Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2005, Qupperneq 3
BV Fyrst og fremst
FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 3
Spurning dagsins
Ætti að leyfa munntóbak?
Veldur krabbameini
„Nei, því þetta er heilsuspillandi fyrir
góminn og tennurnar og líklegra til að
valda krabbameini en reyktóbak, en
það ætti nú líka að banna það."
Halldór Gröndal nemi.
Á
„Já, að
sjálfsögðu ætti
að leyfa það, sér-
staklega fyrir
hann Ingvar."
Ægir Þór Jahnke
nemi. .
„Já,
það ætti að
leyfa þetta."
Fannar
Sveinsson
nemi.
„Já.það
ætti að leyfa
þetta, alveg eins
og við leyfum
sígarettur því það
á að vera hverjum
manni frjálst að
velja og hafna.
Allt eða ekkert."
Ingvar Ásgríms-
„Já.því
ekki? Ég hef
reyndar aldrei
notað þetta svo
ég muni eftir."
Kristmundur
Jónsson nemi.
Þrátt fyrir að munntóbak hafi verið bannað með öllu á íslandi fyrir nokkru nýtur
það enn mikilla vinsælda. (hverju horni má sjá menn með troðnar tóbaksvarir.
*VRI K
om
mn umi til að
Skattheimtan er vinsælt viðfangseíhi í stjórnmálun-
um. Sumarflugan í þeim efnum í ár er flatur skattur. Ail-
ir eigi að greiða flata prósentu af tekjum sínum í skatt án
persónuafsláttar eða annarra tekjujafnandi aðgerða.
Þessi della hefur farið eins og faraldur um heiminn. Bent
er á lönd eins og Rúmeníu og Hong Kong sem hafa
tekið upp þetta kerfl. í öðrum löndum gæla hægri-
menn við þessar hugmyndir af verulegum ákafa.
Hægrimenn í ÞýskaJandi tefldu þessum hug-
myndtun fram í kosningabaráttunni sem þar
stendur yfir. Hægrimenn í Bretlandi og Bandaríkj-
unum eru með þessa flugu á heilanum.
Þetta þykir svo snjallt, þar sem margir
mtrnu borga minna í skatt, en verða ákaflega
vinnuglaðir og vinna meira og þegar upp er
staðið fái ríkið meira í tekjur.
En ekki er allt sem sýnist. Athuganir sýna að
láglaunafólkið mun borga meira en hátekju-
mennimir minna í skatt. Og reynslan eins og
í Rúmenfu og Bandaríkjunum sýnir að ríkið
fær minna í tekjur og er rekið með botnlaus-
um halla.
Hægrimenn í Þýskalandi em búnir að átta
sig á því að þýska þjóðin hafnar
þessu kerfi og keppist við að
afneita flata skattinum. Það em
einfaldar ástæður fýrir þessu. Sú
fyrri að flata kerfið er óréttlátt.
Það ívilnar ríkum og íþyngir
tekjulágum. Gamli Adam Smith
benti á fyrir tveimur öldum að
skattheimtan yrði
að byggjast á
jafnræði milli
greiðendanna,
að þeir legðu
svipað af mörk-
um miðað við
efni sín. Það er
ekki í flata skatt-
inum. Þess vegna
finnst kjósendum
kerfið óréttlátt.
Síðari skýringin er ekki
síðri. Áherslan á flatan skatt snýst ekki í raun um skatt-
lagningu heldur um það að draga úr tekjuöflun ríkisins
sem svo bitnar á minni framlögum til heilbrigðiskerf-
isins, menntakerfisins og annarra tekjujafiiandi
aðgerða. Því er svo mætt með því að láta hvem
einstakling axla þyngra skinn í gegnum þjón-
ustugjöld.
Flati skatturinn er pólitísk stefna hinna ríku og
velmegandi. Það hafa kjósendur í Þýskalandi átt-
að sig á. Sumarflugan er í dauðateygjunum. Er ekki
kominn tími til að skoða fjármagns-
tekjuskattinn hér á landi?
lla.r i
Kristinn H. Gunnarsson
Rauðgrænn valkostur
íslenskix jafnaðar-
menn hafa löngum hafi
sérstakt lag á að mis-
skilja eða rangtúlka nið-
urstöður kosninga út í
hinum stóra heimi. Þeir taka
þannig jafnan sérstaklega eftir
þegar systurflokkar þeirra
standa sig þokkalega, en sýna því
minni áhuga þegar verr gengur.
í ljósi þess að útlit er fyrir að
úrslit norsku þingkosninganna
þýði að mynduð verði meirihluta-
stjórn rauðgrænu flokkanna þar í
landi hefur umræða hafist hér á
landi um möguleika á íslenskri
útgáfu slíks bandalags. Össur
Skarphéðinssón ræðir
þennan möguleika á vef-
síðu sinni og virðist hrif-
inn. Visar hann m.a. til
góðs samstarfs stjórnar-
andstöðuflokkanna á kjörtima-
bilinu og góðs gengis þeirra í
felast í því fyrir
Framsóknar-
flokkinn ef Sam-
fylking, Vinstri
grænir og Frjáls-
lyndir færu fram í kosninga-
bandalagi. Sömuleiðis tel
ég fullvíst að Sjálfstæðis-
flokkurinn tæki
slíku fagnandi. En ég er:
ekki viss um að hinir nú-
tímalegu jafnaðarmenn
Samfylkingunni séu hrifnir
af slíkum hugmyndum, því óvíst
er að ýmsar hugmyndir þeirra
ættu upp á pallborðið í slíku
bandalagi.
Ætli þeir taki undir hugmynd-
ir Össurar Skarphéðins-
sonar? Forvitnilegt
verður að sjá hvort ís-
lenskir fjölmiðlar (
inna þá eftir því.
uistæois-
V
skoðanakönnunum.
Taugabilaður Framsóknarflokkur
Helsti galli Sjálfstæðis-
flokksins sem príma-
donnu er að velja sér
veika samstarfs-
menn til að fá sjálf
að blómstra. Þannig
valdi Sjálfstæðis-
flokkurinn Framsókn-
arflokkinn sem samstarfsflokk.
Flokk sem þjáist af taugabilun og
vanmetakennd og er sífellt að
horfa yfir öxlina og gæta að
því hvort einhver sé að ná
sér niðri á honum. Sam-
fylkingin myndi senni-
lega ekki verða þannig.
Hún yrði svo glöð yfir því að
þjóðin tæki mark á henni að hún
myndi sprikla af kæti og sjálfs-
■hsémbi
trausti og einhenda sér í það að
bæta þjóðfélagið. Ekkert þráir
Samfylkingin meir en athygli og
ást. Að þvi leyti er hún eins og
ungabarn. Og hún þarf einhvern
með reynslu og sjálfstraust til að
fylgja sér fyrstu sporin til valda.
Hún þarf Sjálf-
stæðisflokk-
Svefnsófar með heilsudýnu
Recor
—
Komdu í verslun okkar að Faxafeni 5
og sjáðu glæsilegan sýningarsal okkar
fullan af nýjum svefnsófum.
Svefnsófar með heilsudýnu og MicroFiber
áklæði í mörgum litum og stærðum.
Wimtex
Wimtex
VW svefnsófi
184x91 cm - Litir Brúnt
og svart leður.
Svefnsvæði 150x200 cm.
Kim svefnsófi
203x95 cm - Litir
Camel, hvítur, brúnn. I
Svefnsvæði
143x193/215 tm. Sýningarsalur á neðri hæð fullur af nýjum
svefnsófum, glæsileg tilboð í gangi!
Wimtex svefnsófar eru allir með
rúmfatageymslu.
Betra \
BAK
Faxafeni 5 • Sími 588 8477 • v/ww.betrabak.is
Opið virka daga frá kl. 10-18
laugardaga frá kl. 11-15