Símablaðið

Árgangur
Main publication:

Símablaðið - 01.12.1943, Síða 33

Símablaðið - 01.12.1943, Síða 33
SlMABLAÐlí) 39 °g athvarf. Þau koma hingað til þess aö kasta mæöinni og þurrka af sér svitann eftir lífróöurinn og átökin við hinar tryltu öldur úthafsins. Þeirra athvarf er þau ná hingaö úr hafrótinu og ofsaveðr- unum, er að leita skjóls undir einhverju þverhníptu bjarginu, þar sem þau, ef til viU, hafa borið beinin og ekkert til þeirra spurst framar. Engum boðum var hægt a® koma þangað, sem helzt var hjáipar a<5 vænta, við vorum einangraðir. Þannig Var þessi raunasaga einangrunarinnar fram á annan tug þessarar aidar. Þegar búið var að leggja sæsímann til útlanda og þar með rofin einangrun þessa lands, fóru Þegar að vakna í brjóstum Eyjabúa von- lr um það, að hin sára einangrun þeirra kynni einnig að verða rotin og að sam- bandi yrði komið á með sæsíma milli Lands og Eyja. En þótt margir hefðu full- an áhuga á því að láta þessa von rætast sem fyrst, þá mætti þeim áhuga brátt sá þröskuldur, sem örðugt ætlaði að verða að yfirstíga. Um þessar mundir var annað wenningartæki að hefja sigurför sína um heiminn. Það voru loftskeytin. Það verður ekki sagt að hallað sé á þá uPPgötvun, þótt því sé haldið frarn, að á þeim árurn, sem hér um ræðir hafi loftskeyt- lri verið á byrjunarstigi, og langt frá því búin að ná þeirri fulikomnun, sem síðar varð og enn á eflaust eftir að nást. En hvað um það. Þeir voru þó nokkrir, sem fannst að hér væri lausnin á símamálum Eyjanna. Eyjabúar voru allflestir annarar skoð- unar, og gátu ekki, hvernig sem reynt var að telja um fyrir þeim, fallið frá þeirri skoðun, að sæsími milli Lands og Eyja væri það menningar- og sambands- tæki, sem keppa bæri að, að komið yrði hér á. Þeir trúðu ekki þeirri staðhæfingu, sem haldið var fram og sem jafnvel kom fram í einu blaði þessa lands, að brim- sogið við Landeyjasand rnundi trufla skeytasendingu. En hvað sem trú þeirra eða vantrú leið, þá kom það þó brátt í ljós, að loftskeyta- samband var þeirn ætlað, það og ekkert annað. Nú byrja átökin fyriir alvöru. Æðri og lægri máttarvöld leiða hesta sína sam- an, sem endaði með því, sem sjaldan skeð- ur, að sá sem virtist minnimáttar, bar sig- ur af hólmi. Skal þessari viðureign nú stuttlega lýst. Á aðalfundi Sýslunefndarinnar í Vest- mannaeyjum, laugardaginn 20. maí 1911 sem var framhaldsfundur, lagði oddviti nefndarinnar fram bréf, dags. þann sama dag, frá nafngreindum manni, þar sem sá maður fer fram á, að fá meðmæli nefnd- arinnar með því, að honum verði af stjórn- inni veitt einkaleyfi um 5 ára bil til loft- skeytasambands milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur. Þar segir svo ennfremur: Eftir nokkrar umræður bar oddviti upp svohljóðandi tillögu: „Nefndin mælir með því eindregið, að leyfisbeiðandi fái hið umbeðna einkaleyfi um 4 til 5 ára bil, ef stjórninni ekki berst ábyggilegt tilboð um símalagningrf á þessu ári milli Lands og Eyja, sýslunni að kostnaðarlausu, innan 20 dajga flrá því umsækjandi leyfi&ins tif) loftskeytasambands býður fram þær trygg- ingar, sem stjórnin kann að heimta fyrir leyfinu.“ Tillagan var borin upp og samþykkt með öllum atkvæðum. Þá er þess enn- fremur getið í fundargerðinni, að einn nefndarmanna hafi beðið bókað, „að hann greiddi tillögunni atkvæði sitt í trausti þess, að sambandið yrði ritsímasamband, en segist ákveðið vera á móti loftskeyta- sambandi." Þegar þannig var í pottinn búið voru örlög Kartagóborgar auðsæ, og yrði því þegar í stað að hefjast handa ef koma ætti á ritsímasambandi, að öðrum kosti yrði loftskeytasambandi, gegn vilja megin- þorra Eyjabúa, komið á, því sambandi, sem hlaut um þetta leyti að teljast sem „varaskeifa" (Sæsímans), svo að notað sé það orðatiltæki, sem nýlega hefur verið notað, þegar jafnað er saman kostum síma og loftskeyta á þessum árum. Þegar í stað var hafin fjársöfnun með- al einstakra manna. Þessi fjársöfnun gekk SVO' greitt, því frekar vel áraði, að innan skamrns fékkst nægileg upphæð til þess

x

Símablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Símablaðið
https://timarit.is/publication/1720

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.