Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Page 31

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Page 31
1>V Helgarblað LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 31 Jin & Jang Jin og jang eru orka sem bæta hvor aðra upp i lifandi verum. Efvið leitumst við að skilja þýðingu jin og jang þá merkir það einfaldlega TENGSL. En orðið tengsl gæti þýtt: Ég elska þig, vil vera góð/ur við þig. Ég þarfnast þín og vil að þú gætir mín f stað- inn. Ég vil að þú elskir mig á minn hátt. Markmið Gerðu verk þin og markmið þannig úr garði að þú getir mælt þau og einbeitt þér að þeim. Þegar þú ákveður og notar hugmyndirnar sem þú færð, ertu mun betur sett/ur en sá sem les sér til um hundruð hugmyndir en gerir ekkert við þær. En mundu að auðlindir jarðarinnar eru dýrmætar og þær ber að nota skynsamlega. Sönn gleði Þú getur hrint af stað hringrás gleðinnar með já- kvæðum huga og góðverkum þfnum og þegar þú til- einkar þér að elska og sýna heilindi i verki lýkur þú upp dyrunum fyrir sjálfri athöfninni að eiska og þá verður þú fær um að gangast kærleikanum á hönd. Gerðu þig meðvitað mikilvæga/n í samfélaginu með þvi að hjálpa öðrum. Gunnar Ólason tónlistarmaður í hljómsveitinni Skítamóral segist vera búina að vera ástfanginn upp fyrir haus í átta ár. Hann horfir fram á við með björtum augum, sáttur við lífið og tilveruna. í Tarotspilunum sem hann dró, kemur ýmslegt í ljós varðandi framtíð Gunnars meðal annars barn sem gæti fæðst á næstu mánuðum eða árum. „Við erum að leggja lokahönd á plötuna okkar sem á að koma út um miðjan næsta mánuð," svarar Gunnar Óla söngvari Skítamórals. „Það eru margir sem að bíða spenntir eftir nýrri plötu frá okkur en við gáfum síðast út plötu árið ‘99 fyrir utan safnplötu sem við sendum ftá okkur árið 2003," segir hann en hljómsveitin Skítamórall gaf út nýtt lag í vikunni sem heitir "hún“ sem er byrjað að hljóma í útvarpinu. „Við tókum líka upp myndband við lagið. Skelltum okkur í stúdíó 12 á Rúv TAROTLESNIN G og tókum upp myndband á 7 klukkutímum sem kemur alveg rosalega vel út. Það er búið að fá mjög góða dóma," segir hann sáttur við afraksturinn. Heppni birtist í spiiunum „Það er margt búið að breytast í mínu lífi síðastliðin 8 ár.Ég hef þurft að þola erfiða tíma einsog hver ann- ar, bæði í einkah'finu og með hljóm- sveitinni. Það sem ég hef gengið í gegnum hef ég lært af í flestum til- fellum og er mun sterkari andlega fyrir vikið þó að ég eigi margt eftir ólært á ýmsum sviðum. Lífið gerist, svo mikið er víst," segir hann ein- lægur og opinn. Breyttar áherslur „Mér finnst ég leita í meira ör- yggi en áður. Ég man að ég hafði minni áhyggjur af innkomu og salti í grautinn hér áður en ég hef í dag. Áherslur og aðstæður breytast og maður reynir eftir bestu getu að að- lagast hverju sinni. Ég hef nú verið stefnulaus svo lengi, ein stefna í dag og önnur á morgun. Ég vonandi fæ að starfa við tónlist í framtíðinni ásamt öðrum verkefnum. Hvað Skítamóral varðar verður framtíðin að leiða í ljós og vonandi verður sú hljómsveit eilífðarverkefni." „Virðingu, skilning, traust og tíma fyrir hvort annað.Svo þurfa báðir aðilar líka að fá sinn tíma frá hvort öðru og véra sjálfstæðir ein- staklingar," svárar hann aðspurður um fullkomið ástarsamband. „Já, ég er ástfanginn upp fyrir haus og \:f er búinn að vera það í bráðum 8 ár," svarar hann og brosir innilega þegar talið berst að þessari gullfal- legu konu sem kemur fram í tarot- lesningunni. Sextán ára samstarf „Ég get nú ekki sagt að við æfum stíft en við æfum stundum," svarar hann inntur eftir hljómsveitaræfing- um. „Aðallega fyrir stóra viðburði eins og til dæmis fyrir Verslunar- mannahelgina.Það gefst bara svo sjaldan tími til þess að æfa þessa dagana sökum þess að við erum all- ir að vinna 9-17," segir Gunnar Óla og bætir við: „en við gerum alltaf okkar besta. Það er mjög gott samkomulag á milli okkar í Skítamóral en við höf- um líka átt slæm samskiptatímabil eins og gengur og gerist í hljómsveit- um.Við erum búnir að vera starfandi í 16 ár og höfum lent í ýmsu en alltaf náð að komast þokkalega heilir út úr því." spamadur@dv.is A margt eftlr „Ég leita meira i öryggi en áöur/' segirGunniÓla. Gera alltaf sitt bestal Félagarnirí Skitamóral hafa gengið ígegnum margt saman en samkomulagið í hljómsveitinni hefur verið mjög gott upp á síðkastið. Framtíðarspá Gunnars Óla Sjónum er beint aðGunn- ari Óla söngvara Skíta- mórals. Góðar tilfinning- ar, barnsburður og heppni birtist þegar spilin eru lögð fyrir hann. 7 mynt Gunnari Óla er ráðlagt aö láta fortíð sína ekki koma i veg fyrir velgengni til fram- tíðar. Heppnin leikur við hann og óskir hans rætast. Talan sjö staðfestir vel- ferð hans á sama tima og alsæla birtist honum og leggst bókstaf- lega að fótum hans. Hann mun fá aðgang að auðæfum fyrr en síðar. Honum er ráðlagt að efast hvorki um framhaldið né frama sinn sem er um það bil að breytast til batn- aðar. Bikarkonungur Maðurinn (lýsing á Gunnari Óla) kann að meta listir og nýtur þess að læra alla ævina. Hann birtist fólki sem kaldur og lokaður karakter en sú hlið er einungis hluti persónuleika hans. Heiðarleiki og hlýja einkenn- ir hann þegar kemur að fólk- inu sem hann elskar. Oft á tíðum er hann ekki í sam- bandi við eigin tilfinningar þegar kemur að sjálfinu. III - keisaraynjan Kona þessi skapar eftirsóknarvert um- hverfi með hlýju sinni, umhyggju og að haldi. An erfiðis ýtir hún undir eigin vellíðan og ekki siður Gunnars Óla. öryggi, ást, gifting og barns- burður eru einkunnarorðin hér. Hér ríkir vellíðan íástarsam- bandi þar sem kærleikur, heið- arleiki og hrein vinátta rikir. Inga Jóna Þórðardóttir er 54 ára í dag. „Konan vinnur hörðum höndum að verkefni sem varðar ekki eingöngu hana heldur einnig samstarfsfélaga hennar og jafnvel vinnu- veitanda. Samvisku- samlega gefur hún sig alfarið í verkið og uppfyllir þar með kröfur annarra og á sama tíma eigin líðan. Inga Jóna Þórðardóttir Ef þú hyggur á að ávaxta fé þitt til muna er sjálfsagi mikilvægur, kæri vatnsberi. jfit Fiska mi r f/9. febr.-20. mars) Þú virðist vera fær um að njóta frelsisins og Kkar vel að vera sjálfstæö/ur en þú gleymir stundum að þú ert sigur- vegari, fædd/ur til mikillar velgengni. Hrúturinn (2i.mars-19.aprH) Hvorki einbllna á árangur verka þinna né láta tilfinningar þínar standa I veginum heldur hvað það er sem fær þig til aö berjast fyrir afrekinu sem er um það bil að veröa að veruleika þértil mikillar ánægju. é&i NaUtÍð (20. apiS-20.ml) m.+J ----------------------------------- Ást þarf alls ekki að tjá með orðum og þú veist þaö innra með þér svo sannarlega. Hér geislar af þér því þú ert fær um að skilja að kærleikur er tungumál þagnarinnar. Tvíburarnir/i;. mai-21.júnl) Þú finnur þinn eigin tón og lætur hann hljóma hátt og skýrt yfir helgina en þér er eflaust ætlað aö skila þínu sérstaka framlagi. faM\m(22.júni-22.júll) Krabbanum er ráðlagt að lifa fullkomlega I friði. Reyndu ekki of mikið á þig til að skilja tilveru þína þvl oft á tíðum er áreynslan algerlega óþörf. Sannleikurinn birtist þér samhliða ham- ingjuhjólinu sem snýst þér I hag næstu misseri. l}Óm<!)(23.júli-2lágúst) Ef þú tileinkar þér að leita að- stoðar hjá náunganum framvegis veitist þér ekki aðeins stuðningur heldur einnig hvatning til framkvæmda. Meyjan (21 agúst-22. septj Allt þarf að vaxa og þroskast. ( dag ert þú minnt/ur á að þú þarft alls ekki að berjast og streða til að nálgast drauma þína. VogÍD (23. sept.-21okt.) Hér birtist þú barmafull/ur af hamingju og gleði og hugsar um hag heildarinnar og það er aðdáunarverður kostur I fari þlnu, svo sannarlega. Sporðdrekinn i2t.da.-21.n0v.) Ef þú tilheyrir stjörnu sporð- drekans ættir þú að reyna að tileinka þér að upplifa eðlileg samskipti við ást- vini þína án þvingunar. Hafðu ávallt hugfast að ef þú sannarlega vilt njóta lifsins gæða skalt þú deila auði þínum með öðrum. Bogmaðurinn (22.n0v.-2t.des.) Láttu þér aldrei finnast eitt- hvað óyfirstíganlegt eða ómögulegt. Vertu hugrökk/hugrakkur og sterk/ur, kæri bogmaður. Steingeitiní2/.tte.-i9.janj Þú ert fær um að styðja aðra en mátt ekki gleyma að sækja stuðning fyrir þig um þessar mundir. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.