Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 02.11.2005, Blaðsíða 16
7 6 MIÐVIKUDAGUR 2. NÓVEMBER 2005 Fréttir DV Hirtu 26tonn afhassi Spænska lögreglan lagði á mánudaginn hald á 26 tonn af hassi í hafnarbæn- um Algeciras í suðurhluta landsins en þetta er mesta magn ffkniefna sem lagt hef- ur verið hald á í einu í sögu spænsku lögreglunnar. Hassið var falið í 22 stórum trékössum innan um frosnar sardínur og höfðu komið frá hafnarbænum Tanger í Marokkó. 36 ára gamall maður er í haldi lögreglunn- ar pg er hann grunaður um að standa á bak við smyglið. Líkamspartar ávíðog dreif Vegfarendur við þjóðveg 138 í Bandaríkjunum fundu á sunnudag líkamsparta á víð og dreif eftir þjóðvegin- um. Fyrst taldi fólkið að um grín vegna Halloween-há- tíðarinnar væri að ræða, en komst að sannleikanum þegar nánar var að gáð. Fjórum klukkustundum síð- ar og 40 kílómetra í burtu fann eldri maður búk manns. Staðfest hefur verið að líkamspartarnir og búk- urinn séu af sama einstak- lingi. Lögreglan vinnur nú að því að finna út hver mað- urinn hafi verið. lOáraí afvötnun Að öllum lík- indum er tíu ára gamalt barn það yngsta sem hefur verið tekið í áfeng- ismeðferð í Bret- landi. Sérfræðing- ar segja dæmið vera óhjá- kvæmilega afleiðingu aug- lýsinga fyrir alkohólgos- drykki, svokallað alkopop. „Barnið hefur verið alið upp í heimi sem auglýsir svona gosdrykki. Við uppskerum það sem við sáum,“ segir David McNeill hjá rann- sóknarstofu alkohólneyslu í Bretlandi. Rannsóknir þar sýna að fjórðungur bama undir 10 ára aldri hefur drukkið alkohól. Mikið mannfall hefur verið í árásum í írak. Bílsprengja drap 15 og særði í það minnsta 50 manns. Yfir 80% allra árása er beint gegn hersetuliðinu í írak. 80% allra sem látast og særast í þeim árásum eru hins vegar óbreyttir borgarar. írak grætur börnin sín á meðan hersetuliðinu verður hvergi haggað þrátt fyrir mikla andstöðu. ■ ^ • ** Bílsprengja drap 1S menn Sprengi- árásir Iraka bitna mest á þeim sjálfum. í það minnsta fimmtán létust þegar bflsprengja sprakk á mánudag. Fimmtíu til viðbótar slösuðust, allir óbreyttir borgarar að snæðingi á veitingahúsi. Mannfall fraka er talið vera komið í 30.000 - en sumir nefna langtum hærri tölur - allt að 100.000 manns. Sjálfsmorðsárásir eru algengar í írak. Þeim er yfirleitt beint gegn her- setuliðinu en svo virðist sem enginn sérstakur tilgangur hafi verið með sprengingunni á mánudag - nema sá einn að skapa ringulreið og sorg. Gler og rusl lá á víð og dreif í verslunargötunni í Basra eftir sprenginguna, innan um látna og særða. Enginn hefur enn lýst verkn- aðinum á hendur sér. Mest tjón hjá óbreyttum Samkvæmt heimildum banda- ríska hersins hafa nærri 26.000 írakar látist eða særst í árásum síðan í ársbyrjun 2004. „Um 80% árásanna er beint gegn herliðinu, en 80% allra særðra og látinna í þeim eru írakar," segir í skýrslu hersins. Ekki var tekið tillit til þeirra íraka sem látist hafa eða særst í árásum herliðsins. Skýrslan segir að árásarmennirnir hafi lært af bit- urri reynslu að fara ekki í beinar skotárásir við herliðið, heldur frekar frakar syrgja Iþað minnsta 30.000 Irakar hafa látist i árásum. notað aðferðir eins og að keyra framhjá með skothríð eða nota sprengjur. Skýrslan segir einnig að heimatilbúnar sprengjur séu algengasta vopnið. Flak bíls eftir sprengju Iraskirdrengirskoða verksummerki. Háttsettur drepinn Liðþjálfinn William Wood, yfir- maður herdeildar innan bandaríska hersins, lést í sprengingu í síðustu viku. Wood er æðsti embættismaður hersins sem látist hefur í írak. Sprengingin varð þegar Wood var að stjórna liði sínu við öryggis- gæslu á svæði þar sem sprengja hafði sprungið skömmu áður. Her- skáir írakar hafa áður notað leynisprengjur sem bíða komu hersins áður en þær springa. Þannig er árangur sprengjunnar tryggður með marga hermenn í færi á einum stað. 93 hermenn létust í írak í októ- ber. Það er mesta mannfall Banda- ríkjahers síðan í janúar en þá létust 107 hermenn. ÁSKRIFT: 515 6100 | WWW.ST0D2.IS | SKÍFAN | OC VODAFONE VINSÆLASTI SPJALLÞÁTTUR í HEIMI Oprah mióvikudaga kl. 21:00

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.