Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2005, Síða 23
DV Útivist & ferðalög
MIÐVIKUDACUR 21. SEPTEMBER 2005 23
Litlaströnd er vinsæl nektarströnd
Á listanum yfir tíu bestu nektarstrendur
heims er „Little Beach" eða Litlaströnd eins og
mætti kalla hana. Hún er staðsett á Maui á Havaí
og er þekkt sem „óopinber strönd þar sem val er
um klæðnað".
Þó svo að bannað sé með lögum að sóla sig
nakinn á Havaí hefur þeim lögum ekki verið
framfylgt síðustu ár. Því hefur Litlaströnd orðið
smátt og smátt vinsæll staður fyrir ferðamenn og
listamenn eins og dr. Leisure sem hefur málað
myndir af nektarströndum síðastliðin tíu ár. Nóg
er að gera á Litluströnd eins og sund, brimbretti
og hvalaskoðun.
Litlaströnd Vinsæl
nektarströnd á Maui.
V00D00 í NEW ORLEANS
Lengi hafa leyndardómar og voodoo loðað við New Or-
leans og borgin er einnig heimili eins óhugnanlegasta
staðar heims,St. Louis kirkjugarðsins númer l,en þar
liggur hvelfing voodoo-drottningarinnar Marie Laveau.
Laveau sem var hávaxinn og fagur kynblendingur og
fædd á Haítí varð fræg um 1830 þegar hún sá fyrir sér
með spádómum fyrir heldri konur borgarinnar.Stuttu
síðar komu voodoo-hæfileikar hennar í Ijós og sagt
var að hún gæti komið óvinum fólks fyrir kattarnef
með því að nota voodoo. Dauði hennar 1881 var
hjúpaður leyndardómum og gestir hvelfingarinnar
hafa gjarnan tilkynnt um dansandi, nakta drauga.
Ólína, Brynhildur, Magga meiri-
háttar, Solla, Bogga og Guðbjörg
Hluti Slóveníuhópsins.
Herminjar (Slóvenfu
Hægt var að taka með
sérmuniheim.
á vegum IT ferða og alltaf stækkar
hópurinn. „Fólk byrjar á einni
gönguferð og vill svo fara aftur og
aftur," segir Margrét en hún er líka
með hóp á sínum snærum og hún
ákveður ákvörðunarstaði fyrir þann
hóp og segir fólk afar fegið að þurfa
ekki að standa í undirbúningnum
sjálft. Fólkið sem tekur þátt í svona
gönguferðum segir Margrét vera
skemmtilegt fólk sem hefur áhuga á
göngum og því að kynnast nýjum
stöðum og þjóðum.
Fallegar andstæður
gröðurs og fjalla
Og mitt á milli skáli
ngistvari eina nótt.
Brasilía var í þrjár aldir undir
stjórn Portúgala en hlaut sjálf-
stæði árið 1822. Brasilía er
langstærsta land Suður-Amer-
íku og einnig fjölmennasta. f
dag er Brasilía leiðandi fjár-
málaafl í álfunni en ójöfn skipt-
ing auðs í landinu er mikið
vandamál.
1. Nafn: Republica Federativa
do Brasil.
2. Höfuðborg: Brasilía.
3. Aörar helstu borgir: Sao
Paulo, Rio de Janeiro, Belo
Horizonte, Salvador.
4. Staðsetning: Liggur að Atl-
antshafi austarlega í Suður-Am-
eríku.
5. Sjálfstæði frá Portúgal: 7.
september 1822.
Kynnist sjálfum sér
í ferðum sem þessum er sofið í
nýjum skála á hverri nóttu og Mar-
grét segir það afar Ijúft að koma í
skálann í lok dags. í skálunum er
svefnpláss með lökum og koddum.
Þó svo að í sumum skálum sé hægt
að fá lakpoka þá bera flestir slíka
poka með sér en það eru örþunnir
svefnpokar sem fólk skríður í. Mar-
grét segir lítið að bera á göngunum
og mestmegnis sé það bara nesti yfir
daginn og lakpoki. Hún segir það
magnað hversu vel fólk kynnist
sjálfu sér í þessum ferðum og ekki
síður hvað það kemst af með lítið í
lífinu. „Við erum bara með það sem
er í pokanum, maður þarf varla
neitt!" segir Margrét og þeir sem
ætla að framlengja ferðina um viku
þurfa ekki að hafa áhyggjur því
ferðataskan er sett í vörslu þar til
fólk þarf á henni að halda.
Slóvensku Alparnir
„Við fórum til Slóveníu í lok júní
og vorum 45 manns saman með er-
lenda farastjóra sem þekkja allt inn
og út," segir Margrét og ítrekar
hversu frábær fararstjórnin hafi ver-
ið. Gengið var í slóvensku Ölpunum
og þar segist Margrét hafa séð falleg-
asta og fjölbreyttasta gróður sem
hún hafi á ævinni séð. í Ölpunum
var hörkuganga á hverjum degi og
svo var nestið tekið upp um miðjan
daginn og svo haldið áfram. „Það er
mikið hlegið í þessum ferðum, það
var mjög skemmtilegt og stöðugar
uppákomur," segir Margrét.
Hún segir markmiðið vera að
kynnast landi og þjóð og að vera í
náttúrunni þar sem er engin um-
ferð, bara friður og ró. Margrét segir
að mikil hugleiðsla felist í því og fólk
kynnist sjálfu sér betur.
í ferðinni til Slóveníu framlengdi
ljöldi fólks ferðina um viku og eyddi
Sao Paulo, borg sælkera og listunnenda
Borgin Sao Paulo í Brasilíu er
stærsta borg landsins og þriðja
stærsta borg heimsins með sautján
mjlljónir íbúa.
Sao Paulo er í samkeppni við
borgina Rio de Janeiro sem er þekkt
fyrir náttúrufegurð en aðdráttarafl
Sao Paulo liggur ekki síst í fólkinu
og menningunni og má þar finna
þjóðarbrot eins og Japana, ítali og
araba.
Borgin er iðandi af Iífi og þar má
finna einstaka matarmenningu
sem blandast hefur ítölskum, kín-
verskum og arabískum áhrifum svo
eitthvað sé nefnt. Sao Paulo er fræg
fýrir gott nautakjöt og sagt er að
sumir ferðist þangað í þeim tilgangi
að fara út að borða á einhverjum af
fjöldamörgum veitingastöðum sem
í boði eru. Jardins-hverfið er þekkt
veitingahúsahverfi og miðja félags-
lffs borgarinnar. Það er til siðs að
borða seint að kvöldi og margir
staðir opna ekki fýrr en um 21.00 og
eru þá oftast opnir til þrjú um næt-
ur.
Sao Paulo hefur einnig margt
upp á að bjóða auk matarmenning-
arinnar. Söfnin í borginni eru með-
al þeirra bestu f Suður-Ameríku og
strandlínan morar af fallegum
ströndum auk þess sem næturlífið
laðar að sér bestu skemmtikrafta
heims.
Síðustu ár hefur Sao Paulo verið
þungamiðja landsins þegar kemur
að capoeira, brasilískri bardagalist,
sem hefur verið að sækja í sig veðr-
ið. Capoeira kemur upprunanlega
frá bahia-þrælum og fýlgir henni
trumbusláttur og tónlist. Capoeira
var bannað af yfirstéttum landsins
en til þess að viðhalda list sinni
breyttu þrælarnir æfingunum í
henni í slökun eftir erfiða göngu-
viku. Margrét segir það líka frekar al-
gengt að fólk fá til sína maka eða
börn seinni vikuna og eyði henni
með þeim. Aðspurð segir Margrét
þessar ferðir ekki vera dýrar en vikan
með fararstjórn, mat, gistingu og
flugi kostar yfirleitt innan við
100.000 krónur og svo er ódýrt að
framlengja um viku eða um 12.000
krónur.
Margrét vonar að næst verði farið
til Króatíu og segir að fólk sé duglegt
að koma með uppástungur og IT
reyni að uppfylla óskir þess.
6. Stærð: 8.511.965 ferkílómetr-
ar.
7. Fólksfföldi: 180 milljónir.
8. Tungumál: Portúgalska.
9. Aðallönaður: Textíll, skógerð,
sement, timbur, stál og véla-
hlutir.
10. Helstu viðskiptaaðilar:
Bandaríkin, Argentína, Þýska-
land, Kína og Hoiland.
ragga@dv.is
Sao Paulo Þriöja stærsta borg íheimi.
dans og ákveðið verkfæri,
barimbau, sem notað var til að vara
við yfirmönnum, fór að fylgja með
dansinum sjálfum. Banninu var
ekki aflétt fyrr en um 1930 en í dag
er þetta þekkt og vinsæl bardagalist.