Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Ólína ósátt við formann „Undanfama níu mán- uði hefur Félag framhalds- skólakennara með formann sinn í broddi fylkingar staðið fýrir „ofstopa- fullum atlög- um" að undir- ritaðri," segir Ólína Þorvarð- ardóttir, skóla- meistari Menntaskólans á ísafirði, í grein í blaðinu Bæjarins besta. Ólína ræðir þar mál Ingibjargar Ingadóttur enskukennara við mennta- skólann. Ólína gagnrýnir framgöngu Aðalheiðar Steingrímsdóttur, for- manns Félags framhalds- skólakennara og vísar á bug „síendurteknum ásökun- um" Aðalheiðar. Ríkið selur prestsetur Flugstöðvar og prestset- ur er meðal þess sem gert er ráð fyrir að Árni Mathiesen ijármálaráð- herra geti selt af eigum rík- isins. Bent er á þetta á strandir.is sem vitna I fjár- lagafrumvarp ráðherrans. Flugafgreiðslubyggingar sem heimilt verður að selja eru á Hólmavík, Patreks- firði, Kirkjubæjarklaustri, Breiðdalsvík, Norðfirði og Kópaskeri. Strandir.is segja að fjármálaráðuneytið geti selt þrjú fyrrverandi prest- setur á Ströndum. Eru það Kollafjarðarnes, Ámes og Prestbakki. Ætlaröu á fyrirlestur Bills Clintons? alþingismaður Samfylkingarinnar „ Já, ég myndi tvímælalaust gera það. Þetta er maður með mikia stjórnmálareynslu og varásinum tima vaidamesti maður heims. Hann hefur ör- ugglega frá mörgu að segja". Hann segir / Hún segir „Efég heftækifæri til þess þá myndi ég gera það. Ég myndi hliðra til minni dagskrá til þess að komast. Þetta er mað- ur með mikla reynslu í heimspólitíkinni". Ambjörg Svelnsdóttir alþingiskona SjálfstæOisflokksins. Rúnar Þór Gunnarsson, strokufangi frá Vernd, hefur verið á flótta undanfarnar þrjár vikur. Lögreglunni hefur ekki tekist að hafa hendur í hári hans og segir fyrr- verandi sambýliskona hans að hann sé stórhættulegur. Móðir hans vill að hann snúi aftur og klári að afplána dóminn. ,, „ „ , „Hann verður að taka út sína refsingu og verður að snúa til baka. Hann þarfað komast í meðferð og vinna bug á fíkn Stórhættulequr strokufangi a flótta í 3 vikur Rúnar Þór Gunnarsson strauk af Vernd þegar taka átti þvagprufu hjá vistmönnum þar fyrir þremur vikum. Samkvæmt heimildum DV lenti Rúnar Þór í slagsmálum sama dag og hann strauk af Vernd og gisti fangageymslur þá nótt. Honum var hins vegar sleppt úr haldi morguninn eftir en fljótlega eftir það var gefin út handtökuskipun á hann. Lögreglunni hefur þó enn ekki tekist að hafa hendur í hári hans. sinni." Fyrrverandi sambýliskona Rún- ars Þórs sagði í samtali við DV í gær að hann væri stórhættulegur maður. Hún sagði að hann hefði gengið í skrokk á sér fyrir viku og haft reglu- lega í hótunum við hana. Hún sagði ennfremur að Rúnar Þór hefði slasað fólk út um allan bæ þann tíma sem hann hefur gengið laus. Klæddur í brúnan flauelsjakka Fyrrverandi sambýliskona hans sagði að hann hefði haldið mest til á Hótel Cabin í Borgartúni og sagði lögreglu og fangelsismálayfirvöld standa á gati. Stúlka í móttökunni á Hótel Cabin kannaðist ekki við lýs- ingu á Rúnari Þór og efaðist um að hann hefði fengið herbergi þar sem mjög mikið hafi verið að gera á hót- elinu undanfarnar vikur. Rúnar Þór er 185 cm á hæð, klæddur í brúnan flauelsjakka, skræpóttan brúnan bol, bláar gallabuxur og Adidas- strigaskó. Margdæmdur glæpamaður Rúnar Þór er margdæmdur glæpamaður. Hann var síðast dæmdur í Hæstarétti í lok október á síðasta ári fýrir að rjúfa skilorð með því að nefbrjóta mann með hnefa- höggi. Með því rauf Rúnar Þór skil- orð tíu mánaða f^ngelsisdóms og var dæmdur til 11 mánaða fangels- isvistar í kjölfarið. Rúnar á að baki langan sakaferil sem hófst þegar hann var sautján ára gamall árið 1985. Hann hefur verið dæmdur fýrir líkamsárásir, fíkniefnabrot, skjalafals, umferð- arlagabrot og hilmingar á afbrota- ferlinum og verið inni og úti af fangelsisstofnunum undanfarin ár. Vona að hann snúi til baka Guðlaug Sigurjónsdóttir, móðir Rúnars Þórs, sagði í samtali við DV í gær að hún hefði ekkert heyrt í Rúnari síð- an hann strauk. „Hann talar aldrei við mig þegar hann er í þessu rugli. Hann verður að taka út sína refsingu og verð- ur að snúa til baka. Hann þarf að komast í meðferð og vinna bug á fíkn sinni," sagði Guðlaug. oskar@dv.is Fleiri íslendingar flækjast í íjársvikamálið í Bretlandi og á íslandi Húsleitirnar tengjast allar Baldri Sigurðssyni „Það eru allir mjög hissa á þessu," segir Njáll Harð- arson, sem rekur fyrirtækið COL Systems í Manchester. í víðtækum húsleitum bresku og íslensku lögregl- unnar á miðvikudag var fyrirtæki hans rannsakað. Það sérhæfir sig í markaðs- setningu á öryggisforriti, sem einmitt lögreglan notar. „Við höfum unnið náið með lögreglunni í Manchester í nokkur ár. Lentum aftur á móti í því að gera viðskipti við aðila sem var í svindli. Svo rannsakar lögreglan skilj- anlega þá sem hafa átt viðskipti við hann. Það er helvíti að sitja undir þessu." Aðilinn sem um ræðir er Baldur Sigurðsson fjárfestir. Hann hafði samband við Njál og fyrirtækið hans og sagðist vita um Qölda fúsra fjár- festa. „Okkur leist ágæt- lega á þetta. Hann var trúverðugur og er auðvitað íslendingur. Svo byrjaði hann að demba yfir okkur fjár- festum. Þegar fjárfest- arnir fóru síðan að hringja í okkur hætti okkur að lítast á blikuna. Þeir sögðu okkur frá öðrum fyrirtækjum sem þeir höfðu keypt í, frá Spáni og víðar. Þá slitum við sambandinu." Heimildir DV herma að Baldur Njáll Harðarson Samdi við Baldur Sigurðsson fjárfesti og lenti ikjölfarið í rannsókn lögreglunnar. sé ekki höfuðpaurinn í fjársvikun- um, sem breska lögreglan rannsak- ar. En einnig er í rannsókn pen- ingaþvætti sem felst í því að koma afrakstri ætlaðra ijársvika undan. Þau eru talin felast í kerfisbundinni sölu hlutabréfa í fyrirtækjum og blekkingum, villandi upplýsingum um fyrirtæki og væntanlega skrán- ingu í kauphöllum. Baldur Sigurðsson hefur komið víða við á viðskiptaferli sínum og starfað við verðbréfamiðlun og við- skipti í London um árabii. Hann hefiir einnig átt nokkur viðskipti með Jóni Olafssyni. Kom meðal annars að fyrirtækinu Veraldarvef- urinn hf„ sem rak netgáttina reykjavik.com. Hann ætlaði einnig að kaupa enska annarrar deildarliðið Barnsley í félagi við Guðjón Þórðarson árið 2003 en samstarf þeirra rann út í sandinn. Breska lögreglan hafði í gær samband við Jóhannes B. Skúlason, sem leitað var hjá á mið- vikudaginn, og tjáði honum að hann væri I laus afira mála. „Þeir ’ sögðu bara takk fyrirý; samstarfið," segir Jó- hannes. \ Ekki náðist í Baldur ’ Sigurðsson í þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Jóhannes B. Skúlason Lögreglan hringdilhann i gær og sagði hann lausan allra mála.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.