Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2005, Síða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2005, Síða 23
DV Útivist & ferðalög MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 23 Besta kaffi í heimi Besta kaffi í heimi kemur frá eyjunum Sao Tomé og Principe eftir því sem ein vin- sælasta ferðasíða heims.Lonely Planet,grein- ir frá. Eyjarnar eru ríki á miðbaug við Guinea- flóa í Mið-Afríku. Þetta eru tvær aðaleyjar og fjöldi smáeyja og hólma. Sao Tomé-eyja er ávöl í laginu, u.þ.b. 49 km löng og 860 km. Höfuðborgin, SaoTomé- borg, er á norðausturenda eyjarinnar en Principe-eyja er um það bil 150 km norðaust- ar. Hún er mun minni eða 16 km löng og strandlengja hennar mun vogskornari. Flestir íbúar eyjanna eru„Forro", það er afkomendur evrópskra landnema og afrískra þræla. Þeir tala kreól-portú- gölsku en venjuleg portúgalska er opin- bert mál þeirra og flestir skilja hana. Fæðingartíðni er mjög há en lífslfkur þar eru hærri heldur en almennt gerist í Afríku, það er 63 ár fyrir karia og 67 ár fyrir konur. Menn- ing á staðnum þykir engu lík en þar blandast saman portúgalskir og afrískir straumar mjúklega. Þannig að ef þig dreymir um að klífa gömul eldfjöll, kanna magnað fuglalíf og drekka gott kaffi þá ættu eyjarnar að vera eitthvað fyrir þig. Fagnaður í kirkjugarði Dauð- anum er fagnað Dauðinn er sums stað- ar fagnaðarefni Það hljómar kannski illa en það er ekkert athugavert við að gleðjast yfir dauða annarra. Að minnsta kosti ef þú skemmtir þér á viðeigandi hátíð. Dauði og myrkur er nefiúlega fagnaðarefni víða um heim. Þegar maður veltir því enn firekar fyrir sér þá virðist dauðinn ekki vera neitt sérstaklega óspennandi, í það minnsta draga hátíðir sem haldnar eru í kring um hann flölda ferðamanna að á ári hverju - nema fólkið í Taj Mahal og pýramídunum viti ekki fyrir hvað byggingamar voru notaðar. Meðal nokkurra líflegra veislna sem haldnar eru í tilefhi dauðans má nefiia Wakes á írlandi, Dag hinna dauðu í Mexíkó og Himana-útfarimar í Tíbet. Garðurinn við bar- inn á Marina Plaza Vægast sagtróleg stemning. i/C': r/ s-a4rm / |H Bjórstræti Þarna var HP fjör á hverju kvöldi og f Þjóöverjarnir samein- uðust I söng og gleði. að fólk. Stutt frá hótelinu er sæmi- lega löng stuðgata sem nefnist Bier Strasse, eða Bjórstræti, og þar úir allt og grúir af Þjóðverjum og einstaka ferðamönnum frá öðmm löndum sem skemmta sér og drekka bjór á einhverjum af hinum fjölmörgu bör- um sem þar er að finna. Tónlist er spiluð hátt og fólk syngur með og dansar en á slaginu tólf er slökkt á henni svo fólk í hótelunum í kring fái nú svefnfrið. Góður mexíkóskur veitinga- staður Erfitt er að dæma um matar- menningu Mallorca á því að snæða á veitingastöðum í kringum hótel- ið. Þau vom flest heldur keimlík og buðu meira og minna upp á sömu réttina en taka ber fram að stór hluti þeirra var greinilega í eigu Þjóðverja og báru eflaust keim af matarsmekk eigendenna og auðvit- að helstu viðskiptavinanna, Þjóð- verja. Til marks um það vom flestir matseðlar á þýsku og Þjóðverjar pöntuðu mat á sínu tungumáli. Inn á milli mátti þó finna góða veitinga- staði í nágrenni við hótelið eins og E1 Patio, sem sérhæfir sig í grillmat, L’arcadia sem býður upp á pitsur og hina ýmsu pastarétti, og argentíska grillhúsið Asadito þar sem hægt var að fá góða steik á við- ráðanlegu verði í fallegu umhverfi. Einna besti veitingastaðurinn er þó Cactus þar sem boðið er uppá góð- an Tex-Mex mat. Sá staður er þó frekar langt frá hótelinu, eða í um 40 mínútna göngufæri frá Marina Plaza en það er afar þægilegt að fá leigubrl á Mallorca og þeir stoppa beint fyrir utan hótelið svo það get- ur verið tilvalinn ferðamáti. Strætó á hverju horni Eins og fyrr segir er mjög gott aðgengi að leigubílum og hægt er að skjótast með þeim til höfuðborg- arinnar Palma, verslunarmiðstöðv- arinnar Porto Pi eða í vatnsrenni- brautargarðinn Aqualand. Leigu- bílagjöldin em þó fljót að safnast saman og því er frábært að geta tek- ið strætó en auðvelt er að nálgast þá. Fyrir utan hótelið er hægt að taka strætó númer 15 sem fer til Palma en þar sem hann stoppar í flestum strandbæjunum á leiðinni tekur ferðin um 45 mínútur. Það kemur þó alls ekki endilega að sök því gaman getur verið að sitja og skoða umhverfið á leiðinni, það er að segja ef maður fær sæti. Tveimur götum fyrir ofan Marina Plaza er hægt að taka annan strætisvagn, númer 23, en sá fer til Palma á tru mínútum en örlítið lengra er á milli ferða. Það kostar tæplega 100 krón- ur í strætó og fyrir þá sem nenna að ferðast með þeim er auðvelt að spara sér tugi evra í ferðinni. Verslanir í höfuðborginni Palma er margt að skoða eins og kirkjuna frægu í miðbænum, ótal veitingastaði og verslanir af öllum stærðum og gerð- um. Palma er afar þröng borg á köfl- um með litlum og mjóum götum og þar leynast alls kyns perlur ef fólk nennir að leita. Frægar búðir eins og Zara, Mango, HM og C&A má líka finna í Palma og þar má gera góð kaup. Skammt frá C&A er hálfgerð verslunarmiðstöð sem kallast Plaza Mayor og þar er að finna verslun sem sérhæfir sig í vörum frá Disney og er mjög skemmtileg fyrir krakk- ana. í skúmaskotum leynast versl- anir með merkjavörur fyrir börn sem hæglega rukkuðu 17.000 krónur fyrir einfalda peysu. El Patio Nota- legur grillveit- ingastaður með fallegum garði. Hægt er að heimsækja borgina margoft án þess að þekkja hana að ráði, svo margar eru verslanirnar og hliðargöturnar. Fyrir þá sem þykir gaman að versla en nenna ekki að leita langt yfir skammt er gaman að kíkja í verslanirnar á Strandgötunni og þar inni á milli má finna búðir með skemmtilegar vörur. Götumarkaður á Strandgötu opnar klukkan átta á kvöldin og þrátt fyrir að vörurnar séu margar hverjar ansi keimlíkar leynast þar dýrgripir inni á milli. ragga@dv.is Markaðurinn á Strandgot unni Hann opnaði klukkan átta á kvöldin og gaman var að lita á vöruúrvaliö. 1. Bakgrunnur: Eyjan var óbyggð þegar breskir landnemar settust þar að árið 1627. Þar unnu þrælar á syk- urplantekrum þar til 1834 eða þar til þrælahald var afnumið. Efnahagur- inn byggði nær eingöngu á sykur-, romm- og hrásykurframleiðslu þar til á síðari hluta 20. aldar en eftir að eyjarnar fengu sjálfstæði frá Bretum árið 1966 hefur ferðamennska dafn- að mjög og um 1990 var hún orðin aðalatvinnuvegur eyjaskeggja. 2. Veðurfar: Hitabeltisloftslag, regn- tfmabilið stendur yfir frá júní til október. 3. Landslag: Eyjan er tiltölulega flat- lend en þó er gróið hálendissvæði á einstaka pörtum eyjunnar. 4. Fólksfjöldi: 279.254 í júlí 2005. \ ■ * I. 5. Fæðingatíðni: 12,83 fæðingar á hverja þúsund íbúa, það er 1,65 börn á hverja konu yfir ævina. 6. Þjóðarbrot: Svartir 90%, hvftir 4%, asískir og blandaðir 6%. Ítalía fyrir matgæðinga ítölsk matseld Matreiðsl- an einkennist af góðu hrá- efni sem eldað er á einfald- an máta. Ítalía er af mörgum talin vagga evrópskrar menningar þar sem allir ættu að finna sér eitthvað við hæfi, hvort sem það er rómantík, bygg- ingarlist, menning, verslanir eða sól og sandur. Matarmenning ítala er vel þekkt og margir ferðalangar hvaðanæva að úr heiminum ferðast til Ítalíu til að njóta hennar. Aðaleinkenni matreiðslu lands- ins er hversu heilsusamleg og ein- föld hún er. Hráefnið er eldað á ein- faldan máta og heldur þannig gæð- um sínum og ferskleika. Þrátt fyrir einfaldleikann einkennist maturinn af fjölbreyttum bragðtegundum svo hinir mestu matgæðingar hrífast af. ítalskur morgunverður er nokk- uð sérstæður. Algengt er að fólk fái sér cappuccino og sætabrauð eða láti sér espresso duga. Hádegisverðurinn er stærsta máltíðin í flestum borgum Ítalíu. Hann samanstendur af forrétti, síð- an kemur fyrri aðalrétturinn sem er yfirleitt pasta, hrísgrjón eða súpa, síðan kemur seinni aðalrétturinn sem er kjöt eða fiskur með græn- meti eða salati. Endað er á ferskum ávöxtum og 1 lokin er algengt að fólk fái sér espresso og jafnvel sterk- an líkjör með. Kvöldverðurinn er yfirleitt léttur ef hádegisverðurinn var mikill. ís er vinsæll á Ítalíu og finna má óteljandi tegundir. Einnig er al- gengt að fólk fái sér granita, sem er mulinn ís með bragðbættu sýrópi. Á Ítalíu má finna þúsundir veit- ingastaða og þar sem á Ítalíu eru al- þjóðlegar höfiiðstöðvar „slow food" hreyfingarinnar sem hefur það að leiðarljósi að vilja njóta matarins og taka tíma í að borða, ólíkt því sem á sér stað á skyndibitastöðum, þá er venjan að fara út að borða þegar fólk hefur tímann fyrir sér. 8. Læsi: 97.4% þjóðarinnar eru læs, mun meira en gerist i nágranna- löndum þess enda er miklum fjár- munum varið f menntamál á eyjunni eða 7-8% af þjóðarframleiðslunni. 9. Höfuðborg: Bridgetown. 10 Þjóðhátíðardagur: 30. nóvember en þann dag árið 1966 hlutu þeir sjálfstæði frá Bretum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.