Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005
Fréttir DV
Landbúnaðarráðuneytið hefur látið taka blóðpróf úr hundruðum fugla sem hafa
dvalið í fuglasóttkví hjá gæludýraversluninni Dýraríkinu. Jarle Reiersen, dýra-
læknir á Keldum, sem hefur yfirumsjón með alifuglasjúkdómum hjá ráðuneytinu,
segir ekkert tilfelli af fuglaflensu hafa komið upp á íslandi. Gunnar Vilhelmsson í
Dýraríkinu segist sáttur við aukið eftirlit og bíður spenntur eftir niðurstöðunum.
Dýrkeypt
verklag
Fulltrúar minnhluta
Neslistans í bæjarstjóm
Seltjarnarness segja það
hafa kostað „óheyrilega
fjármuni" að meirihluti
sjálfstæðismanna skuli ekki
hafi unnið aðalskipulag og
landnýtingaráætlun áður
en einstök svæði vom
deiliskipulögð. Þetta verk-
lag meirihlutans hafi einnig
tafið alla skipulagsvinnu.
Sjálfstæðismenn segja aðal-
skipulagið faglega unnið og
í samráði við íbúa á öllum
stigum.
Belgísk end-
urbygging
Belginn Wouter Van
Hoeymissen hefur lagt
fram hugmyndir sínar um
endurbyggingu hússins á
Fjarðargötu 5 á Þingeyri.
Jafnframt hefur Jóhanna
Gunnarsdóttir á Þingeyri
fallið frá kauptilboði sínu í
húsið. Bæjarráð hefur falið
Halldóri Halldórssyni bæj-
arstjóra að ræða við Wouter
Van Hoeymissen. Fjarðar-
gata 5 er byggð árið 1915.
Húsið er nærri 240 fermetr-
ar og hefur hýst bæði íbúð
og verslun.
Fræða um
fíkniefni
Lögreglan í Reykjavík
hefur boðið Fjarðabyggð
upp á forvarnar- og
fræðsluverkefni gegn fíkni-
efnum. Fræðslunefhd
Fjarðabyggðar ætlar að taka
þátt í verkefninu sem sér-
staklega er ætlað efstu
bekkjum gmnnskólans og
ber yfirskriftina: Hættu
áður en þú byrjar. Fljótlega
verður ákveðið hvenær
boðið verður upp á dag-
skrána í sveitarfélaginu.
Keldur Á þessum staö fara
fram rannsóknir á blóðpróf-
um úr innfluttum fuglum.
Innflytjendur fugla á Islandi fara ekki varhluta af óttanum við
fuglaflensu. I gegnum árin hefur verið stíft eftirlit með innfluttum
fuglum en í ár er eftirlitið jafnvel strangara. Þrjár fuglasóttkvíar eru
á höfuðborgarsvæðinu en þær eru allar reknar í tengslum við
gæludýrabúðir. Landbúnaðarráðuneytið hefur látið taka blóðpróf
úr fuglum hjá Dýraríkinu og er niðurstaðna að vænta í næstu viku.
„Það hafa engin tilfelli
fuglaflensu komið upp hér á landi,"
sagði Jarle Reiersen, dýralæknir á
Keldum, í samtali við DV í gær en
Jarle hefur yfimmsjón með alifugla-
sjúkdómum og vörnum gegn þeim.
Flann staðfesti við blaðið að fram-
kvæmd hefðu verið blóðpróf á fúgl-
um sem dvalið hafa í ftiglasóttkví
Dýraríkisins. Hann sagðist búast við
niðurstöðu í næstu viku.
„Það er bara fínt að
það sé farið varlega.
Annað hvort komast
allirfuglarnir í gegn
eða þeim verður öll-
um lógað."
Fínt að fara varlega
Gunnar Vilhelmsson, eigandi
Dýraríksins, sagði í samtali við DV í
gær að svokölluð safnsýni hefðu ver-
ið tekin úr hans fuglum í gær og að
niðurstöður myndu liggja fyrir innan
skamms. „Þessir fuglar hafa verið í
fuglasóttkví í mánuð og nú er komið
að því að þeir fari þaðan. Þess vegna
em gerð próf á þeim," sagði Gunnar
en fuglar hans höfðu þegar gengið í
gegnum stífar prófanir erlendis áður
en þeim var hleypt inn í landið. „Það
er bara fi'nt að það sé farið varlega.
Annað hvort komast allir fuglamir í
gegn eða þeim verður öllum lógað,"
sagði Gunnar en þessi blóðpróf em
að beiðni yfirdýralæknis.
Óvenjustrangt eftirlit
Samkvæmt heimildum DV er eft-
irlitið í dag óvenjustrangt miðað við
það sem það heftir verið undanfarin
ár. Áður var látið nægja að taka saur-
sýni úr hverju búi í sóttkvínni áður
en fuglunum var hleypt í búðir en
nú þarf að taka blóðpróf til að at-
huga hvort fuglamir hafi fengið
fúglaflensu. Ingólfur Tjörvi Einars-
son, eigandi gæludýrabúðarinnar
Furðufuglar og íylgifiskar, sagði í
samtali við DV í gær að hans fuglar
hefðu verið prófaðir við flensustofn-
inum H5, sem hefur
verið skæður £ Asíu
undanfarið, og H7
áður en þeir komu til
landsins. Auk þess var
tekið saursýni til að
athuga með salmon-
ellu og blóðpróf til að
athuga með Newcastíe-veiki áður
en fuglunum var hleypt inn.
Meiri áhyggjur af
farfuglum
Gunnar í Dýraríkinu sagði að ís-
lenskur almenningur hefði miklar
Gunnar Vilhelmsson,
eigandi Dýraríkisins
Sést hér með fugl afaraætt
í búð sinni. Hann er sáttur
við strangt eftirlit með fugl-
um afhálfu yfírdýralæknis.
áhyggjur af
fuglaflensunni og væri
á stundum hræddur
við að koma inn í
gæludýrabúðir af ótta við flensuna.
„Ég held að almenningur ætti að
hafa meiri áhyggjur af farfuglunum
næsta vor. Það em ekki gerðar nein-
ar prófanir á þeim enda væri það
erfitt," sagði Gunnar.
m ■ ——
Drottningin stígur fram
Fátt gladdi hjarta Svarthöfða
meira en fyrirsögn dagsins í Frétta-
blaðinu í gær. íslensk kjötsúpa
bjargar strandaglópum í óveðri.
Svarthöfði hefúr lengi verið vinur ís-
lensku kjötsúpunnar. Kunnað að
meta hressandi áhrif hennar, styrk
og þá horfnu menningu sem hún til-
heyrir.
Gísli Marteinn hefði frekar átt að
gefa konum á kvennafrídeginum ís-
lenska kjötsúpu en kakó.
Fáir lýstu reyndar heilbrigðara
viðhorfi til kvennafrídagsins en
stúlkan framan á tímaritinu Sirkus.
Ég er algjör hnakkamella - sagði hún
Hvernig hefur þú það
j hefþað sérlega gott/'segir ÞórFreysson, framleiðandi Idol á lslandi.„Ég er á kafi í
mu og það tekur allan minn tíma. Þessi þriðja sería afldol hefur fengið mjög góðar
itökur og það er fullt af hæfíleikariku fólki í þáttunum I ár. Þetta er langt ferli frá því við
rjum með áheyrendaprufurnar og þar til við endum í Smáralindinni. Ég á von á að
gar þangað er komið munum við sjá mikið af hæfíleikaríkum söngvurum."
bemm orðum. í matarboðum um
helgina var um fátt annað rætt en
orð hnakkamellunnar sem vaknaði
klukkan tvö á kvennafndeginum eft-
ir erfitt djamm og furðaði sig á
mannmergðinni í 101.
Að mati Svarthöfða eru stúlkur
eins og hnakkamellan nauðsynlegar
til að hleypa lífi í umræðuna. Til að
sýna litrófið í regnboga mannlífsins.
Það er þó ljóst að hnakkamellan
mun falla í skuggann þegar drottn-
ing íslenskra kvenna stígur fram í
vikunni. Svarthöfði hef-
ur talið dagana þar tii
Linda Pétursdóttír sýnir þjóð-
inni barnið sem hún elskar. Og
nú er stóra stundin mnnin upp.
Ekki bara mun hún birtast í
Mannlífi heldur mun Jón Ársæll
tala við hana í Sjálfstæðu fólki.
Linda Pétursdóttir á sérstak-
an stað í hjarta allra íslendinga.
Þegar hún kemur fram þarf engar
stórar yfirlýsingar - aðeins bros
sem vekur upp minningar um
allar góðu stundirnar - og þær
slæmu. Svarthöfði veit að sama
í hverju Linda lendir hvíla já-
kvæðar hugsanir þjóðarinnar
ávallt í skauti hennar.
Því Linda er engin
hnakkamella. Hún er kjöt
súpan í eldhúsi íslenskra
kvenna.
Svarthöföi