Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Page 28
28 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005
Helgarblaö DV
íris Eva Bachmann íris Eva
stendur bak viö grillið í
Hamraborginni og töfrar
fram íslenskan alþýðumat.
r 1 I ' c
/ jj
Make frá Gosh
„Þetta er vetr-
armeikið sem
passar núna
þegar brúnkan
er farin af
manm.
Varalitablýantur af ókunn-
um uppruna
„Ég er búin að eiga hann svo
lengi að nafnið hefur máðst af.
Hann er í dökkum tón, svona eins
og maður notar þegar maður er
með þunnar varir," segir Guðrún
hlæjandi.
Varalitur frá Channel
„Þetta er ægilega fínt gloss í
appelsínubleiku. Ég nota þennan
dag-
lega."
Augnháralitur frá Gosh
„Augnháralit nota ég ekki nema
endrum og eins. Það er af sem áður
var þegar ég fór ekki út úr húsi
nema knallmáluð, helst með “eye-
liner" og allt. Það hefur sem betur
fer breyst."
Guðrún Ögmundsdóttir alþingiskona er með fáa en vel nýtta hluti í snyrti-
buddunni sinni enda málar hún sig minna nú en forðum daga þegar hún
hefði ekki látið sér detta f hug að fara ómáluð út í búð hvað þá meira.
Guðrún er í sérlega góðu skapi nú f vetrarbyrjun þar sem hún er að undirbúa
sig fyrir fyrstu þingdagana, en hjartans málið frá f sumar er komið i höfn. „Nú
er stóra málið, sem er öll réttarstaða samkynhneigðra, orðið að stjórnarfrum-
varpi. Ég er búin að vera með það í fanginu í allt sumar og gleðst því af öllu
hjarta yfir málalyktum. Það verða svo að sjálfstöðu ný hjartans mál f vetur."
„Ég veit ekki alveg af hverju ég
ákvað að fara út í atvinnurekstur,"
segir íris Eva. „Ég vann við skrif-
stofustörf og bókhald og langaði að
breyta til. Ég keypti hérna í nóvem-
ber í fyrra og hafði þá enga reynslu
af rekstri og ekki einu sinni elda-
mennsku, en hér hefur allt gengið
eins og í sögu."
Fiskibollur og plokkfiskur sí-
vinsælir réttir
Hamragrill hafði verið í rekstri í
Hamraborginni í níu ár áður en fris
keypti og hún ákvað að reka staðinn
áfram með sama sniði.
„Áherslan er á dæmigerðan
heimilismat, það má kannski segja
að hér sé boðið upp á íslenskt eld-
hús," segir íris hlæjandi. „Steiktur
fiskur í raspi, soðnar og steiktar
kjötbollur, fiskibollur og plokkfisk-
ur eru sívinsælir réttir. Heimilis-
maturinn er í boði í hádeginu til
tvö og aftur á kvöldin frá fimm til
níu. Þess á milli bjóðum við upp á
grillmat."
íris er mætt klukkan átta á
morgnana og er allt í öllu í Hamra-
grilli. „Ég sé auðvitað um bókhald ,
pantanir og reksturinn yfirleitt og
svo er ég hér alla daga að elda. Þetta
er langur vinnudagur en að sama
skapi ánægjulegur. Hér kemur sama
fólkið dag eftir dag og ánægjan felst
ekki síst í samskiptum við kúnnana.
Suma þekkjum við svo vel að þeir
þurfa ekki að einu sinni að panta,
við vitum nákvæmlega hvað þeir
vilja."
Eiginmaðurinn eins og klettur
íris segist hvenær sem er hvetja
konur út í atvinnurekstur af ein-
hverju tagi og blæs á að það sé eitt-
hvað öðruvísi að vera kona en karl í
rekstri. „Það eru bara grýlusögur,"
segir hún.
íris er með opið um helgar líka og
vill gefa eiginmanninum kredit fyrir
að standa með sér eins og klettur.
„Við eigum tvær litlar stelpur svo
þetta snýst allt um samvinnu. Ég
ætla ekki að gera neinar breytingar í
vetur, finnst óþarfi að breyta bara
breytinganna vegna. Við verðum að
sjálfsögðu með heimilismatinn
áfram og á aðventunni bætum við
hangikjöti á matseðilinn. Að öðru
leyti höldum við bara okkar striki,"
segir íris og hlær þegar hún er spurð
hvort maður verði ríkur á svona
rekstri. „Ekki í veraldlegum skiln-
ingi, en það er ríkidæmi að starfa við
það sem maður hefur gleði af og
nýtur að gera."
Guðrún Ögmundsdóttir
alþingiskona Notarfáar
snyrtivörur en nýtir þær vei.
Athafnakonan
Iris Eva Bachmann var orðin leið í þurri
skrifstofuvinnu og langaði í „action“. Hún söðlaði því alveg
um og festi kaup á veitingastaðnum Hamragrilli sem hún rek-
ur nú við góðan orðstír. Þetta er hörkuvinna en íris kvartar
ekki og segir uppskeruna ekki síst felast í ánægjunni.
Konurþurfa að minnsta kosti fimm vinkonur
Vinkonur eru eins og skór. Eitt
par af skóm er ekki nóg. Maður notar
til dæmis ekki uppáhaldsgöngu-
skóna sína við öll tækifæri þótt þeir
séu æðislegir. Sama á við um vinkon-
ur. Það er nauðsynlegt að þær séu af
mörgum tegundum og gerðum.
Þetta segir Marla Paul, höfundur
bókarinnar The Friendship Crisis:
Finding, Making, and Keeping Fri-
ends When You're Not a Kid
Anymore. Hún segir að hverri konu
sé nauðsynlegt að eiga að minnsta
kosti fimm mismunandi vinkonur.
„Það getur verið nóg fyrir okkur
sem börn að eiga eina bestu vin-
konu, en eftir því sem við eldumst og
þroskumst þurfum við fleiri vinkon-
ur til að sinna mismunandi þáttum í
lífi okkar," segir Marla.
„Það er óraunhæft að ætlast til að
ein og sama manneskjan geti tekið
þátt í gleði og sorgum á öllum svið-
um. Einhleypa-framakonan getur til
dæmis engan veginn sýnt samúð
þegar þú vælir yfir eymabólgu barn-
anna og eilífum vökunóttum, eða yfir
því hvað maðurinn þinn er eigin-
gjam og tilltislaus. Hún getur hins
vegar ráðið þér heilt þegar þú ætlar
að biðja um launahækkun og huggað
þig ef þú færð neitun." Óskastaðan
samkvæmt kenningum Mörlu er að
eiga fimm góðar vinkonur:
I fyrsta lagi þessa sem þú hefur átt
síðan í bamaskóla og veit allt um þig.
Hún er sú sem getur hlegið með þér
þegar þú dettur óvænt um „stóm
ástina" þína úr grunnskóla og finnst
ömgglega btjálæðislega fyndið hvað
hann er orðinn feitur og ljótur. Vin-
kona á vinnustað eða í svipuðu starfi
er ómetanleg svo og vinkonan sem
hefur svipuð áhugamál og nennir
með þér í líkamsræktina eða leikhús-
ið. Vinkonan sem stappar í þig stál-
inu undir öllum kringumstæðum er
alveg ómetanleg og síðast en ekki síst
er flippaða vinkonan sem kemur þér
ailtaf í gott skap, verð þyngdar sinnar
í gulli."
Marla segir ekkert jafhast á við
gott vinkvennasamband og hvetur
konur til að vanrækja ekki vinkonur
sínar. „Það er líka erfiðara að stofna
til varanlegra vináttusambanda eftir
því sem aldurinn færist yfir svo rækt-
ið vel þær vinkonur sem þið eigið,"
segir Marla.