekki með hita og hefur fengið lyf til að vinna á hálsbólgunni. „Hann ætti því að geta leikið með okkur," segir hann. Auðun Helgason og Heiðar Helguson hafa ekki getað æft af full- um krafi með ís- lenska liðinu eftir komuna til Búlgar- íu og Ásgeir segir að margir leik- menn hafi fengið hnjask í leiknum gegn Króatíu. „Auð- un á í vandamálum með hnéð á sér og Grét- ar Steinsson er marinn á ristinni. En Indriði Sig- urðsson er aUur að koma tU og ég á von á því að við náum að tjasla öUum leikmönnum saman fyrir leikinn," segir Ásgeir en hann hefst kl. 16 í dag og er í beinni útsendingu á sjón- varpsstöðinni Sýn. Stoitchov er sérstakur Hristo Stoitchkov, landsliðsþjálfari Búlgaríu, verður í banni í leiknum gegn íslendingum í dag eft- ir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í tapleiknum §egn Svíum á laugardaginn. Ásgeir segir að ummæli Stoichkovs eftir leUdnn, þar sem hann sakaði Lennart Jo- hansson um spUlingu og aðild að samsæri UEFA gegn BúJgörum, komi honum ekki á óvart. „Við könnumst aðeins við hvor annan og hann er mUdl týpa og skapmikill með eindæmum," segir Ásgeir. „Það er mikU pressa á honum í Búlgaríu eftir slappt gengi að undanförnu og það er eins með Búlgaríu og okkur - bæði lið eru í leit að sigri til að rétta úr kútnum," segir Ásgeir sem vissi ekki af Balkanskaga-bölvun ís- lenska liðsins þegar hún var borin undir hann. Ásgeir sagði hins vegar að hún væri vissulega athyglisverð. Létta af álögunum „Þá er það einfaldlega okkar verk að létta af þessum álögum. Við byggjum á því sem við gerð- um í fyrri hálfleik gegri Króötum og við munum ekkert breyta um taktík eða leikskipulag," sagðiÁs- geir og bætti þvívið að markmið- ið í leUcnum væri sigur. vignir&dv.is - Spurning dagsins Veistu við hvaða lið íslenska landsliðið í knattspyrnu er að fara spila við í kvöld? „Nei ég veit það ekki. Ég er ekkert inni í þessu en sonur minn er alveg veikur í fótboltann." Aðalheiður Samsonardóttir „Dani og leikurinn fer 3-2 fyrir ístand. Ég held með fslendingum afþví ég er sjálf frá Færeyjum. “ Leno Vidro „Nei.“ Gardo Antonio Fuentes Já, Búlgaríu. Við vinnum 2- 7 og Eiður Smári og Heiðar Helgu skora mörkin." Óðinn Sigurðsson „Já, Búlgaríu. Ég held að verðijafntefli, segjum 2-2." Hreinn Sigurðsson „Nei,en erþað Króatía, nei við erum nýbúin að keppa við þá.“ Brynhildur Óskarsdóttir „Við erum að fara að spila við Tékka eða Tyrki, jú Tékka. Og við töpum því þeir eru góðir. Axel Lárusson „Hefekki hugmynd. Ég er ekkert inn í þessum fótbolta." Anna María Sigurðadóttir „Nei, því ég fylgist ekkert með fótbolta." Andri Jónsson 21 árs landsliðið vann sigur á Búlgörum í hörðum leik í gær: Loksins sigur á útivelli hjá stráku íslendingar sigruðu Búlgara 3-1 í undankeppni EM ungmenna- landsliða í Búlgaríu í gær í hörð- um leik. Þetta var fyrsti sigur ung- mennalandsliðsins á erlendri grundu frá því liðið vann Norður- íra 3-1 árið 2001. Leikurinn var afar harður og fékk einn Búlgar- inn að líta rauða spjaldið skömmu fyrir leikhlé. En þrátt fyrir að vera einum færri komust Búlgaramir yfir í byrjun seinni hálfleiks en þá vöknuðu íslendingarnir. Fyrst jafnaði Húsvíkingurinn Pálmi Rafn Pálmason metin en hann hafði nýlega komið inn á sem varamaður. Skömmu síðar kom Emil Hallfreðsson fslending- um yfir og rétt undir lok leiks tiy'ggði sjálfur herra ísland, Garðar Gunnlaugs- son, stigin þrjú með þriðja marki ís- lands. Eyjólfur Gjafar Sverrisson, landsliðs- þjálfari, var að vonum ánægður. „Þetta var mjög harður leikur. En strákarnir mættu þeim í baráttunni," sagði Eyjólf- ur og greinUegt að leikurinn tók sinn toll, því landsliðsþjálfarinn var nánast raddlaus að leik loknum. Já maður þarf stundum að láta heyra í sér þegar strákarnir em ekki að færa liðið eins og ég vil. En annars öskra ég svo lítið heima hjá mér að ég held að ég sé dottinn úr allri æf- ingu." ísland er sem fyrr í 4. sæti riðUsins, en er nú með tíu stig að loknum níu leikjum, hefur skorað tíu mörk og fengið jafn mörg á sig Síðasti leikur liðsins er gegn Sví- um í næsta mánuði ytra. -hh Mark í tveimur leikjum í röð Emil Hallfreðsson skoraði eitt af mörkunum gegn Búlgaríu en hann skoraði emnig gegn Króötum á fostudaginn. DV-mynd E. Ól.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.