Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2005, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2005, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR21. SEPTEMBER 2005 Útivist & ferðalög DV í DV á miðvikudögum Rúgbrauð í Rússla Sagt er að engin ferð til Rússlands sé fullkomin nema komið sé við í Sankti Pétursborg og bragðað á rétt- um borgarinnar. Sankti Pétursborg er sál menningarinnar í Rússlandi og er þekkt fyrir veitingastaði sína sem eru með úrvai alþjóðlegra rétta svo og hefðbundinna rússneskra rétta. „Það er engin máitíð án brauðs," segir rússneskt máltæki og þeir bjóða upp á endalausar teg- undir brauðs. Þess má geta að engin önnur þjóð borðar eins mikið af rúg- brauði og Rússar. Útivist á næstunni Ferðir framundan 23.-25.september Jökulheimar - Breiðbakur Brottför kl. 19.00. Brottfararstaður ákveðinn síðar. Á föstudagskvöldið verður ekið í Hrauneyjar þar sem tekið verður elds- neyti og þaðan er haldið í Jökulheima. Á laugardeginum verður fundið vað á Tungnaá og haldið fram Breið- bak, ekið um Blautulón og Skælinga, gengið í Eldgjá og gist í Hólaskógi. Á sunnudegi verður Syðri-Fjaliabaksleið ekin með viðkomu í Strút, skála Útivistar, þaðan yfir Markarfljót og til byggða. Þátttaka háð samþykki far- arstjóra. Fararstjóri Skúii Haukur Skúlason. Verð 4200/4900 kr. á mann. 7.-9. október Haustlitaferð Ferðafélagið stendur fyrir haustlitaferð í Þórsmörk helgina 7.-9. októ- ber. Ferðin er tilvalin fyrir alla fjölskylduna. Fátt er fegurra en íslensk nátt- úra í haustlitum Farið verður á föstudegi og komið til baka á sunnudegi um kl. 18.00 Boðið er upp á leiðsögn og fróðleik um flóru Þórsmerkur. Teknir eru græðlingar, sáð, plantað og fleira. Verð í ferðina er krónur 12.000/14.000 með gistingu, fargjaldi, og fararstjóm. Börn og unglingar yngri en 16 ára greiða hálft gjald. 11.-13. nóvember Föndurferð f Þórsmörk Ferðafélagið stendur fyrir fönd- urferð í Þórsmörk helgina 11.-13. nóv- ember. Ferðin er til- valin fyrir alla fjöl- skylduna til að fara og útbúa eigið jóla- skraut. Farið verður á föstudegi 11. nóv- ember kl. 14.00 og komið til baka á sunnudegi um kl. 18.00. Boðið er upp á leiðsögn í föndri og meðal annars málað og límt, skorið út, teiknað og mafgt fleira. Þátttakendur hjálpast saman við að safna efni til föndurgerðar í Þórsmörk eftir því sem hægt og leyfllegt er. Verð í ferðina er krónur 12.000/14.000 með gistingu, fargjaldi, leiðsögn í föndri og fararstjórn. Börn og unglingar yngri en 16 ára greiða hálft gjald. „Mér stóð til boða árið 1994 að fara í hálfs mánaðar gönguferð til Austurríkis og Sviss og það var alveg frábært. Þegar ég kynntist göngun- um þá byrjaði nýtt líf hjá mér og ég hef farið í göngur síðan,“ segir Mar- grét en hún hefur tekið þátt í 17 gönguferðum síðan. Nauðsynlegt að vera í formi Margrét hefur farið til ýmissa landa og segir að áhersla sé lögð á að fara á nýja staði. Hún hefur gengið frá Spáni yfir Pýreneafjöllin til Frakklands og aftur til Spánar en ferðirnar em miserfiðar. Sú erfiðasta að sögn Margrétar var þegar gengið var yfir þýsku Alpana og yfir Austur- ríki og endað á Ítalíu. Fjöllin þar vom hæst um 3000 metrar. Margrét segir nauðsynlegt að vera í góðu formi og þegar fólk spyr hana hversu góðu formi það þurfi að vera í svarar hún því til að ef fólk getur gengið upp á Esjuna nokkra daga í röð þá sé það tilbúið. Hún segir að ekki sé nóg að hafa farið einu sinni upp á Esjuna því þessar ferðir ganga út á að ganga og fólk þarf að geta gengið miklar vegalengdir dag eftir dag. Stundum er gengið í allt að tólf tíma á dag. Margrét segir að eftir því sem fólk er í betra formi því betri verði upp- lifunin. Með nesti og nýja skó „Ferðimar eru yfirleitt vikulang- ar og svo er algengt að fólk fram- lengi um viku og slappi af í sólinni eða fari að skoða bæi og borgir," segir Margrét. Margrét segir fólk kynnast vel í svona ferðum því það þegar heim er komið er algengt að eyðir miklum tíma saman. Seinni fólk hittist og haldi myndakvöld og vikan sé því alltaf.skemmtileg og slíkt. Síðustu ár hefur Margrét farið Margrét Árnadóttir Léttklædd / ijúfu veðri. iSfiil er mikil áhugamanneskja um ferðalög og göngur. Hún hefur farið í 17 gönguferðir um allan heim síðustu ellefu árin og fór nú síðast í sumar í ferð um slóv- ensku Alpana. Hún segir DV upp og ofan af ferðum sínum. Náttúruperlur í óbyggðum og haustlitum Helgina 23.-25. september efnir Hópferðamiðstöðin-Vestfjarðaleiðtil helgarferðar I samvinnu við Ferðafé- lag (slands.Farið verður í Núpsstaðar- skóga og á Höfðabrekkuafrétt I Mýr- dal. Á laugardeginum verður farið um Núpsstaðarskóga og nágrenni sem eru með fegurstu stöðum á landinu og haustlitirnar auka á þá fegurð. Ekið er inn með Lómagnúp að austan og inn undir brekkur Eystrafjalls. Þar er falleg gönguleið um skógana, hjá Staðarhóli og hrikalegum giljum inn að Kálfsklifi. Upp það er farið á járn- keðju og blasir þá við Núpshylur,en í hann falla tveir fossar, Núpsárfoss og Hvítárfoss. Núpsstaðarskógar urðu á sfnum tíma frægir fyrir Ijónstyggt villi- fé. Höfðabrekkuafréttur er minna þekkt náttúruperla undir Mýrdalsjökli. Þang- að verður farið fyrrihluta sunnudags og ekið inn í Þakgil sem nú er orðið aðgengilegt ferðafólki. Á þessu svæði eru einnig stórbrotin hamragil og minnir landslagið um margt á ÞórsmörkVerð aðeins 9.500 kr.á mann með rútu allan tímann, gistingu í tvær nætur f svefnpoka- plássi á Hótel LundaVík leið- sögn og grill- veislu. Brottför föstudagskvöld 23. septem- berfrá Ferðafélagshúsinu Mörkinni 6. kl. 20.00. Fararstjóri: Kristján M. Baldursson. | Lomagnupur Dæmium fallega náttúru svæðisins. 12 STAÐREYNDIR 1. íbúar Havaf stunduðu brimbretti áður en Kólumbus sigldi til Ameríku. 2. Flestar Rolls Royce bifreiðir er að finna f Hong Kong, miðað við höfðatölu. 3. Líkurnar á hvftum jólum f NewYork eru einn á móti fjórum. 4. Yfir98% Japana eru brennd eftir and- látið. 5. Hefð er fyrir því (Kína að brúðurin klæðist rauðu. 6. Grænland er stærsta eyja heims. 7. Flórfdarfki er stærra en England. 8. Krakkar alveg niður f fimmtán ára eiga á hættu að lenda f fang- elsi ef þeir svindla á loka- prófi (Bangla- desh. 9. Það er ekkert eitt orð yfir„já" eða„nei" f japönsku. 10. Bandarfkja- menn borða samanlagt 18 ekrur af pítsum á dag. 11. Grfski þjóðsöngurinn er 158 erindi. 12. Finna má fleiri plast-flamingóa í Bandaríkjunum en lifandi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.