Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2005, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005
Fréttir DV
Forstjóri vill
Moggafund
Forstjóri Haga,
Finnur Ámason,
hefur óskað eftir
fundi með Morgun-
blaðsmönnum þar
sem hann telur ljóst
að Morgunblaðið sé
í herferð gegn
Baugi. Hagar reka
81 verslun fyrir hönd Baugs
á íslandi, Svíþjóð og Dan-
mörku. Meðal þeirra eru
Hagkaup, Bónus, 10-11,
Topshop, Útilíf og Deben-
hams. Finnur segir þessi
fyrirtæki auglýsa fyrir
margar milljónir á ári í
Morgunblaðinu en það
gæti verið tekið til endur-
skoðunar vegna fréttaflutn-
ings Morgunblaðsins af
Baugsmálinu.
Ný lögreglustöð verður
opnuð í Alfabakka í Mjódd-
inni í dag. Þó er ekki um
fjölgun lögreglustöðva að
ræða því um leið lokar
stöðin í Völvufelli í Efra-
Breiðholti. Samkvæmt upp-
lýsingum frá lögreglunni í
Reykjavík er lögreglan með
þessu að færa sig nær íbú-
um Breiðholts með því að
vera í aðal þjónustu- og
verslunakjarna hverfisins.
Aðalvarstjóri hefur verið
skipaður til að veita stöð-
inni forstöðu og auglýst
hefur verið eftir iögregiu-
mönnum sem eingöngu
munu vinna í Breiðholti.
Valur Heiðar Sævarsson
söngvari Buttercup.
„Það ernúoft þannig að mað-
ur man eftir þvísiðasta. Því
dettur mér eftirlaunafrum-
varpið og Baugsmálið fyrst i
hug. Annars er ég mjög hlut-
laus þegar kemur að þessum
stjórnmáium. Davíð hefurgert
marga góða hluti en ég held
að það hafi verið kominn tlmi
á endurnýjun."
Hann segir / Hún segir
„Mér er það minnistætt þegar
Davið kom á inn á þing til að
taka við einu af mikilvægustu
embættum þjóðarinnar, for-
sætisráðherraembættinu. Þá
var ég einnig að taka við nýju
embætti sem forseti Alþingis.
Ég vill fá að nota tækifæriö og
þakka Daviö fyrir samstarfið
og óska honum um leið vei-
farnaðar í nýju starfi."
Salóme Þorkelsdóttir
fyrrverandi forseti Alþingis.
Karl Rúnar Ólafsson, stórkartöflubóndi á Lyngási í Rangárþingi ytra, segir farir
sínar ekki sléttar eftir samskipti við lögregluna á svæðinu: Ráðist var á Karl og
hann keyrður ofan í moldina svo honum lá við öngviti. Lögreglan hafði verið að
eltast við vinnumann á Lyngási sem hafði keyrt of hratt. Karl þótti ekki samvinnu-
þýður og var þá kallað út aukalið.
slysavarðstofuna á Hellu og heilsugæsluna. Ég er óvinnufær.
Brákaður putti og öxlin úr sambandi," segir Karl Rúnar Ólafsson
stórkartöflubdndi á Lyngási í Rangárþingi ytra. Karl lenti í
kröppum dansi við lögregluna í gær. Segist hafa sætt því sem
hann kallar „fólskulegri lögregluárás". Lýsingar hans á atburð-
um eru með ólíkindum.
Vegfarandi nokkur vakti athygli
DV á því í gærmorgun að við Lyngás
væru fjórir lögreglubflar með blikk-
andi ljós. Honum þótti einsýnt að
þama væri eitthvað mikið í gangi.
Þegar DV leitaði skýringa hjá sýslu-
manninum á Hvolsvelli, Kjartani
Þorkelssyni, var fátt um svör. „Þetta
var hraðakstur sem þurfti að fylgja
eftir,“ segir Kjartan. Aðspurður
hvort ekki sé vel í lagt að kalla til
fjóra lögreglubfla þegar umferðar-
brot er annars vegar sagði Kjartan að
það færi eftir því hvernig málið ligg-
ur.
„Ætlið þið að drepa mann-
inn?"
Þegar DV leitaði skýringa hjá
kartöflubóndanum Karli kom held-
ur betur annað hljóð í strokkinn.
„Þetta er mesta ógeð sem manni
hefur verið sýnt um ævina. Þeir
keyrðu mig í moldina þannig að ég
náði ekki andanum í fleiri mínútur.
Og féll í öngvit. Nefið og munnurinn
fúllur af mold. Þetta var hrottalegt,
þeir snem upp á handleggi og lapp-
irnar á mér. Og hættu ekki fyrr en
einhver öskraði: Ætlið þið að drepa
manninn? Ég er allur lemstraður og
undirlagður."
Karl rekur atburðarás þannig að
vinnumaður hans var á akrinum
þegar lögreglumaður kom að, ók inn
á vinnusvæðið og sagði að hann
hefði tekið upp á myndavél bfl sem
ók of hratt. „Við vomm að taka upp
kartöflur. Hann var einn lögreglu-
„Þeir fóru fímm á mig
og rétt höfðu að járna
mig. Fimm krakka-
gemiingar. Þetta voru
hroðaleg járn sem
fóru iila með mig."
maðurinn og strákurinn farinn að
vinna. Strákurinn hringir í mig og
segist engan frið fá fyrir lögreglu-
manninum. Hann sé eltur með lát-
um."
Klipptu niður girðinguna
Karl segist hafa komið að og beð-
ið lögreglumanninn um að fara,
þetta væri vinnusvæði og bfllinn
væri í hættu. „Ég sagði að strákurinn
kæmi bara eftir vinnu og gæfi
skýrslu. Enda væri þetta fyrirliggj -
andi - atvikið átti jú að vera til á
myndavél. Það var enginn feluleikur
í gangi. Og lögreglan aldrei hindmð í
því að yfirheyra manninn."
Karl kartöflubóndi segir að lífs-
viðurværi sitt lægi við að hann og
vinnumenn hans átta að tölu næðu
upp kartöflum fyrir frost. Og ef um-
ræddur strákur þyrfti að fara til að
gefa skýrslu núna yrði allt stopp. „Ég
þarf að nýta daginn en þá kallar
hann út liðsauka. Og kom þá varalið
frá Selfossi og allt liðið frá Hvols-
velli."
Illa leikinn Karl kartöflubóndi er óvinnufær eftir meðhöndlun lögreglunnar: Brákaður putti
og öxlin iemstruð og óvirk. Kari ætlar að kæra atvikið.
Þá lokaði Karl vinnusvæðið af
með hliði en lögreglan klippti niður
girðinguna og mddi sér braut inn á
svæðið.
Hasar á kartöfluakri
Þegar þarna er komið sögu er
mikill hasar á kartöfluakrinum.
Vinnuvélar vom í gangi á svæðinu
og dettur ein kartafla á einn lög-
reglubflinn úr rana sem tengdur er
við traktor. „Þá var öskrað: Handtak-
ið manninn! Þeir ráðast að honum
en ég bið um að fá að tala við mann-
inn. Þá öskrar einn lögregluþjónn-
inn: Þetta er geðveikur maður!
Handtakið hann! Og það var ég!“
Karl segist áður hafa hringt í
sýslumanninn en hann hafi hafnað
því að vinnumaður kæmi til að gefa
skýrslu að vinnudegi löknum.
„Þeir fóru fimm á mig og rétt
höfðu að járna mig. Fimm krakka-
gemlingar. Þetta vom hroðaleg járn
sem fóm illa með mig. Svo drösluðu
þeir mér í einhverja Svörtu Maríu
eins og ég væri stórglæpamaður. Og
þar lá einn þeirra ofan á mé.r allan
þann tíma sem ég var þar. Og herti
ef ég hreyfði mig. Ég var bara pynt-
aður."
Árás að tilefnislausu
Leiknum lauk með því að lögregl-
an lét sig hverfa af vettvangi og Karli
hent út úr bflnum. Það var eftir að
vinnumaður hafði játað brot sitt að
hluta hvað hraðaksturinn varðaði.
Nánast til að bjarga húsbónda sín-
um en það fylgir sögunni að hraða-
Karl Rúnar Ólafsson Ber lögregluna á
Hvolsvelli þungum sökum, segir hana hafa
ráðist á sig að tilefnislausu og pyntað. Frá-
sögn hans er með ólíkindum.
mælingin hafi klúðrast. Karl segir
framkomu lögreglu með ólíkindum
og árásina aigerlega tilefnislausa.
„Þetta var hreinræktuð árás. Og við
ofurliði bornir. Þetta snérist um að
sýna vald sitt. Þeir vom búnir að
spenna á sig beltin og kylfurnar,"
segir Karl og ætlar sér sannarlega að
kæra. Enda fjöldi vitna að atburðin-
um. Hann segist óvinnufær og tafir
við kartöflutökuna meðan á þessu
stóð nemi þremur tímum - og ólíkt
meiri hvað sig varði.
jakob@dv.is
I Lyngás í Rangárþingi ytra
I Þarna stundar Karl kartöflubú- f
| skap og er þetta vettvangur
I atburðanna - iögreglan
j klippti niður girðingu til að
j komast inn á kartöfluakurinn.
Hendur kartöflu-
bóndans Eru biáar og
marðar eftir járnin og
einn puttinn brákaður.