Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2005, Side 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.09.2005, Side 18
18 FIMMTUDAGUR 15. SEPTEMBER 2005 Sport r»v MarkMessier hættur Kanadíski íshokkíkappmn Mark Messier, sem er einn besti leikmaður sem leikið hefur í N1 IL-deildinni í Bandaríkjunum er hættur. Messier lék í 25 ár sem atvinnumaður og vatm Stanley- hikarinn, sem eru sigur- launin í NHL-deildinni, .,í sex sinnum alls. Messier var upp á sitt besta ÉEjjFTE- á níunda áratugn- ,/ j. 'jSL, um þegar hann lék fc ** með Wayne Gretzky '{I hjá Edinonton og V voru þeir án nokk- urs vafa skærustu wu„ stjörnur deildar- ÉÉHHNHMl innar á þeini tíma. Messier iék 1756 I . ■■ „ leiki á ferli sínum og er næstmarka- hæsti leikmaður í " sögu deildarlnnar. " Allardyce tilbiiiim a styraEngli Grikkinn Steiios Giannako- poulos segir knattspyrnustjóra sinn hjá Bolton, Sani Allardyee, vera rétta manninn til þess að stýra Iiði Engiands í heimsmeist- arakeppnitmi. „Ég vona að Allar- dyce fari ekki neitt þvi hann er besti knattspyrnustjðri sem (5g iief haft á mfnum i'erli. En ég er sann- fa'iöur um að hann er tilbiíinn til þess að stjórna sterku landsliði eins og því enska. Það eru góðir leikmenn í öllum stööum og með hans stjórnunarhæflleikum getur liöið ekki ann- fað en náð góð- um ái.ingri." Sam Aliardyce w , sjálfur segist f ætla að ein- beita sér að þvf að ná góð- um árangri með Bolton. „Auövitað er það draumur > allra enskra þjálfara að stýra landsliðinu en ég er ánægður lijá Bolton og j* vonandi get ég 'jj hfildið áfram að standa mig vei hér.“ Kaká getur orðið sá besti Eftir að hafa horfl á Brasilfu- manninn Kaká fara á kostum með AC Milan gegn Fenerhahce í Meistaradeild Evrópu sagðist Car- lo Ancelotti, knattspymustjóri AC Milan, sannfærður um að Kaká hefði allíi buröi tii þess að veröa besti leikmaður í lieimlnUm. „Ég hef fylgst með Kaká í nokkur ár og eftir þvf sein tíminn líður verð ég alltaf sannfærðari um að hann verði besti knaltspyrnumaður í heiminum innan fárra ára. Hæfi- leikar hans til þess að stjóma leikjum eru meðfæddir og með mikilii æfingu gctur hann orðið enn lietri. Þessi frammistaða hans gegn Fenerbahce var mögnuð, senniiega besta frammistaða sem ég hef séö hjá ein- stökumleik- manniíMeist- aradeildinni. ; Hann var liti um allan völl frá fyrstu míiiútu ■ ustu,' Breiðablik er með besta kvennalið landsins enda tvöfaldir meistarar. Sá sem á hvað mestan þátt í titlunum tveimur er knattspyrnuáhugamönnum algjörlega ókunnugur enda sagði enginn frá því að hann væri þjálfari liðsins. Þann 9. maí síðastliðinn gerði meistaraflokksráð Breiðabliks samning við Björn Kristinn Björnsson um að verða aðalþjálfari liðsins ásamt Úlfari Hinrikssyni. Tímasetning ráðningar Björns vekur verulega athygli enda aðeins átta dögum fyrir fyrsta leik í fslandsmóti. Það sem kannski vekur enn meiri athygli er að eng- inn hjá Breiðablik sá ástæðu til þess að greina frá ráðningu Björns og Úlfar hefur heldur ekki verið að deila sviðsljósinu með manninum sem er þjálfari liðsins til jafns við hann að því er for- maður meistaraflokksráðs félagsins segir. Ástæða ráðningar Bjöms er sam- kvæmt heimildum DV Sports sú að illa gekk hjá Breiðabliki á undirbún- ingstímabilinu og stjórn meistara- flokksráðs treysti ekki Úlfari Hin- rikssyni til þess að klára sumarið upp á eigin spýtur. Því var ákveðið að ráða Björn með honum. Sam- kvæmt heimildum blaðsins fór þessi ákvörðun meistaraflokksráðs ekki sérstaklega vel í Úlfar en hann sætti sig þó við hana. Heimildir blaðsins herma enn fremur að um tíma hafi komið til tals að reka Úlfar en ekkert varð af því. Mikil leynd Leyndin á bak við ráðningu Björns er með hreinum ólíkindum en svo leynt fór meistaraflokksráðið með ráðninguna að þeir tilkynntu ekki einu sinni um hana á heima- síðu félagsins, breidablik.is. Skal því „Leyndin á bak við ráðningu Björns er með hreinum ólíkind- um en svo ieynt fór meistarafíokksráðið með ráðninguna að þeir tilkynntu ekki einu sinni um hana á heimasíðu félagsins, breidablik.is." í raun engan undra að ekki hafi neins staðar komið fram að tveir þjálfarar eru við stjórnvölinn hjá lið- inu. Einokaði sviðsljósið Úlfar Hinriksson baðaði sig ísviðsljósinu í allt sumar án þess að minnast einu sinni á þátt félaga slns, Björns Björnssonar. Þessi mynd er táknræn fyrir ástandið - Úlfar erjolleraður“ en Björn stendur á kantinum, hógvær sem fyrr. Hver er sköllótti maðurinn? „Ég hef furðað mig mikið á því að enginn fjölmiðill hafi spurt sig að því hver sköllótti maðurinn sé sem hef- ur setið við hliðina á Úlfari í allt sumar. Það er einnig þjálfari liðsins," sagði Karl Brynj- ólfsson, formaður meistaraflokksráðs, við DV Sport í gær en hann ákvað loksins að greina ffá því í gær að hann hefði ráð- ið annan að- alþjálfara fyrir sumar- ið. „Úlfar Hinriks- son er ekki einn og hefur ekki verið það síðan 9. maí. Björn er ráð- inn sem þjálf- ari við hlið Úlf- ars og þeir eru jafnir. Þetta eru okkar Ásgeir og Logi," sagði Karl, en af hveiju til- kynnti hann aldrei um ráðn- ingu „Loga"? „Ég skal alveg viður- kenna að kannski stóðum við okkur ekki þar. Þetta var ljóst fyrir okkur all- an tímann að svona var staðan." Það er óhætt að segja að þessi tíð- indi hafi komið blaðamanni verulega á óvart enda ekki á hverjum degi sem þjálfara tekst að vinna tvöfalt á ís- landi án þess að nokkur viti afþvífyrirutan fámenna klíku Huldumaður Björn Kristinn Björnsson er sigursælasti þjálfari landsins en enginn veit af því. innan félagsins. Við settum okkur því í samband við Björn sjálfan og spurðum hann út í málið. Hvemig það væri að vera huldumaður í ís- lenska fótboltanum. Hógvær „Þetta er allt í lagi mín vegna. Ég er að vinna með góðum manni og er alveg sama þótt kastljósið sé ekki á mér," sagði Björn af einstakri hóg- værð en finnst honum ekkert fúlt að fá ekki hrós út á við fyrir sína vinnu? „Ég fæ fullt af hrósi. Allir í knatt- spyrnuheiminum vita að ég er þjálf- ari liðsins þótt almenningur viti það kannski ekki. Ég sef alveg yfir þessu. Ég sá enga ástæðu til þess að auglýsa sérstaldega að ég væri þjálfari liðs- ins. Kannski hefði átt að benda á þessa staðreynd en mér líður ágæt- lega þótt ég sé ekki að baða mig í sviðsljósinu," sagði Bjöm Kristinn Björnsson - huldumaðurinn í ís- lenska boltanum. henry@dv.is Alvarlegur dómaraskortur framundan í íslenskum handbolta Gamlar dómarakempur dregnar á flot „Það er ljóst að ekkert má út af bregða f vetur í dómaramálum handboltans. Það fækkar væntan- lega um eitt par, endurnýjunin er lít- il og líklega þurfum við að draga gamlar dómarakempur á flot til að brúa bilið," sagði Hákon B. Sigur- jónsson, formaður dómaranefndar HSÍ í viðtali við DV. Líklega verða 13 dómarapör að störfum í efstu deildum karla og kvenna og fækkar um eitt frá síðasta vetri. Eitt reyndasta og besta dóm- arapar landsins, Guðjón L. Sigurðs- son og Ólafur Haraldsson, hætti störfum í vor og verður skarð þeirra vandfyllt. Að sögn Hákons þreyta 30 til 60 manns dómaraprófin á hverju ári en það telst til tíðinda ef einhver þeirra skilar sér síðar meir til dómgæslu í úrvalsdeild. „Sérstaklega hef ég áhyggur af næsta ári vegna nýs dómurum sem skilar sér illa. keppnisfyrirkomulags ef ekki verður Ábyrgðin hvílir fyrst og fremst hjá meiri fjölgun í stéttinni. Við erum aðÚdarfélögunum," segir Hákon. með töluverðan efnivið af yngri Samkvæmt nýrri gjaldskrá HSÍ fær dómari 8.300 kr. fyrir hvem dæmdan leik í efstu deild karla og kvenna. í úrslitakeppninni í fyrravet- ur hækkaði upphæðin í 14.200 kr. Þar sem úrslitakeppni handboltans heyr- ir sögunni til má segja að dómarar verði fyrir verulegri kjararýrnum. Hákon segir miður hversu nei- kvætt andrúmsloft er í garð hand- boltadómara á íslandi og það hafi væntanlega sitt að segja. Á morgun er haustfundur dóm- ara þar sem farið verður yfir breyt- ingar á dómarareglum. Stærsta breytingin felur í sér að þegar dóm- arar flauta á brot þar sem sóknar- maður stígur á markteig, er dæmt útkast en ekki aukakast. Þá er ekki lengur nauðsynlegt að stöðva leikklukku í vítaköstum og valdsvið tímavarðar á ritaraborði mun aukast.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.