Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.11.1938, Síða 31

Símablaðið - 01.11.1938, Síða 31
SlMABLAÐlÐ 61 Á fundum deildanna geta menn kom- ið á framfæri öllum sinum áhugamál- um, sem deildarstjórnirnar siðan sjá um að komist til stjórnar F.Í.S. Þrátt fvrir þessa bót vil eg samt frekar iivetja menn en letja til þess að skrifa í blaðið. Eg vil sérstaklega vekja athygli á þeirri breytingu skipulagsnefndar við stjórnarkosningu, að félögum úr um- dæmunum er íramvegis gefinn kost- ur á a’ð tilnefna menn á kjörlista. Þetta tel eg mikla bót, þvi áður fengu þeir aðeins að velja á milli þeirra 10 manna, sem kjörfundur F. í. S. hafði tilnefnt. Með breytingu þessari tel eg trygt, að meiri áhugi skapist úti á landi um það, hverjir fari með stjórn félagsins. Einn þröskuldur er þó enn óyfir- stiginn. En bann er sá, að félagar úti á landi eru ekki nógu kunnugir fé- lögunum í Reykjavík til þess að geta verið vissir um að tilnefning þeirra á kjörlistann sé sú ákjósanlegasta. Eg get ekki stilt mig um að lýsa ánægju minni yfir því, að horfið skvldi frá að skifta félaginu í deildir eftir starfsgreinum. Enda þótt þelta mál sé útrætt að sinni, vil eg benda á, að sú skifting befði orðið til að sundra félagskröft- unum, sérstaklega úti á landi. Þar liagar svo til, að á flestum stöðum eru aðeins 2—8 símritarar, en miklu fleiri símakonur. Með því fyrirkomu- lagi liefðu símritararnir að beita má dottið út úr félaginu. Starfsmenn um- dæmisstöðvanna eru ekki það marg- ir, að þeir þoli slíka skiftingu á fé- laginu. Um tillögur þær, sem fundurinn samþykti og beindi sérstaklega til símastjórnarinnar mætti margt rita. Þær eru allar á þann veg', að enginn félagsmaður getur verið þeim andvíg- ur. Enda mun það sjaldgæft vera, að menn séu á móti bættum kjörum sér til handa. Þær eiga vafalaust oft eftir að vera til umræðu í blaðinu áður en þær ná fram að ganga. Eg yeit að þær muni kosta ein- liverja baráttu. Þeirri baráttu erum við fúsir að berjast. Látum árið 1939 sýna mikinn og góðan árangur af þessum fyrsta lands- fundi símamanna. Jónas Jensson.

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.