Dagblaðið Vísir - DV - 20.10.2005, Síða 24
Kristín Ruth Jónsdóttir, einn af
stjórnendum morgunþáttarins Zú-
ber og dóttir hins góðkunna
úvarpsmanns Jóns Axels Ólafsson-
ar, er mikið jólabarn. Hún segist
njóta þess að vinna í útvarpi og
lítur mikið upp til föður síns sem
hún segist hafa lært mikið af.
Jólastelpa „Snjór er eitthvaö sem
verður aö vera. Snjóinn þarf til að
koma manni I fuilkomna jólaskap-
iö, og auðvitað til að komast á
bretti og sieöaferðir I fríinu.“
—
Kristín Ruth Jónsdóttir, einn af
stjómendum morgunþáttarins Zúú-
ber, er á fyrsta ári í viðskiptafræði við
Háskóla Reykjavfkur. Hún er jólabam
og nýtur þess að vera í Skorradalnum
með pabba sínum, Jóni Axeli Jóns-
syni, og fjölskyldunni yfir hátíðamar.
Þetta var eins og halda jól í
amerískri bíómynd!
„Við emm fjögur saman í þættin-
um," svarar Kristín Ruth Jónsdóttir
sem starfar ásamt útvarpsfólkinu
Svala, Gassa og Jóhönnu í þættinum
Zúúber á FM 957 á morgnana milli
klukkan 7-10. „Við gerum okkar allra
besta til að koma landsmönnum
framúr og fylgjum hlustendum okkar
brosandi í vinnuna eða skólann. Ég sé
um að gefa hlustendum upplýsingar
um umferðina og bestu leiðimar og
færð á helstu vegum landsins. Svo
- geri ég líka at eða hrekki í fólki í beinni
útsendingu, eins og til dæmis að
syngja í strætó. Ég heimsótti borgar-
stjórann, reyndi við Sverri Bergmann,
þóttist vera starfsmaður ykkar hjá
DV,“ segir Kristín hlæjandi og það má
sjá að hún hefiir lært ýmislegt af föð-
ur sínum sem er Jón Axel Ólafsson,
útvarpsmaðurinn góðkunni. „Pabbi
er búinn að vera viðloðandi útvarp
mjög lengi. Hann var á Rás 2, Stjöm-
unni og Bylgjunni," segir Kristín
ánægð með pabba sinn sem var með
útvarpsþáttinn Tveir með öllu hér um
árið ásamt Gulla Helga. „Ég er rosa-
lega stolt af honum og lít upp til hans.
Pabbi og Gulli em mínar fyrirmyndir í
útvarpi. Miklir reynsluboltar og ég
''hlusta vel og vandlega ef pabbi gefúr
mér ráð eða annað um framkomu
mína f útvarpi. Ég hef lært mikið af
honum.“
Með pabba í útvarpinu
„Ég upplifði það bara á jákvæðan
hátt þegar pabbi vann í útvarpi. Ég
hef tengst útvarpi frá því ég fæddist
og það hlaut að koma að þvf að ég
færi að fikta við að tala í míkrófón-
inn. Ég fékk oft að fylgjast með
pabba þegar hann var í útsendingu
og svo komu stundum inn nokkur
innslög frá mér þar sem ég var lítil
stelpa og varð nú að leggja mitt orð
með í umræðuna, beðin eða ekki.
Pabbi gerði mikið í því að útskýra
fyrir mér og sýna hvemig hlutimir
virkuðu. Hann sýndi mér hvemig
ætti að gera þetta með stæl.“
Afmælisveisla á FM
„Á morgun eigum við í Zúúber
eins árs afmæli. Enginn af okkur trú-
ir að það sé heilt ár liðið," segir þessi
fallega stúlka sem er greinilega
ánægð með útvarpsstarfið. „Hlust-
endur samgleðjast með okkur á
morgun og síðan eiga margir þjóð-
þekktir fslendingar eftir að fagna
með okkur eins og Skítamórall, Ira-
fár, Kalli Bjami, Svala Björgvins,
Simmi og Jói og Magni í Á móti sól,
svo einhveijir séu nefndir. Gleðin
hættir ekki þar því við ætlum að
bjóða hlustendum með okkur í bíó á
nýju Zorró-myndina sem er ekkert
nema meistaraverk og eftir bíó höld-
um við aftur á Óliver þar sem veigar
em f boði fyrir þá sem ætla að fagna
með okkur á afmælisdaginn."
Jólin beint í æð
„Christmas Vacation er það sem
allir ættu að horfa á yfir hátíðarnar,"
svarar Kristín spurð um hvað skapi
sanna jólastemningu. „Ég horfi bara
á hana einu sinni á ári og hlakka
alltaf jafn mikið til. Ég get varla beð-
ið eftir að sjá hana um næstu jól.
Jólalög em líka eitthvað sem er
nauðsynlegt að hlusta á. Setja þau í
spilarann svona í lok nóvember og
hafa þau undir í bakgmnni við
baksturinn og annað. Annars finnst
mér nauðsynlegt á jólunum og í
kringum jólin að vera í kringum þá
sem mér þykir vænst um og eyða
þessum fallega tíma með þeim,"
segir Kristín og bætir við að jóla-
skrautið sé nauðsynlegt að sama
skapi. „Það lffgar svo upp allt um-
hverfið og gleður mig líka mikið. Ég
væri búin að skreyta í ágúst ef ég
mætti það. Ég er algjört jólabam og
dýrka allt sem er í kringum jólin! Jó-
laundirbúningurinn, jólagjafimar,
baka laufabrauð og smáköktn, fara
niður í bæ og upplifa stemninguna
þar sem ég fæ jólin beint í æð og það
sérstaklega á Þorláksmessu."
Falieg jól með þeim sem
skipta máli
„Fjölskyldan á æðislegan sumar-
bústað í Skorradal sem er meira eins
og heilsárshús frekar en sumarhús
og þar eyðum við öllum okkar frí-
stundum og viljum helst vera þar
alltaf þegar við getum því þar er allt
til alls. Eg hef alist meira og minna
upp þar og nýt þess í botn að slaka á
og njóta h'fsins í náttúmnni," segir
Kristín og ljómar við frásögnina en
segir einnig að í Skorradalnum sé
svo mikil ró og góð orka sem eflir
hana. „Það er alltaf gott að komast
úr amstrinu á einhvern stað þar sem
maður nær algjörlega að hreinsa
hugann."
Pabbi kom með klikkaða
hugmynd
„Það var rétt fyrir síðustu jól að
pabbi kom þá með sniðuga hug-
mynd og draum sem átti alltaf eftir
að framkvæma hjá okkur feðginun-
um. Það var að vera í bústaðnum
okkaryfir jólin. Klikkuð hugmynd og
ég var nú ekki lengi að samþykkja
hana," segir Kristín og hlær innilega
og heldur áfram: „Við fómm í það að
„Síðan þegar upp eftir var komið var rosalega
jólalegt þegar við vorum búin að hengja upp
jólaljós i greinarnar allt í kringum bústaðinn
en það gekk ekki áfallalaust fyrir sig þar sem
pabbi er nú ekki sá þolinmóðasti
Stolt af pabba „Ég er rosalega stolt afhonum og Ift hiklaust upp til hans. Hann og Culli eru
mlnar fyrirmyndir I útvarpi. Miklir reynsluboltar. Ég hlusta vel og vandlega efpabbi gefur mér
ráð eða annað um framkomu mlna I útvarpi. Ég heflært mikið afhonum."
skipuleggja og skrifa niður allt sem
þarf fyrir jólin til að gera þau sem
allra best og eftirminnilegust."
Þorláksmessu lögðum við af
stað og vorum þar til jóladags. örk-
uðum öll saman, pabbi, ég, Óli bróð-
ir minn og Tumi hundurinn okkar í
búðina og keyptum allar nauðsynjar.
Þú veist, jólaljós, jólaskraut og allt
sem byrjar á orðinu „jóla-“. Ham-
borgarhrygginn, kartöflumar, baun-
imar, rauðkálið, sósuna, appelsín og
malt, ís og ávexti í eftirrétt og nammi
fyrir allan peninginn," segir Kristín
og blaðamanni er skemmt við frá-
sögnina. „Síðan var lagt af stað með
jólalögin alveg í botni alla leið og það
endaði með því að geislaspilarinn
hætti bara að spila og neitaði að spila
fleiri jólalög. Síðan þegar upp eftir
var komið var rosalega jólalegt þegar
við vorum búin að hengja upp jóla-
ljós í greinamar allt í kringum bú-
staðinn en það gekk ekki áfallalaust
fyrir sig þar sem pabbi er nú ekki sá
þolinmóðasti. Þetta endaði þó allt
vel með tilheyrandi hlátri, föllum á
rassinn og endalausum fimmaura-
bröndumm," segir þessi ljúfa stúlka
sem heldur áfram að segja okkur frá
upplifun sinni í faðmi ástvina sinna.
„Við vöknuðum við hvítan nýfallinn
Einn af fjölskyIdunni „Hundurinn okkar
heitir Tumi Jónsson og er tveggja ára
labrador.Tumi er m.a.s. á póstkassanum og
með netfang. Ofsalega stilltur og sérstaklega
barngóður. Algjör draumur.“
snjó yfir öllu á aðfangadag og eftir
morgunmat, heitt kakó og ristað
brauð, fómm við út að ná okkur í
jólatré sem við völdum okkur sjálf út
í skógi," útskýrir Kristín brosandi og
bætir við að þegar þau vom búin að
velja rétta jólatréð söguðu þau það
niður með könglum og öllu saman
og tóku það síðan með sér inn í hús.
„Þetta var eins og halda jól í amer-
ískri bíómynd," segir hún, hugsar sig
eilítið um og segir: „Algjört æði. Eft-
ir hátíðarnar héldum við heim södd
og sælleg með rosagóðan jólaanda í
hjartanu yfir þessum yndislegu jól-
um sem aldrei gleymast."
elly@dv.is