Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Side 3
DV Fyrst og fremst LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 3 Spurning dagsins Bloggar þú? „Detturþað ekki í hug. „Nei, það geri ég ekki og dettur það ekki í hug. En ég fylgist auðvitað með öðrum sem blogga."' Birgitta Anný Baldursdóttir, leikskólastarfs- maður. „Nei. En ég fylgist mikið með hvað aðrir btogga." Silja Jóhanns- dóttir, nemi í Kvennó. Jg bloggaði - í þá- tíð. Mérfannst það leiðigjarnt til lengdar." Sólrún Helga Gunnarsdótt- ir, nemi í Kvennó. „Já, ég geri það. En ég fylgist ekki með neinum öðrum svosem, nenni því einfaldlega ekki." Ylfa Sigþrúð- ardóttir, www.blog.ee ntral.is/tjaz- urnar , „Nei, en mér hefur svo sem dottið það í hug en held ég láti aldrei verða afþví. Það er gaman að fylgj- ast með öðrum samt." Daði Baldur Ottóson, nemi í Versló. Sumum finnst gaman að fylgjast með alhliða dagbókum og hugsunum ann- arra á netinu en dettur ekki í hug sjálfum að halda slika. Ingibjörg dylgjudrottning Stjórnmálamaðurinn sem ætlaði að inn- leiða umræðustjórn- mál inn í íslenska þjóðmálaumræðu, er orðinn mesti dylgjupólitíkus seinni tíma a.m.k. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, nú formaður Samfylkingarinnar, boðaði fyr- irbrigðið umræðustjórnmál sem andstöðu við átakastjómmál. Þetta hljómaði ekki svo illa; ýmsir ginu við flug- unni og trúðu þvi bók- staflega sem sagt var. í fyrirmyndarríki um- ræðustjórnmálanna eiga menn að skiptast á skoðunum með lýðræðislegum hætti. Allir sýna skoðunum annarra virðingu *> Menn tileinka sér rök og mál- , efnalega orð- sræðu. Ósjálfrátt koma upp í hugann hinar fögru og glæstu sögur • af Grikk- landi hinu forna; iðkun mælskulist- arinnar og rökræð- unnar sem hafði það að markmiði að leiða fram bestu og skyn- samlegustu niðurstöðuna. En þetta var í orði. Formaður Samfylkingarinnar praktíseraði ekki það sem hún prédikaði. Boðberi samræðustjórnmál- anna hefur sýnt svo dæma- lausa hlið í umræðuhefð sinni, að undrun sætir nú um allt land. í fyrstu héldu margir að viðkomandi hefði orðið á í messunni og brátt myndi Eyjólfur hressast. En ónei. Það voru engar tilviljanir, ekki mismæli eða fljótfærni. Málatilbúnaðurinn verður ekki afsakaður með slíku; ekki lengur í það minnsta. Dylgjumar eru hinn meðvit- aði málflutningur. Kjarni máls- ins, aðferðafræðin sjálf. Aðdrótt- anirnar eru orðnar að aðals- merki hins nýja formanns Sam- fylkingarinnar. I Einar K. Guðfinsson skrifar á heimasíðu sinni ekg.is haldssamir jaðrakanar Það kitlaði í mér löngu gleymd hláturstaug þar sem ég sat i ein- semd minni og íhugaði tilgang lífsins og embættis ríkis- lögreglustjóra þegar ég rak augun í skondna frétt á baksíðu Mogg- ans. Hún var um jaðrakana sem er fuglategund í til- vistarkreppu - líkt og svo margir ihalds- menn þessa dagana eftir vista- skipti Hans Sem Öllu Réði. Ungt íslenskt doktorsefni frá mínum gamla háskóla í Austur- Anglíu sagði frétta- manninum að sumir jaðrakanar noti vond búsvæði og virðist ekki færir um að fara á betri staði. Slíkir einstaklingar séu „fastir í neikvæðri afstöðu út í líf- ið.“ Þetta varð Morg- unblaðinu tilefni til að búa til fyrir- sögnina: „Jaðrakanar “ eru ihaldssamir." Jæja, hugsaði ég og hló upphátt - þeir þekkja sitt heimafólk á Mogganum! Hallgrímur Helgason skrifar í DV á laugardögum. Hann veltir upp spurningum um valdaelítuna á í slandi. Rotið land „Something is rotten in the state of Denmark" segir í fyrsta þætti Hamlets. Prinsinn veit hvað kóngur hefur gert af sér en getur ekki sagt það. Hvorki honum, móður sinni, né öðrum. Leikritið fjallar um efasemdir Hamlets. Á hann að segja frá? Á hann að hefna? Eða á hann að drepa sig? To be or not to be... Undanfarið hefur Hamlet sótt á mann. Og maður sótt til Hamlets. Það er undarleg tilfinning að ganga niður Bankastrætið þessa dagana. Stjómarráðið á aðra hönd og héraðsdómur á hina. Og þar á milli Jón Hæstvirtur Böðuil Snorrason að skjótast yfir Lækjartorg með gemsa í hönd, á svipinn eins og hann sé með Davíð í eyranu, öskrandi brjálaðan á hótelherbergi í New York. Á meðan situr ríkislögreglustjóri með sinn á silent, týndur í útlönd um: Eini eftirlýsti maðurinn á ársfundi Interpol. Þar til aldraður faðir hans, Morgunblaðið, hefur loks uppi á honum. En þá er hann búinn að senda einhvem Dress- mann í fjölmiðla íyrir sig og láta hann mala þar og væla, mann sem er jaih langt frá raunveruleik- anum og náungamir í samnefndri auglýs ingu. Og yfirmaðurinn, ráðherrann, kann líka að „þegja af sér" erfið mál. Fyrir tíu dögum sakaði hann mig um að vera „gegn málfrelsi" vegna þess að mér þótti ekki sæmandi að dómsmálaráðherra réðist á einstaka sak- bominga á heimasíðu sinni þegar mál þeirra væm fyrir dómstólum. En nú þeg- ar málinu hefur verið hent út úr dómi segist Bjöm Bjamason „ekki vilja tjá sig um einstök mál á meðan þau em fýrir dómi". Alltaf fyndinn, BB. Og alltaf að breyta heimasíðunni sinni... Innst inni veit þjóðin að Baugsmálið er ekki sakamál heldur svakamál. Fólk veit það en þorir ekki að vita það. Jafnvel stærstu bræður Baugs af- neita honum nú af ótta við að gamall og gigtveikur krabbi kh'pi þá. Pen- ingar kaupa ekki "Jrthíin Hsest- virtur Böðull 5nf>™s°n að skiót- mastVflr I*ækjartorg 1 hÖnd,gá svipmn ems ou han« semeð Davíð^e??- anu, öskrandP b 2fíað,an á kót- elherbergi New9 kjark. Og jafnvel kunningjar manns á kaffihúsinu halda dauða- haldi í leik- tjöld valdsins og trúa engu illu upp á Ríkislög- reglustjóra svo það vekur manni óþægindi að heyra þá sötra sitt kaffi og vitna í Styrmi eins og hann standi utan máls. Maður kveður og gengur út með óþægindin í maganum, nagandi sannfæringu sem maður finnur hvergi stað. Sem maður fær hvergi sönnun fyrir. Hver er lausnin? Leika sig geðveikan? Setja upp leik- sýningu? Skylmast við Laertes H. Gissurarson? Virðulegir Pólomusar sem verða á vegi manns taka mann samstund- is á teppið; húðskamma mann fýrir að trúa öðru eins upp á eh'tu landsins. „Við megum aldrei glata trú okkar á stoðir samfélags- ins! Aldrei!" Kannski er það einmitt það sem er svo erfitt. Og veld- ur því að maður er búinn að vera með niðurgang í heila viku. Að maður hefur glatað trúnni á stoðir sam- félagsins. fsland er rotið. Elítan er sjúk. Og hvemig þykist ég vita það? spyr Pólomus á Armani-klæðum. „Það sagði mér vofa," svarar Hamlet. Illt er að vita í óvitalandi. í landi hinna hrekklausu. Þar sem sannleikurinn er svo ljótur að enginn vill sjá hann. Við þurfum flauelsbyltingu. an Hallgrímur Helgason Svefnsófar með heilsudýnu Komdu í verslun okkar að Faxafeni 5 og sjáðu glæsilegan sýningarsal okkar fullan af nýjum svefnsófum. Svefnsófar með heilsudýnu og MicroFiber áklæði í mörgum litum og stærðum. VW svefnsófi 184x91 an - Lhir Brúnt og svart leður. Svefnsvæði 150x200 an. Össur Skarphéðinsson skrifar á heimasíðu sinni ossur.hexe.net Beira ^ BAK Kim svefnsófi 203x95 cm - Litir Camet hvítur, brúnn. I Svefnsvæði 143x193/215 cm. Sýningarsalur á neðri hæð fullur af nýjum svefnsófum, glæsileg tilboð í gangi! Wimfex svefnsófar eru allir með rúmfatageymslu. Faxafeni 5 • Sími 588 8477 • www.betrabak.is Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 11-15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.