Símablaðið

Volume
Main publication:

Símablaðið - 01.11.1938, Page 34

Símablaðið - 01.11.1938, Page 34
64 SlMÁBLAÐlÐ Starfsfólk Landssímans á Seyðisfirði. lægra úti á landi, að sanngjarnt sé að búsettir starfsmenn i Reykjavík njóti hærri launa með tilliti til þess- ara ástæðna. Sá er þessar línur rit- ar, getur ekki fallist á þá skoðun, að nein sanngirni felist i því, að búsett- um starfsmönnum í Reykjavík séu goldin að miklum mun hærri laun við samskonar störf en þeim, er þau vinna úti á landi. Vil eg leitast við að rök- styðja það í fáum dráttum í þessari grein minni. Eg var nýlega að lesa eitt Reykja- víkur-blaðanna. Sá ég þar auglýsingu frá nokkurum matvöruverslunum. Var þar auglýst verð á mörgum nauð- synjavörum. Nú skyldi maður ætla —- eftir kenningu þeirra manna, er balda að alt sé dýrasl í Reykjavík —, aö hinar auglýstu vörur væru dýrari en hér á Seyðisfirði. En sú varð ekki raunin á. Þær voru allar miklum mun lægri en samskonar vörur hér. Ég liefði gaman af að þeir góðu menn, er alt telja svo ódýrt úti á landi, kyntu sér þetta af eigin raun. Ég mun ekki að þessu sinni tilnefna vörutegundir eða tilgreina verðmis- mun. Læt ég það eftir til handa nefnd þeirri, er kosin var — á landsfundi símamanna í vor — til að gera at- huganir og samanburð á kjörum okk- ar símafólksins. Húsaleiga hér á Seyðisfirði er eitt- livað lægri en í Reykjavík, ef miðað er við íhúðir í nýtísku húsum þar. En þar er við að athuga, að hér á Seyð- isfirði búum við flestir símritararnir i gömlum og köldum timburhúsum, sem eru án flestra þæginda, og þurfa mikillar upphitunar. En kol eru liér mjög dýr, fimmtíu og níu krónur smá- lestin heimflutt, svo að það er æði- kostnaðarsamt, að gera íbúðirnar við- unandi blýjar. Myndum við flestir fús- lega vilja skifta á ibúð i nýtísku hús- um, þar sem öll þægindi eru til stað- ar, enda þótt við yrðum að greiða eitthvað hærri húsaleigu, — ef við gætum þá greitt hana. Útsvör munu tiltölulega vera hærri hér á Seyðisfirði en í Reykjavik. En önnur opinber gjöld munu vera svipuð. Það þarf ekki að draga í efa, að símritarar úti á landi eiga fulla sann- girniskröfu á því, að njóta launa til

x

Símablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.