Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1943, Side 30

Símablaðið - 01.12.1943, Side 30
36 S í M A B L A Ð I Ð 1 öllum kristnum löndum eru jólin hald- in heilög, heilög til minningar um fæSingu frelsarans. Helgi jólanna í hugum manna er all mismunandi. Hver einstaklingur á ekki einungis undir sjálfan sig að sækja hversu hugur hans snvst viö jólunum. Allar ytri aSstæður eiga ríkulegan þátt í því, hvort jólin verða gleðileg eSa sorgleg. Sú helgi, sá máttur og sú dýrð, sem sórhver sannkristinn maöur hlýtur aS finna i hug- skoti sínu í sambandi viS jólin, veröur end- urnæring anda hans, sannkölluS gle'ðihá- tið. Fvrir slíka menn eru jólin ómissandi, vegna þess. aS sá lífsþróttur og gleði, sem tíminn færir smátt og smátt á braut með sér, endurnýjast og nærist, og sá stað- bundni og óumflýianleei hversdagsleiki, sem margir verSa við a'ð búa, breytist í há- tíSleik í huga þeirra á jólunum. Þeir eru ungir í annaS sinn, ungir til næstu jóla, og sú æska getur lengi varað, þótt háriS sé tekiS aS grána og bakiS aS bogna, undan seigþungri bvrSi, Elli kerlingu, og í bar- áttunni við lífið. Til þeirra, sem ekki trúa á guð og helgi jólanna, en trúa aöeins á krónur, ,,atom“ og „íónir“, nær helgi jól- anna aöeins til munns og maga. Hugur slíkra manna dvelur eftir sem áSur í heimi hversdagsleikans. Jólin eru þeim ekki and- leg hátíð, heldur varpa þau ofur einföldu og viSburSasnauöu blæbrigði aukinna anna og breytts mataræSis á líf þeirra. Þó eru jólin slíkum mönnum nokkurt tilhlökkun- arefni, — tilhlökkunarefni vegna þess, aS þeim fylgir óvenjuleg peningavelta, af auk- inni sölu þeirra vara, sem sumir þeirra hafa á boSstólum, og jólin útheimta aS til séu á hverju heimili, svo aS helgi þeirra megi jafnt gæta hiS ytra sem hiS innra. Þessi fullyrSing útheimtir enga sönnun. Hún sannar sig sjálf. LítiS í búöarglugg- ana, lesið auglýsingarnar í blööunum og hlustið á þær í útvarpinu. Helgi jólanna er þannig tekin í þágu gróSafíkninnar, og viShorf alltof margra manna til þeirra er of hversdagslegt og hinn raunverulegi há- tíSleiki þeirra drukknar í önnum og aura- græSgi. Fyrir þá eru jólin „hátíS marnm- ons“, en ekki frelsarans. Eins og gróandi vordagsins heimtar starf og ósérplægni, eins boSa jólin öllum aS „vaka og vinna og vonglaSir taka sumrinu mót“. Jólin eru fyrst og fremst hátíS ljóss- ins, hátíð hins rísandi dags. Myrkrið, sem grúft hefir yfir öllu, svift oss sýn og vopn- um og gengiS á forSa vorn, er hrakiö úr veidisstóli sínum, en keisari ljóssins boö- ar aukin störf, hækkandi sól og nýjan dag. BoSum hans ber oss tafarlaust aS hlýta. Hver, sem ekki hlýSir honum, uppsker aldrei þá gæfu, sem annars biöur hans. Mót sumri og sól stefnir hugur vor eftir hið mikla myrkur. Langt í fjarska brýzt sólin, hin mikla Ijósmóöir vorgróandans, gegnum kolsvartan skýjabakkann, og senn erum við sveipuS hlýjum og endurnærandi geislum hennar, lífgjöfum alls þess, sem lifir og hrærist á jörSunni. JólahátíSinni fylgir sú helgi hjá kristnum mönnum, sem tengd er viS fæSingu hins mikla frelsara, og máttur þeirra orkaSi svo mikils á hugi hinna stríöandi þjóða í heimsstyrjöldinni 1914 •—18, aS þeir slíSruSu sverö sín og morötól, meðan jólin gengu um garð, og hermenn- irnir, sem áður voru engdir til manndrápa, skiptust nú á vinarkveöjum og heillaóskum yfir víglínuna úr skotgröfunum. Og þaS kostaöi herforingjana mikiö erfiði, að fá hermennina aftur til að berjast.. f þeirri ógnarstyrjöld, sem nú geysar, gat vopnahlé því ekki komiS til greina. DýrS jólanna hiS innra er tendruS af helgi þeirra og mætti. HiS ytra er jóla- skrautiö sjálft og kertaljósin aðeins tákn- ræn fyrir það, sem á aS vera hiS innra. Þannig skil eg jólin í mínum ófullkom- leika. Jólin eru líka oft nefnd hátíö friSarins, hátíS þess boðskapar, sem veitir ljósi og

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.