Símablaðið

Årgang
Hovedpublikation:

Símablaðið - 01.12.1943, Side 32

Símablaðið - 01.12.1943, Side 32
38 SlMABLAÐlÐ að þeir voru ekki svo fáir, og þaS jafnvel meðal hinna nýtustu manna þjóöarinnar, sem litu öörum augum á málið, og pre- dikuöu þaö, aö hér væri ’verið aö reisa sér huröarás um öxl, sem þjóöin mundi ekki geta risið undir. Sem betur fer, segjum viö nú, urðu þessir menn í minni hluta, en þeir fylgdu máli sínu fast fram og höfðu sig mjög i frammi. Ég ætla nú að segja smásögu í sambandi viö þetta mál. :Sú saga er eflaust flestum gleymd og að líkindum vilja engir, sem þar voru viö riðnir, kannast viö sína þátt.öku. J?aö er mannlegt, en jafníramt er þaö æöri og betri þekking og óhrekjandi reynsla á nytsemi fyrirtækis þessa á liðn- um árum, sem veldur því, aö nú dettur engum í hug að amast við spottanum, sem lagður var milli Islands og útlanda árið 1906. Ég var nýfluttur austur í Skaftafells- sýslu, er mál þetta var í fæðingunni. Kom ég þá á bæ nokkurn þar og ræddi um hríð við húsbóndann. I lok samtalsins spurði hann mig, hvort ég hefði ekki séð skjalið, sem verið væri nú að skriía undir. Hann lýsti að nokkru innihaldi þess, og þqttist ég skilja, hvað hér væri um að vera. Ég spurði hann um, hvað maðurinn héti, sem stæði fyrir þessu, sem fyllti hann og ýmsa aðra þvílíkri skelfingu; kvaðst hann ekki muna það. Það væri óvanalegt nafn, en þetta er landráðamaður, sagði hann með áherzlu. Lauk svo samtali okk- ar. Það leið tæp vika. Þá var ég staddur á kirkjustað skömmu fyrir messu. Ég sá þá að maður nokkur þar í s'Htinni rétti skjal að bónda nokkrum mér vel kunnug- um, og bað hann að skrifa undir. Bóndi les skjalið, snýr sér síðan að mér og spyr, hvort ég álíti það rétt að skrifa undir skjal þetta og rétti mér það. Þetta var þá skjalið um landráðamann- inn. Þegar ég hafði lokið lestri þess, fékk ég bóndanum það, með þeim ummælum, að ég vonaðist til, að hann gerði sig ekki að því fífli að skrifa undir það. Hann hætti við að skrifa undir, og enginn af þeim, sem þar voru inni, léðu nafn sitt undir skjal þetta. Svo fór um sjóferð þá. Ég átti þó enn eftir að kynnast þessu marg umrædda skjali. Það leit svo út sem það fylgdi mér eins og skugginn. Nokkr- um dögum síðar kemur maður heim til mín og afhendir mér stórt bréf. Ég spurðj hann, hvaðan bréf þetta væri og tiigreindi hann nafn sendanda. Þarna var þá enn komið skjalið til undirskrifta, en engin lína með. Af því að ég þekkti mann þann, sem sendi mér skjalið, og af því ég þóttist vita, að hann hefði verið beðinn að safna undir- skriftum, en að hann var of víðsýnn og framsýnn til þess að sinna beiðninni, þá vildi ég þó að hann sæi þess merki, að bréfið hefði komið í mínar hendur, og þess vegna skrifaði ég á skjalið tvö nöfn: Ögmundur löðurkúfur og Helga beinrófa, og endursendi honum þvi næst. Við hlóg- um dátt að þessu næst er við sáumst. Það var allt og sumt, en skjal sem þetta, sa ég ekki oftar. Þá er næst að minnast á Eyjasímann og þröskuldana á vegi hans. Það er alkunna, að einangrunin hefur verið ein aðalplága Eyjanna, og er jafn- gömul þeim, þó mikið hafi úr ræst á síð- ari árufn í þeim efnum. Eyja-álar eru djúpir og oft illir yfirferðar, krappur sjór og þungar rastir eru þar alkunnir farar- tálmar. Jafnvel þótt logn sé og dauður sjór, fer straumröstin hvítfissandi sína ákveðnu, óstöðvandi braut, svo að stund- um steinmarkar ekki þótt vel sé ró ð, ef halda þarf á móti. I þessu kargaþýfi sjáv- arins hefur mörg fleytan hnotið, ef storm- ur hefur auk þess fylgt á eftir straum- þunganum. Það kann að þykja einkennilegt að minn- ast á einangrun í sambandi við Eyjarnar, þar sem þær þó liggja í þjóðbraut, og óvíða mun leið fleiri skipa liggja með- fram ströndum en einmitt þar, en landtak- an hefur ávallt verið slæm, höfnin lítil og ótryg-g og innsiglingin í höfnina þeirn mun verst. Svo að þótt skip hafi ákveðið að taka þar land, hafa þau oft orðið frá að hverfa án þess að ná nokkru sam- bandi við land. Auk þessara skipa leitar hingað fjöldi annara skipa til að finna skjól

x

Símablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.