Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 Fréttir DV Kostir & Gallar Margrét Margeirsdóttir þykir mikil hugsjónamanneskja og fylgirsínum hugsjónum eftir. Hún hrífur fólk með sér. Er lif- andi, kraftmikil og róttæk. Hún þykir stundum ofná- kvæm. Ætlast til mikils af sjálfri sér og gerir oft sömu kröfur til annarra. „Hún er ákaflega greind og vinnusöm kona. Þegarhún ræðst í verkefni lætur hún engum steini óvelt til að Ijúka þvi. Margrét er hugsjónamanneskja og hefur unnið ötullega á sviði félagsmála. Hún er lifandi og kraftmikil mann- eskja og hrífur fólk með sér íþvi sem hún er að gera. Ég á erfítt með að benda á galla, kannski það að hún ætlast til mikils af sjálfri sér og gerir það sama gagnvartþeim sem vinna með henni." Hinrik Bjarnason. „Margrét er mörgum kostum_ búin. Hún er mjög dug- leg þegar hún tekur sér eitthvað fyrirhendur. Hún vann lengi I félags- málaráðuneytinu og lét margt gott afsér leiöa. Ég hrósa henni fyrir ævistarfsitt og þá vinnu sem hún leggur afmörk- um í dag I málefnum eldri borg- ara." Hulda Valtýsdóttir. „Ég er búinn að þekkja Margréti ihartnær þrjátíu ár. Það sem hún tekur að sér rækir hún afgeysilegri skyldu- rækni og alúð. Hún tekur málefni sín alvarlega, kynnir sér hluti vel og fer vandlega ofan i mál. Hún er róttæk iskoðunum, mikil hugsjónamanneskja og fylgir sínum hugsjónum eftir. Hún var deildarstjóri / málefnum fatl- aðra i félagsmálaráðuneytinu og lagði margt gott afmörkum þar sem er að skila sér enn i dag. Efég ætti að finna eitthvað að sem gæti allt eins verið kost- ur líka er það helst hversu ná- kvæm hún er." Helgi Seljan. Margrét Margeirsdóttir er fædd 27. október 1929. Hún er félagsráðgjafí og starfaði í tæpa tvo áratugi sem deildarstjóri í mál- efnum fatlaðra hjá félagsmálaráðuneytinu. Hún er formaður Félags eldri borgara I Reykjavík. Margrét er gift Sigurjóni Björns- syni, fyrrverandi prófessor við Háskóla Is- lands, og eiga þau saman 4 börn. Mataræðis- nefndskipuð Halldór Ásgrímsson for- sætisráðherra hefur skipað nefnd fagaðila sem ætlað er að koma með tillögur að að- gerðum sem taka á vanda- málum tengd- um óhollustu og hreyflngar- leysi þjóðar- innar. Við greiningu á orsökum verði horft á marga þætti, svo sem áhrif mataræðis og lífsstíls nútímafjölskyldna, áherslur í hreyfingu og starfl og aðalnámskrá leik- og grunnskóla. Einnfremur verður hugað að verðlags- málum og heildarkostnaði samfélagsins af afleiðing- um vandans. Eignir hreyfast hraðar en fyrir tveimur árum en ekkert í líkingu við sprenginguna þegar bankarnir tóku að hrista lánamarkaðinn í fyrra. Fasteignamarkaðurinn virðist hafa náð jafnvægi ef marka má sölutíma eigna á verðbilinu 30 til 50 milljónir. Fasteignasalar segja veturinn alltaf erfiðan í sölu og af eigin reynslu draga eigendur sömu ályktun. „Hækkanir á sérbýli á höf- uðborgarsvæðinu er hægt að rekja að miklu leyti beint til hækkunar á lóðaverði," segir Sveinbjörg B. Sveinbjöms- dóttir, hjá fasteignasölunni Húsalind. „Það er skortur á lóðum en mikið framboð á lánsfé. í jaðarsvæðum Reykjavíkur er augljóst hökt í sölunni og fólk far ið að bjóða lægri verð í eignirnar en eigandinn hafði í huga." Sveinbjörg bætir við að betra sé að vera búinn að selja áður en maður kaupir. Hún segist vita af dæm- um um að fólk hafl keypt eignir sem það hafi síðan þurft að losa fljótlega, því það hús sem búið var í hafi ekki selst. „Það er athyglisvert hversu margar eignir em í fasteignablöðunum sem óskað er eftir til- boðum í," segir Sveinbjörg. Fjöldi stærri eigna á fast- eignamarkaði hefur sjaldan verið meiri. Fasteignasalar segja eign- imar hreyfast í dag töluvert hraðar en fyrir tveim árum, en ekkert í líkingu við sprenging- una fyrir um ári síðan þegar bcmkarnir tóku að hrista lána- markaðinn. Staðsetning eign- anna skiptir þó mestu um hraða sölunnar. Þannig eru eignir á Ægi- síðunni seldar nánast sam- dægurs og á hærra verði en seljandi hefur uppsett á með- an einbýli í Kópavoginum, Ekki stór hópur um glæsihýsin Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir Segir skort á lóðum en mikið framboð á lánsfé. Breiðholti og Hafnarflrði hreyfast hægar. Sumar eignir hreyfa alls ekki við kaupend- um og lítið um að þær séu skoðaðar. Marg- ar eignir standa óhreyfðar í hálft ár eða lengur. Ef salan tekur ekki að rífa sig upp eftir áramót, í janúar og febrúar, er ekki ólíklegt að markaðurinri sé kominn í frost. Afskaplega lítill áhugi fyrst „Okkur liggur ekkert á,“ segir Geir Magnússon, forstjóri ESSO, um 97 milljóna króna húsið sitt. „Við vitum að það er ekki stór hópur fólks sem er á höttunum eftir svona stómm eignum. Fast- eignasalinn sagði að salan gætí tekið allt að sex mánuði." Stærri eignir eins og hús Geirs hreyfast ekki hratt en þó er algengt að fasteigna- salar séu með lista af kaupend- um sem hafa áhuga á eignum á þessu verðbili. Skerjaíjörð- urinn hefur alltaf verið vinsæll hjá fólki þrátt fyrir nágrennið * æ&W við flugvöllinn. Hús Geir ber keim af spænskum arkitektúr, með bogadregnum innskotum og gluggum. Ekki er pláss- leysinu fyrir að fara, því húsið er heilir 321 fermetri að stærð. I Geir Magnússon I Forstjóri Esso hefur engar | I áhyggjur þó að það taki I hálft ár að selja húsið., A i „Við erum búin að kaupa aðra eign og liggur því á að selja," segir Magnús Stein- arsson tryggingamatsmaður. Hann og kona hans Eygló Guðjónsdóttir hafa verið með keðjuhús sitt að Hrauntungu 39 í Kópavogi á sölu síðan í sumar. „Eignin fór fyrst á netið hjá einum fast- eignasala en við settum svo annan í þetta. Það var afskaplega lftill áhugi fyrst um sinn. Það kom fasteignasalanum á óvart," segir Magnús. Þegar Hrauntungan fór fyrst á sölu vom settar 44 millj- ónir á hana. Verðið lækkaði síðan niður í 40, 9 milljónir og nú er það komið niður í 38,6. Svo virðist sem lækkun verðsins hafl sitt að segja því Magnús sá strax breytingu þegar hann hélt opið hús fyrir hugsanlega kaupendur um síðustu helgi. „Þá var gjör- breyting. Það er því töluvert bjartara yfir fasteignasalanum okkar núna." % fjf \ ÁSTANDIÐ VERRA EN1990 1990 2005 2002 Stundum eru laun í engu samræmi við markaðsverð íbúðarhúsnæðis. Á hæstu topþum meðfylgjandi línurits má sjá hvenær munirinn er mestur. I kringum 1990 var munurinn mikill en í ár er hann meiri. ÁR 250m2 íbúð ÁRSLAUN MÁNAÐARLAUN 1987 7.400.000,- 751.000,- 62.600,- = 9,9 X 1990 11.900.000,- 1.136.000,- 94.700,- = 10, 4 X 1995 12.900.000,- 1.533.000,- 127.800,- = 8,4 X 2000 19.000.000,- 2.439.000,- 203.300,- = 7,8 X 2002 21.500.000,- 2.876.000,- 239.700,- = 7,5 X 2003 23.800.000,- 3.023.000,- 251.900,- = 7,8 X 2004 27.500.000,- 3.209.000,- 267.400,- = 8,5 X 2005 38.600.000,- 3.408.000,- 284.000,- = 11, 3 X Þessi tafla sýnir meðalverð 250 fermetra íbúðarhúsnæðis í Reykjavík eftir árum auk meðalárs- og mánaðarlauna. Tölurnar lengst til hægri sýna hversu mikið þarfað margfalda árslaun til að ná verði íbúðarhúsnæðis.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.