Dagblaðið Vísir - DV - 21.09.2005, Qupperneq 25
DV Sálin
MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER 2005 25
Hugleiðsla
Innhverf íhugun er hugleiðslu-
tækni, upprunnin á Indlandi, sem
var kynnt fyrir Vesturlandabúum
upp úr miðri 20. öld og varð nokk-
urs konar tískufyrirbrigði. Kennar-
ar tækninnar leggja áherslu á að
ekki þarf að tileinka sér nokkra trú
eða heimspeki til að stunda hana
svo hver sem er getur prófað.
Hugleiðsla er tækni sem miðar
að þvl að kyrra hugann með því að
Upprurmin á Indlandi.
losa hann frá venjulegum hugsun-
um um stundarsaíkir.
Innhverf íhugun opnar hinum
meðvitaða huga leið til að botna í
allri dýpt tilvistar sinnar. Hún er
reynsla, huglæg tækni sem fólk
stundar daglega í 15-20 mínútur.
Lífeðlisfræðingar og sálfræðing-
ar hafa staðfest slakandi og lífgandi
áhrif innhverfrar íhugunar á hug og
líkama.
Birkiaska
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
BETUSAN
Eygló Þorgeirsdóttir er sjúkranuddari og menntuð í nálastungu- og shiatsu-fræð-
um. Hún er formaður nýstofnaðs félag shiatsu-fræðinga og mun taka þátt í ráð-
stefnu Bandalags íslenskra græðara þann 22. október. DV náði tali af Eygló og for-
vitnaðist um shiatsu-fræðin.
Shiatsu, austurlenskt meöferðarferm
sem byggist á frumöflunum fimm
„Ég kynntist shiatsu fyrir mörg-
um árum á sýningu og það vakti hjá
mér áhuga en ég gerði svo ekkert
meira í því í bili,“ segir Eygló sem
var á þeim tíma menntaður sjúkra-
nuddari. „Ég fór svo löngu síðar til
Bretlands í enskunám og fór þar á
kynningu á shiatsu og hélt síðan
áfram í því,“ segir Eygló en kúrsar
voru frá fimmtudegi til þriðjudags
frá því um fjögur á daginn og fram á
kvöld. Vegna þess hve tíminn var
þægilegur gat Eygló unnið með
náminu og hún tók það á fjórum
árum. Henni þóttu þessi fræði
geysilega skemmtileg og áhugaverð
og telur sig heppna að hafa kynnst
þessum skóla, en Englendingar eru
framarlega á merinni hvað varðar
óhefðbundnar lækningar miðað við
önnur Vesturlönd.
Eftir shiatsu-námið fékk Eygló
áhuga á nálastungu og ákvað að fara
í nám í þeim fræðum. Hún tók til að
byrja með kúrs hér heima og fannst
hann mjög spennandi og fór aftur til
Englands í skóla þar og lærði nála-
stungu. Sá skóli var nokkurs konar
útibú frá háskólanum í Peking og
allir kennararnir við hann voru kín-
verskir. Það nám tók önnur þrjú ár.
Hún útskrifaðist úr nálastungu-
náminu um áramótin síðustu og
endaði á því að fara í námsferð til
Peking. Sú ferð var mánaðarlöng og
í henni kynnti Eygló sér sjúkrahús í
Peking og hvernig unnið var með
nálastungu þar.
Jin og jang
Shiatsu er austurlenskt með-
ferðarform sem bæði Kínverjar og
Japanar vilja eigna sér, Þetta með-
ferðarform byggir á því að unnið er
á orkubrautum líkamans. „Unnið
er á gólflnu á þykkri dýnu og fólk
klæðist léttum, þægilegum klæðn-
aði. Notaðar eru fingurpressur og
tog og segja má að blandað sé sam-
an jóga, nuddi og sjúkraþjálfun, en
þetta er aftur á móti allt gert á á
mýkri hátt," segir Eygló en hún er
með stofu að Langholtsvegi 17 þar
sem einnig er starfrækt snyrting og
fótaaðgerðir ásamt sjúkranuddi.
Fyrst er byrjað á því að sjúk-
dómsgreina viðkomandi og unnið
er með jin og jang sem kalla mætti
jafnvægið í fólki því bæði er verið
að vinna að andlegu og líkamlegu
hliðinni, því eins og Eygló segir þá
geta til dæmis verkir í öxlum stafað
af andlegri vanlíðan. Eygló segir að
ýmislegt hrjái fólk og ástæðan fyrir
því að það leitar í shiatsu geti verið
allt milli himins og jarðar. „Þetta er
eins og annað meðferðarform,
hvort sem það er hómópatameð-
ferð eða nudd, sama fólkið er að
leita til okkur," segir Eygló.
Frumöflin fimm
„í shiatsu er mikið unnið með
&umöflin fimm eða elementin fimm
sem eru jörð, vatn, viður, eldur og
málmur," segir Eygló. Málmaflið
tengist lungum og ristli, vatnið teng-
ist þvagblöðru og nýrum, viðaraflið
hefur að gera með lifrina og gall-
blöðruna, jörðin tengist- hjarta og
smáþörmum og afl eldsins tengist
milta og maga. Út frá þessum ele-
mentum vinna shiatsu-fræðingar
mikið og reynt er að finna út hvaða
element eru í ójafnvægi. „Við byrj-
um á samtali, síðan á hreyfingu sem
kallast hara, hlustað er á rödd við-
komandi, hann snertur og skoðað er
litaraftið. Síðan skerum við úr um
hvort einhver element séu í ólagi og
þá er að byggja upp og draga úr þar
sem er skortur eða ofgnótt," segir
Eygló.
Ráðstefna íslenskra græðara
Eftir því sem Eygló best veit eru
aðeins fjórir aðilar á landinu
menntaðir í shiatsu-fræðum og
þær stofnuðu í vor Shiatsu-félag ís-
lands sem er aðildarfélag að BÍG,
Bandalagi íslenskra græðara. Laug-
ardaginn 22. október verður haldin
ráðstefna í tengslum við 5 ára af-
mæli Bandalags íslenskra græðara,
en lög um græðara og starfsemi
þeirra voru samþykkt á vorþingi
2005, og Eygló og aðrir félagar í shi-
atsu munu taka þátt í þeirri ráð-
stefnu. „Þetta er mjög spennandi
því við erum fyrstar í röðinni og
fáum að kynna okkar félag sem er
það minnsta og nýjasta," segir
Eygló og er ánægð með að fá tæki-
færi til að kynna fræðin.
ragga@dv.is
reKiiaary
Margarita
Hin meðal-margarita inni-
heldur lime-safa, Cointreau
eða annan appelsínulíkjör eins
og Triple Sec
eða Grand
Marnier og
svo auðvitað
tekíla. Bland-
an er yfirleitt
einn hluti
lime-safi,
einn hluti
tekfla og hálf-
ur hluti appelsínulíkjör.
Stundum er sykri bætt við
eða bragðefni og stundum
meira tekfla. Drykkurinn getur
verið frosinn eða hristur og
borinn fram í glasi með salti á
brúnunum. Þegar það er gert
er brúnin á glasinu þurrkuð
með lime-sneið og síðan er
glasinu dýft öfugu í salt og
best er að taka það strax upp
aftur svo ekki setjist of mikið
salt á brúnina. Drykkurinn er
oft skreyttur með lime-sneið
og borinn fram í grunnu og
breiðu koktkeilglasi á löngum
fæti.
Mælt er gegn því að fólk
noti ódýrt tekfla, og blanco
tekfla sem er yngra en tveggja
mánaða gamalt er oftast notað
þó svo að reposado, sem er á
milli tveggja mánaða og
ársgamalt, gefi mýkra bragð.
Hægt er að bera margaritur
fram frosnar og þá er innihald-
inu skellt í blandarann með
klökum og svo er að prófa sig
áfram.
Tekfla Sunrise
0,6 desilítrar af tekfla
1,2 desilítrar af appel-
sínusafa
2 slettur af
Grenadine
Tekfla og
appelsínusafa
er hellt í hátt
glas. Klökum
er bætt í og
hrært vel í.
Glasinu er
síðan hallað og
Grenadine er hellt niður ineð
hliðinni. Grenadinið ætti að
leka niður á botninn og rísa
upp rólega aftur. Drykkurinn
er skreyttur með sneið af app-
elsínu.
Algengur misskilningur um tekfla
l.Það er ormur í tekfla
Nei, ekki í þeim flöskum sem eru
framleiddar í Mexíkó en sumar
bandarískar tegundir hafa orma til
að vekja áhuga hvítra manna og
auka sölu. Það er ekki mexíkósk
hefð heldur markaðsbragð.
í sumum mezcal-flöskum er
ormur sem kallaður er gusano en
þó er sú hefð ekki eldri en frá því á
fimmta áratug síðustu aldar og var
fundin upp til að auka athygli á vör-
unni.
Tvær tegundir af gusano-orm-
um eru notaðar, önnur er rauð en
hin er hvít eða gullin og það á og
má borða báðar tegundir. Þeir sem
halda að með því að borða orminn
komist þeir í algleymi
verða fyrir vonbrigðum
því ormamir eru aðeins
rikir af áfengi, próteini
og rmyndunarveiki.
2. Tekfla er unniö úr
kaktus
Tekfla er ekki unnið
úr kaktus heldur eyði-
merkurlilju og þó svo
að plantan finnist á
sömu slóðum og kakt-
us þá er hún ekki
skyld þeim. Blöð
plöntunnar geta orð-
ið allt að 1,8 metrar
og umfang hennar er gríðarlegt.
Tekíla það ereng-
inn ormur í flöskum
frá Mexikó.
Það eru 136 tegundir af
eyðimerkurlilju í Mexíkó en
aðeins ein þeirra, sem er köll-
uð sú bláa, er leyfileg í tekíla-
framleiðslu en fleiri eru notað-
ar í mezcal-framleiðslu.
3. Tekíla og meskalín er
sami hluturinn
Tæknilega séð er tekíla teg-
und af mezcal en mezcal er
ekki tekfla og þó svo að sama
tegund plöntu sé notuð við
framleiðsluna þá er tekfla bara
gert úr einu afbrigði hennar en
mezcal úr fimm. Annar munur er
sá að tekfla er eimað tvisvar og
stundum jafnvel þrisvar en mezcal
Mezcal það er nokkur munurá milli
mezcalog tekíla.
oftast bara einu
sinni. Munurinn er
ekki stórkostlegur og
mætti líkja við mun-
inn á milli skosks
viskís og rúgviskís.
Samkvæmt lög-
um mega einungis sex sýslur fram-
leiða mezcal og eru þær allar ná-
lægt borginni Oaxaca í Mexíkó.
4. Allt tekíla er eins en flöskum-
ar eru ólíkar
Eins og annað áfengi þá er tekfla
ólíkt eftir því hvaða fyrirtæki fram-
leiðir það, ferlinu við framleiðsluna
og ræktunarumhverfi. Hiti, jarð-
vegur, aldur plöntunnar og hvernig
hún bakast og eldist hefur áhrif á
bragðið og áferðina. Þrjár helstu
tegundirnar eru blanco, reposado
og a-ejo og er tekfla skipt í þá flokka
eftir aldri. Tækni við framleiðslu
hefur líka áhrif og það tekfla sem
gert er eftir hefðbundnum aðferð-
um er bragðmeira en það sem er
fjöldaframleitt.