Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Blaðsíða 23
DV Helgarblað LAUCARDACUR 8. OKTÓBER 2005 23 Er hann ekki soldið stífur, hann Gylfi? spyr ég kollega á rit- stjórninni um leið og ég gríp nýju upptökugræjuna mína og býst til að þeytast af stað í viðtalið. Nei, segir kolleginn, en hann er auðvitað fræðimaður og kannski ekkert sér- staklega opinn. Ég glími við þá hugsun og ek sem leið liggur í Kópavoginn þar sem Gylfi bíður mín. Hann heilsar hjart- anlega og konan hans, Þóranna Tómasdóttir Gröndal, býður mig velkomna og fylgir okkur til stofu. Þar setjumst við niður þrjú og greinilegt að Þóranna ætlar að vera viðstödd viðtalið. Þegar líður á skil ég vel hvers vegna. Hún styður mann sinn heilshugar í baráttunni við veikindin og eins og eiginkonum er tamt leiðréttir hún hann góðlát- lega ef hann man ekki nákvæmlega ártal eða dagsetningu og rifjar upp með okkur liðna tíma. Þó að krabba- meinið hafi sest að i líkama hans er hann kristaltær í hugsun, kvikur og kannski það sem kemur mér mest á óvart, opinn og einlægur. Það sést samt alveg á honum að hann er veikur. Hann hefur lést um tuttugu kíló frá því hann greindist með krabbamein í nóvember síðastliðn- um og þrekið er ekki mikið. En hann hefur fótavist á hverjum degi og þau hjón skreppa í stuttar ferðir, lesa, spjalla og njóta hvers dags saman. Gylfi segist hafa orðið lafhræddur þegar dauðinn barði að dyrum síðla hausts í fyrra. Reyndi að fá meinið ekki á heilann „Ég reyndi eins og ég gat að verða ekki gagntekinn af sjúkdómnum eða fá hann á heilann. Þar kom ljóðagerðin mér til góða og í ljóðunum fékk ég heilmikla útrás fyrir óttann. Á sjúkrahúsum getur timinn líka verið lengi að líða og þá er fínt að velkjast svolítið með ljóðin í huganum." Gylfi fór í skurðaðgerð sem gekk vel, en læknum tókst ekki að ijarlægja meinið. í framhaldi af því fór hann í geislameðferð sem tók yerulega á og hann þurfti að dvelja lengi á sjúkrahúsi. „Þar opnaðist nýr heimur fyrir mér, ég var alveg hissa hvað ég þekkti marga og hvað margir voru að glíma við sama vanda og ég. Það myndast líka ákveðin samkennd meðal sjúklinganna og það var gott að tala við þá og bera saman bækumar. Aðbúnaður og þjónusta á krabbameinsdeild Landspítalans er líka til mikillar fyrirmyndar og gott að vera þar.“ Mein sem má ekki ræða Ljóðin sem Gylfi samdi á krabba- meinsdeildinni samdi hann í hug- anum og skrifaði svo inn á tölvuna þegar hann kom heim. Gylfi er eng- inn nýgræðingur í ljóðlistinni og hefur áður skrifað sjö ljóðabækur, Ljóð úr Ijóðabók Gylfa, Eitt vor enn ? 21. Þú stendur þig vel segja menn og eflaust mun einhver skrifa þegar þar að kemur Hann glírndi við illvígan sjúkdóm en kvartaði ekki og var æðrulaus til síðasta dags Þeir ættu að vita hve hræddur ég er bið bænir í hljóði hverja einustu stund 16. Konan í lífi mínu kemur daglega Ég bíð eftir henni langar andvökunætur ofsjóna og myrkurs Þegar hún birtist: Hvílíkur fögnuður hvílíkgleði! Meinið er: hún þjáist meira en ég en þessi er allt öðruvísi. „Þetta em ljóð sem komu meira og minna af sjálfu sér og eru miklu minna unnin en önnur ljóð sem ég hef ort. Áður orti ég mest lýrískar náttúrumyndir og stemmingar en þessi ljóð eru tilfinningalegs eðlis og um eigin reynslu. Það má segja að ég hafi ort mig frá óttanum en ástæðan fyrir að ég réðst í að gefa þetta út er sú að ég vona að ljóðin hjálpi öðmm í sömu aðstöðu. Mig langar líka til að umræðan um krabbamein verði opnari, það hefur verið dálítið tabú að ræða þetta mein opinskátt.“ Þóranna tekur undir það og bendir á að undanfarið hafi umræð- an sem betur fer opnast. „Það hjálp- aði til dæmis að Anna Pálína, Mar- grét Frímanns og fleiri hafa rætt opinskátt um sitt krabbamein, en fram að því var þetta hálfgert feimn- ismál," segir hún. „Fólk verður hálf vandræðalegt við sjúklingana og veit ekki hvað það á að segja eða gera.“ Heldur í vonina Læknar Gylfa sögðu honum strax hvert stefndi og Gylfi veit ekki alveg hvort það var vont eða gott. „Ég veit ekki hvort ég á að segja að mér finnist þeir mjög djarfir, læknarnir, þeir verða kannski ekki ánægðir með að lesa það. Vonin er fólki mikilvæg og kannski ekki rétt að svipta það voninni þegar barist er við illvígan sjúkdóm." Hann segist þó ekki hafa tekið neinar stórar ákvarðanir þegar hann vissi að honum væri skammtaður tími, eins og að láta gamla drauma rætast. „Ég er heldur ekkert búinn að missa vonina. Þetta lítur allt miklu betur út núna en það gerði í upphafi, það er svo margt hægt að gera til að halda sjúkdómnum niðri. Ég er líka minna hræddur. Dauðinn er það eina sem við eigum víst í þessari jarðvist og ég held í mína barnatrú. Ég vil ekki trúa þvf að aUt sé búið þegar jarðvistinni lýkur, en þangað tU getur maður ekkert gert nema notið líðandi stundar." Stendur eins og klettur með Gylfa Nú stendur Gylfi upp tU að sækja meira kaffi en Þóranna stendur óðara á fætur og segist ná í kaffið. Gylfi brosir ástúðlega tU konu sinn- ar, en er þegar kominn af stað í eld- húsið. Það gefur okkur Þórönnu tækifæri í smá konuspjaU, eins og hún orðar það glettnislega. Hún segir mér' að hún hafi verið svo heppin að fá orlof frá störfum, en hún er kennari í Menntaskólanum í Kópavogi. Það hefur gert henni kleift að standa við hlið Gylfa í veikindun- um. Hún sýnir mér líka myndir af börnunum þeirra þremur, syni Gylfa ffá fyrra hjónabandi og tveimur litlum afabörnum. „Við erum óskap- lega rík," segir hún brosandi. Þóranna er opin og blátt áfram og segir mér að þau Gylfi séu ólflc eins og dagur og nótt. „Ég er fram- kvæmdamanneskjan og vU aUtaf vera að, hann er rólegur og yfirveg- aður og líður best þegar hann situr við skriftir. Við bætum hvort annað upp og og svo skarast áhugamálin því ég hef auðvitað líka gaman af lestri bóka. Við höfum alltaf um mikið að tala og eigum innihaldsrík- ar samverustundir." Skrifaði bækur um kven- brautryðjendur Þegar ég spyr hana hvort þau hafi alltaf verið eins hlý og góð hvort við annað og ég verð vitni að, segist hún geta fullyrt það. „Hins vegar er tím- inn dýrmætari núna og við erum bæði meðvituð um það.“ Þóranna segir mér frá ferðalög- um þeirra Gylfa tU útlanda, nú síðast tU Króatíu í sumar, og að meðal upp- áhaldsborga þeirra sé París þar sem þau áttu sitt tUhugalíf. Líka að Gylfi hafi aUtaf verið duglegur við húsverk og barnauppeldi. „Ég skipti stund- um við hann og vUdi frekar þvo bU- inn en vaska upp," segir hún. „Gylfi er mikill jafnréttismaður og hann hefur ekki bara skrifað flölda ævisagna um gengna forseta og mikUmenni heldur lfka þrjár bækur um konur sem voru braut- ryðjendur hver á sínu sviði." Þóranna stendur upp og sækir bækurnar um Ástu málara, fyrstu ; konuna sem tók iðnpróf hér á landi, Jóhönnu'EgUsdóttur, sem var verka- lýðsforingi og pólitUcus og Helgu M. Níelsdóttur ljósmóður, sem var ein- staklega hressUeg kona og lifði á ná- kvæmlega sama hátt og karlmenn og ók um bæinn á mótorhjóli. „Hún byggði hús á eigin spýtur, örugglega fyrsta konan sem var út- hlutað lóð til að byggja hús," segir Þóranna og er greinUega stolt af verkum Gylfa, sem kemur einmitt í þann mund í stofuna með nýuppá- heUt kaffi. „Það má lflca koma fram að Þór- anna er miklu betri bfistjóri en ég," segir hann brosandi meðan hann heUir í boUana. Gott að vera hjá nunnunum Gylfi er borgarbarn og minnist æsku sinnar í Reykjavík með mikUli gleði. Hann fæddist 17. aprfi 1936, sonur hjónanna Sigurðar B. Gröndal og Mikkelínu Sveinsdóttur og er yngstur sjö systkina sem eru á öU á lífi og við góða heUsu. „Eg flutti í Skálholt þegar ég var tveggja ára, en Skálholt var stórt reisulegt hús umkringt grænum túnum. Svo kom bandaríski herinn og byggði Kamp Knox og þá var reist himinhá girðing í kringum húsið okkar. Ég var alinn upp innan girð- ingar," segir Gylfi og hlær. „Okkur dreymdi alltaf um að Kampurinn yrði rifinn og að húsíð yrði aftur umkringt grænum lend- um, en því var ekki að hefisa. Kamp- urinn fýUtist af fóUd því húsnæðis- leysi var mikið í Reykjavík á þessum tíma. Það var ekki endilega merki um fátækt í fyrstu að búa í Kampin- um, en smátt og smátt breyttist það. Ég eignaðist mikið af góðum vin- um þarna og umhverfi bernsku minnar er saga þjóðarinnar í hnot- skurn. Fyrst var það bændasamfé- lagið og sveitin, svo hernámsárin og þá uppbyggingin eftir stríð.“ Það þótti of langt að senda Gylfa í Austurbæjarskólann svo hann var settur í Landakotsskóla þar sem hann var hjá nunnunum í þrjá vetur. „Ég hafði afskaplega gott af því," segir Gylfi. „Þar lærði ég bænir sem ég kann enn og barnatrúin hefur Gylfi og Þóranna Þau reyna að njóta dag- anna sem best, en Gylfi veit ekki hversu langan tima' hann hefur áður en sjúk- dómurinn bugar hann. haldist síðan. Leiðin lá svo í Mela- skólann, Gagnfræðaskóla Austur- bæjar og þaðan í MR þar sem ég út- skrifaðist stúdent árið 1957." Skriftirnar ástríða í lífi Gylfa Hugur Gylfa stóð alltaf til skrifta svo hann innritaði sig í íslensku í há- skólanum eftir stúdentsprófið. Hon- um bauðst þó fljótlega blaða- mennska við Álþýðublaðið og eftir það varð ekki aftur snúið. „Ég var svo heppinn að ég vann á þrenns konar blöðum. Fyrir vikið kynntist ég blaðamennskunni á mjög IjölbreytUegan hátt. Ég varð svo ritstjóri Alþýðublaðsins og þar kynntist ég aldeilis lífinu og ijörinu sem fylgir því að vinna á dagblaði. Síðan var ég ritstjóri vikublaða, fyrst Fálkans og svo Vikunnar og síðast ritstjóri Samvinnunnar." Gylfi var aldrei pólitískur þótt hann sæti á ritstjórastóli Alþýðu- blaðsins og meðan hann var óbreyttur blaðamaður sinnti hann aðallega innblaðsefni og baksíðunni sem þeir Alþýðublaðsmenn lögðu áherslu á að væri fyndin og skemmtileg. „Baksíðan var húmorsíða hjá okkur og var mjög vinsæl. Við höfð- um líka sjálfir alveg einstaklega gaman af því að sletta svolítið úr klaufunum. Mér finnst að blöð nú á dögum mættu að ósekju vera með meiri húmor og skemmtilegheit á sínum síðum." Ný viðtalstækni í blaðamennsku Þegar Gylfi lítur yfir ferilinn eru árin á Alþýðublaðinu honum minn- isstæðust. „Hvaða ár var ég aftur rit- stjóri þar?" spyr hann og hrukkar ennið, en Þóranna hlær og segir honum að það hafi verið á árunum 1963-7. „Þetta var þegar við giftum okk- ur, Gylfi minn, árið 1966." Hún snýr sér að mér og hlær enn meir. „Það urðu miklar breytingar varðandi blaðamennsku þegar ég var að byrja," heldur Gylfi áfram. „Þá ruddi viðtalstæknin sér til rúms en frumherjar hennar voru Valtýr Stef- ánsson, ritstjóri Morgunblaðsins, og Vilhjálmur S. Vilhjámsson á Alþýðu- blaðinu, sem alltaf var kallaður Hannes á horninu, eftir dálki sem hann skrifaði daglega. Það er bara einn langlífasti pistill sem ég man eftir. Skriftirnar voru mér ástríða og eru enn og ég man eftir margri glímunni við textann. Það er að svo mörgu að hyggja þegar viðtal er skrifað og mér var það alltaf ögrun að gera vel og skila viðmælanda mínum til lesenda þannig að hann nyti sín sem best." Smá bömmer í viðtalinu Ég samsinni þessu og lít á upp- tökutækið sem er nú skyndilega far- ið að blikka aðvarandi og ég ýti á einhverja takka. Um leið og ljós- myndarinn hringir bjölluríni horfi ég á viðtal okkar Gylfa þurrkast út eins og hendi væri veifað. Ljósmyndarinn tekur við meðan ég berst við tárin. Hvernig á ég að segja Gylfa að ég þurfi helst að taka allt viðtalið aftur? Ég horfi á þau hjón þar sem þau stilla upp fyrir ljósmyndarann, bæði inni og eins úti á svölum þar sem sólin brýst fram úr skýjunum og hellir geislum sínum yifir garðinn þeirra og veröndina. Éyrir stundu var úrhellisrigning, nú standa þaú þarna böðuð í sól og horfa svo fallega hvort á annað. Þegar ljósmyndarinn er farinn og Gylfi og Þóranna sest aftur styn ég þessu upp með tækið og viðtalið. Gylfi horfir á mig með ólýsanlegri mildi í svipnum og segir: „Þá förum við bara yfir þetta aftur." Og Þór- anna segir mér velkomið að hringja ef eitthvað vantar uppá. Þau taka þessu ótrúlega vel og það er hellt upp á meira kaffi. Fjölskyldan langmikilvægust „Ég lenti í því þegar ég var ný- búinn að fá tölvu að ég týndi fjórð- ung úr bók sem ég var skrifa," segir Gylfi. „Það var hrikalegt, ég hélt ég yrði bijálaður." Gyfi hefur náð sáttum við veik- indin og hlutskipti sitt og segir að fjölskyldan sé alltaf þegar upp er staðið langmikilvægust. Hann er þó vissulega ánægður með ævistarfið. „Ég var nestaður að heiman með mikla samviskusemi í farteskinu og hef aUtaf verið mjög agaður. Ég var talinn innhverfur og var afskaplega feiminn sem barn. Það hefur rjátlast af mér, það þýðir heldur ekkert að vera feiminn í blaðamennskunni," segir hann kíminn, og í framhaldi af því ræðum við svolítið um blaðá- mennskuna í dag. Gylfi segist hafa áhyggjur af eignarhaldi dagblaða en svo hrósar hann Jónasi og DV, ekki síst helgarblaðinu, og ég get að sjálf- sögðu ekki stillt mig um að skrifa það. En Gylfi er orðinn þreyttur, enda búnn að sitja undir spurningum blaðamanns hátt á þriðja tíma. Þau hjón hafa bara svo ljúfa og góða nærveru að ég átta mig ekki strax á því hvað hann er þreyttur. Ég tek saman dótið mitt og spyr hvað sé framundan hjá þeim núna. „Við eyðum dögunum við lestur og notalegheit og njótum hvers dags," segir Gylfi. „Ég á svo mikið af ólesnum bók- um sem ég hef aldrei haft tíma til að lesa. Nú get ég leyft mér að lesa þær. Ég tek hveijum degi af æðruleysi og hef lært á veikindunum að njóta líð- andi stundar á hátt sem ég kunni ekki áður. Þegar maður veikist og stendur andspænis dauðanum verður allt nýtt. Ilmur, bragð, litir, orðanna hljóðan, allt þetta metur maður að nýju. Jú, ég held ég geti sagt að ég hafi þroskast á þessu ferli, ég vona það. Og ég vona líka að bókin mín geti orðið öðmm í þessari aðstöðu ein- hver hjálp. Þá er ég ánægður." f útidyrunum spyr ég Gylfa hvernig honum hafi líkað í Króatíu í sumar. „Hvernig veistu að ég var þar?” spyr hann hissa. Við Þóranna brosum samsæris- lega hvor til annarrar og hún knúsar kallinn sinn. „Við stelpunar töluðum auðvitað saman meðan þú helltir upp á," segir hún og Gylfi brosir í kampinn um leið og þau veifa glað- lega til mín að skilnaði. edda@dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.