Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Page 32
32 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005
Helgarblaö DV
Ekki geta öll hjón og sambúðarfólk eignast börn. A síðustu árum og áratugum hafa
hins vegar verið þróaðar aðferðir innan læknisfræðinnar sem miða að því að að-
stoða fólk í þeirri stöðu. Bæði hafa verið þróaðar aðferðir til að lagfæra eggjastokka
og eggjaleiðara sem hafa orðið fyrir hnjaski, en mikilvægustu framfarirnar eru þó
trúlega það sem kallað hefur verið tæknifrjóvgun.
Hólmfríður Gestsdóttir og eiginmaður
hennar Sigurður Njarðvík þráðu eins og
önnur pör að eignast barn, en gátu það
ekki vegna ófrjósemi Hólmfríðar. Tækni-
frjóvgunarferlið reyndist þeim erfitt, ekki
síst biðin, og andleg líðan þeirra var
hræðileg meðan helst leit út fyrir að með-
ferð skilaði ekki árangri.
Hólmfnður vissi alltaf af
vandamálinu en hún hefur þjáðst af
hormónaóreglu frá því hún var barn.
Hún hafði þó aldrei sérstakar
áhyggjur af því og taldi að með
smávægilegri læknishjálp yrði hægt
að ráða bót á vandanum. Hún hafði
þó ekki hugmynd um hvað tækni-
frjóvgunarferlið yrði mikið mál.
„Eg gerði mér aldrei grein fyrir að
þetta yrði svona langvinnt og erfitt.
Hélt þetta yrði bara spuming um að
fá hormóna. Þegar svo kom að því
að ég fór út í þetta var ég alveg
græn," segir Hólmfríður.
„Ég vissi að það þýddi ekkert fyr-
ir okkur að reyna upp á eigin spýtur,
sem óneitanlega sparaði tíma. Það
er svo misjafnt hversu langur tími
líður þangað til fólk leitar sér hjálp-
ar, sem gerir alla bið og tafir enn erf-
iðari. Margar konur byrja á að fara til
heimilislæknis eða kvensjúkdóma-
læknis og með allri virðingu fýrir
þeim þá em þeir bara ekki nógu
hæfir á þessu sviði. Þekkingin virðist
vera afskaplega takmörkuð og það
eina sem þeir geta gert er að gefa
frjósemislyf sem heitir Pergotime
sem virkar bara á suma. Þessu er
hins vegar ávísað mánuð eftir mán-
uð eftir mánuð þó að lyfið megi ekki
taka nema þijá mánuði í senn og þá
undir eftirliti læknis. Ég hef heyrt um
konur sem hafa tekið þetta í ár sam-
fleytt. Ég var ofsalega fegin að þurfa
ekki að sóa tíma mínum í eitthvað
Langt og erfitt ferli
„Eg var svo heppin þegar ég
ákvað að leita mér hjálpar að læknir
í fjölskyldunni benti mér á að fara
beint á glasafrjóvgunardeildina. Það
byrjaði reyndar hálfilia því í tvígang
mætti ég hjá lækni sem var ekki með
skýrsluna mína. Það tafði máiið um
nokkra mánuði. En meðferðin byij-
aði á að mér var sagt að ég þyrfti að
hætta á öðrum lyfjuin sem ég hafði
tekið um árabil. Eftir þrjá mánuði
fékk ég hormónalyf heim sem áttu
að hjálpa mér til að verða ófrísk. Þau
almennilega. Ég fór heim með risa-
skammtinn og þá stóð Sigga ekki
lengur á sama. Ég var í alla staði
ómöguleg, geðvond og slæm í skap-
inu og agjörlega með þetta á heilan-
um. Þessi meðferð gekk ekki heldur.
Ég lenti í því sem er kallað oförvun á
eggjastokka sem veldur talsvert
miklum veikindum hjá konum. Gefa
verður réttan skammt af hormónum
þannig að konan framleiði sem flest
egg án þess að meðferðin endi í
oförvun. Þetta er taisverð tiirauna-
mennska því þótt hægt sé að spá
fyrir um réttan skammt út frá aldri
konunnar og fleiri þáttum er aldrei
hægt að vera viss um að útkoman
verði eins og vonast er til. Það kom
svo í ljós að ég hafði verið á alftof
miklum lyijum. Dagurinn sem ég fór
í eggheimtuna er versti dagur lífs
míns.“
Leið hræðilega illa
Hólmfríði leið hræðilega á allan
hátt, bæði var aðgerðin sársaukafulf
og erfið og svo var hún í rúst eftir
það sem á undan var gengið.
„Ég hafði djöflast áffarn því þetta
verður nánast að þráhyggju. Ég varð
mjög reið út í læknana og ofboðs-
lega tætt. Út úr eggjatökunni komu
þó þretttán egg og úr því urðu til
fimm fósturvísar sem fóru alfir í
ffysti. Ég gat þó ekki farið í uppsetn-
ingu af því ég var svo veik. Það var
enn eitt áfallið og ég ætlaði aldrei að
geta kyngt því. Mér fannst ég ekki
heldur hafa fengið nægar uppýsing-
ar um að þetta gæti farið svona. Eg
beið svo og jafhaði mig þangað tif í
apríl en þá voru settir upp tveir fóst-
urvísar. Það kom ekkert úr því enda
höfðu fósturvísarnir verið lélegir.
Eftir þetta var ég gjörsamlega búin á
t
því og gat ekki meir. Ég ákvað að
taka mér frí frá þessu í einhvem tíma
og jafiia mig. Ég hafði fram að þessu
verið heltekin af óhefðbundnum
lækningum meðfram þeim hefð-
bundnu, var búin að innbyrða
vítamín, seyði, jurtir og te og prófa
ótal hómópatameðferðir. Það er
ekkert sem maður reynir ekki í ör-
væntingu. Maður er líka alftaf að
passa að gera ekkert sem gæti dregið
ur lfkunum éins og að drekka kaffi
eða rauðvínsglas eða bara hvað sem
er. Þama ákvað ég að gera eitthvað
fýrir mig burtséð frá frjóvgunum og
meðgöngu. Ég hafði ekkert hreyft
mig síðan í bamaskóla, það var eig-
infega það eina sem ég hafði ekki
gert, og þama fór ég í líkamsrækt
bara fyrir mig.“
Magnað að koma aftur
Hólmfríði til mikillar undmnar
naut hún þess að vera í ræktinni og
fór að líða mikfu betur. í nóvember
var hún tilbúin að byrja meðferðina
aftur, fékk hormónatöflur og í fr am-
haldi af því vom settir upp fósturvís-
amir þrír sem eftir vom.
„Það var alveg magnað að koma
aftur, ég hefði getað svarið fyrir að ég
væri komin á ailt annan stað. Það
vom að minnsta kosti allir yndisleg-
ir við mig og ég auðvitað miklu mót-
tækilegri af því ég var sjálf öll að
koma til. Við Sigurður vomm farin
að undirbúa brúðkaup og vomm að
prenta út boðskortin þegar símtalið
kom. Þungunarprófið var jákvætt."
Hólmftíður ljómar eins og sól
þegar hún rifjar þetta upp þótt frétt-
irnar hafi komið henni úr jafhvægi
þegar þær bámst og það eina sem
hún gat gert þá var að hágráta.
„Aumingja Sigurður hélt að próf-
ið væri neikvætt og var farinn að
hugga mig þegar ég gat loksins stun-
ið upp að við ættum von á bami.
Gleðin var ólýsanleg," segir Hólm-
fríður, sem var alla meðgönguna að
meðtaka þessa nýju, yndislegu stað-
reynd. Sólargeislinn Eva Margrét
fæddist svo 4. september árið 2004.
Gifti sig og ætlaði að ættleiða
Hún segir að giftingin hafi meðal
annars komið til af því að hugmynd-
in um ættleiðingu var komin upp.
„Fólk þarf að hafa verið gift í ár til að
fá að ættleiða svo við ákváðum að
það væri ekki eftir neinu að bfða. Ég
verð hins vegar að taka það fram að
við giftumst af ást, ég efast sko ekki
um að Sigurður elskar mig eftir að
hafa farið í gegnum allt þetta erfiða
ferli með mér án þess að gefast
upp,“ segir hún hlæjandi.
En maður er lengi að gefa vonina
um eigið bam upp á bátinn og okk-
ur fannst við ekki hafa reynt til
þrautar. Við útilokuðum samt aldrei
ættleiðingarmöguleikann, fólk þarf
bara tíma til að kveðja þá hugmynd
að eignast eigið bam."
Mér fannst ótrúlegt að heyra það
í fréttum í vikunni að bamlaus pör
virkuðu ekki baun og eftir þrjá mán-
uði var þeirri meðferð hætt. Þá var
liðið ár frá því ég fór fyrst til læknis-
ins, tíminn er svo dýmætur en þama
höfðu liðið nokkrir mánðuir hér og
nokkrir þar og ekkert hafði gerst. Þá
var ákveðið að reyna tæknisæðingu
næst. Sú meðferð byrjaði í apríl, en
það fer þannig fram að maður
sprautar í sig lyfi á hveijum degi í
mánuð og fer í blóðprufu annan
hvem dag. Það er ákveðið hormón
sem þarf að mælast þúsund svo
hægt sé að klára meðferðina en ég
komst aldei hærra en upp í tvö
hundmð. Ef ég hefði vitað það sem
ég veit núna hefði ég getað sagt mér
það strax eftir tvær vikur að eitthvað
væri ekki í lagi. Það varð að hætta við
tæknisæðinguna og það varð gríðar-
legt áfall."
Fjórar sæðingar án árangurs
„Þeir sögðu mér að það væm
nokkur atriði sem þyrfti að laga og
ég fékk nýtt lyf, vaxtarhormón, sem
ég átti að sprauta mig með í hálft ár
og svo ætluðu þeir að reyna aftur. Ég
trúði ekki mínum eigin eyrum. Bíða
í hálft ár? Þeir sögðu að ég gæti kom-
ið aftur í ágúst eftir sumarlokunina.
Ég var gjörsamlega miður mín, en
svo leið sumarið og ég hringdi í
ágúst. Þá var allt fullt, en ég hringdi
aftur í september, komst að og
kláraði meðferðina. Það kom ekkert
út úr því. Ég fór svo í tvær tæknisæð-
ingar til viðbótar fyrir áramót, þær
vom sem sé orðnar fjórar í allt, og
allar án árangurs."
Á þessum tíma leið Hólmfríði
verulega illa en hún átti pantaðan
tíma í janúar í glasafijóvgun og batt
vonir við það. „Læknamir sáu að ég
þyrfti einhvern hrossaskammt af
hormónum, eggjastokkamir vom
auðvitað búnir að vera í ævilöngu
verkfalli svo það varð að gera þetta
Þakklát fjölskylda Hólm-
friður og eiginmaður hennar
Sigurður Njarðvík ásamt
yndisiegu dóttur sinni Evu
Margréti.
DV Helgarblað
LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005 33
Þá er tekið egg úr konunni og frjóvgað með sæði karlsins og egginu kom-
ið fyrir í legi konunnar að því loknu. Á þessu em ýmsar útfærslur sem ekki
verður farið út í hér. Aðgerðir af þessu tagi hafa verið framkvæmdar á íslandi
um nokkurra ára skeið. Árið 1997 vom þær alls 363 talsins. í 218 tilvikum
tókst að frjóvga egg og koma fyrir. Alls var um þungun að ræða í 108 tilvikum.
I 18 tilvikum var um að ræða fósturlát, andvana fæðingu eða framkvæma
varð fóstureyðingu af einhverjum ástæðum. Það þýðir, að í 90 tilvikum fædd-
ust lifandi böm, alls 126 talsins. Tíðni fjölburafæðinga er hærri þegar um er
að ræða tæknifijóvganir en annars, því oft em sett upp fleiri fijóvguð egg en
eitt hverju sinni. »
einbh'ni bara á tæknifijóvganir og
ættleiðingar erlendis ffá. Bíddu, hver
hefur boðið upp á að ættleiða inn-
lend böm og hvert á fólk að leita?"
spyr Hólmfríður. Fósturböm em allt
annað mál því þetta snýst ekki bara
um að hafa barn hjá sér heldur lang-
ar mann að eiga bam. Fósturböm
em tekin frá fólki fyrirvaralítið. Það
er ótrúleg vanvirðing að tala svona."
Særandi og móðgandi ráð
Hómfríður segir að í sínu tilfelh
hafi allir í kringum hana vitað hvað
hún var að ganga í gegnum, og hún
fékk stuðning frá sínum nánustu.
Samt fór hún ekki varhluta af sær-
andi athugasemdum frá fólki úti í
bæ. „Ráðin sem fólk er að gefa
manni em oft bæði særandi og
móðgandi, þó að þau séu trúlega í
flestum tilfellum gefin í góðum til-
gangi. Hugsunarleysið getur samt
verið með ólíkindum.
Það em líka alls konar erfiðar til-
finningar sem ófrjósöm pör þurfa að
fara í gegnum eins og þegar vinir og
ijölskyldumeðlimir eignast böm.
Maður finnur fyrir öfund og afbrýði-
semi, og hugsunin af hverju ekki ég
var alltaf ofarlega í huganum.
Mömmuklúbburinn var opinn öll-
um nema mér, og maður dettur í
sjálfsvorkunn og er alltaf að hugsa
um hvað maður hafi gert til að verð-
skulda þetta. Þegar aðrir eignast
böm verður maður öfundsjúkur og
reiður en glaður fyrir hönd foreldr-
anna í sömu andrá. Svo er maður
reiður út í sjálfan sig fyrir að hugsa
svona en ræður ekkert við það. Það
er mikil togstreita."
Skilningsleysið engu líkt
Þorbjörgu finnst staðan sem nú
er komin upp hjá Art Medica fárán-
leg og skilningsleysið sem ófrjósemi
mætir engu líkt. „Fyrir utan þessar
sám tilfinningar er flest fólk sem
stendur í ófrjósemi búið að bíða
árum saman eftir að eignast bam. Ég
get orðið svo sár og reið yfir þessu og
finnst allt bera að sama bmnni: Það
er öllum nákvæmlega sama um
þennan hóp. Landspítalinn vildi
okkur út og heilbrigðisráðuneytið
hefur aldrei sýnt okkur neinn sér-
stakan skilning. Ég skil ekki hvað fólk
var að pæla með 250 meðferðum á
ári. Meðan aðgerðimar vom á Land-
spítalanum vom þær 250 á ári og þá
var árs biðlisti. Þegar Art Medica tók
svo við var básúnað í öllum tjölmiðl-
um að þjónustan yrði miklu betri og
biðlistamir styttri. Hvernig á að
stytta biðlista án þess að íjölga með-
ferðum? Það þarf nú ekki beinlínis
að vera neinn talnagúrú til að sjá að
það gengur ekki upp. Og þessi fyrir-
sláttur um tilraunaár er bara bull.
Hvernig stendur líka á því að menn
gátu ekki séð þetta löngu fyrr? Þetta
hefur hræðileg áhrif á fólk sem
reiknaði með að komast í aðgerð á
árinu. Fólk sem stendur í þessu er
líka að setja sig á hausinn, jafhvel
þótt niðurgreitt sé að fullu. Eg spyr
mig hvort þessi mismunun eftir
\
Ég var gjörsamlega
miðurmín, en svo leið
sumarið og ég
hringdi íágúst. Þá var
alit fuiit, en ég
hringdi aftur í sept-
ember, komst að og
kláraði meðferðina.
Það kom ekkert út úr
því. Ég fórsvo í tvær
tæknisæðingar tii við-
bótar fyrir áramót,
þærvorusemsé
orðnar fjórar í allt, og
allar án árangurs."
ist fjölskylda með nýfætt bam rétt
hjá mér og fór að taka myndir á
þessum hamingjudegi. Þetta er nátt-
úrlega eitt dæmið um hugsunarleys-
ið."
Hólmfríður segist vonast til að
eignast annað bam. „Ég get ekki
hugsað mér neina gleði stórkost-
legri," segir hún og horfir ástúðlega á
dóttur sína.
edda&dv.is
Framhaldá
næstusíðu
efnahag sé virkilega lögleg. Það em
ekki bara aðgerðimar sjálfar sem
kosta heldur bætist alltaf við auka-
kostnaður fyrir rannsóknir,
læknisheimsóknir og ótal margt
fleira."
Hugsunarleysi kerfisins
Talið berst að fóstureyðingum
sem em greinlega viðkvæmt um-
ræðuefni fyrir Hólmfríði. „Ég vil alls
ekki bera þessa hópa saman en
óneitanlega stingur það í augun
þegar ekkert er rukkað fyrir að eyða
fóstri, þótt það sé í tíunda sinn, en
fyrir tæknifrjóvgun em mkkaðir
tugir og hundmð þúsunda. Það er
líka ýmislegt annað sem særir fólk
sem þráir að eignast bam en getur
það ekki. Mér fannst til dæmis síð-
asta sort þegar ég var miður mín eft-
ir glasafrjóvgunina sem mistókst og
þurfti að hitta félagsráðgjafa, að
hann væri staðsettur á meðgöngu-
deildinni. Þetta var algjör martröð.
Meðan ég sat og beið strolluðu fram
hjá kasóléttar konur og þegar ég var í
þann veginn að fara inn staðnæmd-
rrií - *
Anægðar mæðgur Hólm-
friður Gestsdóttir hamingju-
söm með dóttur sína sem hún
eignaðist eftir langa þrauta-
göngu vegna ófrjósemi.
& .•••*•
Eva Margrét
Litla, fallega stúlkan varð
eins árs 4. september.