Dagblaðið Vísir - DV - 21.10.2005, Síða 21
jyv Sport
FÖSTUDAGUR21. OKTÓBER 2005 21
Pálmi og Þórð-
urtil FH?
Samkvæmt heim-
ildum DVmunu
knattspymumenn-
imir Pálmi Rafn
Pálmason og Þórður
Guðjónsson báðir
vera á leiðinni til FH. Pálmi
Rafn er U-21 árs landsliðs-
maður sem hefur undanfar-
ið leikið með KA en hann er
upprunalega Húsvíkingur.
Þórður hefur hug á að snúa
aftur heim eftir áralanga
dvöl í atvinnumennsku en
hann liefur lítið fengið að
spila með sínum liðum, svo
sem Stoke, Las Paimas og
Bochum, undanfarin ár.
43 sf ig á 37
mínútum
17 ára miðherji
Keflavíkur, María
Ben Erlingsdóttir,
hefur varla brennt af
skoti í fyrstu tveimur
leikjum Keflavíkur í
Iceland Express
deild kvenna. María
Ben skoraði 28 stig á
19 mínútum í 94 stiga sigri á
KR á miðvikudaginn og hef-
ur skorað 43 stig á þeim 37
mínútum sem hún hefur
spilað það sem af er deild-
inni. María Ben hefur nýtt
19 af 22 skotum sínum
(86%) utan af vefli í þessum
sigrum á ÍS og KR og öU
fimm víti hennar hafa farið
rétta leíð. María er með 21,5
stig að meðaltaU í þessum
tveimur leikjum og er stiga-
hæsd leikmaður Keflavíkur-
Uðsins til þessa.
Jordan viður-
kennirveð-
málavandann
Einn besti ef ekki aUra
besti körfuboltamaður
sögunnar, Michael Jor-
dan, hefur viðurkennt
að hann hafi verið vit-
laus þegar kom að veð-
málavanda sínum. Jor-
dan segir þó jafriframt
að hann hafi aldrei sett
fjölskylduna eða lífs-
gæði sfn í hættu þegar kom
að þessum veðmálum sín-
um. Jordan kemur fram í
viðtaU í fréttaþættinum 60
mínútum sem sýndur verður
á CBS á sunnudaginn. Jord-
an vann sex NBA-titía á sín-
um tíma og sótti einnig í
veðmálin tfl að svala keppn-
isþorsta sínum. Jordan er
þessa dagana að kynna nýja
bók sem heitir „Driven from
Within" sem þýða má „Beint
ffá hjartanu".
Allan Borgvardt gekk til liðs við Viking í Stafangri í Noregi frá íslandsmeisturum
FH skömmu áður en tímabilinu lauk hér heima. Hann hefur þó lítið fengið að
spreyta sig á sínum tíma og hefur aldrei verið í byrjunarliði liðsins. Hann getur þó
huggað sig við að hafa verið valinn leikmaður ársins hér heima og segir hann í
samtali við DV Sport að það hafi komið honum þægilega á óvart.
Allan Borgvardt hélt til Noregs seinni part ágúst, þegar
FH-ingar voru búnir að tryggja sér íslandsmeistara-
titilinn. Hann hafði þá skorað þrettán mörk á ís-
landsmótinu og gerði það í fimmtán leikjum.
Hann var næstmarkahæsti maður mótsins
og var valinn sá besti af DV Sport sem og
leikmönnum Landsbankadeildarinnar.
Dvölin í Noregi hefur þó valdið nokkrum
vonbrigðum.
„Ég hef ekki fengið að spila
mikið," sagði Allan við DV Sport.
„Ég hef einungis setið á bekknum í
þessum fimm leikjum sem ég hef
teldð þátt í og fengið aðeins nokkr-
ar mínútur inni á vellinum. Þær
eru eklci neitt sérstaklega mikils
virði."
Allan samdi við Norðmennina
til þriggja mánaða í sumar, eða til
loka tímabilsins sem verða um
þarnæstu helgi. „Ég veit ekki hvað
gerist þegar tímabilið er búið.
Samningurinn rennur út 1. nóv-
ember þannig að þetta kemur allt í
Ijós. Það gæti svo sem vel komið til
greina af minni hálfu að vera
hérna f eitt ár til viðbótar, en ég
verð að bíða og sjá hvað þeir eru
tilbúnir að bjóða mér."
Allan hefur leikið á íslandi und-
anfarin þrjú ár og verið valinn
maður ís-
landsmóts-.
ins í tvö
skipti, árin
2003 og
2005.
Hann átti
við meiðsli
að stríða
stóran hluta
tímabilsins
árið 2004 og gat
því ekki beitt sér
að fullu þá. En
það hefur farið
fram hjá fáum hér á
landi hveru góður
leikmaður Allan
Borgvardt er og
í raun ótrúlegt
að 25 ára er-
lendur leik-
maður
með
hæfileika
spili jafn
lengi og íslandi
og raun hefur
borið vitni. Hann
segir þó vonlítið að
hann komi til íslands
aftur næsta sumar.
„Það er frekar lítill
möguleiki á því en
maður á svo sem
aldrei að segja aldrei.
Ég hef áður sagt að
ég komi ekki en það
rættist ekki og því
borgar það sig ekki að
útiloka neitt. En ég hef
áður sagt að ég muni koma
einhvern tímann aftur þar
sem ég naut mín virkilega
vel að spila þar."
Allan segir að sér hafi
komið það þægilega á
óvart að hafa verið valinn
leikmaður ársins á loka-
hófi KSÍ. „Ég bjóst ekki
við því að vinna í ár en
Éetta gladdi mig auðvitað mik-
g held að síðasta tímabil hafi
verið eitt af mínu bestu, enda var
liðið gott og vann næstum alla
leiki sumarsins í deildinni. Einu
vonbrigðin voru að detta úr bikar-
keppninni fyrir Fram og komast
ekki lengra í forkeppni Meistara-
deildarinnar. En að öllu öðru leyti
var tímabilið frábært."
Spurður um hvort hann sé með
„heimþrá" hlær Allan og minnir
blaðamann á að hann sé jú fiú
Danmörku. „En þetta er nokkuð
skondið. Ég og kærastan mín vor-
um að tala um það um daginn að
við hefðum meira að sækja á ís-
landi nú en til dæmis í Danmörku
eða Svíþjóð. Þetta var mjög sér-
stakur tími fyrir okkur bæði enda
líkaði okkur vistin vel.“
eirikurst&dv.is
FÆR FÁTÆKIFÆRI
Allan Borgvardt hefur fengið fá
tækifæri með Viking í norsku
úrvalsdeildinni og aðeins verið inni
á (53 mínútur fyrstu sex vikur sínar
í Stafangri. Allan á þannig enn eftir
að ná þeim mínútufjölda sem leið á
milli þess að hann bjó til mark fyrir
FH í Landsbankadeildinni í sumar.
Fyrstu fimm leikir Allans með
Viking í Noregi:
10.9 Viking-Rosenborg 3-2
inn á 77. mínútu
18.9 Odd Grenland-Viking 1-0
inn á 85. mínútu
25.9 Viking-Ham-Kam 1-3
inn á 76. mínútu
03.10 Brann-Viking 2-1
inn á 86. mínútu
16.10 Viking-Válerenga 0-0
inn á 78. mínútu
Samantekt:
Leikir 5
Mínútur spilaðar 53
Mörk skoruð 0
Stoðsendingar 0 Árangur Allan Borgvardt með FH 2005:
Leikir: 15
Mínúturspilaðar 1 323
Möi 1 13 |
Mínúturmilli marka: 88,2
Stoðsendingar: 6
Fiskuð vlti: Mínútur milli skapaðra marka: 3»' HH
EnSHÍ%
BOL Tl N
Splunkunýr spurningaþáttur um fótbolta, fótbolta og meiri fótbolta.
SPARK er óhefðbundin spurningaþáttur um fótbolta sem stjórnað er af
Stefáni Pálssyni sem jafnframt er höfundur spurninga.
Honum til aðstoðar er stuðboltinn Þórhallur Dan, knattspyrnukappi með meiru.
Frumsýndur á SKJÁEINUM og Enska Boltanum 21. október, ki. 20.00.
©
SKJÁRE/NN
Laugardaga kl. 22.30 • Sunnudaga kl. 22.30 • Föstudaga kl. 19.30