Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Side 17

Dagblaðið Vísir - DV - 08.10.2005, Side 17
DV Helgarblað LAUGARDAGUR 8. OKTÚBER 2005 7 7 — vava er fædd í Reykjavík árið 1961 og ólst upp í borginni. Hún er eina barn foreldra sinna og bjó við gott atlæti og stundaði skóla og áhugamál eins og gengur og gerist með krakka. Hún kynntist þó img alkóhólism- anum. „Föðurafi minn bjó á heimilinu og við vorum miklir félagar og vin- ir. Hann var mikill alki, svokallað- ur túramaður. Ég man að ég ætlaði aldrei að verða eins og hann," seg- ir Svava. „Mér gekk alltaf vel í skóla og var mjög samviskusöm og það hefur sennilega fleytt mér ansi langt því þó ég byrjaði að drekka 13 ára stóð ég mig alltaf vel. Til að byrja með var drykkjan fikt, við fengum okkur kryppling vinkon- urnar og ég var aðallega að þessu til að vera með. Ég var ekki einu sinni sérstaklega feimin," segir Svava og hristir höfuðið. Það munaði engu að ég dæi áfengisdauða ofan í jólagrautinn og þá fann ég að ég yrði að gera eitt- hvað. Drakk sig dauða af rauðvíni Eftir stúdentspróf fór Svava i háskólann þar sem hún lærði sjúkraþjálfun og þegar hún hafði lokið því námi lá leiðin til Banda- ríkjanna. Hún hafði ehga tiifinn- ingu fyrir því á þessum tíma að hún ætti við vandamál að stríða. „Ég drakk um hverja helgi en mér fannst það bara eðlilegt. Þeg- ar fyrrverandi maðurinn minn fór í framhaldsnám til Bandaríkjanna fór ég með, en ég hafði ekkert sér- stakt að gera úti svo ég fór fljótlega að drekka á hverjum degi. Maður- inn minn hafði senmma í okkar sambandi byijað að kvarta undan drykkjunni minni og í Bandaríkj- unum leist honum hreint ekki á blikuna. Ég hlustaði að sjálfsögðu ekki á hann. Þegar við komum svo heim ffá Bandaríkjunum lenti ég í veru- legum vandræðum því þá fór ég að vinna við það sem ég hafði menntað mig tÚ og gat ekki drukk- ið daglega. Eg drakk mig reyndar dauða af rauðvíni á hverju kvöldi og fannst allt í lagi með það. Þegar ég varð svo ófrísk af eldri strákn- um okkar tókst mér að stiila mig á meðgöngunni, en strákurinn var ekki nema nokkurra mánaða þeg- ar ég byijaði aftur." Vín í öllum skápum Svava eignaðist seinni strákinn sinn nokkrum árum seinna og drakk ekki heldur á þeirrri með- göngu, en svo var draumurinn bú- inn. „Eftir það voru þetta nánast 365 dagar á ári. Maðurinn minn kvartaði alltaf meira og meira og fannst að ég þyrfti að skoða þessi mál en mér fannst hann bara hundleiðinlegur. Mér fannst lfka að hann væri alltaf að fylgjast með mér svo ég fór að drekka í laumi. Þetta gengur auðvitað allt út á að halda andlitinu," segir Svava og lýsir með hryllingi þessu tímabili í lífi sínu. „Ég byrjaði yfirleitt á bjór fljót- lega eftir að ég kom heim úr vinn- unni og hélt mér gangandi á því þangað til ég eldaði matinn. Svo var ég með rauðvín með pylsun- um. Þetta átti að vera þannig hjá okkur að við værum með rauðvín á föstudögum og laugardögum og einhvern fínni mat. Svo teygðis't þetta í að verða rauðvín með pyls- um og kjötbollum alla virka daga. Mér tókst samt að halda þessu leyndu upp að vissu marki. Maður kemur sér upp tvöföldu kerfi, dreypir á rauðvíni með matnum og er svo með varabirgðir í skáp- um um allt hús. Ég var alltaf á hlaupum milli hæða og drakk ekki heldur þambaði það sem var falið í skápunum. Svo var ég orðin þvoglumælt og maðurinn minn pirraður, en þá hætti ég bara að tala við hann. Stundum yrti ég ekki á hann heilu kvöldin. Svo hringdi kannski mamma og ég mundi ekki daginn eftir að ég hefði talað við hana." Blóðug og rifin á slysavarð- stofunni Svava var á þessum tíma enn ekki meðvituð um að hún ætti við vandamál að stríða. „Ég mætti alltaf í vinnuna, hugsaði um börnin mín og heimil- ið og var einhvemveginn búin að brynja mig. Markmiðið var að halda andlitinu þessa átta tíma sem ég var í vinnunni og komast í búðina, en svo var ég orðin skjálf- andi flak þegar ég kom heim og varð að fá bjórinn minn. Mér fannst samt að þar sem ég var ekki niðri á Austurvelli eða Keisara, þá væri allt í lagi með mig. Það hvarfl- aði einstöku sinnum að mér að ég þyrfti að draga eitthvað úr þessu og drekka bara á fimmtudögum, föstudögum og laugardögum. Af- neitunin var bara svo mikil að mér fannst allir fífl og fávitar í kringum mig sem vom að fetta fingur út í þetta." Sövu leið samt ömurlega. „Ég var alltaf að reyna að fylla upp í eitthvert gat í hjartanu og notaði til þess áfengi og veraldlegt drasl. Þetta var svona stundarfróun. Ég var líka orðin mjög þunglynd en skildi ekki af hveiju mér leið svona illa. Ég kenndi öllu nema drykkj- unni um." Þegar Svava fór að skemmta sér með vinnufélögum sínum tókst henni stundum að halda haus fram eftir kvöldi og koma sér heim áður en hún varð sér til skammar. „Ég gat bara aldrei vitað það áður en ég fór af stað. Einu sinni fór ég í vinnustaðarpartí og kom heim í gegnum slysavarðstofuna, rifin, tætt og blóðug. Ég ætlaði að reyna að ljúga mig út úr þessu en þar sem ég vann á þessum spítala og þekkti annan hvern mann á slysavarðstofunni sáu allir hvers kyns var. Það vom saumuð tólf spor í hausinn á mér," segir Svava og hlær að lfkingunni. „Það var samt ekki fyrr búið að taka saumana en ég var byrjuð að drekka aftur." Hálfdauð ofan í jólagrautinn „Ég lofaði sjálfri mér að hætta og trúði því stundum sjálf að ég gæti það. Þegar allt mistókst varð feluleikurinn verri. Ég faldi áfengi um allt hús og mundi stundum ekki hvar ég faldi flöskurnar og var alveg brjáluð í skapinu. Stundum drakk ég á næturnar meðan ijöl- skyldan svaf og vaknaði fyrr á morgnana til að geta sturtað í mig tveimur bjómm." í desember árið 2000 fannst mér svo nóg komið. Móðir mín og stjúpi komu í mat á aðfangadags- kvöld og það fyrsta sem mamma spurði mig um var hvort ég væri að drekka. Ég þvertók fyrir það en hafði verið að drekka frá hádegi. Þá höfðu feðgarnir farið út með jólapakkana og ég hafði að sjálf- sögðu beðið óþolinmóð eftir að þeir fæm svo ég gæti byijað. Það munaði engu að ég dæi áfengis- dauða ofan í jólagrautinn og þá fann ég að ég yrði að gera eitthvað. Það var líka mikill þrýsingur á mig frá móður minni, stjúpá og eigin- manni og ég ákvað að fara í dags- meðferð sem heppnaðist þó ekki sem skyldi. í marsmánuði 2001 gat ég svo ekki verið viðstödd afmæli sonar míns af því ég var svo dmkk- in. Þá hugsaði ég með mér: Nei, Svava mín, svona gengur þetta ekki lengur." Kvíðahnúturinn hverfur Nú em tæp fimm ár síðan Svava gafst upp og leitaði sér að- stoðar á Vogi. „Það em engin orð sem lýsa því hvað ég er þakklát fyr- ir að þessi stofnun er til. Eins og ég hafði mikla fordóma gagnvart henni áður en ég þurfti sjálf að leita mér aðstoðar. Þá fannst mér þetta náttúrlega bara hæli fyrir fyllibyttur, sem ég var auðvitað ekki. En að fara þarna inn gjör- breytti lífi mínu. Á Vogi var mér sagt að ég væri með sjúkdóm og ég gæti gert ansi margt sjálf til að halda einkennunum í skefjum. Þarna skildist mér að ég væri með sjúkdóm og að þetta væri ekki aumingjaskapur var mjög mikil- vægt. Meðferðin sem SÁÁ býður upp á á Vogi er líka bara frábær. Ég fékk svo að halda áfam í kvenna- meðferð á Vík og fékk stuðning í Síðumúlanum í eitt ár á eftir. Líf mitt hefur tekið stakkaskipt- um," segir Svava. „Ég vakna á morgnana og fer út í daginn glöð og ánægð með að ég skuli hafa sofnað edrú í gær. Eg var alltaf með hnút í maganum og kveið fyr- ir öllu, hvort sem það var stórt eða smátt. Þó ég kynni vel það sem ég var að gera í vinnunni kveið ég alltaf hinu óvænta. Núna hlakka ég til hvers dags. Þegar ég var að drekka voru sunnudagar skelfileg- ir dagar, nú finnst mér allir dagar góðir dagar. Auðvitað tekur maður líka á móti slæmum dögum, mun- urinn er að núna er ég hæf til þess. Áður gat ég ekki mætt neinu mót- læti án þess að drekka mig frá því en nú finnst mér lífið yndislegt." Margir þurfa að koma oft Svövu finnst hrikalegt að bráðadeildin á Vogi hafi verið lok- uð í tvö ár vegna ijárskorts. „Mér finnst það alveg skelfilegt. Þetta er banvænn sjúkdómur og mikilvægt að fólk fái aðstoð strax. Það er svo margt fólk sem er langt leitt af alkóhólisma og ef það fær ekki hjálp sér það enga aðra leið en að taka sitt eigið líf. Það er líka svo margt fleira tengt þessum sjúk- dómi, fólk lendir í slysum og hreinlega sturlast og verður geð- veikt. Mér finnst grafalvarlegt mál að ekki skuli fást fjármagn til að halda þessu opnu. Ég vona að fordómar gagnvart alkóhólisma séu á undanhaldi í samfélaginu en ég heyri það af og til að fólki finnst þetta aumingja- skapur og að nær sé að hjálpa þeim sem eiga við „raunverulega" sjúkdóma að stríða. Þessi sjúk- dómur er mjög raunverulegur og banvænn. Ég heyri líka hneyksl- unarraddir eins og „getur fólk ekki bara hætt að drekka?" eða „er þessi meðferð eitthvað að virka fyrst fólk þarf að fara aftur og aftur?". Málið er að margir þurfa að koma oft áður en þeir ná bata. Ég veit dæmi um margt fólk sem var talið gjörsamlega vonaust og er búið að fara í marg- ar meðferðir en er að brillera í dag sem fullnýtir þjóðfélagsþegnar. Við eruiji að tala um venjulegt fólk í öllum stöðum og stéttum í þjóðfélaginu, konur og karla. Þetta er dauðans alvara og miklu fleiri sem þjást af þessum sjúk- dómi en við gerum okkur grein fyrir. Kjarnakonur frábær hópur Innan SÁÁ er félagsskapur sem heitir Kjarnakonur og þar hefur Svava verið virk undanfarin ár. „Þetta er félagsskapur sem varð til eftir að nokkrar duglegar konur fóru í viðtalsþátt hjá Sirrý. Þarna eru alkóhólistar, aðstandendur og mæður ungra fíkla sem hittast einu sinni í viku og bera saman bækur sínar, styrkja hver aðra og spjalla um lífið og tilveruna. Við eigum það allar sameigin- legt að tengjast alkóhólisma á ein- hvern hátt og margar kvennanna eru bæði alkóhólistar og aðstand- endur. Þarna er boðið upp á margskonar fræðsluefni og skemmtun í bland. Konur þurfa svo mikið á því að halda að styrkja hver aðra í þessum sjúkdómi því fordómar gegn konum og alkóhól- isma eru jafnvel enn verri en gagn- vart öðrum þjóðfélagshópum. Konur eiga að vera mæður, eigin- konur og axla ábyrgð á heimilinu og skömmin er þeim oft óbærileg. Áfengi fer líka hraðar illa með kon- ur en karla." Einu sinni fór ég í vinnustaðarpartí og kom heim í gegnum slysavarðstofuna, rifin, tætt og blóðug. Stolt og ánægð með árangurinn Svava segist vilja ráðleggja öll- um konum og öðrum þeim sem þjást af alkóhólisma að hika ekki við að leita aðstoðar. „Ég myndi sjálf, ef ég væri í þessum sporum núna, byrja á að panta mér ráðgjafarviðtal hjá SÁÁ í Síðumúlanum. Þar leiða þeir manni fyrir sjónir að maður sé alkóhólisti því maður er í afneit- un með það í lengstu lög. Svo verður maður bara að treysta þessu frábæra starfsfóiki sem tek- ur á móti manni með kærleika og umvefur mann hlýju og skilningi. Ég hélt ég myndi aldrei líta glaðan dag ef ég hætti að drekka. Nú er ég búin að fara til útlanda, sem var mjög áfengistengt og eitthvað sem ég hélt að ég gæti aldrei. Ég hef hinsvegar aldrei notið ferða- laga jafn vel, þetta er svo miklu skemmtilegra. Það er einfaldlega allt hægt ef maður er edrú og hef- ur jákvætt viðhorf gagnvart því. Ef fólk er að vorkenna sér að geta ekki drukkið er þetta náttúrlega ömurlegt. Fyrir mér var mikilvægt að ná þessari sátt. Ég get ekki drukkið áfengi, það er bara ekkert flóknara." Svava segir líka að skömmin sé horfin. „Ég er svo stolt að hafa farið í þessa meðferð og tekið á mínum málum. Sjálfstraustið er komið aftur og mér finnst bókstaflega ekkert ómögulegt. Sú Svava sem ég fyrirleit er horfin og gamla, góða Svava komin aftur til baka. Ég hélt ég myndi aldrei eignast þetta líf, ég sem gat ekki verið edrú í einn dag og gat ekki hugsað mér að lifa lífinu án áfengis. Þetta á ég SÁÁ að þakka og fæ aldrei þakkað það til fulls. Ef svona við- tal opnar augu einhverra fyrir þörfinni og verður þess valdandi að einhver tekur skrefið í áttina til bata, þá er það þess virði. Ég þarf ekki að skammast mín fyri neitt lengur." edda@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.