Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2005, Blaðsíða 14
74 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV ■ '■ íflíssr*^ Skaqamenn ig skrifa undir Starfsmannafélag Akra- ness skrifaði undir nýjan kjarasamning við launa- nefnd sveitarfélaga i fyrra- kvöld. Þann þrítugasta ágúst var samþykkt á fé- lagsfundi a boða til verk- falls en metþátttaka var á fundinum. Verkfallinu hef- ur nú verið frestað til ní- unda október og verður endanlega aflýst verði samningurinn samþykktur. Verkfallið hefði meðal ann- arra náð til starfsmanna skóla, leikskóla, dvalar- heimilis aldraðra og bæjar- skrifstofu. Nýji samningur- inn kveður á um 22 prósent hækkun til 2008. Ráðistá aldraða konu Um helgina fékk lögregl- an í Vestmannaeyjum boð um að ráðist hafl verið inn í íbúð konu á sjötugsaldri og henni hent utan í vegg og sparkað í hana. Ástæðan mun veræstVað konan kvartaði yfir hávaða sem barst frá íbúð sem er fyrir ofan hana. Gestir íbúðar- innar voru eitthvað ósáttir við afskiptasemina sem endaði með því að ein- hveijir af gestunum réðust á hana. Konan var flutt á sjúkrahús og lögð inn þar sem talið var að hún væri með sprungur í tveimur hryggjaliðum. Allir klessa á Hellisheiði Á mánudagsmorgun voru akstursskilyrði á Hellisheiði og f Svínahrauni slæm vegna krapa, hálku og hvassviðris. Ein bifreið fór útaf og valt við Litiu-Kaffi- stofuna. Rétt ofan við Kamba fór lítil fólksflutningsbifreið út af veginum. Fjórir far- þegar voru í bifreiðinni og slasaðist einn lítilsháttar. Jeppabifreið stöðvaði í veg- kantinum til að aðstoða en vildi ekki betur til en að annar bíll kom og ók aftan á jeppann. Sjö manns slös- uðust minni háttar í þess- um óhöppum en eignar- tjón var talsvert. SÍF græðirá laxi SÍF hefur snú ið rekstri sínum við og var hagn- aður fyrstu sex mánuði ársins rúmar211 millj- ónir króna. Á sama tímabili í fyrra nam tapið um 130 milljónum. Astæðan er meðal annars sala á nokkrum dótturfélögum. Þá jókst söluverðmæti á reyktum laxi og „fois gras'* (afurð úr anda- og gæsalif- ur) í Frakklandi og á Spáni. Sigurður Þ. Ragnarsson er með nýjustu gögn undir höndum um veðrið í vetur. Þegar hann rýnir í spár evrópskra reiknimiðstöðva fær hann glögga mynd af vetr- inum. IRI Muld-Model Probability ForeoastforPredpitation forOctober-November-Deoember2005, Issued Soptomber 2005 PcíconUía UuiUiood of: ITlfetovo-rotmal Pr»opiu«»Mi |Nj Naai-raniul PMOf.Ui.Mi |f| Bdow-immal Pioapilalion Wiíu moíom ovotlaod tiava dauMMpcii p«cx>atai*« D DrySasion Uaskang rf 11 , f. 0 > í v \ rv' Evrópsk langtíma- spá Sýnir okkur veðr- ið i vetur. Probabllity (%) of Most Likely Category Normal Above-Normal □ r~r~i------------------- 40 40 45 50 60 70 Met OfTice : More likely 2m tempercrture tercile categories Oct/Nov/Dec Issuod : Septsmber 2005__________________________________________________ ::;' t Kaldasti septembermánuður frá því mælingar hófust vekur ugg hjá fólki og telja margir að kuldakastið sem nú gengur yfir sé að- eins lognið á undan storminum og framundan sé fimbulvetur. Siggi Stormur er með spár evrópskra reiknimiðstöðva undir höndum og úr þeim má lesa ýmislegt um veðrið fram á vor. „Þetta er ömurleg byrjun á hausti og afskaplega sorglegur endir á lélegu sumri," segir Sigurður Þ. Ragnarsson, jarð- og veðurfræðingur, oft nefndur Siggi Stormur, um kaldasta septem- bermánuð síðan mælingar hófust. Sigurður er svolítið hugsi yfir bakslag- inu í þeirri góðviðraþróun sem verið hefur undanfarið og hann átti ekki von á að fá svo kaldan september. Suðlægar áttir og úrkoma „Þessi kuldakafli núna er þó eng- inn staðfesting á að framundan sé kaldur vetur. Hinsvegar eru menn með ýmsum aðferðum að finna út hvernig veturinn komi til með að þróast og það bendir margt til þess að loftþrýstingur í Evrópu verði með hærra móti í vetur sem þýðir að suð- lægar áttir gætu orðið algegnar. Gangi þetta eftir má búast við að veturinn verði mildur en þar sem við fáum hlýtt loft úr suðri gæti hann orðið úrkomusamur," segir Sigurður um útkomu evrópskra langtíma- spáa. „Þessi kuldakafli núna er þó enginn staðfesting á að framundan sé fimbul- vetur" Nokkrar gráður „Ef við lítum á gróðurhúsaáhrifin ein og sér þá er magn gróðurhúsa- lofttegunda í sögulegu hámarki og því er ástæða til að ætla að við eigum inni nokkrar gráður til hækkunar á hita. Sjávarhiti rennir einnig stoðum undir þá kenningu að veturinn verði mildur," segir Sigurður eftir að hafa lagt mat á fyrirliggjandi gögn. Grámygla „Ef loftþrýstingur verður mjög hár yfir Skandinavíu þá leiðir það til þess að lægðagangur yfir landinu verður með meira móti sem þýðir að veturinn verður vindasamur. .Niður- staðan er því þessi að ég spái mild- um, frekar vindasömum og grámyglulegum vetri svo lands- menn skulu treysta á öflugt menn- ingarlíf og óvæntan gleðskap frá rík- isstjórninni í grámyglunni," segir Sigurður. Spá Veðurklúbbsins væntan- leg Þess má geta að Veðurklúbbur- inn á Dalvík heldur fund í byrjun næsta mánaðar þar sem gerð verður spá fyrir komandi vetur. DV mun birta niðurstöðurnar um leið og þær berast. svavar@dv.is Átelur seinagang borgarstjóra komast á skíði strax Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokks, átelirr harðlega að stjóm Skipulagssjóðs Reykjavíkur hafi enn ekki tekið fyrir samþykkt íþrótta- og tómstundaráðs frá 2003 tim að hefja viðræður við eigendur jarðar- innar Stardals um kaup borgarinnar á landinu undir skíðasvæðinu í Skála- felli. Kjartan segist hafa reynt að hreyfa við málinu í mars á þessu ári með til- lögu um Skipulags- sjóður tæki slíkar viðræðuruppogað Orkuveitu Reykjavíkur þrði boðin pðild að þeim vegna Inigsanlegr- lar nýtingar jarðhita á svæðinu. Borgarstjóri hafi þá óskað eftir frestun málsins en heit- ið því að taka það upp á næsta fundi: „Þrátt fyrir að næstum sex mánuð- ir séu liðnir frá því tillagan var lögð fram af undirrituðum, hefur hún ekki enn hlotið afgreiðslu á, vettvangi stjómar I sjóðsins, eins og lög ’ gera ráð fyrir," segir Kjartan og krefst skýr- inga að því er fram kem- ur í nýjustu fundargerð Skipu- lags- sjóðs. Kjartan Magnússon Átel- ur harðlega að ekki skuli farið að lögum i stjórn Skipulagssjóðs Reykjavíkur vegna kaupa á skíðasvæð- inu í Skálafelli. Hvalreki hjá hinni nýju Októberbíófest Tarantino til (slands önnur lokamynd kvikmyndahá- tíðarinnar Októberbíófest, sem fs- leifur Þórhallsson stendur fyrir, verður Hostel eftir íslandsvininn Eli Roth. í myndinni leikur Eyþór Guð- jónsson, sem meðal annars er þekktur fyrir að hafa verið kærasti Lindu Pétursdóttur þegar hún var kjörin ungfrú ísland 1988. Efht verð- ur til sérstakrar galasýningar 12. nóvember og svo verður slegið upp miklu teiti á skemmtistað í Reykja- vík. Þetta kemur fram í tiikynningu frá ísleifi sem jafnframt staðfestir orðróm þess efnis að von sé á sjálf- um Quentin Tarantino en hann er einn framleiðanda myndarinnar. Tarantino mun hafa um langa hríð vera spenntur fyrir því að sækja ís- land heim ekki síst vegna fagurra lýsinga Eli á landi og þjóð. Quentin Tarantino er einn þekkt- asti kvikmyndaleikstjóri seinni tíma en honum skaut upp á stjörnuhim- ininn með myndinni Pulp Fiction 1994.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.