Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2005, Page 24

Dagblaðið Vísir - DV - 07.09.2005, Page 24
24 MIÐVIKUDAGUR 7. SEPTEMBER 2005 Sálin Marilyn Monroe Varítygjum við marga menn slna stuttu ævi. Hjónabandið er flókið fyrirbæri Fyrir hjónabandið þarf kon- an að sofa hjá manninum til að halda í hann. Eftir hjónabandið þarf hún að halda í hann til að geta sofið hjá honum. Marilyn Monroe Hláturæfingar Hláturskæti- klúbbsins heíjast að nýju í dag eftir sumarfn og er stefht að því að æfingar verði alla miðviku- daga í vet- ur. Æfing- amar fara framí fundarsal heilsumið- W . stöðvarinnar Maður lifandi, Borgartúni 24. Á staðnum er verslun og veit- ingastaður með ódýran lífrænt ræktaðan mat og er fundarsalur- inn á neðri hæð. Hláturæfingin hefst stundvíslega kl. 17.30 í dag og stendur í háffa klukkustund. Hláturleiðbeinendumir Ásta Valdimarsdóttir og Kristján Helgason stjóma æfingunni. Að- gangseyrir er aðeins 300 krónur og em allir hjartanlega velkomnir. Leitað að sálfræðiaðstoð Á vefnum doktor.is er að finna grein sem fjallar um það ferli að leita sér sálfræðiaðstoð- ar. Þar má finna lista atriða sem gott er að hafa til hliðsjónar áður en lagt er í það verk. Fyrst er eðlilegt að spyrja sjálfan sig nokkurra spurninga: 1. Hvers konarhugsanirog hegðun er aö valda mér vanlíðan? 2. Hvenær og hvar kemur vanllðanin upp? 3. Hversu oftog lengi llður mér svona? 4. Hvernig truflarþetta llfmitt? 5. Á hvaöa aldri finnst mér æskilegt að meðferðaraðilinn sé? 6. Hvort vil ég frekar leita til karls eða konu? 7. Hversu mikið er ég tilbúinn að leggja á mig til að ná bata? 8. Hvaða markmiðum langar mig aö ná? Spurningar sem eðlilegt er að leita svara við hjá sérfræðingnum áður en meðferð hefst: 1. Hvaða menntun og reynslu hefurðu? 2. Hversu lengi hefurðu stundað meðferðarstörf? 3. Hvaða grunnaðferðum beitirðu í meðferöarstarfinu? 4. Hversu langan tíma má ég búast viö að meðferðin taki? 5. Hversu reglulega þyrfti ég að mæta og hvað erhver tími langur? 6. Hvað kostarhver tími? 7. Mun ég þurfa aö leysa einhver verkefni milli tíma? 8. Hvað mun mikill tími fara I heimaverkefni? 9. Sérhæfírðu þig I einhverjum sérstökum vandkvæðum? 10. Hver er biðtlminn aö komast aö? 11. Muntu vera starfandi samfleytt næstu mánuði? Venjulegt fólk getnr breyst í sadista við vissar aðstæöur Sæl verið þið! Ég var að velta fyrir mér pyntingunum sem hafa átt sér stað í fangelsum í írak, hvers konar fólk það er sem hagar sér svona og hvort sálfræðin hafi eitthvað reynt að skýra þetta. Komdu sæll! Ein frægasta rannsókn sem framkvæmd hefur verið í sálfræði er Stanford-fangels- istilraunin (Stanford prison ex- periment). Þessi rannsókn ætti að geta gefið einhverja skýringu á því hvað ieiðir fólk til að niðurlægja og jafnvel pynta aðrar manneskjur. Tilraun endar með ósköpum Rannsóknin var framkvæmd þannig að auglýst var eftir sjálf- boðaliðum til þess að vera þátttak- endur í tilraun. Þátttakendur fengu að vita að um væri að ræða „gervi- fangelsi" og að valið yrði af handa- hófi í hlutverk annaðhvort fanga eða fangavarða. Til þátttöku voru valdir venjulegir bandarískir há- skólanemar, sem rannsakendur töldu að væm í góðu andlegu jafn- vægi og lausir við geðrænar raskan- ir. Búið var til fangelsi í háskólan- um og fengu „fangaverðir" þau fyr- irmæli að þeir ættu að hafa stjórn á föngum en mættu ekki nota of- beldi. Fyrst var ekki mikið um aga en mjög fljótlega reyndu fangaverð- ir ýmsar leiðir til að ná stjórn á föngunum. Fangarnir urðu margir hverjir fljótlega uppreisnargjarnir og allt fór að líkjast frekar „eðlilegu" fangelsi. Fangaverðir tóku til ráðs að reyna að brjóta upp einingu meðal fanganna með því að setja upp fyrirmyndarklefa og forréttindi. Auk þess var not- ast við refsingar og jafnvel niðurlægingu þegar ekki var farið eftir reglum. Föngum var skipað f einangrun, skipað að borða það sem þeir vildu ekki borða og jafnvel þrífa klósett með bemm höndum. Það urðu forrétt- indi að fá að fara á klósett og vom þeir jafnvel látnir pissa í fötu í klef- anum sínum. Þeim var skipað að klæða sig úr fötunum og voru oft látnir gera armbeygjur í refsingar- skyni. Þeir voru niðurlægðir með orðum, lámir gera niðurlægjandi hluti og niðurlægðir kynferðislega. Fólk skipar sér í hlutverk Greinilega var hægt að greina ákveðin hlutverk sem einstaklingar tóku sér, jafnt fangar sem fanga- verðir. Þetta vom hlutverk eins og uppreisnargjarni fanginn, hlýðni fanginn, tilfinningamikli fanginn, fangavörðurinn sem fór algjörlega eftir reglunum, góði fangavörðurinn sem gerði greiða og sadistinn sem niðurlægði fangana. Það sem var líka merkilegt var að aðstandendur, prestar og aðrir sem komu að „föng- unum" reyndu ekki að stöðva rann- sóknina heldur fóm eftir reglum „fangelsisins" og reyndu frekar að fara lagalegu leiðina að úrlausn heldur en að stöðva tilraunina. Það sem þótti líka mjög merkilegt var hversu langt „venjulegir" einstak- lingar í „andlegu jafnvægi" gátu gengið þegar þeir fengu vald yfir öðmm í að niðurlægja og að enginn skyldi segja: „Stopp, svona gemm við ekki". Tilraunin átti að standa yfir í 2 vikur, en eftir 6 daga þótti nauðsyn- legt að stöðva tilraunina og loka „fangelsinu" vegna þess hve niður- lægingin var orðin mikil og andlegt álag á „föngunum" orðið slæmt. Þá þegar höfðu aðstandendur tilraun- arinnar verið neyddir til að sleppa 4 föngum vegna sálræns ástand þeirra. Eðlilegir einstaklingar fastir í óvenjulegum aðstæðum Zimbardo sem framkvæmdi þessa rannsókn vill meina að til- raunin segi okkur að flest illvirki „einstaklinga" séu afkvæmi þess að frekar eðlilegir einstaklingar verði fastir í óvenjulegum aðstæðum sem þeir hafi ekki hæfni til að takast á við á eðlilegan hátt. Það sé ekki eins og áður var talið að persónuleiki fólks móti algjörlega hegðun þess heldur sé mun meira hægt að líta á aðstæður þeirra. í raun er hægt að segja að hermennimir/fangaverð- irnir í Íraksstríðinu séu sennilega frekar líkir fangavörðunum í Stan- ford-tilrauninni. Ungir einstakling- ar með ákveðið hlutverk á óeðlileg- um og erfiðum stað án þess að hafa fengið verkfæri með sér til þess að takast á við aðstæðurnar. Eitt leiðir síðan af öðru þegar þessir einstak- lingar fá það hlutverk að hafa stjórn á öðmm einstaklingum (föngum). Gangiþérvel! Bjöm Harðarson sálfræðingur Fæðingarsturlun getur valdið ofskynjunum og mikilmennskubrjálæði Lyndisraskanir í kjölfar fæðing- ar em venjulega flokkaðar í þrennt: 1. Sængurkvennagrátur er langalgengasta röskunin eftir fæð- ingu, þar sem talið er að á milli 30 og 75% kvenna fái einkenni hans. Einkennandi fyrir þetta ástand em óútreiknanlegar skapsveiflur, ön- uglyndi, grátköst, almennur kvíði og tmflanir á svefni og matarlyst. Þessi einkenni koma fram innan fárra daga ffá fæðingu og standa í nokkra daga. Ef þessi einkenni standa lengur en tvær vikur þá þarf að meta konuna með tiiliti til þess hvort alvarlegri veiki sé í uppsigl- ingu. Fylgjast þarf nánar með þeim konum með sængukvennagrát sem hafa sögu um endurtekið þung- lyndi því að hjá þeim getur sæng- urkvennagrátur verið fyrirboði þunglyndis. 2. Fæðingarþunglyndi kemur fyrir hjá 14% kvenna á íslandi. Þó að þunglyndiseinkennin komi oft- ast fram á fyrsta mánuði eftir fæð- ingu þá kemur þunglyndið stund- um fram á seinni hluta meðgöng- unnar. Einkenni fæðingarþung- lyndis eru venjuiega þau sömu og þunglyndis almennt, þ.e. þung- lyndi, áhugaleysi, þreyta og sektar- kennd. Sjálfsvígshugsanir koma oft fram. Kvíði og þráhyggjuhugsanir eru algengar í fæðingarþunglyndi. T.d. þráhyggjuhugsanir um að geta gert barninu mein. Einnig er oft til staðar önuglyndi og svefritruflanir auk lystarleysis eða matargræðgi. 3. Fæðingarsturlun er sjaldgæft ástand sem kemur fyrir hjá einni til tveimur af hverjum þúsund konum eftir fæðingu. Veikindin byrja gjarnan skyndilega og oft innan tveggja til þriggja sólarhringa frá fæðingu. Hjá langflestum konum koma einkennin fram á fyrstu 2 vikum eftir fæðingu, en geta komið allt að 3 mánuðum eftir fæðingu. Fyrstu einkenni eru oftast eirðar- leysi, önuglyndi og svefntruflanir. Fæðingarsturlun einkennist sfðan af þunglyndi eða oflæti, hegðunar- truflunum og ranghugmyndum, sem geta innihaldið sektarkennd, mikilmennskuhugmyndir eða hug- myndir um að heimurinn sé að far- ast. Auk þess geta ofskynjanir átt sér stað. Einnig má greina truflanir á svefni og matarlyst auk einbeit- ingarerfiðleika. Þetta eru ekki ótengdar raskanir þar sem hver kona getur haft ein- kenni frá meira en einni þessara Tfmabilið eftir fæðingu getur reynst sumum konum erfitt Taliö er aö á milli 30 og 75 prósent kvenna þjáist afsængur- kvennagráti. raskana á sama tíma. Ein röskunin getur einnig verið undanfari ann- arrar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.