Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2005, Síða 40
40 LAUGARDAGUR 24. SEPTEMBER 2005
Helgarblað DV
*
Myrti foreldra
sína og ömmu
Unglingspiltur í Bandaríkjun-
um sem sendur var heim úr skól-
anum fyrir að mæta uppdópaður
skaut foreldra sfna og ömmu til
bana eftir að heim
var komið. Eftir
morðið tók
Matthew
Hackney bíl
og flúði und-
an lögregl-
unni en
y keyrði út af og
lést samstundis.
Matthew hafði aldrei áður lent í
vandræðum. Lögreglan telur að
hann hafi verið uppdópaður af
verkjatöflum sem læknir hafði
skrifað upp á fyrir hann. „Harm-
leikur," sagði skólastjórinn.
Barnakláms-
hrincjurteygir
sig til íslands
Barnaklámshringur á netinu
hefur verið upprættur af lögregl-
unni. Um áttatíu pervertar hafa
verið handteknir víðs vegar um
Evrópu í tengslum við málið en
lögreglan hefur tekið þúsundir
myndbandsspólna. Rannsókn-
inni var stjómað af Europol sem
hefur aðsetur í Haag í Hollandi en
lögreglan réðst til inngöngu í
fjöldamörgum löndum álfunnar
og þar á meðal hér á landi. „Það
er mjög mikilvægt að sýna þessu
fólki sem tengt er bamaklámi að
það getur ekki falið sig á bak við
tölvuskjá," sagði talsmaður lög-
reglunnar.
Morðiðtekið upp
á myndband
Foreldrar unglings sem mynd-
aður var í andarslitrunum eftir
stunguárás hafa biðlað til sam-
visku vitna að árásinni. Hinn 16
ára Kashif Mahmood var myrtur í
lestarstöð í Ilford í Essex á Bret-
landi. Lögreglan hefur 14 ára
ungling í haldi sem talinn er
tengjast árásinni. „Kashif var góð-
ur drengur. Dauði hans hefur rú-
stað fjölskyldunni. Það er líkt og
við höfum öll dáið og vaknað aft-
ur í þessari martröð," sagði móðir
Kashifs.
Mark Dyche var sjúklega afbrýðisamur. Hann hafði hrellt allar sínar fyrrverandi
kærustur og Tania Moore var engin undantekning. Hann lét sér hins vegar ekki nægja
að hræða hana og ógna og hætti ekki fyrr en hann hafði myrt hana. Tania hafði leitað
til lögreglunnar sem stóð sig vel í rannsókn málsins - eftir að Tania var látin.
Elt uppi
Við fyrstu sýn virtist sem Tania
Moore hefði látið lífið af slysförum.
Klukkán 9.55 þann 29. mars 2004
hringdi vegfarandi í lögregluna og
lét vita af útafkeyrslu nálægt Der-
byshire í Longford á Bretlandi. Þegar
lögregla og sjúkrabíll komu að
fannst hin 26 ára Tania Moore látin í
framsæti hvíta bflsins síns. Um
tveimur klukkutímum síðar kom
hins vegar í ljós að Tania hafði verið
myrt. Hún hafði verið skotin til bana
en morðinginn hafði látið líta út fyrir
sem um umferðaslys væri um að
ræða.
Sakamál
Fyrrverandi kærasti
grunaður
Tania var mikil hestamanneskja.
Hún rak ásamt móður sinni stóran
búgarð með yfir 50 hestum í þorp-
inu Alkmonton nálægt Longford. í
júní árið 2003 hafði hún fengið nálg-
unarbann á fyrrverandi kærasta
sinn Mark Dyche eftir að hafa orðið
fyrir Ifkamsárás tveggja manna á
býlinu. Lögreglan setti Mark því
strax efstan á lista þeirra grunuðu.
Mark Dyche var handtekinn og
kærður fýrir morðið. Þann 2. júlí var
honum stungið í fangelsi ásamt Ge-
orge Davies sem einnig var ákærður
fyrir verknaðinn. Báðir mennimir
neituðu en þrír aðrir voru handtekn-
ir fyrir að hafa rænt búgarðinn fyrr á
árinu.
Þegar málið var tekið fyrir f rétti
hélt saksóknarinn fram að Mark
hefði hatað Taniu síðan hún sleit
sambandi þeirra árið 2003. „Hann
sagðist vilja brjóta á henni fætumar
og stinga úr henni augun," sagði fé-
lagi Marks í vitnastúkunni. Þegar
Mark hitti Taniu á bar stuttu eftir að
hún sleit sambandi þeirra réðst
hann að henni öskrandi: „Ég ætla að
drepa þig,“ hrópaði Mark að henni
með geðveikisglampa í augunum og
hellti yfir hana úr bjórkönnunni
sinni og rispaði bflinn hennar er
hann yfirgaf staðinn. „Þau höfðu
farið á stefnumót og hann hafði
keypt handa henni hring. Þegar hún
vildi ekki meira með hann hafa
blossaði upp reiði og afbrýðisemi,"
sagði saksóknarinn. „Morðið var
lokahöggið. Hann hafði hrellt hana í
marga mánuði. Hann hafði elt hana,
hótað henni og stolið frá henni.
Hann vildi hana feiga. Hann vildi
stjórna ferðinni."
Ætlaði aðeins að hræða hana
Dómarinn fékk að heyra að Mark
hefði leitað til félaga sinna í von um
að finna einhvem sem vildi myrða
hana fyrir peninga. „Hann vantaði
peningana til að borga fyrir morðið
svo hann rændi heimili hennar.
Tveir menn birtust á búgarðinum og
báðu um að fá að hringja. Þeir
spörkuðu í hana, börðu hana með
kylfu og tóku verðmæti. Samt fannst
honum hún ekki hafa fengið það
sem hún átti skilið." Saksóknarinn
hélt áfram og sagði að níu mánuð-
um eftir ránið hefðu Mark og Ðavies
beðið hennar á þjóðveginum. „Mark
hafði keypt sendiferðabfl og þegar
hún birtist á veginum keyrði hann
utan í hana í von um að ýta henni
fram af veginum. Þegar það gekk
ekki skaut hann hana og keyrði í
burtu."
Eftir morðið hringdi Mark í
kæmstuna sína og bað hana um að
sækja sig. Þegar hún spurði hvað
hann hefði verið að gera svaraði
hann: „Þú vilt ekki vita það."
Kærastan laug að lögreglunni í
fyrstu en viðurkenni síðar að Mark
hefði ekki verið hjá henni allt um-
rætt kvöld. Mark neitaði að hafa
myrt Taniu og sagði Davies morð-
ingjann. Davies hafði viðurkennt
aðild sína að málinu en hélt því
staðfastlega fram að hann hefði ekki
vitað að Mark ætlaði sér að fremja
morð. „Mark var sá eini sem hafði
ástæðu," sagði saksóknarinn. „Hann
var með Taniu á heilanum og myrti
hana að lokum." Davies hafði aldrei
séð Taniu áður. Hann hafði ætlað að
hjálpa til við að hræða hana. Hann
sagði lögreglunni að hann hefði ekki
haft tíma til að yfirgefa bflinn áður
en Mark skaut á hana.
Fyrrverandi kærustur
bera vitni
Kviðdómurinn fékk að vita að
Tania hefði verið skotin í munninn
af stuttu færi. Mark hafði boðið fé-
lögum sínum háar upphæðir en
enginn þeirra hafði tekið verkið að
sér. Eftir árásina á býlið hafði Tania
látið lögregluna vita. „Mér finnst ég
ekki ömgg á mínu eigin heimili. Ég
er alltaf hrædd." Fyrrverandi eigin-
kona Marks bar vitni gegn honum í
réttarsalnum. Hágrátandi lýsti hún
því hvemig Mark hefði lagt hana í
einelti eftir skilnað þeirra. „Hann
birtist á glugganum hjá mér með
hníf og hótaði að drepa mig.“ Mark
var handtekinn en virti nálgunar-
bannið að vettugi og birtist aftur
heima hjá henni vopnaður byssu.
Önnur fyrrverandi kærasta hans
sagði Mark hafa drepið köttinn
hennar eftir að þau hættu saman.
„Hann skaut köttinn og stakk annað
augað úr hestinum mínum." Annað
vitni sagði Mark hafa beðið sig um
að myrða Taniu. „Ég sagði honum
að gleyma þessu. Pör hætta saman,
þetta væri ekkert mál."
Kviðdómurinn fékk einnig að vita
að Tania hafði kvartað til lögregl-
unnar vegna ógnandi SMS-skila-
boða frá Mark. Þau skilaboð vom
ekki rannsökuð fyrr en Tania var
dáin. „Kærastan mín vill fá höfuðið á
þér á diski líkt og kjötið sem við ætl-
um að borða í kvöld," stóð í einum
skilaboðunum. „Lögreglan mun
ekkert gera. Ekki fyrr en það verður
of seint," sagði Tania við móður sína
eitt kvöldið.
Tilfinningalaus og
hættulegur
Mark var sakleysið uppmálað
þegar hann bar vitni og kenndi
Davies um allt. „Ég hafði beðið hann
r ' *y
* ■ « ¥ •, V
b ik
Tania Moore Tania hafði leitað til lögregl-
unnar I von um hjálp. Lögreglan brást ekki
viðfyrrenofseint.
um að hræða hana en minntist
aldrei á morð. Þegar hann kom til
baka fann ég á mér að eitthvað væri
að. Ég hefði hætt við allt saman ef ég
hefði vitað að hann væri með
byssu." Kviðdómurinn trúði honum
ekki og þann 12. mars var Mark
dæmdur fyrir morðið og fyrir að
borga mönnum fyrir að ráðast á
Taniu.
„Ef lögreglan hefði unnið vinn-
una sína þá væmm við ekki hér í
dag," sagði móðir Taniu með tárin í
augunum. „Þeir stóðu sig vel eftir
morðið en fyrir það gerðu þeir ekki
neitt. Ég veit ekki hvort ég muni geta
fýrirgefið þeim." Talsmaður lögregl-
unnar reyndi að klóra í bakkann og
sagði sína menn hafa staðið sig vel
þótt þeir hefðu getað gert enn betur.
„Þú ert hættulegur maður,"
sagði dómarinn við Mark þegar
hann las upp dóm sinn. „Þú hefur
ekki sýnt nein merki um iðmn og
meira að segja lögfræðingur þinn
segir þig tilfinningalausan." Mark
Dyche var dæmdur í lífstíðarfang-
elsi og George Davies í þriggja og
hálfs árs fangelsi.
Úlfmaöurinn loksins á bak viö lás og slá eftir fjöldamargar nauðganir og morð
Kastaði líkinu eins og
Móðir Hönnuh Williams, sem
var myrt af Robert Howard eða úlf-
manninum eins og hann hefur ver-
ið kallaður í bresku pressunni, lýsti
fyrir fjölmiðlum hvernig Howard
hefúr eyðilagt líf ijölskyldunnar.
„Mig dreymdi alltaf um hvítt brúð-
kaup dóttur minnar. í staðinn
höfðum við hvíta jarðarför."
Hannah er aðeins eitt af mörgum
fórnarlömbum hins illa Howards.
Hún hafði verið týnd í tæpt ár þeg-
ar móðir hennar heyrði að lík
ungrar stúlku hafði fundist í
skurði. „Fréttamaðurinn Iýsti föt-
unum og ég vissi að þetta væri
dóttir mín. Ég missti allan kraft í
fótunum og öskraði og grét," sagði
rusli
móðirin. Hún krafð-
ist þess að sjá staðinn
sem líkið fannst á en
fékk ekki að sjá dóttur
sína þar sem
lfldð var illa
rotnað. „Ég
hélt að mér
myndi líða
Skrímsli Howard hefur oft verið handtekinn
fynr nauðganir en hefur hingað til sloppið
vegna mistaka i kerfinu. Hann er einnig tal-
inn hafa fleiri morð á samviskunni.
betur ef ég fengi að sjá hvar
hún var drepin en varð þess í
stað ofsalega reið. Litlu
stúlkunni minni var kastað
eins og rusli og látin rotna."
Lögreglan segir að
Hönnuh hafi verið nauðgað
og hún svo kyrkt. Howard
hefur oft verið
handtekinn fyrir
nauðganir en hef-
ur hingað til
Fórnarlamb Hannah
Williams er aðeins eitt
af fórnarlombum hins
illa Howards.
sloppið vegna mis-
taka í kerfinu. Hann er einnig tal-
inn hafa fleiri morð á samviskunni.
*