Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2005, Blaðsíða 3
DV Fyrst og fremst MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 3 Spurning dagsins Hrædd um tölvupóstinn þinn? Þarfað endurskoða það „Ég hefekki verið hræddum tölvupóstinn minn hingað til. En kannski þarfmaður að fara að endur- skoðaþað." Margrét María Sigurðardóttir, framkvæmda- stjóri Jafnréttisstofu. „Nei, ég er ekki hrædd við að nota tölvupóst. Nota hann mjög mikið en fer var- lega. Sendi til dæmis ekki korta- númereða annað viðkvæmt með pósti." María Óskars- dóttir viðskipta- fræðingur. y „Ég nota tölvupóst mjög mikið og get vel ímyndað mérað menn geti skoðað hann. En þetta er aðallega vinnu- tengt. Engin leynd- armál eða risa- skúbb." María Sveinsdótt- ir, útvarpskona á Létt. „Nei, ég get ekki sagt það. Enda ekkert krassandi I mínum tölvupósti sem mætti ekki koma í Ijós. Það væri ann- að mál efsvo væri." María Kristín Steinsdóttir myndlistarkona. „Eigum við ekki að orða það svona: Ég skrifa undir leyninafninu Gísli þessa dag- ana." María Heba Þorkelsdóttir leikkona. , Birting tölvupósts Jónínu Benediktsdóttur og Styrmis Gunnarssonar hefur vakið upp mikla umræðu í landinu. Fleiri spurningaren svör Það er hins vegar langur vegur frá þvi að fréttaflutningur Frétta- blaðsins sé eitthvert einsdæmi. Erlendis er velþekkt að slíkar upplýs- —“BT, ingar séu birt- stm FRET | ar og hafa j stund- um haft í för með sér miklar afleið- ingar. Spurningin er hvort hér hafi þannig verið brotið blað í íslenskri blaðamennsku og hvort hún verði jafnvel enn harðari en áður eftir þetta? Og hvort blaða- mennska af þeirri tegund sem birtist okkur á forsíðu DV í gær, sé virkilega komin til að vera í opinberri umræðu hér á landi? Hér hefúr aðeins verið vikið að einum anga þessa máls, en svo miklar upplýsingar koma fram dag hvern að erfitt er að henda reiður á málinu öllu.Er nema von að einhverjir verði ráðvilltir og skilji hvorki upp né niður? Líklega er best að fá heildarmyndina áður en frek- ari ályktanir eru dregnar, en um þetta mál allt má segja að þrátt fyrir mikið frétta- magn, ótölulegan fjölda viðtala, yfirlýsinga og skýringa, hafa vakn- að um það fleiri spum- ingar en svör. Björn Ingi Hrafnsson skrifar Á heimasíðu sína: hjorningi.is Efþúekki hlýðir. :Einar Knstinn Guðfinnsson skrifar á heimasiðu sma: ekg.is Forstjóri Baugs Jón Ásgeir Jó- hannesson er óánægður með að birtar séu allar ákærurnar í Baugsmálinu í Morgunblaðinu. Viðbrögðin? Neitar að tala við Morgunblaðið á meðan núver- andi ritstjóri starfar þar og hótar þvi síðan að hætta að auglýsa í blaðinu. Sé hliðsjón höfð af ítökum Baugs í ís- lensku við- skiptalífi eru augljós áhrifin af auglýsinga- banni. Hvað Morgunblaðið varðar er þetta sérstaklega athyglisvert. Því þeir Baugsmenn eru eigend- ur að stærstu fjölmiðlasamsteyp- unni í landinu og helsta keppi- naut Morgunblaðsins. Athyglisvert er og að þessar hliðar málsins hafa ekki komið upp í fjölmiðlaumfjöll- un síðustu daga. Amk. hef ég ekki séð umfjöllun um þetta í Fréttablað- inu, DV, Bylgj- unni, Stöð 2, Talstöðinn- ni... En afsak- ið. Plássið leyfir ekki frekari upp- talningu fjöl- miðla í eigu Baugs. Össur Skarphéðinsson skrifar í DV á miðvikudögum Hann veltir fyrir sér einkafundinum í Lundúnum í janiíar 2002 ¥ ®n?inn skildi jálfsSjísflSSs . »Fáir truðu honum Hreinn Loftsson stjórnarformaður Baugs og fyrr- verandi aðstoðarmaður Öavíðs sagði í byrjun mars 2003 að formaður Sjálfstæðisflokksins hefði á frægum einka- fundi þeirra 26. janúar ári fyrr í Lundúnum sakað stjóm- endur Baugs um spillingu £ auðgunarskyni. Eftir fúndinn varaði Hreinn stjórn Baugs við einhvers konar yfirvof- andi aðgerðum stjómvalda. Þessar upplýsingar „týndust" inn í bylinn sem skall á 1-2 sólarhring- um síðar þegar Davíð ásakaði Baug um að hafa reynt að múta sér með milligöngu Hreins. Allar götur síðan hafa menn velt fyrir sér hvaðan í ósköpunum Davíð ætti að geta haft upplýsingar á þeim tíma innúr miðju bókhaldi Baugs sem leiddu hann til slíkra staðhæfinga - jafnvel þó á einkafundi væri. Var Hrein að misminna eða sagði hann hreinlega ósatt? Ég hallaðist að seinni skýringunni. Ég kom því einfaldlega ekki heim og saman að forsætisráðherra gæti haft slíkar upplýsingar. í málsvörn sinni í Mogganum á sunnudag segir Styrmir að veturinn og vorið 2002 hafi streymt að sér miklar upplýsingar í formi munnlegra frásagna og margra tölvubréfa þar sem fjatlað var m.a. um umdeildan reikn- ing vegna snekkju Baugsfeðga. Upplýsingarnar voru þess eðlis að Styrmir stuðlaði beinlínis að því að þær voru sendar yfirvöldum til rann sóknar. Á þeim tíma taldi því ritstjóri Morgunblaðsins að innan Baugs væri spilling sem verðskuldaði rannsókn yfir- valda - og lagði sitt af mörkum til að af henni yrði. Bau bókhald* in blað! uppjýsf um9 mogulegan far- Að \ veg. “ eigin sögn hafði því Styrmir upplýsingarnar undir höndum á sama tíma og Davíð sakaði Baug um spillingu á Lundúnafundinum - að sögn hins gamla aðstoðarmanns hans. Enginn utan Baugs virðist þá hafa séð skjölin nema Jónína Benediktsdóttir og Sullenberger. Bæði hafa neitað því að hafa náð sambandi við Davíð Oddsson. Það virðist því engum til að dreifa sem heimild formanns Sjálfstæðisflokksins nema ritstjóra Morgun- blaðsins - hafi Hreinn sagt rétt frá. Hreinn var staddur erlendis þegar hann upplýsti um fúndinn og ætlaði að leysa frá skjóðunni þegar hann kæmi heim. Bolludagsbylurinn brast á í millitíðinni og Hreinn hætti við að tala. Fáir trúðu honum af því enginn skildi hvernig formaður Sjálfstæðisflokksins hefði átt að geta haft upplýsingar úr bókhaldi Baugs. Ritstjóri Morgunblaðsins hefur nú í sínu eigin blaði upplýst um mögulegan farveg. llari ÖssurSkarphéðinsson | + *» *• M f « fl|S*Bfl ,, ,, , ,... . ~ ^ flfll MÍ flH 8H fli HHHIHIfl

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.