Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2005, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2005, Blaðsíða 31
DV Lífiö MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 31 ) I l \ _L Dindill .is er ný vefsíða sem starfrækt er af hressum hópi krakka á menntaskóla- aldri. Á síðunni má finna heimspekilegar vangaveltur, kvikmyndagagnrýni og mat- aruppskriftir svo eitthvað sé nefnt. Í3V talaði við Halldór Ásgeirsson. einn ritstjóra síðunnar, og sagði hann síðuna vera málefnanlega viðbót í menningu ungs fólks. „Okkur fannst vanta málefnan- lega síðu fyrir ungt fólk, allar aðrar eru troðfuUar af myndum af fólki að skemmta sér, þess vegna byrjuðum við með þetta," segir Halldór Ás- geirsson galvaskur. Halldór er einn ritstjóra vefsíðunnar dindill.is en þar má finna allt milli himins og jarðar fyrir ungt fólk. Síðan fór af stað með miklum krafti þann fimmta september en eitthvað var búið að hræra í henni í sumar. „Það má finna þama inni vangaveltur okkar í bland við grín og glens," seg- ir Halldór. Dindilshópurinn telur í allt tíu manns. Sjö þeirra sjá um að skrifa almennar greinar en til við- bótar em tvær stúlkur sem sjá um leikhúsdóma og svo ljósmyndari. Halldór kemur sjálfur úr MH en sex pennar til viðbótar koma þaðan, út- skrifaðir eða ennþá í námi, hinir þrír koma úr MR. Hápólitískir og óháðir A síðunni má finna umræðu- svæði þar sem lesendum er frjálst að tjá skoðanir sínar um þau mál sem em í deiglunni hverju sinni. Núna er aðalumræðan um afskipti bankanna af nemendafélögum og inmás þeirra í skólana. Nýjasta greinin er eftir Finn Guðmundsson, ber hún heitið Réttlætanlegt stríð og fjallar á heimspekilegan og hreinskilinn hátt um stríð og skaðsemi þeirra. Það má með sanni segja að dindill.is sé hápólitísk síða. „Við emm hápóli- tískir án þess að binda okkur við nokkurn stjómmálaflokk. Það em skiptar skoðanir á stjómmálum inn- an hópsins og síðan sjálf er fullkom- lega óháð,“ segir Halldór beinskeytt- ur. Samkvæmt Halldóri geta kraldcar allt frá gmnnskóla og upp í háskóla haft gagn og gaman af síðunni. Komnir í útvarp Dindill hefur aðeins verið starf- ræktm í einn mánuð og nú strax hef- ur hópurinn náð að koma sér í út- varpið. „Á þriðjudaginn vomm við með fyrsta útvarpsþáttinn okkar,“ segir Halldór en dindill verður með tíu mínútna langt unni sé markmiðið að gera sem mest og færa enn frekar út kvíarnar. Dindill er að mati margra nauðsyn- le| viðbót við menningu ungmenna á Islandi. Þar em vel skrifaðir pistlar um málefni líðandi stundar, sem ungt fólk ætti að láta sig varða. dori@dv.is ÓlafurTryggvason knattspyrnumaður er 25 ára í dag. „Maðurinn veit að hann er ábyrgurfyrir eigin láni.Hann virðist kunna lagið á nán- £ \ast öllu. Hann geturt.d. Ihæglega breytt kofa í | f ástarhreiður þvi siðfág- aður smekkur hans tek- ur til allra smáatriðanna í ( N*4pLlífi hans og umhverfi," segir I stjörnuspá hans. Ólafur Tryggvason «? ■ iáir í si Vatnsberinn oo.jan.-i8.febr.) Næstu misseri knýja persónu- legar stundarþarfir á hjá þér af mikl- um hraða og krafti svo að þú gleymir jafnvel því sem er mikilvægast á þess- ari stundu. Hugaðu vel að ástvinum þínum. Flskm\Ul9.febr.-20.mars) Smáatriði eru ekki þín deild og það er hlédrægni ekki heldur. Hjálpaðu náunganum ávallt meðvit- að. \\\ÚWm(21.mrs-19.aprll) Þörf þín fyrir hvatningu veg- ur jafnvel þyngra en þörfin fyrir ör- yggi og því ert þú fær um að taka áhættur. Þú hefur hinsvegar óbeit á þvingunum og átt það til að rlsa gegn hefðum sem aðrir álíta nauð- synlegar. Nautið (20. aprll-20. wai) Hér kemur fram að stjarna nautsins ber gott skyn á samræmi.er mjög eftirtektarsöm og hefur flnlegt litaskyn og ætti fyrir alla muni að efla þann eiginleika mun betur. Tvíburarnir (21 .mai-21.júnl) Þú þarft án efa að verjast með því að draga þig útúr hringiðunni ef þú getur. Hér kemur einnig fram að fólk fætt undir stjörnu tvíbura ætti að geta kúplað sig út úr hlutunum og greina þá til að vera fært um að setja sér enn skýrari markmiö. KrMmi22.]únl-22.júll)____________ Ekki láta aðstæður hérna draga úr þér allan mátt.hvort sem um einkallf þitt er að ræða eða jafnvel starf/nám. Taktu eingöngu þátt I verkefnum sem auka sjálfstraust þitt og vellfðan. LjÓnÍðptyiií-22.^1) Sameining á huga þinn hér af einhverjum ástæöum á sama tíma og þú kýst að hún verði að veruleika með þínum hætti. Meyjan (23. ágúst-22. sept.) Til að þlnir nánustu veröi færir um að skiija þig þurfa þeir jafn- vel að tileinka sér sérstaka nálgun gagnvart þér,því þú átt það til að vera (haldssamur/-söm þegar vetur kon- ungurgengurfgarð. Vogin (23sept.-23okt.) Ábyrgðarfull/ur ertu og traust/ur svo sannarlega og þú hefur réttlætið ávallt fram I stafni. Hlutirnir virðast ætla að þróast eins og þú ósk- ar þér. Sporðdrekinn 124.okt.-21.n0nj Þú ættir að horfast I augu við tilveru þlna með gagnrýnum augum og deila draumum þínum og ekki síð- ur áhyggjum með þeim sem þú treyst- ir en það eitt stuðlar að þroska þínum kæri sporðdreki. Bogmaðurinnf22ndr.-2i.<te.j Gleymdu ekki sálartetrinu næstu daga ef þú ert fædd/ur undir stjörnu bogmanns. Ræktaðu þig betur en þú ert vanur/vön og hlustaðu vel á hljómkviðu llfsins. Steingeitin (22.des.-19.jan.) Fólk fætt undir stjörnu stein- geitar hefur þá kosti að bera að geta hugsað rökrétt og framkvæmt eftir því. SPÁMAÐUR.IS útvarps- þættinum Ung- mennafé- lagið sem er á dag- skrá Rás- ar 2 alla þriðju- daga. Halldór segir að á næst- ii? Dindill.isSkemmt/- J legur og fræðandi vefurfyrirungtfólk. Baggalútar telja marga fleiri fræga einstaklinga tengjast Baugsmálinu Hvert verður næsta útspil Megasar í Baugsmálinu „Ég held að þetta kort sem við settum upp komist næst kjamanum í þessu rnáli," segir Bragi Valdimar Skúlason sem getið hefur sér gott orð fyrir vandaðan og öðmvísi fréttafluttning á vefsíðunni baggalútur.is. Baggalútar ákváðu að reyna að varpa ljósi á Baugsmálið en á heimasíðu þeirra kemur fram að fjöl- margir áskrifendur hafi beðið þá um að útskýra það á skilmerkilegan hátt. Baggalútsmenn bmgðust skjótt við og út- bjuggu svokallað venslakort til að ráðvillt- ir lesendur geti glöggvað sig á atburðum þessa umdeilda máls. Margir þræðir em raktir og hafa fréttamennimir fundið ýmsa þekkta einstaklinga sem tengjast þessu máli - menn sem annað fjölmiðla- fólk hafði ekki órað fyrir að myndi tengj- ast Baugi, Jórnnu, Styrmi og öllum hin- um. Til að mynda datt engum í hug að geimfarinn Bjami Tryggvason, tónlistar- maðurinn Megas, Bónusgrísinn og lager- stjórinn sem svaf hjá öllum tengdust mál- inu hið minnsta en sem betur fer bentu Baggalútsmenn á hið sanna. „Þetta mál er mikil vitíeysa og ég held að það sé bara spuming um hvað Megas mun gera næst,“ segir Bragi íbygginn. Meira má lesa um þessi áhugaverðu vensl Baugsmanna á baggalutur.is. i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.