Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Blaðsíða 19
DV Sport MIÐVIKUDAGUR2. NÓVEMBER 2005 19 Lúkas þjálfar U21 -liðid Lúkas Kostic hefur tek- ið að sér að þjálfa landslið íslands í knattspyrnu skip- að leikmönnum 21 árs og yngri en samningur hans við KSÍ er til þriggja ára. Lúkas hefur frá 2003 þjálf- að U-17 ára lið íslands og þekkir því vel til hjá KSÍ. Hingað til hefur 21 árs lið- ið spilað samhliða A-lið- inu en því verður nú breytt og úrslitakeppni bæði HM og EM 21 árs liða færð yfir á odda- töluár. Næsta mót er EM 2007 og fer undankeppni fyrir það mót öll fram árið 2006. Ekki hættir Forráðamönnum knattspyrnudeildar Vals fannst tilefni til að árétta að þeir Guðmundur Benediktsson og Sigþór Júlíusson hafa ekki gefið það út að þeir hafi hætt knattspyrnu- iðkun. Valsmenn gera „fastlega ráð fyrir" að þeir spili með Val í að minnsta - i. kosti eitt ár til viðbótar. ' * Pr Úrslit leikja í gær MEISTARADEILD E-riðill: PSV Eindhoven-AC Milan 1-0 1-0 Farfán (12.), Schalke-Fenerbahce 2-0 1-0 Kuranyi (32.), 2-0 Sand (90.). Staðan: PSV 7, AC Milan 5, Schalke 5, Fenerbahce 4. F-riðilí: Rosenborg-Real Madrid 0-2 0-1 Dorsin, sjm. (26.), 0-2 Guti (41.). Olympiakos-Lyon 1-4 1-0 Babangida (3.), 1-1 Juninho (41.), 1-2 Carew (44.), 1-3 Diarra (55.), 1-4 Carew (57.). Staðan: Lyon 12,Real Madrid9, Rosenborg 3, Olympiakos 0. G-riðill Liverpool-Anderlecht 3-0 1 -0 Morientes (34.), 2-0 Luis Garcia (61.), 3-0 Cisse (89.). Real Betis-Chelsea 1-0 1- 0 Dani (28.). Staðan: Liverpool 10, Chelsea 7, Real Betis 6, Anderlecht 0. H-riðill Artmedia Bratislava-Rangers 2-2 C- Prso (3.), 1-1 Borbely (8.), 1-2 Thompson (44.), 2-2 Kozak (59.). Internazionale-Porto 2-1 0-1 Hugo Almeida (16.), 1-1 Cruz (75.), 2- 1 Cruz (82.). Staðan: Inter 9, Rangers 5, Artmedia 5, Porto 3. ENGLAND hfc Brighton-Wolverhampton 1-1 Burnley-Millwall 2-1 Crewe-Leeds 1-0 Gylfi Einarsson tók út leikbann og lék því ekki með Leeds. Norwich-Cardiff 1-0 Plymouth-Leicester frestað Preston-Hull 3-0 Reading-Sheff Wed 2-0 Ivar Ingimarsson lék allan leikinn fyrir Rea- ding en Brynjar Björn Gunnarsson var ekki I leikmannahópi liðsins. Sheff Utd-Luton 4-0 Watford-QPR 3-1 HÓPBÍLABIKARKEPPNI KVENNA KR- Grindavík 48-95 Öllum aö óvörum var Eiður Smári Guðjohnsen í byrjunarliði Chelsea sem mætti Real Betis á útivelli í meistaradeild Evrópu í gær. Chelsea-liöiö lék illa í fyrri hálf- leik og brenndi Eiörn* af dauðafæri rétt fyrir hléið en þá var honum skipt út af. Þetta var í fimmta skiptið sem Eiður byrjaði inni á 1 vetur og í það þriðja sem honum er skipt út af í hálfleik. Dauðafæri EiðurSmárikomst einn inn fyrir vörn Betis en skaut hátt yfír markið. verjinn Sigur í Noregi Þeir Guti og David Beckham fagna marki þess fyrrnefnda I 2-0 sigri Real Madrid gegn Rosenborg í Noregi I gær. Guti skoraði síðara mark leiksins en það fyrra var sjáífsmark. Chelsea tapaði í gær sínum fyrsta leik í venjulegum leiktíma í ár en fyrir hafði liðið legið fyrir Charlton í vítaspyrnukeppni í deildabikarkeppninni ensku. Chelsea, sem vann Real Betis í fyrri leik liðanna með fjórum mörkum gegn engu, varð að játa sig sigrað eftir að hafa brennt af nokkrum dauðafærum í leiknum. Eiður Smári Guðjohnsen var í byij- þessum kafla leiksins og skoraði mark unarliði Chelsea í fyrsta sinn í langan tíma er Englandsmeistaramir fóm til Spánar þar sem þeir öttu kappi við lið Real Betis. Fyrir tveimur vikum mætt- ust þessi lið á Stamford Bridge þar sem leiknum lauk með 4-0 sigri heimamanna og freistuðu þeir því þess að endurtaka leikinn nú og tryggja sér þannig sæú í 16 liða úrslit- um keppninnar. Eiður bytjaði í fremstu víglínu og er það í fyrsta sinn sem hann spilar í þeirri stöðu síðan á síðasta leiktíma- bili. Didier Drogba var á bekknum og Heman Crespo var ekki í hóp. Þessi ákvörðun Jose Mourinho knatt- spymustjóra liðsins kom mörgum á óvart en engu að síður góðar fréttir fyrir okkar mann. Eiður var reyndar ekki upp á sitt besta fyrsta hálftíma leiksins frekar en aðrir leikmenn liðs- ins en Real Betis, sem hefur ekki unn- ið leik í spænsku deildinni síðan þeir mættu Chelsea síðast, lék mjög vel á á 22. mínútu. Dani var þar að verki. Eiður Smári átti góða sendingu á Joe Cole sem reyndar ekkert varð úr og átti svo sjálfur dauðafæri undir lok fyrri hálfleiksins þar sem hann var kominn einn inn fyrir vöm Betis en skaut hátt yfir markið. Hann hefði betur nýtt færið því honum var skipt út af í hálfleik og Drogba settur í fremstu víglínu. Mourinho gerði þar að auki aðra breytingu í hálfleik en Shaun Wright-Phillips kom inn fyrir Joe Cole. Síðari hálfleikur byrjaði með látum og var Drogba ekki lengi að láta að sér kveða þó ekki hafi hann náð að skora mark. Á 65. mínútu var Damien Duff skipt inn fyrir Arjen Robben og hafði því öllum þremur úr framlínu Chelsea sem byrjuðu inni á verið skipt út af. Skömmu síðar átti sér stað skrautleg sóknarlota hjá Chelsea sem lauk með því að Michael Essien skaut boltanum í stöngina og þaðan fór boltinn í hina stöngina og í greipar markvarðarins. En allt kom fyrir ekki og urðu Chel- sea-menn að játa sig sigraða í fyrsta sinn í ár. Liverpool vann Anderlecht í hinum leik riðilsins og er því eitt á toppi hans með tíu stig og er komið ntesskorar Spán- Fernando Morientes fyrsta mark Liverpool .nderlecht í gær. m lauk með 3-0 sigri ■> olsemerkomið 116-liða úrslit. áffarn í 16 liða úrslit keppninnar. Þetta var fimmti leikurinn sem Eiður Smári er í byrjunarliði Chelsea í öllum keppnum (deild, deildabikar og meistaradeild) og alls níundi leikur- inn þar sem hann kemur eitthvað við sögu. í þeim leikjum hefur Eiður Smári leikið að meðaltali rúmar 41 mínútu en hann hefur skorað eitt mark í þessum níu leikjum. Af þessum fimm leikjum sem Eiður hefur verið í byrjunarliðinu hefur hann þrisvar verið tekinn út af í hálfleik. Þessar tölur bera því miður ekki góðan vitnisburð um hlutverk Eiðs Smára með Chelsea í haust og verður að viðurkennast að hann hefur orðið undir í samkeppninni um stöður. Það er þó ekki í fyrsta sinn sem hann hef- ur mætt mótíæti og hefur hann ávallt sigrast á því en á móti kemur að lið Chelsea hefur aldrei verið eins sterkt og það er nú. Eiður hefur þó sýnt góða takta, til að mynda gegn Bolton þar sem innkoma hans breytti gangi leiks- ins og liðið skoraði fimm mörk eftir að hafa verið 1-0 undir í hálfleik. Það er óskandi að landsliðsfyrirliðinn fái áfram tækifæri hjá Mourinho þrátt fyrir þessa slöku tölfræði. eirikurst@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.