Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2005, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 28.09.2005, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 Fréttir DV Árrisulirí skipulagi Nefndarmennimir í skipulags- og byggingar- nefnd Mosfellsbæjar vinna sannaniega eftir mottóinu um að morgunstund gefi gull í mund. Þannig mættu þau Haraidur Sverrisson, Er- lendur Fjeldsted, Ólafur Gunnarsson, Bryndís Har- aldsdóttir, Þröstur Karlsson, Asbjöm Þorvarðarson bygg- ingarfulltrúi og Tryggvi Jóns- son bæjarverkfræðingur á nefndarfund klukkan sjö í gærmorgun. Þau höfðu af- greitt 16 mál áður en yfir lauk klukkan rúmlega m'u. Þessi óvenjulegi fundartími er regla en ekki undantekn- ing hjá nefndinni. Aðeins einn sótti um þegar auglýst vom störf sundlaugar- og baðvarða í Sundiaug Hafnarfjarðar. Engar skýringar fýlgdu þeg- ar þessi niðurstaða var kynnt í íþrótta- og tóm- stundaráði bæjarins. Mað- urinn sem sótti um er 48 ára. Hann hefur verið ráð- inn til starfa. Byssum stolið úr bíl „Þetta vekur hjá manni ákveðinn ugg," segir Ingvar Guðmundsson varðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi. Á sunnudag var brotist inn í bíl tveggja manna á gæsa- veiðum við Bláskógavatn og riffli og haglabyssu stolið meðan mennimir svipuðust um eftir bráð. „Maður vill vita af skot- vopnum í ömggum hönd- um og það em varla ömgg- ar hendur sem stela þeim," segir Ingvar en bætir við að það sé mjög sjaldgæft að skotvopnum sé stolið í um- dæminu. Málið er nú í rannsókn. Birta og Bárður úr Stundinni okkar taka að sér að skemmta í leikskólum og ann- ars staðar þar sem börn koma saman. Þau taka 80 þúsund krónur fyrir hálftíma uppistand og ná því að hala inn mánaðarlaun starfsmanns á leikskóla á klukku- tíma. Til samanburðar má geta að Möguleikhúsið tekur 45 þúsund fyrir lengra uppistand. Ttep mánaöaplaun leikskóla kennare fyrir hólftíme ekemmhm ó leikskóla „Okkur brá þeg- arvið heyrðum upphæðina og mörgum fannst þetta ósvífni" Jóhann G. Jóhannsson og Þóra Sigurðardóttir, betur þekkt sem Bárður og Birta úr Stundinni okkar, taka að sér að skemmta börnum víða um land. Foreldrafélag leikskólans í Smárahvammi reyndi að fá þau til að skemmta hjá sér en fannst taxtinn fullhár, 80 þúsund fyrir hálftíma, og ákvað að leita annað. Jóhann stað- festir taxtann en segir þau Þóru ekki markaðssetja sig heldur hafi fólk samband við þau. Þóra vildi ekki ræða um þær upp- hæðir sem þau Jóhann fengju fýrir uppistand. Samkvæmt upplýsingum frá for- eldrafélagi leikskólans í Smára- hvammi átti að fá Bárð og Birtu til að skemmta á hausthátíð foreldrafé- lagsins. „Okkur brá þegar við frétt- um að hálftíma uppistand kostaði 80 þúsund og mörgum fannst þetta ósvífni," segir heimildarmaður DV, sem bætir við að foreldrafélagið hafi boðið Bárði og Birtu 50 þúsund fyrir hálftímann. „Við fengum Bjarna töframann og skólahljómsveit Kópavogs til að skemmta í staðinn," segir heimildarmaður sem fær ekld séð að nokkur leikskóli hafi efni á að fá Birtu og Bárð til að skemmta hjá sér. Skemmtum fyrir 80 þúsund Jóhann staðfestir að þau Þóra taki 40 þúsund hvort fyrir hálftíma- uppistand. Hann segist muna eftir tilboði leikskólans í Smárahvammi en segir að dagsetning skemmtunar- innar hafi breyst í þrígang og að hann hafi verið upþteldnn annars staðar þegar þau áttu að skémmta í leikskólanum og því hafi skemmt- unin dottið upp fýrir. „Ég var að frumsýna í sýningunni Himnaríki í Hafnarfjarðarleikhúsinu tveimur dögum síðar og var því upptekinn við æfingar," segir Jóhann. Hann segir að vegna tímaleysis hafi um- ræðan aldrei komist á það plan hvort þau gætu skemmt fyrir lægri upphæð. Jóhann segir að þau tald alltaf mark á aðstæðum og taki t.d. ekkert fyrir skemmtun fyrir langveik börn. Allt að 320 þúsund á mánuði Jóhann segir að þau Þóra hafi aldrei markaðssett sig og að fólk og félagasamtök hafi sett sig í samband við þau. „Við höfum bæði skemmt á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi en okkar aðalstarf er í sjónvarpinu þar sem við komum fram þrisvar í viku. Þrátt fyrir að nota búningana úr sjónvarpinu þegar við skemmt- um úti í bæ er alltaf eitthvert vesen í kringum það," segir Jóhann. Hann segir þau Þóru aldrei vera með fleiri en fjögur uppistönd í mánuði en fýrir það ættu þau að hafa 320 þúsund krónur. Möguleikhúsið ódýrara Alda Arnardóttir leikkona og eig- Alda Arnardóttir, eigandi Möguleik- hússins Býður börnum upp á skemmtun fyrir helmingi lægra verð. andi Möguleikhússins segir að sýn- ing hjá þeim kosti 45 þúsund og er þá miðað við 45 mínútna skemmt- un. Leikendur í sýningum þeirra eru frá einum til fjögurra. Ef áhorfendur eru komnir yfir eitt hundrað kostar sýningin 56 þúsund krónur. „Það er misjafnt hvað er mildð að gera hjá okkur, það fer stigvaxandi núna og nær hámarki í desember," segir Alda. hugrun@dv.is Hetjan í Morqunblaðshölli JX - Svarthöfði ■rr?í'TTrf*rt»lr-’ai atu<yutl]iUdt Ástin blómstrar í Morgunblaðs- húsinu. Þjóðin elskar Moggann, starfsmennirnir elska Styrmi og Styrmir elskar Jónínu Ben. Svart- höfði fylgist dolfallinn með rómans- inum á blaði allra landsmanna. Eina sem vefst fyrir honum er hvern Jón- ína elskar. Kannski á hún næga ást fyrir alla þjóðina. Að frátöldum Baugsfeðgum auðvitað. Svarthöfði fýlgist spenntur með framvindu mála. Hann veit samt að það er meira að marka gömlu kall- ana í heita pottinum á kvöldin en fréttaflutning Moggans af Baugs- málinu. í pottinum var um fátt ann- að talað en Styrmi og Jónínu. í Kast- ljósum sjónvarpsstöðvanna sögðust fræðimenn eins og Þorbjörn Broddason ekld lesa DV. Höfundar íslendingasagnanna voru menn að meiri. Þeir vissu að ekJd væri litið framhjá konunum að baki víga- mönnunum. Köld eru kvenna ráð og svo framvegis. Gott og vel. Svarthöfði stendur með sínu blaði enda eru íslendinga- sögur nútímans á síðum DV á hveij- um degi. í sögunni um Baugsmálið er enn óljóst hver stendur uppi sem hetja. Það gæti verið Styrmir sjálfur. Svart- höfði fékk gæsahúð þegar hann las frásögn blaðamanns Morgunblaðs- ins af starfsmannafundinum í fyrra- dag. Blaðakonan sagði Styrmi hafa gefið í skyn að hann gæti verið á leið í pólitík. Þögnin væri allsráðandi í samfélaginu og „ef hið lýðræðislega Alþingi getur ekki tekið á því veit ég ekki hver á að gera það“ á Styrmir að hafa sagt undir dúndrandi lófataki starfsmanna. í sama blaði ræðst Styrmir fram á ritvöllinn og tekur Baugsmálið í sín- ar hendur. Nú er engin kona sem stoppar hann, spilin eru uppi á borðinu og miðað við framgang síð- ustu daga virðist ritstjórinn ætla að koma út sem hetja en ekki skúrkur. Það hlakkar í Svarthöfða. í Morg- unblaðinu lekur vatn á myllu kölska. Svaithöfði Hvernig hefur þú þaö? „Ég er í brjáluðu stuði. Sudoku-bókin rýkur útog það er engin lygi,"segir Asmundur Helgason bókaútgefandi I N29.„Ég sit núna við tölvuna og er að útbúa aðra bók sem þarfað komast iprentun fyrir helgi.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.