Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2005, Síða 14
74 MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005
Fréttir DV
OR kaupir
vatnsveitu
Orkuveita Reykjavíkur
hefur keypt vatnsveitu
Grundarfjarðar og mun
leggja hitaveitu í bænum á
næsta ári. Orkuveitan mun
taka við rekstri vatnsveit-
unnar um næstu áramót.
Áætlað er að húshitunar-
kosmaður í Grundarfirði
lækki um 40-50% en þar er
hitað með rafmagni. Fjár-
festing Orkuveitunnar við
byggingu hitaveitunnar í
Grundarfirði verður um 450
milljónir króna. Gert er ráð
fyrir að verð á heitu vatni
verði það sama og í Reykja-
vík og mun framkvæmdum
ljúka á næsta ári.
Leikskólakenn-
ararósáttir
Stjóm félags leikskóla-
kennara harmar ummæli
Steinunnar Valdísar borgar-
stjóra í fréttum þann 19. sl.
þar sem hún lýsti því yfir að
aðallega vanti ófaglært fólk á
leikskóla borgarinnar.
Þannig ýti borgarstjóri undir
þá mistúfkun að ófaglært
starfsfólk og kjör þess skipti
sköpum fyrir starfsemi leik-
skóla og viija leikskólakenn-
arar því mótmæla og telja
einu viðunandi lausn mann-
ekluvandans vera að efla
námsframboð og bæta kjör
kennara og skólastjóra sem
em burðarás í öllu skipulagi
og fagstarfi leikskólanna.
Kötturinn
varði bæinn
Köttur einn lenti í rimmu
við tófu við bæinn Lyngholt
í Dýrafirði fyrir skemmstu.
„Kötturinn var þama að
veija svæðið sitt greinilega
og var þaninn sem glasa-
bursti og mikið skelkaður en
hafði náð að króa tófuna af
þar sem ég kem að kvikind-
inu urrandi," segir
Sæmundur Þorvaldsson
bóndi. „Ég snaraði mér inn
og náði í haglabyssuna og
aflífaði dýrið þar sem ég sá
ekki fram á góða sambúð
dýranna beggja í nánustu
ffamtíð." Sæmundur sagði
töluvert hafa verið um tófu í
firðinum fýrr í sumar, en lít-
ið undanfarið enda ungarmr
flognir úr hreiðrum sínum.
Miðasala haf-
in á Airwaves
Miðasala er hafin á
hina árlegu tónlistar- O. ; * •
hátíð IcelandAirwaves ****'
en hátíðin fer fram hér D tfl
á landi 19. til 23. októ-
ber næstkomandi. Að-
eins þijú þúsund miðar
verða seldir hér innanlands
og miðað við reynslu síðustu
ára má búast við að þeir
seljist fljótt upp. Hátíðin er
einhver mesta þungamiðja
íslensks tónlistarlífs og er
dagskráin að vanda þétt-
skipuð okkar frambærileg-
asta tónlistarfólki auk fjölda
rísandi stjama sem koma er-
lendis frá.
Sveinbjörn Kristjánsson, fyrrum aöalféhirðir Landssímans, vill heQa nám viö
Viðskiptaháskólann á Bifröst þar sem hann lærir meðal annars hagnýta hag-
fræði og viðskiptasiðfræði. Runólfur Ágústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Btf-
röst, vill að fangar fái jafnan rétt til náms. Hann hefur sent Birni Bjarnasyni bréf
vegna málsins.
„Bókhald er ekki á meðal þeirra kennslu-
greina sem Sveinbjörn myndi leqqja stund _
á, enda gert ráð fyrir að nemendur á 3. ári í
viðskiptafræði hafi tileinkað sér slíkar
grunngreinar fyrr í sínu námi."
fiektorbelr
Björn Bjarnason
dómsmálaráðherra
Runólfur vill auka rétt-
indi fanga tilnáms.
//-\ / / j£\.
/
Runólfur Agústsson, rektor Viðskiptaháskólans á Bifröst, hefur sent
Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra bréf og beðið hann að beita sér
fyrir því að Sveinbirni Kristjánssyni, fyrrum aðalféhirði Landssímans,
verði tryggð aðstaða til háskólanáms. Hann segir Viðskiptaháskólann
á Bifröst hafa samfélagslegum skyldum að gegna þar sem allir eigi að
hafa jafnan rétt til nám.
„Fangar em þar ekki undanskfldir,
enda er það trú mín að bæði sé eðlilegt
og sjálfsagt að skólakerfið, þar með taldir
háskólar, sinni þörfum fanga tfl náms. Ég
tel rétt að fangar geti notað þann tíma
sem fangavist skapar til menntunar og
með slíku stuðlað að auknum þroska
sínum í þeirri viðleimi að gera sig að
betri mönnum. í þeim skflningi ætti hið
gamla íslenska orð, betrunarhús, að
gilda um þær stofhanir sem sinna refsi-
vist fyrir samfélagið," segir Rúnólfur
Ágústsson rektor Viðskiptaháskólans.
Lærir um viðskiptasiðferði
DV greindi frá því í gær að Sveinbjörn
Kristjánsson, sem dæmdur var í fjögurra
ára fangelsi fyrir að stela 260 milljónum
af Landssímanum meðan hann starfaði
þar sem aðalféhirðir, hygðist hefja nám í
bókhaldi við Viðskiptaháskólann í Bif-
röst. Þetta segir Runólfur ekki alveg rétt.
Sveinbjöm sé útskrifaður iðnrekstrar-
fræðingur frá THÍ og vanti aðeins 30 ein-
ingar til að geta lokið námi í viðskipta-
fræði. Hann muni því leggja stund á fjöl-
breyttar greinar; allt frá aðferðafræði við-
skipta og hagnýtrar hagfræði tfl sam-
tímamenningar og viðskiptasiðfræði.
„Auk þess myndi hann samhliða
skrifa BS-ritgerð undir leiðsögn umsjón-
arkennara. Bókhald er ekki á meðal
þeirra kennslugreina sem Sveinbjöm
myndi leggja stund á, enda gert ráð fyrir
að nemendur á 3. ári í viðskiptafræði hafi
tileinkað sér slflcar grunngreinar
fyrr í sínu námi," segir Runólfur.
Sendir Birni bréf
Runólfur heimsótti Svein-
bjöm þann 26. ágúst tfl að
kanna aðstæður hans til há-
skólanáms. Hann segist
hafa rætt við Kristján Stefánsson, fang-
elsisstjóra, og gert honum grein fyrir því
að í svo krefjandi háskólanámi þyrfti
Sveinbjöm að lágmarki netaðgang
30 klukkustundir í viku. „Ljóst
að öryggismál varðandi netnotk-
un fanga em viðkvæmt atriði en
háskólinn hefur bent fangelsis-
yfirvöldum á að þau megileysa
með einföldum hætti," segir
Runólfur.
Runólfur bætir við að
ljósi viðræðna við fangelsis-
yfirvöld og fréttar DV um
málið hafi hann sent Bimi
Bjamasyni dómsmálaráð-
herra bréf og beðið hann að
beita sér í málefnum Svein-
bjöms til að tryggja honum og
öðmm föngum aðstöðu tfl
háskólanáms.
Runólfur segir:
„Viðskiptaháskólinn er
W. tflbúinn tfl samstarfs
við fangelsisyfirvöld í
þeim efnum."
Runóifur Ágústsson rektor
Viðskiptaháskólans á Bif-
röst Hefur sent Birni Bjarnasyni
bréf vegna Sveinbjörns.
Sveinbjörn Kristjánsson
fangi Vill hefja nám við Við
skiptaháskóiann á Bifröst.
Áfram hrynur grjót úr Óshlíðinni. Nýleg skýrsla bendir á átta
valkosti til lausnar vandanum.
Óshlíðin ekki á dagskrá
Bergþór Ólason, aðstoðarmaður
samgönguráðherra, segir að engar
hugmyndir um lausnir séu á borði
ráðuneytisins á því óffemdarástandi
sem ríkir á veginum um Óshlíð mflli
Bolungarvíkur og Hnífsdals. Eins og
fram hefur komið
í fréttum DV
þora Bolvík-
inar ekki að
fara veginn
nema í brýn-
ustu nauðsyn
vegna mikfls
grjóthmns en
vegurinn er
þeirra eina
samgönguleið. „Þetta mál
er hjá Vegagerðinni en ekki
inni í ráðuneyti," segir
Borgþór.
Hjá Vegagerðinni er
hins vegar til skýrsla frá ár-
inu 2002 þar sem taldar em
fram átta lausnir á vandan-
um og er hverri lausn gefin
einkunn með tilliti til
öryggis og kostnaðar. Því
eigi ráðuneytinu að vera
ljóst hver staðan er og til
hvaða lausna sé best að grípa.
Lausnirnar em aftur á móti mjög
kostnaðarsamar en ættu að vera
framkvæmanlegar í ljósi almanna-
hagsmuna og nýtilkomins auka fjár-
magns tfl vegagerðar.
„Framtíðarlausnirnar liggja fyrir
en það hefur einungis verið unnið í
bráðabirgðarlausnum síðustu ár. í
núgfldandi vegaáætlun er ekki gert
ráð fyrir neinum fjármunum í fram-
tíðarlausn á þessu máli en þar sem
kröfur em nú mjög háværar og í ljósi
aukins ijármagns í vegagerð er
aldrei að vita hvað gerist," segir
Magnús Valur Jóhannsson, svæðis-
stjóri hjá Vegagerðinni.
svavar@dv.is
Hálka á
Hellisheiði
„Það er autt núna en það má
fara að búast við því núna þegar
tekur að hausta að það komi
svona morgunskot," segir Jón
Gunnar Þórhallsson varðstjóri
hjá lögreglunni á Selfossi. Tveir
bflar fóm útaf á Hellisheiðinni í
gærmorgun en þar hafði snjóað í
fyrrinótt og var því töluverð
hálka á veginum. í hvomgum
útafakstrinum urðu þó slys á
fófki. Jón Gunnar biður fólk að
sýna aðgát og kynna sér færð á
vegum áður en það leggur af
stað.