Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2005, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005
Fréttir DV
Ólína klagar
Finnboga
Ólína Þorvarðardóttir
hefur farið fram á að út-
varpsráð fjalli um
fréttaflutning Finn-
boga Hermannsson-
ar, forstöðumanns
Svæðisútvarps Vest-
í'jarða, um málefni
Menntaskólans á ísa-
firði. í bréfi til út-
varpsráðs segir Ólína
að Finnbogi hafi ítrekað
farið út yfir mörk hlutleysis
og óhlutdrægni í málflutn-
ingi sínum sem oftar en
ekki hafi verið beint gegn
skólameistara Menntaskól-
ans á ísafirði. Finnbogi seg-
ist hafa leitað eftir sjónar-
miðum Ólínu á meðan hún
vildi tala við hann og vísar
ásökunum hennar á bug.
Saurgerlar
yfirviðmiðun-
armörkum
Heilbrigðiseftirlit Hafn-
arfjarðar og Kópavogssvæð-
is hefur gefið út nýjar tölur
um saurmengun í lækjum
og vötnum á sínu svæði.
Mengun var mæld í júní og
þá var hún langt yfir mörk-
um. í mælingum núna
kemur í ljós að ástandið
hefur lítið lagast en núna
mældust 160 þúsund saur-
kólígerlar og 2000 saur-
kokkar í 100 ml vatns sem
telst óviðunandi. Gústaf
Jónsson, forstöðumaður
þjónustumiðstöðvar Garða-
bæjar, segir mjög erfitt að
ráða við þetta og segir
ástand verra núna þar sem
minna vatn sé í lækjum en
venjulega.
Uppselt á
Antony
Miðar á tónleika Antony
and the Johnsons seldust
upp á sjö mínútum í gær.
Tónleikarnir fara fram í
Fríkirkjunni
10. desember
en þetta er í
annað sinn
sem Antony
og hljómsveit
heimsækja ís-
land. Það er
því ljóst að hróður Antonys
hefur vaxið ört hér á landi
sem annars staðar því ekki
var sami hraði á miðasöl-
unni þá eins og nú. Síðari
helmingur tónleikaferða-
lags Antonys um heiminn
er að hefjast um þessar
mundir en það var ósk
Antonys að ljúka tónleika-
ferðalaginu hér á landi.
Jóhanna Vilhjálmsdóttir lifir á 10 þúsund krónum á mánuði. Maður sem ekki vill
láta nafns síns getið tók frétt um málið nærri sér og ákvað að gefa Jóhönnu 15 þús-
und krónur í gjöf. Með gjöfinni hefur maðurinn meira en tvöfaldað þá upphæð sem
Jóhanna hefur til ráðstöfunar mánaðarlega.
Fær peninganjöf irá
Jóhanna VII-
I hjálmsdóttir Tek-
j urvið 15 þúsund
ikrónum úrhendi
I mannsins.
Jóhanna er óvinnufær vegna þunglyndis og er á framfæri félags-
þjónustunnar. Hún þarf að sjá sér og tveggja ára syni sínum far-
borða á tíu þúsund krónum á mánuði. Jóhanna segir peninga-
gjöf mannsins bjarga mánuðinum fyrir sér og vill koma þakklæti
á framfæri til hans. Peninginn ætlar hún að nota í mat og
strætókort.
Maðurinn sem gaf peninginn
þekkir Jóhönnu ekki en vill hjálpa
þeim sem minna mega sín og finnur
sérstaklega til með börnunum. „Ég
sé ekki eftir peningunum sem fóru í
gjöfina en ég vann þennan pening í
happdrætti," segir maðurinn sem
segist vera með meðallaun. Hann
segir að mikið sé um fátækt á íslandi
og að bilið á mili ríkra og fátækra hér
sé alltaf að breikka.
Peningurinn bjargar mánuð-
inum
„Ég er orðlaus," sagði Jóhanna
þegar blaðamaður hafði samband
við hana og sagði henni frá gjöfinni.
„Ég þakka manninum kærlega fyrir
gjöfina og þetta bjargar mánuðin-
um fyrir mér," segir Jóhanna. Hún
segist aldrei áður hafa fengið pen-
ingagjöf frá ókunnugum. „Ég hef
bara fengið inneignarnótu hjá
Mæðrastyrksnefnd sem ég verslaði
fyrir í Bónus fyrir jól," segir Jó-
hanna. Hún segir að peningurinn
sem maðurinn gaf henni fari í mat.
„Það bjargar málunum að Jón Þór
sonur minn fær að borða á leikskól-
anum en í gær þurfti ég að fá lánað
„Gjöfin færmig til að
trúa á hið góða í
manninum."
vísakort hjá mömmu til að kaupa
það allra nauðsynlegasta í Bónus,"
segir Jóhanna.
Jóhanna var
orðin auralaus og
átti engan pening
til að lifa á út mán-
uðinn og því kom
peningurinn sér
vel. „Ég hef ekki
ennþá fengið niðurgreiðslu á
leikskólagjöldunum og það er
ekki til að bæta fjárhaginn," segir
Jóhanna.
Á lyfjum vegna þunglyndis
Jóhanna á tíma hjá félagsráð-
gjafa á geðdeild Landspítaians á
morgun. Þar verður gerð áætlun
sem miðar að bata Jóhönnu þannig
að hún komist aftur út á vinnu-
markaðinn. „Svefninn hjá mér hef-
ur verið í algjöru rugli og ég hef ým-
ist sofið út í eitt eða ekki neitt," seg-
ir Jóhanna, sem tekur bæði lyf við
þunglyndi og svefnleysi. Jóhanna
segir
^Wuta
svefnleys-
isins vera
vegna
áhyggna
af pen-
ingamál-
um sem eru verulegar. „Ég
skulda nokkrar milljónir og af því að
ég hef nánast ekkert til að lifa af get
ég ekki heldur greitt niður skuldirn-
ar," segir hún.
hugrun@dv.is
Peningagjöfinni
verður varið i mat-
arkaup í Bónus.
Sandrækja í Seðlabankanum
Öll veröldin er leiksvið, er Svart-
höfði fullviss um. Hann sannfærðist
jafnvel enn ffekar þegar Héraðs-
dómur Reykjavíkur vísaði hinu
margumtalaða Baugsmáli frá dómi í
gær. Þar með hélt fléttan áfram sem
Davíð Oddsson batt fyrsta hnútinn
á. Nú er hann fjarri góðu gamni,
leikstjórinn genginn af sviðinu, rétt
áður en tjaldið fellur.
Baugsmálið féll þó tiltölulega í
skuggann af forsíðufrétt Morgun-
blaðsins í gær. Sandrækja hefur
samkvæmt blaði allra landsmanna
fundist í fyrsta skipti við strendur
landsins. Kannski fréttin sé engin
i
Svarthöfði
tilviljun. Svarthöfða fannst jafn ólík-
legt að Davíð myndi ákveða að naga
blýanta í Seðlabankanum og að
sandrækjan gerðist landnemi við
eyðilagðar strendur landsins.
Og leikritið heldur áfram. í
Fréttablaðinu var því slegið upp að
konur meinuðu Kristni að kjósa.
Svarthöfði hefur alltaf dáðst að
Kristni Gunnarssyni. Hann er víst
nýgenginn í Landssamband fram-
sóknarkvenna en konurnar samein-
uðust gegn honum, funduðu og
Hvernig hefur þú það?
Maðursegist hafa það ágætt en hvað liggur á bak við þau orð veit ég varla sjálf,“seg-
ir Krístín ísfeld, kennari og dóttir Reginu Rist en mál Regínu hefur verið til umfjöllunar í
DV að undanförnu.„Mál móður minnar liggur þungt á mér en annars hefég það Ijóm-
andi gott. Ég er á fullu í kennslu sem er mjög gaman en það er mikið um fundahöld
tengd kennslunni sem eru kannski ekki alveg eins gefandi og kennslan."
ákváðu að hann hefði ekki kosn-
ingarétt á þinginu.
Það á ekki af Kristni að ganga.
Innar í blaðinu er ffétt um að hann
hafi verið nær dauða en lífi keyrandi
um Óshlíðina - þar sem grjóthrun
gæti valdið tsunami sem myndi valda
dauða og eyðileggingu á Vestfjörðun-
um.
Framsóknarkonur sáu ekki aumur
á Kristni sem uppfýllir píslarvættis-
hlutverk sitt fýllilega.
í öllum þessum hamagangi þegir
leikstjórinn þunnu hljóði. Davíð, sem
hafði vit á að forða sér áður en Baugs-
málið spryngi út eins og fullþroskuð
rós, klárar nú síðustu dagana sem ut-
anríkisráðherra áður en strangar
golfæfingar á púttvelli Seðlabankans
byrja. Hann sækir kannski aðferðir
sínar til óhefðbundinna listamanna.
Þetta virðist nefnilega allt hálftilvilj-
unarkenndur spuni.
Svarthöföi