Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2005, Side 40

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2005, Side 40
r/úttmkai Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem birtist, eða er notað íDV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^jnafnleyndar er gætt. _*-• »-J q «-* Q SKAFTAHLÍÐ24, lOSREYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910] SÍmiSSOSOOO 5 690710 1111171 • Tímaritið Variety er eitt það virtasta í kvikmyndabransan um og lesið af fag- fólki víða um heim. Það hefur nú birt dóma um tvær af íslensku myndun- um sem voru sýndar í Toronto, Little Trip Baltasars Kormáks og Stráka Róberts Douglasar. Þar verður Róbert að teljast hafa vinninginn. Strákarnir eru sagðir kraftmiklir, skemmtilegir og lík- legir til að vegna vel á Banda- ríkjamarkaði. Variety spáir því aftur á móti að fáir áhorfendur eigi eftir að ganga sáttir út af mynd Baltasars. Sögusviðið sé ósannfærandi, persónur flatar, talsmátinn gervilegur og hún nái ekki að vekja áhuga áhorfenda. Þó skal tekið fram að þetta er aðeins álit eins gagnrýnanda af mörgum... Saknaði hann Svanhildar? i á Stöð Logi Bergmann Eiðsson, einn ástsælasti sjón- varpsmaður landsins um árabil, hefur verið ráðirrn til starfa hjá Stöð 2. Verður Logi einn af aðalfrétta- þulum stöðvarinnar og em miklar vonir bundnar við frammistöðu hans í ffamtíðinni. „Þetta var erfið ákvörðun; mjög erfið ákvörðun," segir Logi sem stefnir að því að hefja störf á Stöð 2 eins fljótt og unnt er. „Það er erfitt að yfirgefa vinnu- stað sem hefur verið eins og manns annað heimiii í fjórtán ár og þama em margir af bestu vinum mín- um,“ segir hann. Logi Bergmann hafði nýverið gert samning við Pál Magnússon, nýráðinn útvarpsstjóra ríkisins, um að stjóma nýjum magasínþætti sem á að verða aðaltromp Ríkissjónvarpsins ívetur. Þeim samningi verður hann nú að rifta. „Nei, þetta átti sér ekki langan aðdraganda," segir Logi aðspurður og um laun sín hjá nýjum vinnuveitenda er hann fáorður en þó gagnorður: „Peningar em ekki alit." Logi Bergmann bætist nú í fríðan flokk fréttales- ara Stöðvar 2 þar sem Sigmundur Emir og Edda Andrésdóttir em nú í forsæti. Lfklegt má telja að nýr kvenþulur verði valin til að lesa fréttimar með Loga og yrði ekki langt að sækja Svanhildi Hólm sem þegar vermir bekkinn á hvetju kvöldi í íslandi í dag. Er ekki að efa að þjóðin myndi með þökkum þiggja daglegan fréttapakka með þeim Loga og Svanhildi sem þá myndu loka hringnum endanlega í lands- frægu sambandi sínu - saman á skjánum í stofunni heima. 2 Mjög eríið ákvörðun Logi Bergmann Eiðsson Einn ástsælasti sjánvarps- maður iandsins segir að peningarséu ekkialltþeg- ar starfið erannars veaar. Vetrarborg Arnaldar DV greindi frá því fyrir nokkru að það eina sem stæði í veg fyrir að Edda sendi nýja bók metsöluhöf- undarins Arnaldar Indriðasonar til prentunar væri að illa gengi að finna titil á verkið. Nú hefur það verið afgreitt og niðurstaðan er: Vetrarborgin. Samkvæmt heimild- um DV fjallar Vetrarborg um saka- mál sem rannsóknarlögreglan Er- lendur og hans fólk fæst við að rannsaka. Vetrarborgin er níunda glæpa- saga Arnaldar en sú fyrsta, Synir duftsins, kom út árið 1997. Hinar eru Dauðarósir, Napóleonsskjölin, Mýrin, Grafarþögn, Röddin, Bettý og í fyrra kom svo út bókin Kleif- arvatn. Óþarft er að tíunda vinsældir bóka Arnaldar en skáldsögur hans hafa selst í um 150 þúsund eintökum hér á landi. Fyrirtæki Baltasars Kormáks og Lilju Pálmadóttur, Sögn, hyggst fram- leiða kvikmynd sem byggir á Mýr- inni. Leikstjóri þeirrar myndar er Reynir Lyngdal en með hlut- verk Erlendar fer Ingvar E. Sigurðsson. Arnaldur Indriðason Eftir nokkurtjapl, jaml og fuður tókst aðfinna titil á nýjustu bók metsöluhöfundarins. Tvöfaldur Bubbi í sex þúsund eintökum „Þetta er nokkum veginn sam- kvæmt áætlun," segir Eiður Amarson, útgáfustjóri hjá Senu, um sölu á disk- um Bubba Morthens sem gefnir vom út fyrir skömmu. „Það er búið að selja um þrjú þúsund eintök af hvomm," segir hann. Bubbi Morthens brá út af venj- unni að þessu sinni og gaf diska sína, Ást og í sex skrefa fjarlægð frá Paradís, út á miðju ári en ekki fyrir jól eins og venja hefur verið. „Við ætlum að draga þessa diska inn í jólasöluna og gemm ráð fyrir að tvöfalda söluna frá því sem nú er þannig að hún standi í sex þúsund eintökum hver. Þá væmm við að ræða um „normal" sölu hjá Bubba en hann hefur yfirleitt selt 6-7 þúsund eintök af hverri plötu," segir Eiður Amarsson sem leggur hlut Bubba af sölunni beint inn á reikning hjá Sjóvá. „Það er eiginlega það eina sem hefur breyst í þessu," segir hann. Na Jtmyftrmf Fimmtudagur 29, oept: Lnugardogur 1. okt: Föotudagur 30. aept: Surmudagur 2, okt: TAKTUPESSA DAGA ERÁ *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.