Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Blaðsíða 27
DV Fréttir
MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 27
Úr bloggheimum
Fórnarlömb Tómasar
„Fór ísamkomu til að
heiðra Sjón í gær. Þar hitti
ég nokkur fórnarlömb Tóm-
asar, þ.á m. Sjón sem baðst
undan að semja tónlist fyrirþátt
Tómasar sökum anna. Þetta var ágætt,
athyglisverðasti maðurinn sem ég hitti
var ðttar Proppé, átti fínt samtal við
hann um bókmenntirog kvikmyndir."
Kristjón Kormákur - kristjon.biog-
spot.com
Sylvía, Gillz og hnakkamellan
„I samræðum I gær setti ég fram þá
skoöun að það væri nánast enginn
munur á Gillzenegger og stelpuræflin-
um sem var framan á Sirkus annars
vegar og Sylvlu Nótt hins vegar nema
helst að það fylgdi sögunni með
þá síðastnefndu að hún væri
tilbúningur. Hváði þá viðmæl-
andi sem hafði einmitt haldið
að GiHzenegger væri sams
konar skrípafigúra og Sylvla
Nótt. Sem verður að teljast fullkomlega
eðlilegt."
Magnús Teitsson - magnust.blog-
spot.com
Fólkið sem sparkar í ketti
„Ég er orðin alveg fjarskalega morgun-
fúl. I morgun leit ég út eins og fólkið
sem sparkar í ketti þegar ég þrammaði
urrandi í strætó. Þegar ég kom I skólann
öskraði ég llka á þann sem tilkynnti mér
að fyrsti tíminn hefði fallið niður. Eins
og ég er geðgóð yfirleitt. En þegar ég
var sest I sófann í skólanum var ég bara
fegin að hafa skemmtilegt fólk til að
tala við. Og kaffi í ofanálag. Al-
veg sama þótt ég þyrfti að
slæpast I hartnær tvær
klukkustundir áður en ég
þurfti að mæta I tíma.
Kannski ætti ég að taka morgn-
inum með meiri bjartsýni hér eftir. “
Ugla Egilsdóttir - tariqat.blog-
spot.com
Sígild hönnun
„Ég keypti mérgulan Ópalpakka igær.
Ég ersammála Gunna um að nýju
Ópalpakkarnir minni ofmikið
á umbúðir utan afþvottaefni.
Hvers vegna í ósköpunum að
breyta þessari sígildu hönn-
un sem hefur lifað með þjóð-
inni síðastliðin fimmtiu ár, eða
hvað veit ég? Ég er jafnvel meira á móti
þessari útlitsbreytingu heldur en ég var
þegar Prins Póló umbúðunum var
breytt ásínum tíma. “
Atli TýrÆgisson - atli.askja.org
Sögulegur sigurTrumans
Á þessum degi árið 1948 varð ljóst
að Harry S. Truman hafði unríið sigur
á frambjóðanda Repúblikanaflokks-
ins, Thomas E. Dewey, í bandarísku
forsetakosningunum. Sigur Trumans
var mjög óvæntur og er talinn einn sá
óvæntasti í sögu Bandaríkjanna. Sig-
urinn var jafnframt naumur því
Truman fékk aðeins um tveimur
milljónum fleiri atkvæði en Dewey.
Thomas E. Dewey var ríkisstjóri í
New York-fylki og sýndu allar skoð-
anakannanir dagana fyrir kosningar
að hann myndi sigra með yfirburð-
um. Stjómmálafræðingar sögðu
möguleika Trumans sama og enga. Á
kosninganóttina, þegar aðeins var
búið að telja lítið brot af atkvæðun-
um, var ritstjóri Chicaco Tribune svo
sannfærður um sigur Deweys að
hann lét prenta DEWEY VINNUR
TRUMAN á forsíðuna.
Truman var varaforseti í forsetatíð
Franklins D. Roosevelt og tók við for-
setaembættinu þegar hann lést árið
1945. Þegar kom að forsetakosning-
unum árið 1948 benti b'tið tO þess að
hann héldi Hvíta húsinu. Fannst
mörgum kjósendum hann minna
um of á forvera sinn sem var í emb-
ætti í fjögur kjörtímabil. Hann ögraði
einnig Suðurríkjabúum með stefnu
Dewey sigrar Truman Svo fórþó ekkiog
Truman heldur á eintaki Chicago Tribune
með bros á vör.
Lesendur DV eru hvattir til að senda okkur tölvupóst á netfangið ritstjorn@dv.is og láta í Ijós skoðanir sínar á málefnum líðandi stundar.
Yfirlýsing frá Bolla Thoroddsen, fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
í íþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur
MÆTTIA ELLEFU AF ÞRETTAN
FUNDUM FRAMTIL14. SEPTEMBER
í frétt sem birtist í DV þriðjudag-
inn 1. nóvember sl. um þátttöku
mína í starfi íþrótta- og tómstunda-
ráðs Reykjavíkur mátti skilja á for-
manni ráðsins Önnu Kristinsdóttur,
Bréf til blaðsins
borgarfulltrúa R-listans, að ég sinnti
ekki mínum skyldum þar. Af þessu
tilefni óska ég eftir því að eftirfar-
andi komi fram:
Á tímbilinu janúar 2005 til og
með 8. september sl. voru haldnir
alls 13 fundir í íþrótta- og tóm-
stundaráði og mætti ég á 11 þeirra,
vantaði aðeins á 2 fundi af 13. Þeir
fundir voru báðn á próftímabili Há-
skólans, í lok aprfl og byrjun maí. Ég
efa að aðrir fulltrúar í ráðinu hafi
mætt betur á sama tímabili.
Frá miðjum september til loka
október vissi ég að framundan væru
miklar annir bæði í verkfræðinámi í
Háskólanum og félagsmálum, eink-
um prófkjöri Sjálfstæðisflokksins.
Ætlaði ég að mæta á þá fundi sem ég
gæti, en óskaði eftir því að kallaður
yrði inn varamaður á þá fundi þar
sem ég kæmist ekki. Slflct er alvana-
legt bæði í nefndum borgarinnar og
borgarstjórn, það veit Anna Kristins-
dóttir mætavel.
Á þessum tíma hefur því miður
hist svo á, að ég hef ekki getað mætt,
en haldnir voru 5 fundir á tímabil-
inu. Ég hef hins vegar sinnt ýmsum
erindum utan funda eins og alltaf er
og því ekki hægt að halda því fram
að ég hafi ekki sinnt minni ábyrgð.
Næsti fundur verður haldinn 17.
nóvember nk. og mun ég að sjálf-
sögðu mæta þar. Þykir mér miður að
borgarfulltrúi R-listans skuli nota
þetta sem tilefni árása á pólitískan
andstæðing sinn í borginni og það í
miðju prófkjöri.
Bolli Thoroddsen
Vesalingar á Kvíabryggju
Jæja. Þá þarf að rétta af og
koma Kvíabryggjufleyinu aftur á
réttan kúrs. Það er farið að sigla á
mið dagdrauma og blekkinga. Það
hefur hugvilla verið að láta á sér
kræla á Kvíabryggju og svo hún
skjóti ekki rótum þá skulum við
minna á gömlu, góðu staðreynd-
irnar og kæfa arfann í fæðingu,
eitthvað aumasta og lélegasta sem
þessi þjóð hefur alið af sér er nú
farið að kalla sig Bryggjutröllin og
þeir virðast halda að þeir séu eitt-
hvað, vesalingar sem ekki er hægt
að hýsa á Litla-Hrauni af því þeir
eru búnir að skíta svo rækilega
upp á bakið á sér að þeim er ekki
vært í kring eðlilega heiðarlega
glæpamenn. Bryggjurotturnar
væri nærri lagi. Þessir vesalingar
eru vistaðir á Kvíabryggju af því
þeir eru væluskjóður sem grenja í
yfirheyrslum og selja félaga sína.
Við erum með þó nokkra félaga
hérna á Litla-Hrauni sem eru vel
undir 100 kílóum og eru þeir
þúsund sinnum meiri menn en
Bryggjurotturnar verða nokkurn
tíma.
Frá föngum á Litla-Hrauni
Litla-Hraun Fangarþar telja
vistmenn d Kvíabryggju vera
væluskjóður.
I dag
áriö 1906 tók Reykjavík
Biograftheater, fyrsta
kvikmyndahúsið hér á
landi, til starfa í
Fjalakettinum í
Reykjavík. Það var síðar
nefnt Gamla bíó.
sinni í mannréttindamálum. Hann
var sagður heiðarlegur stjórnmála-
maður og hamraði á því síðustu vikur
kosningabaráttunnar þegar hann
ferðaðist um öll Bandaríkin, í ör-
væntingarfullri tilraun til að vinna at-
kvæði þeirra sem enn voru óákveðn-
Hinn ólögmæti
símahrekkur
Jón Einarsson
skrifar um síma-
hrekki og mis-
jöfn áhrif
þeirra á
Símahrekkur FM-957 hefur
valdið deilum að undanfömu. En
menn hafa lítt velt upp þeirri stað-
reynd að símahrekkur felur í sér
margvísleg lögbrot. Allt frá líkams-
árás í skilningi almennra hegning-
arlaga yfir í ærumeiðingar og brot á
friðhelgi einkalífs. Sama á við sk.
„faldar myndavélar".
Líkamsárás telst fullfrafnin þeg-
ar afleiðingar árásarinnar koma
fram á eða í lflcama brotaþola.
Hjartaáfall með tilheyrandi kvölum
er dæmi um slflca afleiðingu. Ef í
kjölfarið fylgir umtalsvert drep í vef
getur brotið faflið undir 218. gr.
hegningarlaganna (meiriháttar lflc-
amsmeiðingar). Ef afleið-
ingin er dauði er al-
veg ljóst að refsiá-
byrgð skv. 211. gr.
hegningarlaga
fellur á útvarps-
mann.
Það er þekkt að
við áreiti eykur adrena-
línið hjartsláttinn og þar með álag á
hjartað. Þetta em ósjálfráð vamar-
viðbrögð sem allir menn hafa. Með
lygum sínum fær árásarmaðurinn
lflcama brotaþolans til að valda
sjálfum sér skaða lflct og hann hefði
fjarstýringu á hann. Orsakatengsl
em því augljóslega til staðar.
Skynsamir menn vita að hluti
þjóðarinnar þjáist af hjartveiki og á
því á hættu að streituviðbrögð valdi
þeim skaða. Sjúklingar með geð-
sjúkdóma eða flogaveiki geta einnig
bmgðist illa við slflcu áreiti. Síma-
hrekkir em því í raun bara rússnesk
rúlletta sem útvarpsmenn spila við
þjóðina án þess að þjóðin hafi beð-
ið um það. Löggjafinn hefur sett lög
til varnar almenningi af minna til-
efni.
LEIÐALYKILL
yntvs*t*li*#&*t*1**
Maður dagsins
Kveikir nýja tilfinningu fyrir
borginni
„Nýja leiðakortið er í prentsmiðj-
unni og fólk mun fá það í hendur
öðm hvom megin við helgina,“ segir
Ingi Gunnar Jóhannesson sem hefur
tekist að fá leiðakort Strætó gefið út
með hjálp fjársterkra aðila. Eins og
fram hefur komið í DV er kortið
hönnun og hugmynd Inga Gunnars
eftír erlendri fyrirmynd.
„Dreifing á kortinu verður fyrst
um sinn í verslunum Bónuss og Hag-
kaupa, á upplýsingaborðum í
Smáralind og Kringlunni ásamt veit-
ingastöðum Nings. Þetta em þeir
aðilar sem hafa gert mér kleift að
gefa kortíð út á eigin spýtur ásamt
Nóa Síríusi, Gutenberg, Þróunarfé-
lagi miðborgarinnar og Umferðar-
stoíu,“ segir Ingi Gunnar sem tókst
ekki að fá Strætó til samstarfs um út-
gáfu á kortinu og vegna umhyggju
fyrir Strætó og höfuðborginni greip
hann til eigin ráða.
„Allir þessir aðilar kveiktu á hug-
myndinni og em auglýsendur í kort-
inu og gera þannig mögulegt að
dreifa kortinu ókeypis. Það gleður
mig að kortíð kveikir hjá fólki tilfinn-
ingu íyrir höfuðborgarsvæðinu í
heild sinni sem er ný tilfinning og í
raun er sú sama og fólk fær sem
gestír í erlendum borgum," segir Ingi
Gunnar sem vonast til að með kortí
hans muni fólk eiga auðveldara með
að nýta sér almeningsamgöngur í
höfuðborginni og farþegum Stætó
„Ég vona að með til-
komu kortsins eigi
fólk auðveldara með
að nýta sér almenn-
ingsamgöngur í höf-
uðborginni."
„Mér h'ður stundum eins og ég sé
markaðsstjóri Strætó en svo mikið er
víst að kortíð er einhver sú besta aug-
lýsing sem Strætó getur fengið.
Kortið kemur tU með að búa til nýja
ímynd fyrir samgöngukerfið og gera
það mun meira aðlaðandi."
fjölgi:
œfflœnSSSSffiBRMKr