Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 Fréttir DV Ráðintil Bretlands Steinunn Kristín Þórðardóttir, for- stöðumaður alþjóðalánveitinga hjá íslandsbanka, hefur verið ráðin forstöðu- maður útibús íslands- banka í London. Hún á að styrkja starfsemi bankans í Bretlandi og auka þjónusm við viðskiptavini ytra. Bjami Ármannsson, forstjóri Is- landsbanka, segist ánægður: „Steinunn hefur gegnt lykil- hlutverki í velgengni bank- ans á alþjóðavettvangi og styrkir nú bankann í London með reynslu sinni." Gæslan sótti sjómann í gærmorgun hafði áhöfnin á togaranum Guð- mundi í Nesi samband við stjómstöð Landhelgisgæsl- unnar og óskaði eftir þyrlu til að sækja sjómann sem talinn var alvarlega veikur. Eftir að læknir í áhöfii Lífar, þyrlu Landhelgisgæslunnar, hafði kynnt sér ástand mannsins og veitt leiðbein- ingar um aðhlynningu hans var talið nauðsynlegt að flytja hann á sjúkrahús sem fyrst. Skipið var þá statt 85 sjómílur út af Patreksfirði. Iif lenti á Reykjavíkurflug- velli um hádegið í gær. Meiri útgáfa skuldabréfa í hálffimm fréttum KB banka kemur fram að til tíðinda dró á skuldabréfa- markaði þegar Komm- unalbanken AS gaf út bréf til fimm ára í gær með vaxtakröfunni 6,9%. Yfir- leitt hefúr erlend skulda- bréfaútgáfa verið miðuð við þrjú ár. Bankinn telur að verði áffamhald á þess háttar útgáfum opnist möguleikar fyrir banka- stofnanir, fyrirtæki og ein- staklinga til fjármögnunar á föstum óverðtryggðum vöxtum til lengri tíma en áður hefur boðist á inn- lendum fjámálamarkaöi. Veislu- og ráðstefnuhúsið Höllin í Vestmannaeyjum er uppspretta harðvítugra deilna sem staðið hafa í fimm ár eða allt frá byggingu staðarins. íbúar í nærliggj- andi götum segjast ekki geta sofið um helgar vegna hávaða frá dansleikjum. Grím- ur Þór Gíslason, einn rekstraraðila staðarins, segir tvo menn hafa barist gegn staðnum frá upphafi. Fyrirspurn til dómsmálaráðherra Hættulegir dansleikir í Skagafirði Comfoit latex S«*. s t, t* f 11 ■ ;ta úrval af heilsudýnum Hægindastólar meó bylgjunuddi og hita fyrir mjóbak verð frá 31.900- Verslunin Rúm Gott /Smiöjuvegi 2 /Kópavogi /Simi 5442121 Opið virka daga frá kl 10-18 laugardaga 11-16 WVWV.rUITigottÍS „Það mætti halda að dansleikir í Skagafirði væru hættulegri en ann- ars staðar," segir Sigurjón Þórðar- son, alþingismaður Frjálslynda flokksins, sem beint hefur fyrir- spurn til dómsmálaráðherra um kostnað vegna Víkingasveitarinnar í Skagafirði. Víkingasveitin var kölluð til löggæslu í Laufskálarétt fyrir skemmstu og svo aftur á busa- ball á Sauðárkróki. „Ég spyr vegna þess að á meðan Ríkislögreglustjóri beinir Víkinga- sveitinni í Skagafjörð alla leið frá Akureyri fær lögregluliðið á Sauð- árkróki ekki fjármagn til að sinna almennri löggæslu," segir þing- maðurinn. Víkingasveitin Send frá Akureyri íSkaga- fjörð á meðan löggæslan f sýslunni fær ekki fjármagn til að sinna almennri löggæsiu. Hjónarúm með heilsudýnum 160x200 verðfrá 49.740- 180x200 verðfrá 59.740- Rafmagnsrúm 80x200 verð frá 59.900- 160x200 verð ffá 119.800- 'pfi- í’ ■ ‘..^sleep; 'ís Þreytnr grannar vilja loka stærsta skemmtistað Eyja Árið 2000 hófst bygging veislu- og ráðstefnusalsarins Hallarinn- ar í Vestmannaeyjum. MiMð hefur verið deilt um staðinn og hafa kærur gengið manna á milli vegna hans. Þeir sem deila eru íbú- ar í nærliggjandi húsum og rekstraraðilar Hallarinnar. Ástæða deilnanna er sú að íbúar segja ekki vera svefnfrið vegna dansleikja í húsinu sem standa til fimm á morgnana. „Það eru tveir nágrannar hússins sem eru búnir að vera á móti þessu frá upphafi," segir Grímur Þór Gísla- son, einn rekstraraðila staðarins. „Þetta hús var byggt árið 2000 og opnaði í maí 2001. Þá fengum við leyfi til þess að hafa opið hér til klukkan fimm á morgnana. Allt í einu í janúar á þessu ári erum við beittir þvingunaraðgerðum af hálfu Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. Það er bein afleiðing kvartana ffá tveim- ur íbúum hér á svæðinu," segir Grímur Þór. Þvingunaraðgerðin fólst í því að staðurinn mætti ekki vera opinn lengur en til klukkan eitt eftir mið- nætti. Bauðst til þess að kaupa hús- in Undirskriftalistar hafa verið látnir ganga í Vest- mannaeyjum, bæði með og á móti dansleikjahaldi. Grímur Þór segir að 99% íbúa Vestmannaeyja styðji Höllina: „Fólk hefur sýnt okkur mik- inn stuðning í þessu máli og ég held að þessir tveir aðilar sem hafa mótmælt staðnum séu búnir að fá alla hér í Eyjum upp á móti sér." Grímur segist hafa reynt allt til þess að leysa vandamál Hallarinnar. „Við buðumst meira að segja til þess að kaupa hús þeirra sem kvört- uðu en það vildu þeir ekki," segir hann. Fengu undanþágu I maí skrifiiðu rekstraraðilar hússins Heilbrigðiseftirliti Suður- lands bréf. Þar var óskað eftir því að þvingunaraðgerðum á opnunartím- um yrði aflétt. Það sem vakti furðu var að þeir aðilar sem höfðu verið á móti húsinu frá upphafi voru sam- mála því að veita undanþáguna. Það var þó gegn því að rekstraraðilar staðarins myndu vinna að viðun- andi Iausn fyrir alla aðila málsins. Með bréfinu barst verkáætlun sem staðurinn sagðist ætla að fylgja. Rekstrar- aðilarnir fengu sex mánaða undanþágu í kjölfarið. Sú undanþága rann út í gær. Sam- kvæmt formanni Heilbrigðis- nefndar Suður- lands hafa Séð frá húsi Friðbjörns Hann á erfitt með svefn um helgarþegar dansleikir eru I húsinu. rekstraraðilar ekkert gert til þess að bæta ástandið. Nauðgað niður Einn af þeim aðilum sem Grímur Þór segir hafa verið á móti staðnum frá upphafi er Friðbjörn Ó. Valtýs- son. Hann býr mjög nálægt Höllinni eða um 50 tÚ 70 metra frá. Friðbjöm segir hávaðann frá húsinu vera mjög mikinn. „Við höfum mótmælt há- vaðanum sem hefur komið frá húsinu en það er mikið ónæði sem hlýst af því. Þegar dansleikir em í húsinu er eng- inn svefnfriður og það er ekki viðunandi. Þetta er bara ein sorgar- saga," segir Frið- björn. Rekstraraðilar Hall- arinnar Grímurog Sigmar reka staðinn. Þeir eru ósáttir við þvingunaraögerðir. Að sögn Friðbjörns em íbúar Vestmannaeyja ekki á móti honum eða öðmm sem hafa mótmælt hús- inu: „Það em þeir sem reka Höllina sem em komnir með hengingaról- ina um hálsinn. Bærinn ber líka ábyrgð á þessu þar sem hann braut allar reglur um húsbyggingar og al- menna framkomu gegn þegnunum. Þetta var byggt í algjörri andstöðu við íbúa á svæðinu. Höllinni var eig- inlega nauðgað niður á þennan stað." Framhaldskólaböll fullorðinna Staðan í málinu er sú að þving- unaraðgerðir hófust aftur í gær gegn staðnum. Lokunartími staðarins er orðinn aftur klukkan eitt eftir mið- nætti sem er sami tími og á fram- haldskólaböllum. Grímur Þór segist ætla að halda áfram að vinna að endurbótum á staðnum og vonast til þess að geta fengið þvingunarað- gerðunum aflétt svo hægt sé að halda dansleiki. „Við emm að verða af tugmilljón- um króna því það er ekki hægt að halda árshátíðir hér og aðrar veislur ef það á að loka klukkan eitt." atii@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.