Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 8. OKTÓBER 2005 Fréttir DV Tindur á Litla-Hraun Tindur Jónsson, höfuð- paurinn í hrottalegri lík- amsárás sem framin var í einbýlishúsi við Bæjargil í Garðabæ aðfaranótt síðastliðins sunnudags, var í gær dæmdur til að sæta gæsluvarðhaldi á Litla- Hrauni til 2. desember. Tindur er grunaður um til- raun til manndráps. Rann fyrri gæsluvarðhcdds- úrskurður yfir honum út í gær. Árásin var hrottaleg. Sautján ára drengur var högginn með sveðju og höfuðkúpubrotinn. Með árásinni rauf Tindur tveggja ára skilorð sem hann hlaut fyrir líkamsárás. Lögreglan í Hafnarfirði segir að sveðjan sem notuð var í árásinni í Bæjargili hafi fundist fyrr í vikunni. Kristján Ó. Guðnason að- stoðaryfirlögregluþjónn segir ekki hægt að greina frá því hvenær eða hvar sveðjan hafi fundist. Vitni í málinu hefur þó sagt að Tindur hafi farið heim til sín eftir árásina, skipt um föt og mætt aftur í partíið í Bæjargili, áður en lögreglan kom. Fórnarlamb árásar- innar er komið af gjörgæslu og liggur á almennri deild Landspítalans. Dópá skemmtistað Lögreglan í Keflavík handtók mann á þrítugs- aldri aðfaranótt föstudags vegna gruns um brot á fíkniefnalöggjöfinni. Þegar lögreglan hóf afskipti af manninum var hann stadd- ur inni á skemmtistað í Reykjanesbæ. Við leit á honum fannst smáræði af amfetamíni og tvær töflur sem taldar eru vera e-töfl- ur. Manninum var sleppt að loknum yfirheyrslum en má búast við ákæru. Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, er enn rúmliggjandi eftir hið hörmulega slys á sundunum við Viðey þegar skemmtibátur formannsins steytti á skeri með þeim afleiðingum að tveir samferðamenn hans létu lífið. Hvorki Sjómannasamband íslands né Sjómannafélag Reykjavíkur hafa fjallað um mál Jónasar og er þess beðið að hann snúi aftur til starfa. Jónas Garðarsson Ávarpar hér féiaga sína á sjómannadegi í Reykjavík. Stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur hefur ekkert fjallað um mál Jónasar Garðarssonar, formanns félagsins, sem lenti í hörmu- legu sjóslysi er skemmtibátur hans steytti á skeri á Viðeyjarsundi fyrir skemmstu með þeim afleiðingum að tveir samferðamenn hans létust. „Við lítum á þetta sem hvert ann- að slys og berum fullt traust til Jónasar," segir Birgir Hólm Björg- vinsson, stjórnarmaður í Sjómanna- félagi Reykjavlkur og náinn sam- starfsmaður Jónasar. „Traustið er ekki aðeins okkar hér í stjórninni heldur á við um alla sjómenn á ís- landi," bætir hann við. Góður siglari Birgir Hólm dregur mjög í efa að Jónas hafi sjálfur verið við stýri skemmtibátsins þegar hann steytti á skerinu úti á sundunum rétt við höf- uðborgina. „Jónas er góður siglari og frægur sem slíkur. Þá er hann mjög varfær- inn og þekkir sundin manna best. Ég tel það mjög ólíklegt að hann hafi verið undir stýri," segir Birgir Hólm. Beðið eftir Jónasi Jónas Garðarsson er ekki enn kominn til starfa hjá Sjómannafé- laginu en félagar hans bíða eftir honum: „Við bjóðum hann velkom- inn um leið og hann hefur náð sér. Þau hjón eru í sárum og það hljóta allir að skilja að svona slys tekur á „Jónas er góður siglari og frægursem slíkur. Þá er hann mjög varfærinn og þekkir sundin manna best." sálina," segir Birgir Hólm en sjálfur vill Jónas Garðarsson ekkert tjá sig. Þegar DV reyndi að ná tali af Jónasi í gær var hann rúmliggjandi og komst ekki í síma. Rannsókn ólokið Sjómannasam- band Islands hefur heldur ekki fjallað um mál Jónasar Garðarssonar: „Rannsókn er ekki unurw5Wrn lokið og á meðan \ féiagiReykja\ íjöllum við að sjálf- *———--- sögðu ekkert um það,“ segir Hólm- geir Jónsson, framkvæmdastjóri samtakanna. ms \ -■ u........ Birgir Hólm Björgvinsson Lýsiryfir fullu trausti sinu og allra sjómanna á Jónasi og biðurþess eins að hann komi aftur til starfa hjá Sjómanna- ' víkur. Bátur Jónasar Komið á þurrt eftir hörmulegt slys á Viðeyjarsundi. Dæmdur í öryggisgæslu en ekki er pláss á Sogni og reynda að kyrkja eiginkonuna Heyrði raddir Karlmaður á sextugsaldri var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykja- víkur til að sæta öryggisgæslu á Rétt- argeðdeildinni á Sogni. Maðurinn hafði reynt að kyrkja eiginkonu sína. Dómurinn taldi sekt mannsins sannaða en samkvæmt áliti geð- læknis og læknaráðs er hann ósak- - hæfur. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ráðist aftan að eiginkonu sinni í ruslageymslu íjölbýlishúss í Breið- holti í lok apríl á þessu ári. Þar brá hann snæri um háls hennar og herti að. Við árásina þrengdi maðurinn Hvaö liggur á? svo að öndunarvegi konunnar að hún missti meðvitund, hlaut húð- blæðingar í andliti og augnhvítu, auk þess að meijast á hálsi. Iitlu mátti muna að verr færi. Maðurinn bar við aðalmeðferð að ranghugmyndir hefðu ráðið gjörð- um hans og þær hefðu verið á þá leið að hann taldi konu sína hafa verið sér ótrúa. Þegar árásin átti sér stað kvaðst hann hafa heyrt raddir í höfði sínu sem hefðu hrópað: „Hvað ertu að gera?“ Við það hafi hann sleppt takinu. Eftir árásina í ruslageymslunni var konunni komið undir læknis- hendur og manni hennar ekið á geð- defid. Hann hefur sætt öryggisgæslu í gamla Síðumúlafangelsinu síðan þrátt fyrir mótmæli Brynjólfs Ey- vindssonar, lögmanns hans. „Hon- um var lofað plássi á Sogni þegar hann beið dómsins, í stað þess að vera í Síðumúlanum. Það var svikið," segir hann. Brynjólfur segir manninn sætta sig við niðurstöðuna en bætir við að Breiðholt í ruslageymslu fjölbýlishúss í Breiðholti reyndi maður á sextugsa/dri að kyrkja eiginkonu sina. málið í heUd sinni sé fjölskylduharm- leiktir sem aldrei hefði orðið ef ekki hefði verið fýrir veUdndi hans. „Fjöl- skyldan hans stendur þétt við bakið á honum í veUdndunum og hefur verið dugleg að heimsækja hann í Sfðu- múlann," segir Brynjólfur. Samkvæmt upplýsingum sem fengust á Sogni er ekki pláss fyrir manninn þar. gudmundur@dv.is Sogn Samkvæmt upþlýsingum frá Réttar- geödeiidinni á Sogni er ekki pláss fyrir manninn. „Þaö liggur náttúrulega á að komast suður,“sagði Geirmundur Valtýsson tóniistar- maður þegar DV náði tali afhonum á leið til Reykjavíkur í gærkvöldi.„Það liggur nátt- úrulega líka á að skemmta fólkinu fyrir sunnan um helgina. Maður verður að vera í gírnum, fyrst maður er kominn afstað."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.