Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.2005, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 20. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV Hávær vika Hávaðasamir vinnu- veitendur þurfa að hysja upp um sig í næstu viku. Þá byrjar Evrópska vinnu- verndarvikan og verður kastljósinu beint að há- vaða á vinnustöðum. Eft- irlitsmenn Vinnueftirlits- ins ætla að heimsækja vinnustaði um allt land. Gera hávaðamælingar og vara starfsmenn við heilsuspillandi áhrifum hávaða. Einnig er leitað að fyrirtækjum sem hafa náð góðum árangri í að draga úr hávaða. Bezt í heimi Lesendur bresku blað- anna Guardian og Obser- ver kusu ísland vinsælasta ferðamannalandið í könn- un sem var birt um helg- ina. Þá komu lesendur einnig Icelandair til hjálp- ar, sögðu það fjórða besta flugfélagið á styttri leiðum. Skemmst er að minnast þess að félagið var kosið það óstundvísasta í Evr- ópu. Gunnar Már Sigur- finnsson framkvæmda- stjóri er stoltur vegna þessa. „Við skjótum mörg- um samkeppnisfélögum aftur fyrir okkur. Sum komast ekki á listann," segir Gunnar. Steingrímur í réttum Steingrímur J. Sigfús- son formaður Vinstri- Grænna var að sjálfsögðu mættur í réttir á laugar- daginn en þá var réttað í Gunnarsstaðarétt. Stein- grímur sem sjálfur er frá Gunnarsstöðum kom með sól og blíðu með sér, heimamönnum til mikillar ánægju, enda hafði verið mikil rigningartíð dagana á undan. Frúrnar á Gunn- arsstöðum buðu upp á réttarkaffi úti í blíðunni og var glatt á hjalla, jafnt hjá ungum sem öldnum. Landssímaþjófurinn Sveinbjörn Kristjánsson sem stal 260 milljónum frá Landssim- anum og var fyrir vikið dæmdur i fjögurra ára fangelsi er kominn í fjarnám i Við- skiptaháskólanum á Bifröst. Landssímaþjófup lærir bókhald Sveinbjöm Kristjánsson, fyrrverandi aðalféhirðir Landsímans, er kominn ífjarnám í Viðskiptaháskólanum á Bifröst og lærir þar bókhald. Sveinbjörn varð landsþekktur þegar hann stal 260 milljónum úr sjóðum Símans og var fyrir bragðið dæmdur í fjög- urra ára fangelsi. Sveinbjörn var í slagtogi með þeim Árna Þór Vigfússyni og Krist- jáni Ragnari Kristjánssyni sem oft hafa verið kenndir við Skjá einn, en þeir voru einnig dæmdir til fangavistar fyrir sinn hlut i málinu. Þó ekki fyrr en þeir höfðu, ólíkt Sveinbirni sem sætti sig við dóm Héraðsdóms Reykjavíkur, áfrýjað sínum dómum til Hæstaréttar. Sækist námið vel Samkvæmt áreiðanlegum heimildum DV sækist Sveinbirni námið vel enda vanur bókhaldari eins og hann sýndi best þegar honum tókst að fela slóð af- brota sinna í bókhaldi Sím- ans með ævintýralegum hætti sem þrautþjálfaðir endurskoðendur ekki við. or á Bifröst, vill ekki staðfesta að Sveinbjörn sé kominn í hóp nem- enda skólans. „Við gefum ekki upplýsingar um einstaka nemend- ur hér. Það er stefna skólans," seg- ir Runólfur. Við hlið Hákonar Eydal Á Litla-Hrauni eru þeir vistaðir sem fremja alvarlegustu brotin á íslandi. Á ganginum með Svein- birni eru dæmdir ofbeldismenn, morðingjar og fíkniefnasalar, með- al annarra Þórður Jóhann Eyþórs- son sem hefur tvisvar verið dæmd- ur fyrir morð, Rúnar ' Bjarki Ríkharðsson 1 sem afplánar 18 ára aði í fyrrasumar að hafa orðið Sri Rahmawati, fyrrum sambýliskonu sinni, að bana að heimili sínu í Stórholtinu í Reykjavík. Fyrirgefið mér „Fyrirgefið mér. Það er það eina sem ég get sagt og hefur lengi lang- að til að segja. Orðum mínum beini ég til þeirra sem ég hef valdið skaða, hryggð eða sorg," sagði Sveinbjörn í viðtali við DV þegar upp um hann komst og við honum blasti ekkert annað en fangavist. Nú undirbýr hann sig fyrir nýtt líf sem hefst þegar hann hann lýkur afplánun sinni á Litla Hrauni. Samkvæmt áreiðanleg- um heimildum DVsæk- ist Sveinbirni námið vel enda vanur bókhaldari eins og hann sýndi best þegar honum tókst að fela slóð afbrota sinna í bókhaldi Símans með ævintýralegum hætti sem þrautþjálfaðir endurskoðendur sáu ekki við. Vill ekkert segja Runólfur Ágústsson, rekt- Starfsfólk í Mjódd ósátt við gagnrýni Trúum því að nýtt kerfi sé til bóta Ragnar Þorsteinsson, fram- kvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar Árbæjar og Breiðholts, er sár yflr þeirri umfjöllun sem þjónustumið- stöðin hefur fengið. „Það er sárt fyrir starfsfólkið að fá svona umfjöllun," segir Ragnar og segir félagsráðgjafa og þjónustufull- trúa hafa orðið bilt við blaðaumfjöll- un DV um þjónustumiðstöðina. Nokkrar konur sem þurftu á þjón- ustu á þjónustumiðstöðinni í Mjódd að halda voru ósáttar við afgreiðslu mála þar og sögðu sögu sína í DV fyrir skömmu. Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi kom miðstöðvunum einnig til varnar í síðustu viku. Sagði fleiri raddir jákvæðar en neikvæðar. „Við erum alltaf með þjónustumælingar í gangi þar sem fólk getur komið með ábendingar til okkar," sagði Dagur og benti á skoðanakannanir sem sýna 89% stuðning við miðstöðv- ar í hverfum. „Við getum ekki rætt um mál ein- staka skjólstæðinga og getum því ekki sagt neitt um mál þess- ara kvenna," segir Ragnar. |i, Þjónustumiðstöðin í Mjódd verður formlega ™ opnuð þann 1. október fj en opnunin verður liður í hausthátíð Breiðholts. „í kjölfar stjórnsýslubreyting- anna urðu óhjákvæmilega breytingar á starfsólki sem var að koma annars- staðar að úr kerf- i Ragnar en bætir við að eftir að breyt- ingarnar gengu í gegn hafi lítil hreyf- ing orðið á starfsfólki. Ragnar er þess fullviss að með tilkomu þjónustu- miðstöðva batni þjón- -.2% usta við borgarbúa. - hug- I run@dv.is „Viö vorum að forsýna Woyzeck á sunnudaginn. Núþarfað halda áfram að rheitla sýninguna saman. Við byrjum að sýna úti íLondon tólfta október,"segir Harpa Arnardóttir leikkona. „Það er stórkostiegt að vinna með Vesturporti. Miklir listamenn. Þegar við komum síðan aft- ur heim leikstýri ég Nemendaleikhúsinu í Þremur systrum. Svo reyni ég að komast út ínátt- úruna þegar ég get. Fer oft út í Gróttu og geng meðfram sjónum. Það var mikill kraftur í honum á sunnudaginn. Fullt tungl og öldurnar íbanastuði." tnu, segir Dagur B. Eggerts- son Segir fleiri radd- ir jákvæðar en nei- kvæðar um þjón- ustumiðstöðvar. Ragnar Þorsteins- son Sáryfirumfjöll- un um þjónustumið- stöðina I Mjódd.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.