Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005
Fréttir 0V
Sagt upp í
annað sinn
Akureyrarbær hefur sagt
Bjarna Reykjalín, deildar-
stjóra umhverfisdeildar og
skipulags- og byggingafull-
trúa Akureyrarbæjar, upp í
annað skiptið á stuttum
tíma. í síðustu viku dæmdi
Héraðsdómur Ndrðurlands
einmitt að Bjarni gegndi
þessari stöðu enn og var
Akureyrarbæ gert að greiða
honum 700 þúsund í
miskabætur og 1,2 milljónir
í málskostnað fyrir ólöglega
uppsögn. Starf Bjarna var
auglýst og í það ráðið eftir
að hann var rekinn í fyrsta
skiptið og hafa Akureyring-
ar greinilega ekki áhuga á
að hafa stöðuna mannaða
tvöfalt.
Stal en
sleppur
Dalvíkingur sem stal 30
þúsund krónum út af
bankareikningum fertugs
manns og Ferskvinnslunn-
ar ehf. fær ekki sérstaka
refsingu fyrir það brot sitt.
Maðurinn sem er 23 ára
hefur hlotið níu dóm á ár-
unum 2000 til 2005 fyrir
ýmis afbrot. Síðast hlaut
hann dóm þann 25. janúar
2005; sex mánaða fangelsi
skilorðsbundið í 5 ár fyrir
hegningarlaga. Héraðs-
dómur Norðurlands eystra
segir að þar sem maðurinn
stal peningum áður enn
hann fékk síðasta dóminn
og þar sem svo langt sé um
liðið fái hann ekki sérstaka
refsingu fyrir þjófnaðinn.
Hóta uppsögn
samninga
„Forsendur kjarasamn-
inga á almennum vinnu-
markaði eru brostnar," seg-
ir meðal annars í ályktun
sem stjórn Verkalýðsfélags
Borgarness samþykkti á
mánudag. Stjórnarmenn
lýstu yfir þungum áhyggj-
um með þróun mála og
áréttuðu að svokölluð for-
sendunefnd aðila samn-
ingsins yrði að vinna hratt
og vel og leita allra leiða til
að leggja fram tillögur til
úrbóta sem launafólk teldi
ásættanlegar. Annars kæmi
til uppsagnar kjarasamn-
inga.
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra er ábyrgur fyrir ástandinu á hjúkrunarheim-
ilinu Sólvangi. Á vef heilbrigðisráðuneytisins segir að gert sé ráð fyrir að Sólvang-
ur hafi sjúkrarými fyrir 85 manns. Núna eru 82 vistmenn á Sólvangi og það fólk
býr allt við þröngan kost. Heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir að rými sé fyrir enn
fleiri. Nú þegar eru dæmi þess að fjórir til fimm vistmenn deili saman herbergi.
Jón vill enn fleiri
inn ó Sólvnng
Helgi Már Arthursson
efast um að heilbrigð-
isráðherra, Jón Krist-
jánsson, hafi látið þau
orð falla að ráðherra
vilji úrbætur á Sól-
vangi.
Fyrir 243 dögum gaf Jón Kristjánsson út þá yfirlýsingu að
ástandið á hjúkrunarheimilinu Sólvangi væri slæmt og grípa
þyrfti til aðgerða. Ráðherra vissi þá að þessi mál voru alfarið á
hans ábyrgð. Heilbrigðisráðuneytið áætlar hversu margir vist-
menn rúmist á hverjum stað fyrir sig og á Sdlvangi er fólki hrúg-
að saman. í 243 daga hefur ráðherra eingöngu stungið hausnum
í sandinn og enn ekki svarað fyrir það sem ráðuneytið ber
ábyrgð á og því síður gert neitt í málunum.
Allir þeir vistmenn sem dvelja á
hjúkrunarheimilinu Sólvangi í Hafn-
arfirði þurfa að borga ríkinu fyrir að
vera þar. Það er tekið af ellilífeyri
þeirra og lífeyrissjóðsgreiðslum sem
þetta fólk er búið að vinna sér rétt á
fyrir ævistarf sitt. Sú staðreynd að fólk
hafi ekki annan kpst í ellinni en að
búa við þær aðstæður sem eru á Sól-
vangi er sorgleg. Heilbrigðisráðherra
virðist ekki hafa mikla samúð með
þessu fólki ef mið er tekið af aðgerð-
arleysi hans undanfama mánuði.
Jón ekki hrifinn af DV
Upplýsingafulltrúi heilbrigðis-
ráðuneytisins, Helgi Már Arthursson,
sagði í samtali við DV í gær að Jón
Kristjánsson væri ekki hrifinn af um-
fjöllun DV á þessu máli. Helgi sagði
að hann efist um að heilbrigðisráð-
herra hafi látið þau orð falla að ráð-
herra vilji úrbætur á- Sólvangi. Gaf
Helgi í skyn að þessi ummæli Jóns
sem DV greinir ff á í mars séu úr lausu
lofti gripin. Ekki náðist í Jón Kristjáns-
son heÚbrigðisráðherra í gær til að fá
staðfest hvort hann vilji raunverulega
úrbætur fýrir fólkið á Sólvangi eða
hvort hann vilji þær alls ekki.
Upplýsingar ekki á lausu
Það hefur reynst mjög erfitt að fá
upplýsingar um hjúkrunarheimilið
Sólvang. Engin vefsíða með upplýs-
ingum um heimilið er til. Forstöðu-
maður Sólvangs, Erna Fríða Berg, vill
ekki svara neinum fyrirspurnum og
ber því við að hjúkrunarheimilið sé að
vinna að skýrslu um staðinn og sú
skýrsla verði send heilbrigðisráðu-
neytinu innan skamms. Öðru máli
gegnir um hjúkxunarheimilið Eir þeg-
ar Sigurður Helgi Guðmundsson for-
stjóri var spurður um aðstæður þar og
starfsemi. Það stóð ekki á svörum frá
honum.
jakobina@dv.is
...
Helgi Már Arthursson
upplýsingafuiltrúi
heilbrigðisráðherra
Segir heilbrigðisráðherra
ekki hrifmn af DV.
Erna Fríða Berg for-
stöðumaður Sólvangs
Vill ekki gefa neinar upp~
lýsingar um hjúkrunar-
heimilið Sólvang.
Jon Kristjánsson
heilbrigðisráðherra
Vill hrúga enn fleira
fólki á hjúkrunar-
heimilið Sólvang.
Axel og félagar svara fyrir mannrán í Héraösdómi Reykjavíkur í dag
Réttað yfir mannræningjum
f dag verður þingfest mál ríkis-
saksóknara gegn Axel Karli Gíslasyni
ásamt fjórum öðrum. Þeir er ákærðir
fyrir að hafa rænt kassastarfsmann í
Bónus á Seltjarnarnesi og læst hann
í skotti skutbifreiðar.
Axel er talinn höfuðpaurinn í
mannráninu. Bónusstarfsmaðurinn
var í haldi Axels og félaga hans í
rúman klukkutíma eða þar til þeir
höfðu neytt hann til að taka út 30
þúsund krónur úr hraðbanka við
Hagatorg í Vesturbænum. Eftir
mannránið fékk Bónusstarfsmaður-
inn far hjá vegfaranda aftur í vinn-
Hvað liggur á?
una þar sem foreldrar hans biðu
ásamt lögreglu.
Ástæðan fyrir mannráninu er að
sögn heimildarmanna DV sú að lög-
reglan gerði upptækt þýfi sem Axel
var með í fórum sínum og taldi hann
Bónusstarfsmanninn eiga hlut í af-
skiptum lögreglu. 30 þúsund krón-
urnar, sem er upphæðin sem fórnar-
lambi mannræningjana var gert að
taka út úr hraðbankanum, eru sagð-
ar vera andvirði þýfisins sem gert
var upptækt.
Fórnarlambið bar því við hjá lög-
reglu að mennirnir hefðu notað
skotvopn í mannráninu. Samkvæmt
„Það liggur á að fólk fari að kalla í migað lesa upp fyrir sig," segir Viktor Arnar Ing-
ólfsson höfundur spermusögunnar Aftureldingar.„Það er mjög algengt að höfundar
séu fengnir til að lesa upp fyrir fólk og ég bíð eftir pöntunum. Salan á bókinni byrjar
mjög velog framhaldið verður feikilega gaman."
heimildum DV hlaut hann lítillega
áverka á líkama en flestum þeim
sem DV talaði við og þekkja til fórn-
arlambsins sögðu hann vera með
litla líkamlega áverka en andleg líð-
an hans hafi verið slæm eftir atvik-
ið.
Málaskrá Axels Karls hjá lög-
reglu er mjög drjúg og hefur
hann verið viðloðandi lögbrot
allt frá tólf ára aldri, eftir því
sem DV kemst næst. Hann
var tekinn af lögreglunni á
Sauðárkróki þegar hann var
tólf ára gamall með full-
orðnum manni og höfðu
þeir í fórum sínum
kannabisefni. Mannrán-
ið var framið sama dag
og Axel slapp úr gæslu-
varðhaldi sem hann sat <
í vegna annarra brota. J
andri@dv.is
Axel Karl
Gislason Er
yngsti mann-
ræningi Islands.